Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20..APRÍL 1993
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1993
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Ríkissjóður og
kjarasamningar
Ríkissjóður er illa staddur um
þessar mundir. Að loknum
fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi
Qárlagaárs er ljóst, að fjárlaga-
hallinn á þessu ári stefnir í a.m.k.
10 milljarða króna. Þetta stafar
bæði af minni tekjum vegna
minnkandi umsvifa í þjóðfélaginu
og auknum útgjöldum, sem ekki
var gert ráð fyrir við íjárlaga-
gerðina í desember. Fyrstu áætl-
anir um fjárlög ársins 1994
benda til þess, að hallinn á því
ári geti orðið enn meiri, eða
nokkuð á annan tug milljarða.
Þessar tölur einar út af fyrir
sig eru ákveðin vísbending um,
að ríkisstjómin verði að taka til
hendi um niðurskurð útgjalda
eða nýja tekjuöflun til þess að
koma í veg fyrir, að fjárlagahall-
inn á tveimur árum verði hátt í
25 milljarða króna. Það er óþarfi
að rökstyðja þessa skoðun sér-
staklega. Landsmönnum er ljós-
ara en áður samhengið í efna-
hagslífinu. Svo mikill fjárlaga-
halli á tveimur árum mundi óhjá-
kvæmilega ýta undir vaxtahækk-
un, sem atvinnulífíð þolir alls
ekki við núverandi aðstæður, eða
auknar erlendar lántökur, sem
þjóðarbúið þolir illa.
Þegar litið er til þessarar stöðu
í ríkisfjármálum þarf engum að
koma á óvart, að skoðanir hafi
verið skiptar innan ríkisstjómar-
innar og raunar í atvinnulífínu
um réttmæti þess að auka enn
á hallarekstur ríkissjóðs með
gerð kjarasamninga, sem hefðu
kostað ríkissjóð marga milljarða
króna.
Atvinnufyrirtækin í landinu
hafa engin efni á að greiða hærra
kaupgjald en nú er gert. Ríkis-
sjóður og sveitarsjóðir hafa held-
ur ekki efni á því að greiða hærra
kaupgjald. í stuttu máli sagt:
Staða efnahags- og atvinnulífs
okkar íslendinga er með þeim
hætti um þessar mundir, að eng-
in rök eru fyrir kauphækkunum
eða öðrum kjarabótum, að
óbreyttu.
Hver eru þá rökin fyrir því að
gera kjarasamning á kostnað rík-
issjóðs, sem á ekki fyrir þeim
milljörðum, sem um er að ræða?
Rökin, sem færð hafa verið fram,
em þau, að það sé nokkuð borg-
andi fyrir vinnufrið til ársloka
1994 og þann almenna stöðug-
leika, sem þeim vinnufriði mundi
fylgja. Þetta eru vissulega rök,
sem full ástæða er til að taka
alvarlega.
Á móti kemur hitt, að ríkis-
sjóður hefur ekki efni á að kaupa
vinnufriðinn þessu verði. Yrði
það gert mundi hallarekstur rík-
issjóðs á þessu ári nema um 13
milljörðum króna og á næsta ári
um 18 milljörðum eða á tveimur
árum yfír 30 milljörðum króna.
Lánsfjárþörf ríkissjóðs vegna
þessa hallareksturs verður ekki
leyst nema með lántökum innan-
lands eða erlendis. Ef lántakan
fer fram innanlands er augljóst,
að hún stuðlar að vaxtahækkun,
sem gengur þvert á yfírlýsta
stefnu ríkisstjómarinnar um
vaxtalækkun. Ef lántakan færi
fram erlendis er augljóst, að hún
mundi stuðla að því, að erlendar
lántökur íslendinga kæmust á
hættulegt stig. Gleymum því
ekki, að Færeyingar eru ekki
sjálfs sín ráðandi.
Allt eru þetta einfaldar stað-
reyndir, sem ekki er hægt að
horfa framhjá. En þeim mun
merkilegra er, að Vinnuveitenda-
samband íslands og Alþýðusam-
band íslands skuli sameinast í
kröfugerð á hendur ríkisstjóm-
inni um útgjöld, sem ríkið hefur
bersýnilega ekki efni á. Til
beggja þessara samtaka er hægt
að gera kröfur um ábyrga af-
stöðu til þeirra alvarlegu efna-
hagsvandamála, sem að íslenzku
þjóðinni steðja. En alveg sérstak-
lega er hægt að ætlast til þess,
að Vinnuveitendasambandið sýni
ábyrgð í kröfugerð á hendur
opinberum aðilum. Vinnuveit-
endur og þá ekki sízt atvinnurek-
endur í sjávarútvegi gera kröfu
til þess að ríkisstjómin tryggi
rekstrargrundvöll atvinnuveg-
anna, m.a. með vaxtalækkun.
