Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 39 Jóhanna M. Kjartans dóttir — Minning Fædd 15. ágúst 1926 Dáin 11. apríl 1993 Kirsten Briem lést í Landakots- spítala að kvöldi 12. apríl sl. Kirst- en gekk í gegnum erfið veikindi síðustu mánuði og von um varan- legan bata var ekki mikil, en þol- gæði hennar og reisn var slík að engan óraði fyrir að endalokin væru svo skammt undan. Við kynntumst Kirsten í Árósum fyrir rúmum 20 árum þar sem hún og Eggert bjuggu með Nönnu sem ( þá var tveggja ára. Seinna áttum við samleið í Skotlandi um tíma þar sem Sverrir fæddist. Eftir að ( við fluttumst öll heim styrktust vináttutengsl og margar góðar stundir eru að baki. Þegar Kirsten fluttist til íslands einsetti hún sér að læra málið sem allra best og aðlaga sig nýjum sið- um og venjum um leið og hún hélt fast í uppruna sinn og auðg- aði þannig líf allra sem henni kynntust hér á landi. Trygglyndi er það orð sem helst kemur í hugann þegar hugsað er til baka. Kirsten var mikill vinur vina sinna, vildi öllum vel og samgladdist þegar vel gekk, en var einnig boðin og búin að liðsinna á erfiðum stundum. Hún hafði ( ákveðnar skoðanir, en var um leið víðsýn og laus við fordóma. Það er sárt að horfa á eftir góðri ( vinkonu, en minning um ákaflega heilsteypta, trygglynda og góða manneskju er mikil huggun. Það ( er einnig huggun að hugsa til þess að Kirsten átti hér gott líf með fjölskyldu sinni og stórum vina- og kunningjahópi. Velferð eigin- manns og barna var henni alltaf ofarlega í huga og gladdist hún yfir hveijum áfanga í Jpeirra lífi. Kirsten var ánægð á Islandi, en ferðirnar til Danmerkur urðu margar í gegnum árin og tengslin við fjölskyldu og vini á heimaslóð- um héldust sterk og góð. Síðustu dagar hafa verið fjöl- skyldunni þungbærir, en um leið fullir af hlýju og samkennd, ekki síst vegna þess að móðir Kirstenar og annar bræðra komu til íslands ( til að vera hjá henni og fjölskyld- unni. Við erum þakklát fyrir að hafa ( kynnst Kirsten Briem, þakklát fyr- ir hennar góðu og lærdómsríku vináttu, þakklát fyrir minningarn- ( ar sem hjálpa nú í sárustu sorginni. Eggert, Nönnu og Sverri, frú Inger Lind, bræðrunum Thorkild og Peter, svo og öðru skyldfólki, vottum við okkar innilegustu sam- úð. Gerður Helgadóttir og Jóhannes Kjarval. Við ætlum í örfáum orðum að minnast Kirsten Briem, sem við kynntumst í félaginu „Dansk Kvindeklub". Hún var á tímabili í stjórn þess og síðar endurskoðandi. Okkur fannst mikið til þess koma þegar Kirsten fór í Háskóla ( íslands að læra félgsfræði og lauk þar námi á mjög skömmum tíma. Henni líkaði vel vinnan og hélt | áfram starfinu til hinstu stundar. Á hveiju ári er dönsk guðsþjón- usta í Dómkirkjunni á annan í jól- ( um, og þegar það kom í hlut „Dansk Kvindeklub" að sjá um þessa guðsþjónustu, tók Kirsten virkan þátt í því að skreyta kirkj- una, og við minnumst hennar þeg- ar hún stóð fyrir framan altarið og las jólaboðskapinn. Síðastliðin jól var hún eins og alltaf með okkur í kirkjunni, og eftir messu fengum við 'okkur kirkjukaffi í sóknarheimili Dóm- kirkjunnar. Fallegasta stundin, sem við munum eftir