Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVIWWULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Fyrirtæki 7,5 milljóna króna hagnaður Strengs TÆPLEGA 7,5 milljóna hagnaður varð hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Streng hf. eftir skatta á síðastliðnu ári. Það er fyrsta árið sem fyrirtæk- ið er starfrækt sem hlutafélag en 15% hlutafjár er í eigu danska hug- búnaðarfyrirtæksins PC&C Development. Velta fyrirtækisins var tæp- lega 160 milljónir króna. Alls sköpuðust 10 ný sörf hjá Streng í fyrra. Á aðalfundi ákvað stjórn félagsins að greiða hluthöfum 15% arð. Að sögn Jóns Amar Guðbjartsson- ar kynningar- og markaðsstjóra Strengs eru forsvarsmenn fyrirtæk- isins ánægðir með afkomuna þótt BNVESTING IN ICELAND Tímarit vissulega hefðu þeir viljað sjá meiri hagnað. „Við veijum 15% af veltu til þróunarvinnu í þeim hugbúnaði sem við erum með. Rekstur þessa árs lítur mjög vel út og við þurfum að bæta við starfsfólki til að sinna þróun og uppsetninu á hugbúnaði, bæði hér á íslandi og erlendis. Við vorum t.d. að setja upp Fjölniskerfi hjá söluskrifstofum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna bæði í Englandi og í Þýskalandi og fyrirhugað er að gera hið sama í Japan, Bandaríkjun- um og í Frakklandi." Nýr hugbúnaður fyrir fiskvinnslufy rirtæki PC&C framleiðir grunnkerfi við- skiptahugbúnaðarins Fjölnis en mikil aukning varð í sölu og þróun á þeim hugbúnaði hérlendis á síðasta ári. Tekjur Fjöldisdeildar Strengs jukust um rösklega 90% samanborið við árið 1991. Einnig jukist tekjur fyrir- tækisins vegnaþróunar og sölu á Informix gagnasafnskerfum. Þá hefur Strengur verið að þróa nýjan hugbúnað fyrir fiskvinnslufyr- irtæki sem heitir Utvegsbankinn og verður settur formlega á markað í vor. „Útvegsbankinn er stjómkerfí fyrir fiskvinnslu og útgerðarfyrir- tæki sem heldur utan um alla þætti í rekstri þessara fyrirtækja," segir Jófl Öm. Þetta kerfi er nú komið í notkun hjá Sæfangi á Grundarfirði og Hjálmi á Flateyri og nú er verið að setja það upp í Hraðfrystihúsinu á Eskifirði. „Við bindum miklar von- ir við þetta kerfi, enda hefur það reynst framar vonum hjá þeim sem hafa tekið það í notkun." Umhverfismál FISTOLVUR — Boðeind gerði nýlega samkomulag við Sjálfs- björgu, félag fatlaðra, um að félagsmönnum verði gefinn kostur á að kaupa Diplomat fistölvur og aðrar More tölvur á sérstöku verði. Samningurinn gildir til loka september á þessu ári og er gerður í tilefni af því að sala á Diplomat tölvum er nú að hefjast hér á landi. Þær eru með 486 örgjörva (25 til 50 MHz), allt að 20 MB minni og 200 MB hörðum diski. Myndin var tekin við undirritun samningsins en þá afhenti Jónas R. Sigfússon, markaðsstjóri Boðendar Jóhanni Pétri Sveinssyni, formanni Sjálfsbjargar, fyrstu Diplomat tölvuna sem seld var hér á landi. Rit um fjár- festingar- möguleika á Islandi ICELAND Review hefur gefið út sérrit á ensku um fjárfestingar- möguleika á íslandi sem ber heitið „Investing in Iceland". Ritið er gefið út I samvinnu við Islands- banka. Markmiðið með útgáfunni er að draga saman á einum stað þær almennu upplýsingar sem er- lendir fjárfestar vilja hafa við höndina þegar þeir hugleiða fjár- festingar á Islandi. í ritinu er m.a. gerð stutt grein fyrir breytingum sem nú ganga yfir íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem miða að aukinni og fjölbreyttari sam- vinnu við önnur lönd. Fjallað er um íslenskt atvinnulíf, einkenni þess og helstu vaxtarsprota og í þeim síðari er farið í saumana á íslenska verð- bréfamarkaðnum. Einnig eru dregin eru saman lög og reglur er varða erlendar fjárfestingar og sömuleiðir þau ákvæði skattalaga sem snerta atvinnustarfsemi og fjárfestingar er- lendra aðila hér á landi. Ritið er 16 síður og fylgir sem sérstakur blaðauki um viðskipti með Iceland Review 1 1993. 