Hvernig geta sömu aðilar haft
uppi kröfur á hendur ríkisstjóm-
inni, sem augljóslega koma í veg
fyrir vaxtalækkun og mundu að
öllum líkindum stuðla að vaxta-
hækkun?! Það segir svo sína sögu
um afstöðu verkalýðsforingj-
anna, að þeir skuli ganga frá
samningunum á þeirri forsendu,
að ríkisstjórnin hafi ekki verið
tilbúin að ganga nógu langt!
Vissulega er æskilegt, að
kjarasamningar verði gerðir á
vinnumarkaðnum, en þeir kjara-
samningar verða að byggjast á
raunveruleikanum, ekki ósk-
hyggju um að ríkissjóður, sem
rekinn er með bullandi tapi, geti
aukið á þann hallarekstur án
þess að það komi við nokkurn
mann. Kaldur veruleiki er sá, að
það er því miður enginn gmnd-
völlur fyrir kjarabótum og alls
ekki víst, að hægt verði að halda
núverandi kjarastigi óbreyttu á
næstu misserum. Raunar er lík-
legra að kjaraskerðingin verði
enn meiri en hún er þegar orðin.
Raunvemlegar forsendur fyrir
kjarabótum era þær, að stórauka
hagkvæmni í rekstri gmndvallar-
atvinnuvega þjóðarinnar og beita
margfalt strangara aðhaldi í
rekstri hins opinbera en gert
hefur verið um langt skeið.
KYNNINGARFUNDIR TVIHOFÐANEFNDARINNAR
Lítt hlustað á sjón-
armið sjómanna?
VAL í nefnd um mótun sjávarútvegsstefnu, svonefndrar
Tvíhöfðanefndar, var gagnrýnt á fundi sem sjávarútvegs-
ráðuneytið boðaði til í félagsheimilinu í Vestmannaeyjum sl.
laugardag. Vestmannaeyingum lék hugur á að vita hve marg-
ir nefndarmanna hefðu reynslu af störfum á sjó og greini-
Iegt var á máli manna að þeim fannst að leita hefði átt eft-
ir sjónarmiðum starfandi sjómanna og útgerðarmanna. For-
menn nefndarinnar lögðu áherslu á að hér væri um drög
að tillögum að ræða og markmiðið með fundunum væri að
kynna þau aðilum innan sjávarútvegsins.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Á tvíhöfðafundi
Á BILINU 80-100 manns mættu á fundinn í Félagsheimilinu í Vest-
mannaeyjum og margar gagnrýnisraddir heyrðust.
í máli Þrastar Ólafssonar og Vil-
hjálms Egilssonar, formanna nefnd-
arinnar, kom fram að vandinn sem
blasti við sjávarútveginum væri
þrenns konar og tillögur nefndarinnar
væru til þess ætlaðar að auka hag-
kvæmni innan greinarinnar og veita
andsvar við þessum vanda. Þröstur
nefndi samdrátt í þorskveiðum og
sagði að fyrir fáum árum hefði heild-
arþorskveiðikvótinn verið um 450
þúsund tonn, en allt benti til að hann
yrði undir 200 þúsund tonnum á
næstu árum. „Þessi vandi er svo stór
að allar vangaveltur um stjórnkerfí
fiskveiðanna falla í skuggann af þess-
ari staðreynd. Ef við værum ennþá
að veiða 450 þúsund tonn þá væri
enginn að velta vöngum yfir stjórn-
kerfi fiskveiðanna," sagði Þröstur.
I öðru lagi væri skuldastaða sjávar-
útvegsins yfir 100 milljarðar kr. og
skuldimar hefðu vaxið ár frá ári um
margra ára skeið. Skuldastaðan væri
þess eðlis að menn vissu að 35-40
milljarðar af þessari skuld væru glat-
aðir. í þriðja lagi væri vandinn í því
fólginn að aðlaga veiðar og vinnslu
minnkandi aflaheimildum.
