Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
11
„Syndir feðranna...“
Bækur_______________
Pétur Pétursson
Arni Þór Hilmarsson: Að losna úr
fjötrum fortíðar. Uppkomin börn
alkóhólista. Almenna bókafélagið
1993.
Höfundur þessarar bókar hefur
háskólagráðu í sálfræði og fram-
haldsmenntun í ráðgjöf og hefur sem
slíkur sinnt bæði einstaklingum og
fjölskyldum. Hann hefur haldið nám-
skeið fyrir uppkomin böm alkóhól-
ista. Hann kynnir hér erlendar rann-
sóknir og kenningar um það hvernig
reynsla bama af alkóhólisma í upp-
vexti getur haft afdrifaríkar afleið-
ingar fyrir viðkomandi þegar hann
eða hún er komin á fullorðinsár. Við-
fangsefnið setur hann fram á ljósan
og eftirtektarverðan hátt og dæmin
sem hann tekur em ljóslifandi og
sannfærandi. Sést þar að hér skrifar
sá sem styðst við reynslu og raun-
verulegar ævisögur en ekki eingöngu
dæmi úr erlendum fræðibókum.
Aðalvandamál uppkominna bama
alkóhólista kemur í ljós þegar að því
kemur að mynda og viðhalda varan-
legu og nánu sambandi við annan
aðila, einkum maka. Þá sýnir það sig
oft að tilfínningalífið hefur brenglást
og má rekja það til þeirra aðstæðna
sem bömin þurfa að laga sig að og
lifa við með foreldri eða foreldmm
sem misnota áfengi eða annað vímu-
efni. Bresturinn liggur í vöntun á
varanlegum viðmiðunum í samskipt-
um og tilfinningatengslum við annað
fólk. Til þess hreinlega að lifa af og
komast í gegnum lífíð verða börnin
að brynja sig á ýmsan hátt t.d. með
því að einangra sig tilfínningalega
og félagslega. En síðar á ævinni
gera þessir varnarhættir þau vanhæf
til að fínna eðlilegt jafnvægi milli
sinna eigin óska og þarfa og tilfinn-
inga og þarfa annarra. Sérstaklega
eiga þau erfítt með að bregðast rétt
Árni Þór Hilmarsson
við eigin tilfínningum og boðum ann-
arra — viðmiðin eru óörugg og þetta
kemur fram í skertri sjálfsmynd upp-
kominna barna alkóhólista. I áttunda
kafla bókarinnar em talin upp helstu
einkenni þessa og þau útskýrð nán-
ar. Þar á meðal er það að uppkomin
börn alkóhólista giska á hvað sé eðli-
leg hegðun. Uppkomin börn alkóhól-
ista em mjög trygglynd, jafnvel
gagnvart þeim sem eiga ekki tryggð
þeirra skilið. Þau hafa ýmist mjög
mikla ábyrgðartilfinningu eða em
mjög kæmlaus. Þau segja ósatt við
kringumstæður þar sem jafnauðvelt
væri að segja satt og svo mætti
áfram telja. Höfundur sýnir fram á
hvemig niðurbijótandi hlutverka-
mynstur og sjálfskaparvítin verða til
þegar barnið getur ekki treyst for-
eldrunum sem það elskar og vill
umfram allt virða og að aðrir virði.
Það gengur inn í hlutverk eins og
„áreiðanlega barnið“, „hetjan", „ka-
meljónið", „trúðurinn", „friðarboð-
inn“ og „sektarlambið".
Þegar bamið verður smám saman
að viðurkenna að það getur ekki virt
foreldra sína þá er einnig sjálfsvirð-
ing þess í hættu. Þau vamarmunstur
sem það myndar geta virst skotheld
út á við en fyrr en varir kemur í ljó
að þau em byggð á sandi vegna
þess að gmrmur þeirra er ekki gagn-
kvæmt traust og virðing. Bam sem
veit það af biturri reynslu að ekki
er hægt að treysta hinum fullorðna
og verður að byggja allt á sér sjálfu.
