Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1993 47 SÍMI 320 75 Lögregtumaður á um tvo kosti að velja: Hætta í iöggunni eða smygla sér inn í hættulegustu mótorhjólaklíku Bandaríkjanna og fletta ofan af vopna- og eiturlyfjasölu hennar. Einhver magnaðasta mynd síðan „EASY RIDER“. Handrit og leikstjórn: Larry Ferguson, sem færði okkur „Beverly Hills Cop ll“, „The Presido" og „Highlander". Aðalhlutverk: Charlie Sheen og Linda Fiorentino. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Charlie SHEEN Linda FIORENTIMO FIXING THE MYND LARRYS FERGUSOIM („The Hunt For Red October", „Highlander", „Beverly Hills Cop 2“, „The Presidio") ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐKR. 350 Á ALLAR MYNDIR TVÍFARINN Æsispennandi tryllir með Drew Barrymore. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NEMÓLITLI ★ ★★ Al Mbl. Frábœr teiknimynd m/íslensku tali. Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 350 SVALA VERÖLD Mynd í svipuðum dúr og Roger Rabbit. Adalhlv.: Kim Basinger. Sýnd kl. 7,9 og 11. Bönnuð innan 10 ára. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 16. - 19. apríl Umferðarátak lögregl- unnar á Suð-Vesturlandi heldur áfram. Athyglinni er sérstaklega beint að ökuhraða og réttindum ökumanna. Frá því að átakið hófst 14. apríl sl. hefur lögreglan á svæðinu haft afskipti af tæplega 600 ökumönnum. Kæra hefur þurft u.þ.b. helming þeirra o'g svipta hefur þurft 10 ökumenn ökurétt- indum fyrir að aka allt of hratt. Það sem af er hafa afskipti verið höfð af tæp- lega 40 ökuréttindalaus- um_ ökumönnum. Á föstudag var tilkynnt um eld í íbúð við Vestur- berg. Þar reyndist hafa kviknað í pottalepp á elda- vélarhellu. Tjón varð lítið. Aðfaranótt laugardags féll ökumaður og farþegi af bifhjóli á Laugavegi gegnt húsi nr. 138 eftir að hjólið hafði lent þar á sandi og óhreinindum. Flytja varð fólkið á slysa- deild, en meiðsli þess eru ekki talin alvarlegs eðlis. Mannmergð í miðborg Talið er að um 2.500 manns hafí verið í mið- borginni þegar mest var aðfaranótt laugardags. Talsverð ölvun var meðal fólksins og varð að færa 12 einstaklinga á lögreglu- stöðina sökum ölvunar- ástands. Um miðjan dag á laug- ardag var tilkynnt um eld í ruslageymslu við barna- heimili við Bústaðaveg. Tókst að slökkva eldinn áður en stórfellt tjón hlaust af. Þá varð umferðarslys á Kringlumýrarbraut gegnt Nesti. Kona, sem hlaupið hafði áleiðis yfir götuna, lenti þar fyrir jeppabifreið, sem ekið var til suðurs. Konan var talin alvarlega slösuð. Um miðjan laugardag var einnig tilkynnt um óviðkomandi mann í húsi nálægt miðborginni. Á staðnum kom í ljós að maðurinn hafði brotist þar inn einhvem tíma nóttina áður, en þreytan og Bakk- us borið hann ofurliði. Maðurinn hafði því sofnað og ekki rumskað fyrr en líða tók á daginn, en þá hafði fólkið í húsinu þegar orðið vart við hann og kall- að á lögreglu. Maðurinn var færður í fangageymslu. Unglingsstúlka féll af hestbaki og rotaðist á Heiðmerkurvegi við Elliða- vatnsbæinn á laugardag. Hún var komin til meðvit- undar þegar lögregla kom á vettvang, en til öryggis var hún flutt með sjúkra- bifreið á slysadeild Borgar- spítalans. Eldur í rusli Á laugardagskvöld var tilkynnt um eld í ruslafötu við Landsbankann í Mjódd. Augsýnilega hafði verið kveikt í fötunni, en eldurinn hafði ekki magn- ast að ráði og því tiltölu- lega auðvelt með slökkvi- starf. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um umferð- aróhapp við Eiðistorg. Þar hafði verið ekið á mann- lausa bifreið og vöknuðu grunsemdir um að öku- maðurinn væri undir áhrif- um áfengis. Mann brást illur við afskiptum lög- reglu, en hún hafði sín ráð við afgreiðslu málsins. Um helgina þurfti lögreglan að hafa afskipti af 12 öku- mönnum grunuðum um ölvun við akstur. Aðeins er vitað til þess að einn hafi lent í umferðaróhappi áður en til hans náðist. Skömmu síðar voru þrír menn staddir í kyrrstæðri bifreið á Snorrabraut við Flókagötu þegar þrír gangandi menn komu að bifreiðinni og rifu upp bíl- stjórahurðina. Gerði einn þeirra sér það að leik að ógna þeim sem sat undir stýri með hnífi, en gekk síðan ásamt félögum sín- um áfram sína leið. Lög- reglan handtók mennina skömmu síðar og þurfti að vista hnífsmanninum í fangageymslunum, en hinir fengu að fara frjálsir ferða sinna. Ungir innbrotsþjófar Snemma á sunnudags- morgun var tilkynnt um tvo unga menn sem væru að bijótast inn í verslanir í miðborginni. Um var að ræða alþekkta síbro- taunglinga. Lögreglumað- ur sem kom á vettvang náði þegar öðrum þeirra, gat handjárnað hann og heft för hans á meðan hann hljóp hinn uppi, en sá hafði þegar lagt á flótta. Lögreglumaðurinn náði þeim dreng skömmu síðar og voru drengirnir síðan vistaðir hjá Ungl- ingaheimili ríkisins. Grun- ur er um að drengirnir hafi brotist inn í sömu verslanir í miðborginni aðfaranótt föstudags, en þá hafði verið stolið þar einhveiju af skiptimynt. Það er von lögreglumanna fýrir hönd íbúa starfs- svæðis hennar að bama- verndaryfirvöld megi tak- ast að nota þau vistunar- úrræði sem tiltæk em þessum drengjum til handa, sjálfum þeim og öðrum til hagsbóta. Alls var tilkynnt um 17 innbrot um helgina, auk 11 þjófn- aða. Gmnur er um að drengirnir eigi þar dijúgan hlut að máli. ■ Á TVEIMUR VINUM Að kveldi sumardagsins fyrsta verður haldin Kara- oke keppni. Um er að ræða Elvis Karaoke keppni sem upphaflega átti að vera í síðustu viku en var frestað um viku. Keppt verður um besta Elvissöngvarann og einnig veitt verðlaun þeim sem þykir líkjast Elvis gamla mest í klæðaburði og framkomu. í karaokekerfi Tveggja vina eru yfir 30 Elvislög og er þar að finna flesta af _ hans frægustu smellum. Á föstudagskvöld- ið kveður við annan tón. Þá mætir á sviðið Bogomil Font ásamt Milljónamær- ingunum sínum og ætla þeir að hefja sumardagskrá Vinanna með sólartónlist, sveiflu og sjóðheitri bað- strandarsömbu. Laugar- dagskvöldið er svo komið að Helga Björnssyni ásamt vinum hans í SSSól. Silfur- tónar eru svo komnir með splúnkunýtt dansprógramm og eru búnir að fá til liðs við Birgi Bragason sem kemur úr Sálinni hans Jóns míns sem nýlokið hefur störfum. (Fréttatilkynning) SÍMI: 19000 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ALLAR MYINIDIR H0NEYM00N IN VEGAS Ferðin til Las Vegas Ein besta gamanmynd allra tíma sem gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum. Nicolas Cage (Witd at Heart, Raising Arizona), James Caan (Guðfaðirinn og ótal fleiri) og Sara Jessica Parker (L.A. Story). Bono (U2), Biily Joel, Brian Ferry, John Mellencamp o.fl. flytja Presley-lög í nýjum og ferskum búningi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ENGLASETRIÐ ★ ★ ★ Mbl. Mynd sem sló öll aðsóknarmet í Svíþjóð. - Sæbjörn Mbl. ★ ★ ★ „Englasetrið kemur hressilega á óvart.