Fijálst framsal
Þröstur sagði að frjálst framsal
kvóta væri eitt viðkvæmasta mál
kvótakerfisins. Því hafi verið haldið
fram að slíkt framsal hafi lagt heilu
byggðarlögin í rúst og verið notað til
að ná niður launum þeirra er starfa
í greininni, sem eflaust mætti til
sanns vegar færa. „Ég er sannfærður
um að hlutur sjómanna hefði verið
lækkaður hvort sem kvótakerfi væri
við lýði eður ei. Afkoman hjá fyrir-
tækjunum er þess eðlis að menn leita
allra leiða til að lækka tilkostnaðinn."
Fjarlæg mið
Vilhjálmur Egilsson skýrði m.a. frá
hlutverki Þróunarsjóðsins. „Helsta
nýmælið og hlutverk sjóðsins í fram-
tíðinni held ég að geti orðið að veita
ábyrgð á lánum og styrki vegna verk-
efna erlendis. Það eru æ fleiri mögu-
Ieikar að 'opnast til veiða og vinnslu
og þátttöku í sjávarútvegi á fjarlæg-
um slóðum. Þessir möguleikar hafa
verið vannýttir en nú í þessum
hremmingum okkar hefur raunveru-
legpir áhugi verið að vakna fyrir
þessu,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagði að samkvæmt samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæð-
ið mætti ekki koma í veg fyrir fjár-
festingar erlendra aðila í fyrirtækjum
sem taka með óbeinum hætti þátt í
fískveiðum hérlendis í gégnum eign-
araðild að sjávarútvegsfyrirtækjum.
Stjórnvöld gætu hins vegar skuld-
bundið fyrirtæki með erlendri eignar-
aðild til að selja hlut sinn í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Þetta væri sjávar-
útveginum í óhag því þetta hindraði
aðgang hans að fjármögnun. „Við
teljum nauðsynlegt fyrir sjávarútveg-
inn að geta átt eðlileg viðskipti á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði. Að öllu
óbreyttu útilokum við annaðhvort
sjávarútveginn frá hlutabréfamark-
aðnum eða útlendinga.“
Gagnrýni á nefndina
Kristjáni Óskarssyni lék hugur á
að vita hve margir starfandi sjómenn
ættu sæti í nefndinni. Hann spurði
formenn nefndarinnar hvort þeir
hefðu punktað niður athugasemdir
sem gerðar hefðu verið við tillögur
þeirra á fyrri fundum og sagði að
nefndin ætti skilyrðislaust að hlusta
á sjónarmið sjómannanna. Starf
nefndarinnar mótist af sérfræðinga-
tali og hagfræði en reynsla sjómann-
anna sé lögð fyrir róða.
Fleiri Franshólar
Sigurður Ingi Ingólfsson furðaði sig
á tillögum nefndarinnar um að setja
fímm utankvótategundir inn í kvóta.
Hann vildi vita hvað yrði um þróun á
djúpsjávarveiðum ef af þessu yrði.
Mmm fyrirtæki í landinu ættu mesta
blálöngukvótann og þau færu vart að
framselja þann kvóta til annarra. „Það
liggur fyrir að farið verður að stunda
djúpsjávarveiðar mun meira og það
eiga fleiri staðir eins og Franshóll
eftir að finnast. Ákveðin þróun í sjáv-
arútvegi myndi stöðvast með þessu
móti,“ sagði Sigurður. Hann sagði að
tillögur nefndarinnar um að físk-
vinnslan geti eignast aflaheimildir
væru óskiljanlegar því vinnslan hefði
þegar 80% kvótans á sinni hendi.
Engin þjóðarsátt
Hilmar Rósmundsson tók í sama
streng. „Eignaraðild útgerðar og físk-
vinnslu er svo samtvinnuð að ekki er
hægt að segja að fiskverkendur eigi
ekki hluta af kvótanum." Hilmar
sagði að skoðanir manna á málefnum
sjávarútvegsins væru skiptar og það
yrði aldrei þjóðarsátt um þessi mál.
„Skoðanir hvers og eins fara fýrst
og fremst eftir því hvemig tillögum-
ar koma við hans buddu.“ Hann sagði
að aflamarkskerfi með fijálsu fram-
sali væri afar umdeilt en þó hefði
enginn getað bent á með neinum
rökum að annars konar fískveiði-
stjórnun væri árangursríkari. Hilmar
sagði að sókn í keilu, löngu og lúðu
hefði stóraukist og auk þess hefðu
útlendingar heimildir til að veiða
verulegt magn af þessum tegundum.