með Kirsten, er 50 ára afmæli hennar 17. febrúar sl. Kirsten var þar hjá okkur glöð og ánægð, á meðan maðurinn hennar, ( börn og vinir gerðu allt til þess að gera daginn ógleymanlegan. Við sendum fjölskyldunni okkar J innilegustu samúðarkveðjur. Níta H. Pálsson og Jytte Lis Ostrup. ^ Fleiri minningargreinar um Kirsten Briem bíða birtingar og munu birtast hér í blaðinu næstu daga. Páskadagur er tilkomumikill og friðsæll dagur, sérstaklega eins og veðrið var síðasta páskadag, en þá kvaddi þennan heim tilkomumikil kona, Jóhanna Kjartansdóttir, tengdamóðir mín. Þessi dagur var eins og hún var, merkilegur, frið- sæll og fallegur. Það var gott úr því sem komið var að hún skildi fá að kveðja á þessum degi og hverfa inn í páskasólina sem reis um morg- uninn. Það er gjaman haft á orði að oft sé oflofi hlaðið á hina látnu og má vera að slíkt tíðkist á stundum. En er ekki nóg af illmælgi og rógburði um lifendur? Er það nokkur goðgá þótt sannleikur um göfugar sálir sé viðhafður þegar þær eru kvaddar hinstu kveðju. Það er nú einu sinni þannig að hið góða er miklu sterkara í okkur öllum og þegar við eldumst og þroskumst með góðu fólki og lærum af því þá hlýtur hið góða að verða yfirsterkara í okkur og svo var með Jóhönnu, hún ræktaði hið góða í okkur öllum sem þekktum hana. Ég vil með þessum fáu línum þakka henni hversu vel hún hefur reynst mér og mínum börnum alla tíð. Hún var bömum mínum, svo og öllum hinum bamabörnunum, hin besta og fórnfúsa amma sem gerði allt fyrir þau. Það má segja að Katrín, dóttir mín og Grétars, hennar elsta barna- barn, hafi slitið barnsskónum hjá henni. Katrín naut þess í sex ár að vera eina barnabarnið hennar og lærði hún margt hjá ömmu sinni sem hún á eftir að njóta um ókomna framtíð. Það er margs að minnast eftir 24 ára samveru í þessu lífi. Ég kom fyrst á heimili Jóhönnu sem unn- usta Grétars, sonar hennar. Henni fannst við svolítið ung til að bind- ast, en er hún vissi að við áttum ekki fyrir trúlofunarhringunum þá var hún ekki lengi að bjóðast til þess að lána okkur fyrir þeim, hún var ekki mótfallnari en það. Jóhanna átti fímm börn og átta barnabörn. Þau eru í aldursröð: Frímann, ógiftur og barnlaus, Grét- ar, giftur undirritaðri og eiga tvö börn, Steinunn Erla, gift Hermanni Lúðvíkssyni og eiga þijú börn, Hulda, fráskilin og á þijú böm, og Margrét Ingibjörg, ógift og barn- laus. Okkur finnst öllum dauðinn fjar- lægur er við erum ung og hress, en það er nú svo að fæðingin er upphafið að dauðanum og er hann alltaf óvelkominn, en þó svo kær- kominn er veikindi og þjáning steðja að. Þeir voru fljótir, alltof fljótir að líða þessir mánuðir er Jóhönnu gáf- ust eftir að hún fékk úrskurðinn um veikindi sín nú milli jóla og nýárs, en von okkar allra og ekki síst hennar var að fá að vera við fermingu tveggja barnabarna sinna, Árnýjar, dóttur Huldu, og Evu, Hlínar, dóttur Erlu, og við stúdentsútskrift elsta barnabarns- ins, Katrínar, en af því gat ekki orðið, því miður. Hún lifði fyrir börnin og barnabörnin sín og vildi fá að taka þátt í stórviðburðum og áförigum okkar allra. Ég er hrædd um að það verði