Það getur virst sjálfstætt og getur
verið mikill styrkur fyrir aðra þegar
það sjálft er fullorðið, en fyrr eða
síðar kemst einstaklingurinn í þrot í
samskiptum sínum við annað fólk,
einkum sína nánustu. Þegar viðkom-
andi fínnur að hann getur ekki allt
einn verður það áfall sem getur leitt
út í sjálfsblekkingu og notkun áfeng-
is eða annarra vímuefna. Þannig
gengur „sjúkdómurinn“ að erfðum
þó á sálfræðilegum og félagslegum
forsendum sé, en ekki líffræðilegum.
Uppalendur sem vilja gera böm
sín að ábyrgum og sjálfstæðum ein-
staklingum sem kunna að bera virð-
ingu fyrir öðmm og sjálfum sér og
geta sýnt öðrum umhyggju og tillits-
semi verða að öðru jöfnu sjálfír að
hafa notið virðingar og tillitsemi þeg-
ar þeir vom að alast upp og vom
upp á aðra komnir. Þetta em bæði
gömul og ný sannindi sem virðast
einföld og augljós en sem því miður
of margir virða að vettugi og kom-
ast upp með það.
Það virðist öfugsnúið að samfélag
sem byggir á sjálfræði og ábyrgð
einstaklingsins virðist oft blint fyrir
þeim uppeldislegu forsendum sem
það hvílir á og hylmir jafnvel yfír
með þeim sem naga rætur þessa
sama samfélags á þeim forsendum
að virða beri frelsi og friðhelgi einka-
lífsins.
Um Islandsáhuga
fyrr og síðar
Dr. Andrew Wawn háskólakennari í Leeds
Árnesingurinn Þorleifur Repp
var uppi á fyrri hluta 19. aidar.
Hann var fræðimaður, kennari,
fornminja- og bókasafnari, stjórn-
máiamaður og blaðamaður. Upp-
hefð hans varð töluverð; hann var
mikill málamaður, bjó 12 ár í Bret-
landi og setti mark sitt á menning-
arlíf Edinborgar. En eins og hjá
mörgum andans manninum í út-
löndum varð fall hans mikið; hann
dó í sárri fátækt í Kaupmanna-
höfn, hjá þeirri þjóð sem hann
hataði.
Andrew Wawn heitir sá sem
hefur gerst rannsakað ævi og starf
þessa forvitnilega en tiltölulega lítt
kunna íslendings. Eftir hann hefur
komið út bókin The Anglo Man í
ritröðinni Studia Islandica árið
1991 og í Skírni sama ár birtist
eftir hann ritgerð um Þorleif Repp:
„Skarlatsbúinn væringi. Þorleifur
Repp, Sir Walter Scott og Færey-
inga saga.
Á námsárum sínum hneigðist
hugur Wawns m.a. að íslensku.
Hann vildi læra talaða íslensku og
var svo heppinn að kynnast íslend-
ingi sem nennti að tala við hann.
Andrew lauk doktorsprófí í forn-
enskum bókmenntum í Birming-
ham og hugðist leggja fyrír sig
kennslu. Þegar hann þurfti að
svara því hvað hann hygðist kenna
eða hefði mestan áhuga á að starfa
við svaraði hann eins og út í hött:
„Forn-íslensku“.
Með þessu var stefnan tekin og
eftir þetta segist Andrew hafa lát-
ið kylfu ráða kasti. Eitt leiddi af
öðru þar til Repp varð á vegi hans.
— Hvaða þýðingu hefur forn-
norræn menning fyrir sögu Eng-
lands?