„Ég tel að kvótasetning á þessar
tegundir verði fyrst og fremst til að
auðvelda erlendum skipum að ná
afla sínum.“
Þjóðin á fiskinn
Stefanía Sölvadóttir vék að hug-
myndum um Þróunarsjóð sjávarút-
vegsins og sagði að þjóðin hefði allt-
af átt fískinn í sjónum. Ekki ætti að
leggja fleiri álögur á útgerðina í formi
veiðileyfagjalda. Hún spurði hvort til
stæði að leggja auðlindaskatt á Dav-
íð Scheving Thorsteinsson vegna þess
að hann nýtir vatnið sem þjóðin á
öll, eða á rafveiturnar vegna fallvatn-
anna. „Skyndilega hrópar fólkið í
Reykjavík: „Við eigum fiskinn, við
eigum kvótann." Þetta fæ ég að
heyra þegar ég kem til Reykjavíkur.
Þetta er áróður sem hefur verið rek-
inn og vegna þessa á að setja á veiði-
leyfagjald," sagði Stefanía.
Aukinn sóknarþungi?
Sveini Valgeirssyni lék hugur á
að vita hvort sóknarþungi á íslands-
miðum hefði aukist þegar sóknar-
markið var afnumið og aflamark sett
á. Hann sagði að menn væru að
flengjast út um allan sjó til að ná í
aðrar tegundir í kvóta, og því fylgdi
lengra stím. Hann kvaðst sjálfur telja
að sóknarþunginn hefði aukist afar
mikið á þessum tíma. Hann var einn-
ig þeirrar skoðunar að fengi vinnslan
yfírráðarétt yfír aflaheimildum yrði
það á kostnað sjómanna, sem yrðu
látnir veiða fyrir lágmarksverð.
Ofveiði með krókum?
Þorsteinn Árnason gagnrýndi til-
lögur um niðurskurð á aflaheimildum
til smábáta. Hann kvaðst hafa velt
fyrir sér hvort krókaveiðar væru jafn-
hættulegar og nefndin hefði látið í
veðri vaka og spurði hvort menn teldu
að hægt væri að ofveiða með krók-
um? Hann sagði að engin reynsla
hefði verið komin á sóknarmark-
skerfíð og hvað aflamarkskerfíð
varðaði væri undanhaldið enn meira
og skerðingarnar frá ári til árs enn
meiri.
Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja á fundi á Akureyri
Yantar umfjöllun um slakt g’eng’i
AÐ AFLAMARKSKERFIÐ skuli fest
í sessi átti hljómgrunn meðal þeirra
sem til máls tóku á fundi með for-
mönnum tvíhöfðanefndarinnar svo-
kölluðu, nefndar um mótun sjávarút-
vegsstefnu, sem haldinn var í Sjallan-
um á Akureyri á sunnudag og létu
menn í ljós ánægju með að sú skuli
vera niðurstaða nefndarinnar. For-
menn nefndarinnar, Vilhjálmur Eg-
ilsson og Þröstur Ólafsson, gerðu
grein fyrir skýrslu nefndarinnar, en
síðan var opnað fyrir umræður.
Minni afli
„Vandamálið sem við eigum við að glíma er
ekki bara kvótinn og úthlutun hans, heldur fyrst
og fremst minnkandi afli,“ sagði Gunnar Ragn-
ars framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa á fundinum. Hann nefndi að afli á út-
haldsdag á skipum félagsins hefði dregist saman
um meira en 30% á síðustu fimm árum og héldi
enn áfram að minnka. Á síðasta ári hefði afli
á úthaldsdag verið 11,9 tonn, en væri kominn
niður fyrir 10 tonn þá mánuði sem liðnir eru
af þessu ári.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að þessi
niðurstaða, að viðhalda aflamarkskerfínu, þjónar
best hagsmunum viðskiptavina okkar,“ sagði
Gunnar, en hann nefndi að sér fyndist oft sem
viðskiptavinurinn gleymdist þegar menn væru
að ræða um sjávarútvegsmál. Þeir sem keyptu
fiskinn, dreifðu honum og borðuðu vildu fá vör-
una jafnt og þétt og það þjónaði ekki hagsmun-
um þeirra ef menn ætluðu að taka aflann á
skömmu tíma, mikilvægt væri að dreifa fram-
leiðslunni jafnt yfír árið. „í heildina séð fínnst
mér að þær niðurstöður sem nefndin setur fram
þjóni best þessum sjónarmiðum við þær erfíðu
aðstæður sem við er að glíma.“
Síld og þorskur
Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Fisk-
eldis Eyjafjarðar bar saman tvo fiskistofna, síld
og þorsk. Það sem gerðist varðandi sumargot-
síldina gæti kennt okkur margt um stjórnun
fískveiða, en þegar sá stofn var að hrynja fyrir
1970 var sókn langt umfram það sem æskileg
var, mikið var af smásíld í afla og stærri síld
sást í æ minna mæli. Nýliðun brást og hrygning-
arstofninn var orðinn mjög lítill. Veiðar hófust
aftur í kringum 1975, en tillögum Hafrann-
sóknastofnunar var fylgt út í æsar og veiðum
stjórnað með kvótakerfi frá þeim tíma. Ástands
stofnsins væri um þessar mundir mjög gott,
veiðar færu vaxandi og stofninn hefði stækkað.