“ Sýnd kl. 5,9 og 11.10. NÓTTÍNEWYORK NIGHT ANDTHECITY CHAPLIIM Aöalhlv.: ROBERT DOWNEY JR. DAN AYKROYD, ANTH- ONY HOPKINS, KEVIN KLINE. Tónlist: JOHN BARRY (Dansar við úlfa). Sýnd kl. 5 og 9. * * * Mbl. Frábær spennumynd þar sem Robert De Niro og Jessica Lang fara á kostum. Leikstjóri Irwin Winkler (Guilty by Suspicion). Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 - Lokasýning. Bönnuð innan 14 ára MIÐJARÐARHAFIÐ MEDITERRANEO Stórkostleg Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Markaðsdagur Lions haldinn á Lækjartorgi Markmið Lionshreyfingarinnar er að leggja lið LIONSKLÚBBURINN Viðarr heidur Markaðsdag á Lækjartorgi sunnudag- inn 13. júní 1993. Tilgang- urinn er að afla fjár til styrktar barnastarfsemi Stigamóta, en það eru samtök sem aðstoða fórn- arlömb kynferðisofbeldis, bæði þolendurna sjálfa og einnig aðstandenur þeirra. Markmiðið er að safna 1,5-2 milljónum króna sem varið verður til að bæta starfsaðstöðu Stígamóta sér- staklega með tilliti til barna- starfseminnar en þar hefur orðið mikil meðferðaraukn- ing og að styrkja útgáfu- starfsemi Stígamóta um efni varðandi kynferðislega mis- notkun bama. Hjá Stígamót- um er til mikil þekking en ekki fjármagn til að koma henni á prent. . Á markaðsdeginum verða til sölu munir sem safnað verður frá fyrirtækjum tækj- um og almenningi. Einnig verður vönduð skemmtidag- skrá með allskyns uppákom- um. Vilja Lionsmenn hvetja almenning til að duga vel góðu málefni, athuga hvort ekki leynast notuð skrifborð, stólar, lampar, reiðhjól ofl. í bílskúrnum eða öðrum geymslum sem safna þar ryki og verður á endanum hent. Koma frekar hlutunum núna til Lionsmannanna sem standa fyrir þessari íjáröflun og slá tvær flugur í einu höggi; styrkja gott málefni og taka til fyrir sumarið. Tekið verður á móti á Tekið á móti húsgögnum EINN félagi í Lionsklúbbnum Viðarri tekur á móti hús- gagni til nota á Markaðsdeginum 13. júní nk. munum milli kl. 13 og 17 hæð í Hafnarhúsinu. Einnig alla laugardaga á annarri verða hlutir sóttir. Opinn fyrirlestur um ástandið í Rússlandi SENDIHERRA Rússlands á íslandi, Jouri A. Rechetov, flytur almennan fyrirlestur á vegum Alþjóðamála- stofnunar Háskólans þriðjudaginn 20. apríl kl. 17 í Lögbergi, stofu 101, undir yfirskriftinni: Hvað er fram- undan? Fundur- inn er hald- inn vegna þeirra ör- lagaríku þróunar sem nú á sér stað í Rússlandi og mun Jouri A. sendiherrann m.a. fjalla um afleiðingar þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem þar fer fram 25. apríl. Að fyrirlestrinum loknun) munu þeir Árni Bergmann, ritstjóri og Bjöm Bjarnason, alþingismaður, taka þátt í pallborðsumræðunum með sendiherranum. Fundar- stjóri verður Gunnar G. Schram, formaður Alþjóða- málastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.