„Það vill oft gleymast að rætur
enskrar menningar liggja að stór-
um hluta í forn-norrænni menn-
ingu. Örnefni í Englandi, sem eru
að stórum hluta norræns uppruna,
ættu t.d. að rifja þetta upp. Sá
frægi sagnamaður J.R.R. Tolkien
var einmitt prófessor við háskól-
ann í Leeds, þar sem ég kenni, og
hann jós úr forn-norrænum sagna-
brunni í sögur sinar — eins og
flestir eflaust vita. Það má segja
að forn-norrænar menningarrætur
séu til staðar í Englandi. Fólk er
einungis búið að gleyma því.“
— Hvernig er ástandið innan
háskólanna — er íslenska almennt
kennd við enska háskóla?
„Nútíma-íslenska er ekki kennd
sem sérstök grein við enska há-
skóla. Ólíkt því sem gerist t.d. í
Þýskalandi eru almennt ekki nein-
ar sérstakar norrænar deildir við
enska háskóla. Forn-íslenska er
hins vegar kennd við marga há-
skóla en þá sem hluti af forn-
ensku. Meðal þeirra má nefna
Oxford, Cambridge, London,
Birmingham, Nottingham og
Newcastle. Þeir eru mjög fáir stúd-
entarnir sem nema íslensku sem
sérstaka grein, en þeir eru til og
þá hygg ég aðallega við háskólann
í London þar sem er lektorsstaða
kennd við Halldór Laxness.“
— Er aðgengilegt safn ís-
lenskra bóka við háskólann í Le-
eds?
„Já, það held ég megi segja.
Við eigum stórt safn íslenskra
bóka. Stofninn er bókasafn Boga
Melsteðs sem keypt var til safns-
ins. Við kaupum reglulega bækur
og höfum til þess fé sem er auðvit-
að alltof naumt skammtað. Það
væri auðvitað gaman að geta keypt
sem allra mest af íslenskum ritum,
jafnvel þessi flottu glanstímarit
sem úir og grúir af, en við neyð-
umst til að takmarka kaupin við
þessa flokka í þessari forgangsröð:
fornbókmenntir, fornbókmennta-
fræði, nútímabókmenntir, fræðileg
tímarit og ferðabækur.“
— Hvaða rannsóknir ertu nú
með á prjónunum? Má búast við
einhveiju meira um karlinn Þorleif
Repp?
„Eg tel mig hafa lokið við Repp.
Raunar hef ég fengið mig fullsadd-
an af honum í bili. (Hlátur.) Helst
kysi ég núna að láta kylfu ráða
kasti. Eg hef markað mér ákveðið
efni sem hefur fengið þann tvíræða
titil „The Vikings and the Victor-
ians“. Ég spyr: Hvers vegna varð
Bretland forusturíki heimsins um
aldir? Er það hugsanlega vegna
þess að Englendingar voru í raun
víkingar? Mönnum voru þessi
tengsl við fortíðina' miklu ljósari á
seinustu öld en nú á dögum. Mið-
stýringarvaldið í London varð ekki
til fyrr en á 19. öld. Fram að þeim
tíma voru borgir eins og Liverpo-
ol, Manchester og Hull auðugar
iðnaðar- og menningarborgir sem
héldu fram fornri arfleifð víkinga.
Þetta er eitthvað sem ég vona að
geti skýrt tengsl íslenskrar og
enskrar menningar."
Ingi Bogi Bogason
Sinfóníuhlj óm-
sveit áhugamanna
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna, sem stofnuð var 1990 og
hefur starfað undir stjórn Ingvars
Jónssonar lágfíðluleikara, hélt tón-
leika sl. laugardag í Háteigskirkju.