Hvað varðaði ástand þorskstofnsins nú þá
sæju menn að sóknin væri langt umfram það
sem æskilegt væri, hlutdeild eldri fisks í afla
minnkaði stöðugt, nýliðun hefði brugðist og
hrygningarstofn væri lítill. „Það sama er uppi
á teningnum og var hjá síldarstofninum áður
en hann hrundi fyrir 1970. Mér fínnst ljóst að
stjóma þarf veiðum hér við land og þá sérstak-
lega hvað þorskinn varðar, ef byggja á hann
upp að nýju. Þrátt fyrir raddir í þá veru að ekki
sé hægt að geyma í sjó, þá tel ég slíkar hug-
myndir rangar eins og dæmið um síldarstofninn
sannar," sagði Ólafur.
Af hverju gengur ekki betur?
Að mati Þorsteins Más Baldvinssonar fram-
kvæmdastjóra Samheija vantar inn í skýrslu
nefndarinnar umfjöllun um hvers vegna ekki
hefði gengið betur í sjávarútvegi. Hvers vegna
þurfti að setja inn í atvinnugreinina marga millj-
arða fyrir fjórum árum og nú virtist blasa við
gjaldþrot upp á 35 milljarða yrði ekkert að gert,
að því er fram hefði komið í framsögu Þrastar
Ólafssonar? „Mér fínnst vanta að farið sé í gegn-
um það hvers vegna hefur ekki gengið betur,“
sagði Þorsteinn Már.
Hann sagðist geta tekið undir eina af tillögum
nefndarinnar sem væri að íslendingar gætu
skráð skip sín á íslandi þó þeim væri ekki hald-
ið til veiða hér á landi. Þá gerði hann að umtals-
efni landanir erlendra skipa hér á landi og sagð-
ist að sumu leyti ósammála nefndarmönnum
hvað þær varðar, en gert væri ráð fyrir að opn-
að verði sem mest fyrir slíkar landanir. Benti
hann á að Grænlendingum hefði verið leyft að
landa hér á landi þegar þeir væru á veiðum við
Austur-Grænland og sækja hingað alla þjón-
ustu. Á meðan hefðum við ekki náð að fá veiði-
heimildir þar, en menn horfðu á allt að 25 norsk
skip við veiðar á svæðinu. „Ég er viss um að
ef harðar hefði verið tekið á þessu, við hefðum
hafnað því að þjónusta skipin og ekki leyft land-
anir þá hefðu við náð samkomulagi um veiðar
á Dorhnbanka," sagði Þorsteinn Már.
Ánægja með aflamarkskerfið
Einar Baldursson sagði um skýrslu nefndar-
innar að hún væri fremur lýsing á stöðunni eins
og hún væri nú, lítið færi fyrir tillögum og ekk-
ert væri minnst á nýsköpun. Hann sagði ánægju-
legt að nokkur sátt hefði skapast um aflamarks-
kerfið og flestir orðnir sammála um að það
væri nauðsynlegt.
Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafé-
lags Norðurlands sagði að vissulega væri mönn-
um vandi á höndum þegar skipta þyrfti litlu
milli margra, „en ég er ánægður með að afla-
markskerfið skuli vera að vinna sér fastan sess,“
sagði Sverrir. Hann sagði það ljóst að fijálst
framsal veiðiheimilda yrði að fylgja aflamark-
skerfinu, það stuðlaði að meiri hagkvæmni og
gerði sjávarútveginn hæfari til að aðlagast þeim
miklu erfíðleikum sem að greininni steðjuðu.
