Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 33 Foreldrar mót- mæla nestísbanni á gæsluvöllum „VIÐ undirritaðir foreldrar barna sem sækja gæsluvelli Akureyrarbæjar viljum hér með lýsa yfir mikilli óánægjy. með þá ákvörðun að leyfa börnum okkar ekki lengxir að hafa með sér nesti á gæsluvellina,“ segir í haus undirskrift- arlista sem nú liggur frammi á gæsluvöllum bæjarins og verður afhentur fljótlega. Þá kemur einnig fram að foreldrar mælast til þess að önnur ráð verði höfð uppi til að leysa þann vanda Loðnuveiði á Pollinum Morgunblaðið/Rúnar Þór LOÐNA gengur inn á Pollinn á Akureyri á hveiju vori og þá nota trillukarlamir tækifærið og ná sér í beitu. Þessir tveir höfðu lagt net fyrir loðnuna eitt kvöldið, nánast uppi í land- steinum, og fylgdist fjöldi fólks með aflabrögð- unum úr landi. Þokkaleg afkoma Kaupfélags Eyfirðinga á síðasta ári Hagnaður af rekstri nam 12 minjónum kr. UM 12 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á liðnu ári þegar ekki er tekið tillit til áhrifa dótturfyrirtækja félagsins, en samtals nam tap af rekstri dótturfyrirtækja þess tæpum 230 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningum KEA fyrir árið 1992 sem kynnt- ir verða á aðalfundi félagsins í næstu viku. Sljórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði 15% arður af nafn- verði samvinnuhlutabréfa í B-deild stofnsjóðs og jafnframt er lagt til að greiddir verði 5,3% viðbótarvextir af stofn- sjóði félagsmanna í A-deild. til að ætla, en afkoman hafi versnað mjög á síðustu mánuðum liðins árs og valdi gengistap þar mestu. Gatnagerð og Listasafn Samið var við lægst- bjóðendur BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði frá Ýtunni í gatnagerð og lagnir í hluta af þriðja áfanga Giljahverfis. Ýtan átti lægsta tilboð af sex sem bárust, rúmar 7,9 millj- ónir, sem er 81,4% af kostn- aðaráætlun. Þá hefur bæjarráð samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Blikk og tækni- þjónustuna um fyrsta áfanga Listasafns í Grófargili, en fimm tilboð bárust í verkið. Tilboð Blikks og tækniþjónustunnar er upp á um 24 milljónir króna, eða 88,6% af kostnaðaráætlun. sem kallaði á nestisbannið, en að sögn Einars Sveins Ólafssonar tals- manns foreldra bama sem sækja gæsluvelli er'bannið til komið í kjöl- far þess að ekki var nægt pláss á einum gæsluvalla bæjarins til að unnt væri að bjóða upp á nestistíma. Orþreytt og svöng „Við teljum það brýnt að börnin megi áfram koma með sitt mikilvæga og vinsæla nesti á gæsluvellina, ekki síst vegna þess að börnin sjálf munp sakna þess mjög að mega ekki leng1- ur hafa með sér svolítið nesti á leik- völlinn," stendur ennfremur í haus undirskriftarlistans. „Mér finnst þetta einföld leið til að leysa vandamál á gæsluvelli. Þetta er nánast það sama og ef einn rauð- hærður strákur á Leiruvelli tæki upp á að bíta og í kjölfarið yrði öllum rauðhærðum drengjum bannað að koma á gæsluvelli bæjarins," sagði Einar Sveinn. „Börnin eru úti allan daginn og í stað þess að hafa fengið stund til að slappa af og næras^ koma þau nú örþreytt og svöng heim af gæsluvöllunum og eins þykir mörgum börnum ekkert gaman að fara á vellina lengur, því hluti af ferðinni var að fara með nestið sitt í töskunni." Brúttóvelta Kaupfélags Eyfirð- inga og dótturfyrirtækja var 9.756 milljónir króna á liðnu ári og lækk- aði um 6% frá fyrra ári. 1 aðal- rekstri félagsins var veltan 8.269 milljónir, en samdráttur varð á öllum sviðum, langmestur þó í fiskvinnslu og útgerð, en einnig verulegur hjá sláturhúsi og mjólkursamlagi. Tekj- ur drógust saman um 6% og rekstr- argjöld lækkuðu um 7%, en hagnað- ur af rekstrinum fyrir fjármagnsliði var 360 milljónir króna á móti 241 milljón króna árið á undan. Fjármagnsgjöld 333 milljónir Þrátt fyrir að skuldir félagsins hafi lækkað á árinu hækkuðu fjár- magnsgjöld að frádregnum fjár- magnstekjum um 19% á milli ára og voru 333 milljónir króna. Hagn- aður af reglulegri starfsemi var 27 milljónir borið saman við tap af reglulegri starfsemi árið áður að upphæð 39 milljónir króna. Hagnað- ur af sölu fastafjármuna var um 3 milljónir á móti 90 milljónum árið á undan. Að teknu tilliti til skatta varð hagnaður af rekstri móðurfé- lagsins um 12 milljónir, en var 31 milljón árið 1991. Kaupfélag Eyfirðinga á meiri- hluta í 9 starfandi hlutafélögum og einu sameignarfyrirtæki og er af- koma og efnahagur þessara fyrir- tækja nú í fyrsta skipti hluti af reikn- ingum KEA. Þessi fyrirtæki eru Utgerðarfélag Dalvíkinga sem tap- aði rúmlega 112 milljónum, Akva sem tapaði tæpum 44 milljónum, Hafnarstræti 87-89 sem tapaði um 34 milljónum króna, Dagsprent sem tapaði um 7 milljónum, Efnaverk- smiðjan Sjöfn sem skilaði 3,7 millj- óna króna hagnaði, Garðræktarfélag Reykhverfinga sem hagnaðist um 1,2 milljónir, Kaffibrennsla Akur- eyrar var rekin með 6,5 milljóna króna hagnaði, Vöruborg tapaði um 9 milljónum og Þórshamar um 1,4 og dótturfélög sameinuð KEA töp- uðu rúmum 33 milljónum. Afkoman versnaði í fréttatilkynningu frá félaginu segir að niðurstaðan varðandi af- komu dótturfélaga sé mun verri en milliuppgjör á síðasta ári gáfu tilefni HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Utskuréur Kennari: Bjarni Kristjánsson. 8. maí - 29. maí. Laugardaga kl. 10.00- 13.00. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. I * . J FRÍR ÞVOTT 1T 643660 SMURSTOD ÞVOTTASTOD PUSTÞJONUSTA UNDIRVAGNSRYDVORN ...FYRIR ÞÁ SEHII N0TA EINA AF HINNI FJÖLBREYTTU ÞJÓNUSTU LÖÐURS. Hjá Löðri er jafnan góð og greið aðkoma, næg bílastæði, rjúkandi kaffi og gott afdrep á meðan beðið er eftir bílnum Settu sumardekkin undirl VESTURVOR-KOPAVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.