tómleiki hjá okkur öllum að eiga ekki móður, tengdamóður eða ömmu í Heiðargerði til að leita til. En minningin um góða konu á eftir að verða okkur mikill styrkur og leiðarljós um ókomna framtíð. Við viljum að endingu þakka nágrönnum hennar fyrir umhyggju þeirra fyrir Jóhönnu í veikindum hennar og ekki má gleyma að þakka Heimahlynningu krabbameinsfé- lagsins fyrir þeirra fórnfúsa starf. Þau hafa verið okkur öllum mikil stoð og Jóhönnu mikil hjálp og styrkur í veikindum hennar, það verður seint fullþakkað. Kæra Ingibjörg, hún var þér meira en móðir, hún var einnig mikill vinur þinn sem þú endurgalst margfalt í veikindum hennar. Við höfum öll misst mikið, kæra Hulda, Erla, Frímann, Grétar og Ingibjörg. Guð blessi ykkur öll. Það væri hægt að segja og þakka svo miklu meira, en þar sem mig skortir getu til að skrifa meira þá læt ég þetta nægja með von og trú um að við hittumst aftur. Hvíl, kæra Jóhanna, í friði. Elísabet Jónsdóttir. Mig langar til að kveðja mína ástkæru ömmu og vinkonu með örfáum orðum. Það er erfítt að finna nógu sterk orð til að lýsa ömmu því að ég á þau ekki til. Hún kvaddi þennan heim á fallegum og kyrrum degi, sólin skein og fuglarnir sungu. Kannski lýsir sá dagur ömmu best. Þegar ég frétti sl. jól að amma væri með banvænan sjúkdóm og ætti líklega stutt eftir ólifað var líkt og eitthvað dýrmætt væri rifið úr mér og ég sá allar mínar kær- ustu minningar um ömmu ljóslif- andi fyrir mér. Ég eyddi stórum hluta barnæsku minnar hjá ömmu, ömmu Jóu eins og hún var kölluð, því það besta sem ég vissi var að fara til ömmu. Hún vildi gjörsamlega allt fyrir mig gera. Hún saumaði föt á dúkkurnar mínar, bakaði handa mér pönnu- kökur, fór með mig í leikhús og kenndi mér „Faðir vorið“. Ef mér leið eitthvað illa tók amma mig í fangið, strauk tárin í burtu og kall- aði mig „ljósið hennar ömmu sinn- ar“. Ef mér lá eitthvað mikilvægt á hjarta, sem að ég vildi ólm deila með öðrum, var amma alltaf tilbúin að setjast niður og hlusta. Henni var það mikils virði að mér liði vel og að ég stæði mig í einu og öllu. Þess vegna gæfi ég mikið fyrir að amma gæti verið við útskriftina mína núna í vor, því að hennar líf og yndi vorum við barnabömin og það gladdi hana ólýsanlega að sjá okkur taka stórt spor fram á við. Ég veit að ef ég hefði ekki feng- ið að njóta þeirrar hamingju í lífinu að hafa átt þvílíka ömmu eins og hún amma mín var ætti ég mikið eftir óreynt og ólifað í dag, amma gaf mér stóran part af lífi sínu og fyrir það fæ ég henni aldrei full- þakkað. Hún kenndi mér svo ótal margt, þar á meðal að vera góð manneskja og sjá alltaf það bjarta í lífinu. Já, elsku amma mín, ég vildi óska að þú tækir mig núna í fangið og þurrkkaðir burt öll tárin, svo ég gæti fundið alla hlýjuna þína og sagt þér í leiðinni allt sem mig langar að segja þér, hve mikið þú í raun gafst mér. Eitt hlýlegt augnaráð frá henni var nóg til að mér liði betur. Mín síðustu orð við ömmu mína voru „amma, ég elska þig“ og ég vona að hún geymi þau örfáu en dýrmætu orð um alla tíð í hjarta sínu. Það er svo erfitt að upplifa í fyrsta skipti á lífsleiðinni fráfall einhvers