20 manns að beita
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakka-
hrepps beindi nokkrum spurningum til formanna
tvíhöfðanefndarinnar, m.a. um hvort til greina
hafí komið að framselja afla til sveitarfélaga á
sama hátt og til fiskvinnslustöðva. Þá ræddi
Guðný nokkuð um þá hugmynd nefndarinnar
að afnema línutvöföldunina og sagði hún að á
Grenivík hefðu á þriðja mánuð í vetur einungis
línubátar lagt upp afla hjá frystihúsi Kaldbaks
og um 20 manns hefðu haft atvinnu af línubeit-
ingu í fjóra mánuði. Hefði ekki verið í gildi tvö-
földun á línuafla hefðu bátarnir eflaust reynt
að ná aflanum með öðrum hætti, starfsfólk þá
ekki ráðið í beitingu og lítill afli borist til frysti-
hússins.
Ofveiði
Ofveiði sagði Vilhjálmur Egilsson að væri
einkum svar við þeirri spurningu framkvæmda-
stjóra Samheija af hveiju ekki gengi betur í
sjávarútvegi. Þjóðin hefði lifað um efni fram og
því horfðum við nú upp á slaka afkomu og hrika-
lega skuldastöðu í sjávarútvegi. Vilhjálmur taldi
að ekki væri hægt að nota landanir erlendra
skipa og þjónustu við þau sem tæki til að ná
fram samningum um veiðar á öðrum svæðum.
Þá sagði hann það hugmynd nefndarinnar að í
framtíðinni myndu mál þróast í þá átt að fram-
sal aflaheimilda yrði fijálst, en að svo stöddu
vildu nefndarmenn ekki að framsalið næði nema
til fiskvinnslustöðvanna.
í máli Þrastar Ólafssonar kom fram ánægja
með þá afstöðu sem fram hefði komið hjá þeim
fundarmönnum sem tjáðu sig um skýrslu nefnd-
arinnar. Hann sagði meginvandann sem við
væri að glíma vera samdrátt í þorskveiðum og
ef sú staða væri uppi að verið væri að veiða
450 þúsund tonn af fiski væri ekki verið að
þræta um hvernig stjórna ætti fiskveiðum.
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu 1 sviðsljósinu
Mörg aðildarríkín
vilja losna við Attali
JACQUES Attali, forseti bankastjórnar Endurreisnar- og
þróunarbanka Evrópu (EBRD), gengur í dag á fund Theos
Waigels, fjármálaráðherra Þýskalands og formanns bankar-
áðs bankans. Er búist við að Waigel muni á fundinum krefja
Attali skýringa á kostnaði við rekstur bankans sem sætt
hefur verulegri gagnrýni um alla Evrópu undanfarna viku.
Heimildir innan bankans herma að Attali þurfi að öllum lík-
indum á þeim fundi að biðja einhvern afsökunar í fyrsta
skipti á ævi sinni. Þó hann sé skipaður í starf sitt til fjög-
urra ára er nauðsynlegt fyrir hann að vinna Waigel á sitt
band áður en fimm daga aðalfundur bankans hefst á föstudag.
Attali sagður vinafár
Attali er sagður eiga marga óvini
en mjög, mjög fáa vini þessa dag-
ana. „Hollendingarnir hata hann,
Spánveijarnir hata hann ogjafnvel
Portúgalarnir hata hann,“ segir
háttsettur ónafngreindur embættis-
maður bankans í samtali við Daily
Telegraph. Þá er talið hugsanlegt
að Helmut Kohl, sem á í pólitískum
erfiðleikum heima fyrir, geti hugs-
að sér að fórna Attali, enda hefur
Þjóðveijum ávallt verið í nöp við
bankann. Og í hinni nýju ríkisstjórn
Frakklands er eflaust að finna
marga sem sæju þarna kjörið tæki-
færi til að auðmýkja Francois Mitt-
errand Frakklandsforseta enn frek-
ar, en Attali var lengi vel nánasti
ráðgjafi hans. Bandaríkjamenn eru
stærsti einstaki hluthafi bankans
en lítið er vitað um afstöðu þeirra.
Sá ráðherra sem fer með málefni
bankans, Larry Summer, er sagður
of nýr í starfi og óreyndur til að
hafa myndað sér skoðun og sagði
einn aðstoðarmanna Clintons að
forsetinn sjálfur væri of upptekinn
við að koma efnahagsaðstoðinni við
Rússa í gegnum þingið til að hafa
áhyggjur af „látum vegna þess að
einhveijir Evrópubúar hefðu byggt
allt of íburðarmiklar skrifstofur".