1* nmm Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAXFRÁRICOH I SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVÍK ,—,,___^ __ SlMI: 91-627333 ■ FAX: 91-628622 CjV_«V__) y/£ Hremsistöðm hf. hefur eyðingu framköllunarefna NÝLEGA tók til starfa I Kópa- vogi fyrirtækið Hreinsistöðin hf. Tilgangur þess er að stuðla að eyðingu efna sem notuð eru við framköllun á ljósmyndum og röntgemyndum og óheimilt er að hella niður í holræsakerfi hér á landi. Fyrirtækið býðst til að sækja efnin til fyrirtækja með sérútbúnum tankbíl og flytja þau á starfsstöð þess á Kársnesbraut 110 í Kópavogi til eyðingar Samkvæmt reglum umhverfis- ráðuneytisins er fyrirtækjum sem nota framköllunarefni og stækka myndir skylt að senda framköllun- arefni til eyðingar. í starfsleyfum þessara fyrirtækja er gert ráð fyrir að efnum eins og framkallara, bleiki, „fixer“ og „stabiliser" verði eytt og þeim komið til eyðingar- stöðva. I Evrópu og ekki síst á Norðurlöndum hafa gilt mjög strangar reglur um eyðingu þess- ara efna síðustu tíu ár og þar er stranglega bannað að láta þau fara út í holræsakerfið að viðlagðri svift- ingu starfsleyfa. Þeir aðilar sem nota slík efni eru t.d. framköllunar- fyrirtæki, ljósmyndarar, prent- smiðjur og sjúkrahús. Þetta kemur fram í kynningar- bréfi sem Hreinsistöðin hefur sent frá sér. Þar segir að hingað til lands séu flutt þúsundir lítra af þessum efnum. Þau séu flutt hingað í til- tölulega smáum einingum en þynnt út hér með vatni þannig að þau EITUREFNI — Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hreinsistöðvarinnar sem nýlega tók til starfa segir að megn- inu af framköllunar- vökvum hafi verið hellt niður í holræsin. Þetta er brot á gildandi regl- um þar sem skylt er að mæta með þau til eyðingar hjá viður- kenndum eyðingar- stöðvum. Endoform hefur hlotið viðurkenninguna Hvfta svaninn, eina staðfesta umhverfismerkið á Norðurlöndum UMHVERFISVERND — FYRIR skömmu fékk sjálfkalkerandi pappírinn Endoform leyfi heil- brigðisyfírvalda til að bera Hvíta svaninn sem er eina viðurkennda umhverfismerkið á Norðurlöndum. Einn- ig fékk endurunni pappírinn frá Endoform leyfi til að bera merkið. Hvíti svanurinn er staðfesting á því að viðkomandi vara sé umhverfmu skaðlaus og hafi verið ítarlega prófuð á öllu framleiðslu- og notkunar- ferlinu. margfaldist að rúmmáli. 1 stað þess að senda efnin til útlanda útþynnt hafi nú skapast sá möguleiki að eyða allt að 90% efnanna hér á landi áður en þau eru send úr landi. Áætlað að 300 þúsund lítrum sé hellt niður Kristinn Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Hreinsistöðvarinnar, benti á í samtali við Morgunblaðið að það væri þjóðhagslega hag- kvæmt að vinna efnin niður hér á landi fremur en að senda þau úr landi óunnin. í senn væri unnt að spara gjaldeyri og flutningskostn- að. „Þetta er eina fyrirtækið á þessu sviði,“ sagði hann. „Við erum að ryðja brautina og skapa þann möguleika að menn hætti að hella niður þessum efnum. Hingað til hefur þótt mjög dýrt að fara með efnin til Sorpu til eyðingar. Þess vegna hefur þeim að stórum hluta verið hellt niður í holræsin. Það eru einungis örfáir ljósmyndarar sem hafa safnað þeim en allir spítalar, prentsmiðjur og framköllunarfyrir- tæki háfa hellt efnunum niður. Ég reikna með að um 300 þúsund lítr- ar hafí farið út í sjó á hveiju ári.“ Kristinn sagði að hann hefði fengið jákvæðar viðtökur við þessari nýju þjónustu en ennþá vildu fáir nýta sér hana. Þó hefði stærsta ljós- myndavörufyrirtæki landsins not- fært sér þjónustuna. Kristinn sagðist hafa átt mjög gott samstarf við Hollustuvernd ríkisins en aftur á móti væri eftir- lit með þessum málum mjög slæ- legt af hálfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Það virtist vera mjög févana og vanhæft til að fram- fylgja gildandi reglum. „Þess vegna hafa notendur efnanna einfaldlega hellt þeim niður í holræsakerfið. Þetta eru baneitruð efni sem valda mikilli mengun í hafínu.“ Gjaldið fyrir eyðingu er 40 krón- ur á lítra og er þá innifalin sú þjón- usta að efnin eru sótt til fyrirtækj- anna. Að lokinni eyðingu eru þau síðan send til endanlegrar eyðingar til Danmerkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.