sem maður elskar svo heitt. Maður veit í rauninni ekkert hveijum maður á að reiðast eða hver eigi eftir að fylla upp í tómleik- ann sem situr eftir í manni. Það eru margar spurningar sem hlaðast upp, en fátt um svör. En ég veit að ömmu líður vel núna og fyrir hana ætla ég að vera sterk því að ég veit að það hefði hún viljað. Minningin um fallega, sterka, hjartahlýja og einstaka konu sem ætíð var tilbúin að fórna sér fyrir aðra mun fylgja mér um ókomna tíð. Ég gleymi þér aldrei. Katrín Grétarsdóttir. Það er ekki lítils virði að eiga góða nágranna, sagði hún Jóhanna mín svo oft þegar vð ræddum um lífið og tilveruna, æskuna og ellina. Hún skildi ekki fólk sem lítur á það sem einhvers konar dyggð að þekkja ekki nágranna sína. Og við, sem áttum Jóhönnu að nágranna, erum henni svo hjartanlega sammála. Jóhanna var góður granni. Og hún var meira. Hún var einn af horsteinunum í lífi okkar í ofan- verðu Heiðargerðinu. Hún hafði verið hér frá upphafi byggðar og manni fannst hún hlyti að verða hér að eilífu. Jóhanna og maður hennar, Árni Jónsson, voru í hópi frumbyggj- anna í þessu merkilega hverfí, Smáíbúðahverfinu, sem var skipu- lagt þannig að efnalítið fólk gæti komið yfir sig þaki, sem mest með eigin vinnu. Þau voru ung, komin austan úr Landsveit, hún frá Flag- bjarnarholti og hann frá Lækjar- botnum. Ámi var með rútusérleyfið í heimasveitina og átti líka vörubíl. Þau byijuðu að byggja sumarið 1952 og árið eftir voru þau flutt inn í nýja húsið, Heiðargerði 9, með synina tvo, Frímann, f. 1949, og Grétar, f. 1951. Síðan bættust við dæturnar Steinunn Erla, f. 1954, og Hulda, f. 1958. Þótt hús- ið sé ekki stórt á nútímamæli- kvarða leigðu þau um árabil út tvö af þremur herbergjum á efri hæð- inni. Jóhanna og Árni voru nýkomin í Heiðargerðið þegar ég flutti í næsta hús, rétt að komast á ungl- ingsaldur. Mér fannst fljótlega tals- vert til þessarar rösklegu ná- grannakonu minnar koma. Sér- staklega dáðist ég að því hve flínk hún var að sauma. Það var sama hvort það voru gallabuxur, yfir- hafnir eða selskapskjólar, þetta lék í höndunum á henni. En lífið lék ekki alltaf við _Jó- hönnu. í febrúar 1964 varð Árni bráðkvaddur við vinnu sína. Harmi slegnir fylgdust nágrannarnir af aðdáun með því hvernig Jóhanna tókst á við erfiðleikana. Fyrir henni var, eins og æ síðar, aðalatriðið að líf barnanna raskaðist sem minnst. Hún seldi rútuna en hélt vörubíln- um. í samtals 12 ár gerði hún út vörubíl á Vörubílastöðinni Þrótti. Við það naut hún lengst af aðstoð- ar Ásgeirs Júlíussonar sem var sambýlismaður hennar í áratug. Ásgeir er ættaður austan úr Lóni og í mörg ár eyddu þau hluta úr sumri á jörð hans, Svínhólum. Með Ásgeiri eignaðist Jóhanna dóttur- ina Margréti Ingibjörgu, f. 1966. Þegar Jóhanna fór að vinna utan heimilis var það aðallega við fram- reiðslu í veislum og við ræstingar. Henni var í mun að geta hagað vinnu sinni þannig að hún kæmi sem minnst niður á heimilisfólki. Hún vann lengst af við ræstingar í Þjóðleikhúsinu. Þá fór hún í vinnu eldsnemma á morgnana og var komin heim fyrir hádegi og gat haft til heitan hádegismat. Hún hélt