Frétt Financial Times
upphafið
Allt byijaði með frétt í breska
dagblaðinu Financial Times síðast-
liðinn þriðjudag, þar sem skýrt var
frá því að rekstrarkostnaður bank-
ans til þessa næmi tvöfalt hærri
upphæð en heildarútlán hans. Ein-
stakir kostnaðarliðir hafa valdið
sérs^aklega mikilli reiði meðal al-
merínings og stjórnmálamanna, s.s.
nýr marmari í anddyri bankans
fyrir rúmar sjötíu milljónir króna
og kostnaður við ferðalög Attalis á
einkaþotum, sem var sextíu milljón-
ir króna á síðasta ári.
Um helgina hafði svo sama blað
eftir byggingaverktökum að kostn-
aður vegna veggklæðninga, hurða-
falda og hurða næmi á þriðju hund-
rað milljón króna. Þá hefðu verið
keypt um 600 skrifborð úr gleri og
stáli, hönnuð af hinum fræga arki-
tekt Norman Foster og framleidd
af Techno á Ítalíu, í bygginguna
en þau kosta um 60 þúsund krónur
stykkið. Þá var keypt sérstakt rán-
dýrt teppi hjá fyrirtækinu Tyndale
í London sem hefur þá eiginleika
að það virðist ávallt vera í sama lit
óháð birtuskilyrðum.
Bankinn hefur ekki viljað veita
neinar upplýsingar um hvernig
staðið var að vali á arkitektum
vegna höfuðstöðvanna og segist
einungis ætla að veita hluthöfum
þær upplýsingar. Arkitektinn Jean-
Louis Berthet, sem er einn stofn-
enda fyrirtækisins sem sá um alla
vinnu við húsið í Broadgate í Lond-
on er mjög þekktur í Frakklandi.
Hann hefur einnig unnið mörg
verkefni fyrir Saddam Hussein ír-
aksforseta, m.a. forsetahöll hans
og Saddam Hussein alþjóðaflug-
völlinn.
Hinn mikli íburður hefur ekki
Höfuðstöðvarnar
HINAR umdeildu höfuðstöðvar
Endurreisnar- og þróunarbanka
Evrópu.
síst verið rakinn til áhuga Attalis
á hönnun af ýmsu tagi. I einni bók
sinni, sem gefin var út í lok níunda
áratugarins, segir hann þannig:
„Sumir Frakklandskonungar em
frægari fyrir stóla sína heldur en
afrek.“
Erfið staða Lamonts
Þessar ásakanir um bmðl í
höfuðstöðvum bankans hafa ekki
síst verið vandræðalegar fyrir
bresku ríkisstjórnina og þá ekki
síst Norman Lamont, fjármálaráð-
herra. Lamont, sem lýst hafði því
yfir að rekstur bankans yrði mjög
skilvirkur, hefur skipað sérstaka
rannsóknarnefnd til að kanna hvað
sé hæft í ásökunum um bruðl í
innréttingum, veislum fyrir starfs-
menn og óhóflega háum Iaunum.
Breska ríkisstjórnin veitti bankan-
um á sínum tíma 4 milljarða króna
stofnframlag gegn því að höfuð-
stöðvar hans yrðu í London. Á
móti fengu Frakkar að skipa fyrsta
forseta bankastjómarinnar. EBRD
er eina alþjóðastofnunin sem hefur
höfuðstöðvar á Bretlandi.
Stjómendur bankans hafa
bmgðist til varnar á undanförnum
dögum og segja ekkert óeðlilegt
við útgjöldin. OIl fjárframlög hafi
verið samþykkt af bankaráðinu,
sem í eiga sæti fulltrúar þeirra 54
ríkja og alþjóðastofnana, sem eiga
bankann. Þá sé kostnaður við
höfuðstöðvar bankans alls ekki
óeðlilega mikill ef tekið sé mið af
höfuðstöðvum annarra fyrirtækja í
fjármálahverfi London eða höfuð-
stöðvum sambærilegra alþjóða-
stofnana, annars staðar í heimin-
um. „Bretar eru þeirrar skoðunar
að hlutir séu betri eftir því sem
þeir em í verra ástandi," sagði Ron
Freeman, varaforseti bankastjórn-
arinnar, í samtali við Daily Te-
legraph. Og hann bætti við: „Ef
byggingin virðist glæsileg þá þýðir
það einfaldlega að hægt er að fá
glæsilega byggingu á meðalverði.
