Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 5 Morgunblaðið/Kristján Jónsson Á djúprækju við Reykjaneshrygg NOKKUR fjöldi togara hefur undanfarið verið við veiðar á djúprækju skammt utan við 200 mílna mörkin suðvestur af Reykjanesi, norðan við Reykjaneshrygginn. Þegar flugvél Landhelgisgæslunnar.var í eftir- litsflugi yfir veiðisvæðinu fyrir skömmu voru samtals fjórtán togarar dreifðir við veiðar á þessum slóðum, en þeir voru rússneskir, þýskir, íslenskir og einn var frá Færeyjum. Á myndinni sést einn rússnesku togaranna sem var á svæðinu. Fyrsta líffærið af Landspítala utan FYRSTA líffærið úr sjúklingi af Landspítala sera úrskurð- aður hafði verið látinn var flutt með leiguþotu til ígræðslu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg um helgina. Þor- steinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir á Landspítala, seg- ir að nokkrum dögum eftir líffæraflutning af þessu tagi megi búast við upplýsingum um hvernig flutningurinn og líffæraígræðslan hafi tekist en hvorki verði gefnar upplýs- ingar um gefanda né þiggjanda. Þorsteinn sagði að líffæraflutn- lendingar við sama borð og Svíar ingurinn væri samkvæmt samningi hvað varðaði úthlutun líffæra en í sem gerður hefði verið við sjúkra- staðinn skuldbyndu þeir sig til þess húsin í Gautaborg í haust, um al- að taka þátt í að útvega líffæri. hliða þjónustu þeirra við íslendinga Líffæraflutningurinn um helgina sem þyrftu á líffæraígræðslu að er annar flutningur líffæra frá ís- halda. Samkvæmt honum sætu Ís- landi. Hinn var frá Borgarspítala. Umsókn Óðins hf. um flugrekstrarleyfi Frestur veittur til að afla aukins hlutafjár SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt flugfélaginu Oðni hf. frest í einn mánuð til að uppfylla kröfur um eigið fé áður en afstaða verður tekin til umsóknar félagsins um flugrekstrarleyfi til áætlunar- og leiguflugs en félagið þarf að afla 22 milljóna króna að lágmarki til að uppfylla kröfur reglugerðar um flutningaflug. Meirihluti Flugráðs eða þrír þingkjörnir fulltrúar í ráðinu, mæltu með útgáfu flugrekstrarleyfis til handa Óðni hf. í síðasta mánuði, að því tilskildu að félaginu tækist að styrkja eiginfjárstöðu sína en Leifur Magnússon, formaður Flugráðs, og Birgir Þorgilsson, sem báðir eru skipaðir af ráðherra, sátu hjá við afgreiðsluna. Loftferðaeftirlitið hefur mælt gegn út- gáfu flugrekstrarleyfis til félagsins. Lögum samkvæmt ber Flugráði að gefa ráðherra umsögn um hvort umsækjendur um flugrekstrarleyfi uppfylli nauðsynleg skilyrði og mæla með eða á móti veitingu leyf- is. Endurskoðandi Flugmálastjórn- ar lagði mat á stöðu félagsins í mars og þar kom fram skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins að eiginfjár- staða Óðins hf. væri neikvæð um rúmlega 6 milljónir króna. Taldi endurskoðandinn að kostnaður vegna skoðunar og viðgerðar á væntanlegum flugvélum félagsins verði um 4,7 millj., auk þess sem talið var að til að standa straum af kostnaði við þriggja mánaða flugrekstur þyrfti að afla um ellefu milljóna kr. Niðurstaða endurskoð- andans var sú að hlutafjáraukning- in þyrfti að nema að lágmarki 22 millj. kr. og félagið uppfyllti því ekki skilyrði fýrir veitingu flug- rekstrarleyfis. 10 milljóna kr. hlutafé í umsókn Óðins hf segir að fram- lagt hlutafé verði tæplega 10 millj. kr. og er gert ráð fyrir að hjónin Helgi Jónsson og Jytte M. Jónsson leggi fram stærsta hlutann af nýju hlutafé félagsins en bú þeirra er nú til gjaldþrotaskipta. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda hefur veitt Óðni hf. vilyrði fyrir láni til kaupa á flugvélunum að ýmsum skilyrðum uppfylltum, m.a. þeim að Helgi og Jytte fái bú sín aftur til fijálsrar ráðstöfunar. -----------♦ ♦ ♦ Tilboð opn- uð í Bíldu- dalsveg FYLLING hf. á Hólmavík átti lægsta tilboð í lagningu 4,7 km kafla á Bíldudalsvegi milli Tálknafjarðarvegar og Gilsdals- botns. Tilboðið var 28,5 milljónir kr., sem er 70% af kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar en hún var 40,5 milljónir. Átta verktakar buðu í verkið og voru öll tilboðin undir kostnaðar- áætlun. Verkinu á að vera lokið 1. nóvember næstkomandi. GÖNGUM HREINT TIL VERKS! VERND UMHVERFIS- VIÐURKENNING IONLANASIÓDS ^ÁlmÁÁAZA^vtvávÁuAÁannxnxj/ cJÁn£anatvjÁÁá/ Ral|xI/L mi ÓÆAÚáy Veútb ÖÁ/UV áÁAUVV CVOj/ íxfavvt 3 CcT£a/ q, ívcuwv V jlAzÍÍxV óÁvpixÁ/. §tcvÁ^vrtvevvrv ax^ AÍ^a/inenAu/v 3 CeL£u/ Jíxiicic a/ jxj/uA/ Avcp, ísXxvÖjvoÁvxajv v aív (ux£da/ áj/ixvnv cv Aamxv (LaxcuA/ oxj <2xuuv aÁ/ JixlSAl (veúátt/i/ mxivjx/ QjzaÁw 'áÁ/ium ^vj/ivAÍxeAjum RVadnúngj/ tv£ daÁxv v mn£vQx/i^ÁAmxv£um/. cJ 'ánxpiurv (xAxxnt/ ti£ Ve/iJLs/ oxj/ rrváium/ v Axvmxxninxjn þJAÁ/fxJxxxj/ áx£fx/iÁa/v vóáih axj/ AamJxjnxLv ávÁ/ Et<|/i/tJoi/ (xuxdé axj/tvja/la/v! HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.