fast við gamlar íslenskar mat- arvenjur og fann til með bömum sem komu úr skóla að tómu húsi og kaldri súrmjólk í ísskápnum. Þegar ég flutti aftur á æsku- stöðvarnar í Heiðargerðinu með fjölskyldu mína eftir meira eða minna 10 ára fjarveru var Smá- íbúðahverfið að taka^á sig þá mynd sem það hefur nú. í stað moldar- flaga og forarpolla voru komnar götur, gangstéttir og grónir garð- ar. Á lóðamörkum okkar Jóhönnu voru að vaxa upp fallegir tijárunn- ar. Fljótlega var klippt skarð í einn þeirra til að auðvelda samgang milli húsanna. Margrét Ingibjörg varð heimagangur hjá okkur og síðan aðalbarnapían um leið og hún hafði aldur til. Og dætur okkar fóru fljótt að sækja yfir í Jóhönnu- garð. Þá var þeim iðulega boðið upp á mjólk og pönnukökur eða annað góðgæti í eldhúsinu. Þótt Jóhanna legði mikla alúð við garð- inn og blómabeðin sín vildi hún hafa líf í garðinum og börn að leik. Hún varð í hugum dætra okkar eins konar akkeri, þriðja amman, eins og ein þeirra orðaði það. Þær vissu að til hennar væri alltaf hægt að leita. Og þegar saumaskapur okkar mæðgna sigldi í strand var lausnin auðveld — hlaupa yfir til Jóhönnu. Ræktarsemi Jóhönnu og gest- risni dró að fólk. Oftar en ekki voru einhveijir í heimsókn; börn, tengdabörn, barnabörn, nágrannar, vinir, ættingjar og tengdafólk að austan. Hún var tryggur vinur vina sinna en gat verið hörð í dómum um þá sem henni líkaði ekki við. Ef hún hafði ekki heyrt eða séð þá sem henni var annt um í ein- hvern tíma kom hún eða hringdi til að vita hvort ekki væri allt í lagi. Einhver hefði getað haldið að hún hefði nóg með sig sjálfa, því fimm sinnum á 12 árum þurfti hún að fara í mjaðmaaðgerðir og áður en til þeirra kom var hún oftast orðin sárþjáð og nær ófær til gangs. En hún tókst á við þetta eins og hvert annað verkefni sem þurfti að leysa. Og þegar hún var komin á stjá á ný, laus við verkina, sagð- ist hún ekki hafa undan miklu að kvarta, nýviðgerð manneskjan! Á liðnu hausti var greinilegt að Jóhanna var lasin. Hún gerði ekki mikið úr því. Það átti að ljarlægja gallsteina með smáaðgerð. Gall- steinar voru það — og miklu meira, því miður. Jóhanna æðraðist ekki frekar en fyrri daginn. hana lang- aði til að lifa vorið, vera við ferm- ingu tveggja barnabarna sinna og stúdentsútskrift þess þriðja. Með aðstoð barna sinna, fyrst og fremst Ingibjargar sem bjó hjá henni, og með ómetanlegum stuðningi Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins gat hún verið heima. Mánu- daginn 5. apríl fór hún í bæinn að kaupa fermingargjöf og kjöt í páskamatinn. Hún vildi velja það sjálf. Um kvöldið lauk hún við að ganga frá kjól fyrir dóttur sína. Þetta var síðasti dagurinn sem hún hafði fótavist. Þegar hún komst ekki í ferminguna á skírdag var eins og hún gæfist upp. Á páska- dag, á fegursta morgni vorsins þegar kirkjuklukkurnar hringdu eftir messu, lést Jóhanna á heimili sínu með börnin sín fimm hjá sér. Ég og fjölskylda mín kveðjum með söknuði ogþakklæti góða konu og góðan nágranna.^ Þórdís Árnadóttir. _ GRÁSTEINN GABBRÓ.MARM ARI G R A N ÍT 9s. HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.