Ef einhveijir ákveðnir hlutir skera
sig úr, s.s. marmarinn og speglarn-
ir, þá hafa [byggingaverktakar]
gert annað á hagkvæmari máta.“
Varkárni í útlánum
Freeman segir einnig að hvað
útlánin varðar, þá beri að hafa
hugfast að bankinn verði að sýna
fyllstu varkárni í lánveitingum.
„Við erum hvorki Hjálpræðisherinn
né Móðir Teresa. Við eigum ekki
að fljúga til Moskvu og byija að
spreða út peningum. Við verðum
að sýna aðgát við útlán. Allt er
grandskoðað af bankastjórninni,
bankaráðinu og lögfræðingum
bankans," segir Freeman. Að hans
sögn hefur bankinn veitt lán að
andvirði 2 milljarða Ecu (Evrópskra
mynteininga) til 88 verkefna. Þessu
til viðbótar hafí bæst 8 milljarðar
Ecu frá öðmm 'aðilum og segir
Freeman þessi margföldunaráhrif
vera eitt það merkilegasta við
starfsemi bankans. Einungis 200
milljónir Ecu hafa hins vegar verið
greiddar út til þessa af EBRD og
um 600 milljónir Ecu af öðmm
aðilum.
Vaxandi óþolinmæði hefur gætt
meðal þeirra ríkja sem standa á
bak við bankann á síðustu misser-
um. Kanadamenn 'greiddu atkvæði
gegn fjárhagsáætlun bankans fyrir
þetta ár á stjórnarfundi í desember
í fyrra og Bandaríkjamenn og Þjóð-
veijar voru einnig mjög tregir við
að samþykkja áætlunina en í henni
fólst um 50% hækkun milli ára.
Þessa hækkun má fyrst og fremst
rekja til þess að starfsmönnum
hefur fjölgað úr 674 í 942.
Óánægjan hefur líka ekki síst
beinst að Attali sjálfum, sem er
franskur „kampavínssósíalisti"
frægur fyrir hroka. Það hefur ekki
síst farið í taugarnar á mörgum
þeim, sem aðild eiga að bankaráð-
inu, að þegar einhver ákvörðun er
gagnrýnd eða vefengd snýr hann
sér beint til þjóðhöfðingja ríkjanna.
Stór hluti gagnrýninnar hefur
líka komið frá öðrum alþjóðastofn-
unum á borð við Alþjóðabankann
og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar
stofnanir voru til skamms tíma
frægar fýrir bruðl af því tagi sem
EBRD er nú gagnrýndur fyrir en
hafa skorið niður kostnað veralega.
Það vakti því mikla úlfúð og öfund
meðal embættismanna þessara
banka þegar starfsmenn EBRD
bókuðu sig inn á eitt dýrasta hótel
Washington, The Four Seasons,
þegar þeir vom þar á fundi fyrir
skömmu. Nóttin þar kostar um 200
dollara, sem er helmingi meira en
starfsmenn Alþjóðabankans og Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins mega eyða
í gistingu.
En afdrif Attalis og bankans
munu væntanlega ráðast á aðal-
fundinum sem hefst eftir nokkra
daga. Þar má gera ráð fyrir að
bornar verði fram áleitnar spurn-
ingar um reksturinn og yfirbygg-
ingu bankans. Líklega hefðu spurn-
ingarnar orðið enn beinskeyttar ef
áform bankastjórnarinnar um aðal-
fundinn hefðu náð fram að ganga.
Sótt hafði verið um 150 milljóna
króna styrk til að reisa tímabundið
risastórt tjald gegnt byggingu
bankans við Bishopgate fyrir fund-
inn. Þá yrði með þyrlum byggð
sérstök brú milli mannvirkjanna til
að tryggja öryggi háttsettra gesta.
Borgaryfirvöld höfnuðu því hins
vegar að styrkja þessa hugmynd.
Áður hafði því verið hafnað að reisa
risastóra ráðstefnumiðstöð sér-
staklega fyrir aðalfundinn en hún
hefði kostað hátt í einn og þálfan
milljarð króna. Um 4.500 manns
munu taka þátt í aðalfundinum og
hefur gengið erfiðlega að finna
nægilega stóra ráðstefnumiðstöð í
London.