Það hafa verið gerðar nokkrar til-
raunir undanfarin ár til að koma á
laggirnar áhugamannahljómsveit,
en hingað til hafa þær tilraunir
allar runnið út í sandinn. Nú virð-
ist tiltækið hafa heppnast og til
þessa starfs hafa safnast ýmsir
þeir sem lært hafa nokkuð til tón-
íistar en valið sér annan starfsvett-
vang, svo og nemar og starfandi
tónlistarmenn, sem að þessu sinni
léku á önnur hljóðfæri en þeir gera
annars.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
er þarft fyrirtæki og á tónleikunum
sl. laugardag var leikur hennar oft
ágætlega útfærður undir stjóm
Olivers Kentish, sem stjómaði
sveitinni að þessu sinni. Á efnis-
skránni vom verk eftir Rossini,
Puccini, Sigvalda Kaldalóns, Atter-
berg og Mozart. Tónleikarnir hóf-
ust á forleiknum að óperunni ít-
ölsku stúlkunni í Alsír eftir Ross-
ini, sem var á köflum vel leikinn.
Þar gat að heyra ágætan óbóleik
hjá Guðrúnu Másdóttur og Birna
Bragadóttir flautuleikari átti einnig
vel leiknar stófur.
Þorgeir Andrésson söng tvær
aríur úr Toscu eftir Puccini og
Hamraborgina eftir Sigvalda
Kaldalóns. Söngur Þorgeirs var
glæsilegur, en nokkuð virtist hljóm-
sveit og stjórnandi vera hikandi í
að fylgja söngvaranum. Anna Ing-
varsdóttir fíðluleikari og Ingvar
Jónasson lágfiðluleikari léku ein-
leik í svítu eftir Kurt Attenberg.
Undirritaður hefur ekki áður heyrt
Önnu leika, en hún starfar í Sví-
þjóð og var leikur hennar og Ing-
vars vel útfærður og samleikur
þeirra mjög góður.
Lokaverk tónleikanna var sin-
fónía í D-dúr nr. 31 eftir Mozart
og svo sem vera ber var sannur
áhugamannasvipur á flutningi
verksins. Leikur sveitarinnar vakti
upp gamlar endurminningar, frá
þeim ámm er menn vom að koma
upp sinfóníuhljómsveit, og var sam-
anburðurinn hagstæður fyrir Sinf-
óníuhljómsveit áhugamanna og því
rétt að hvetja þá sem þama eiga
hlut að máli að hér sé þarft verk
að vinna og ekki að vita nema með
tíð og tíma verði Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna hin frambæri-
legusta hljómsveit í alla staði og
eigi eftir að gegna merku hlutverki
í tónlistariðkun áhugamanna og
þeirra sem em að feta sinn veg
að atvinnumennsku.
Morgunblaðið/Árni Sæbere:
Hvílíkir tímar
Æft fyrir Brecht-Weill kvöld. Kristinn Örn, Ingveldur Ýr og Thomas.
Sólon Islandus 21.-25. apríl
Farið í smiðju
Brechts og Weills
„Hvílíkir tímar“ er yfirskrift Brecht-Weill kvölda á efri hæð kaffihúss-
ins Sólons íslandus 21.- 25. apríl og hefst dagskráin kl. 20.30 hvert
kvöld. Fluttir verða söngvar úr Túskildingsóperunni, Upprisu og falli
Mahagonnyborgar, Góðum endi og Sveik í síðari heimsstyrjöldinni.
Flytjendur eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Thomas Frank og Kristinn
Orn Kristinsson undirleikari.
Ingveldur stundaði nám í Söng-
skólanum í Reykjavík, Tónlistarskól-
anum í Vínarborg og Manhattan
School of Music í New York. Hún
hefur tekið þátt í mörgum óperusýn-
ingum í Mið-Evrópu og haldið ljóða-
tónleika bæði hér á landi og erlendis.
Thomas Frank er Vínarbúi og lauk
námi í Tónlistarskóla Vínarborgar.
Hann hefur bæði sungið og skrifað
kabarettsýningar og tekið þátt í rok-
kóperum og söngleikjum í Austur-
ríki, New York og Moskvu.
Kristinn Örn stundaði nám í Tón-
listarskólanum á Akureyri, Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, í Southern
Illionis háskólanum og við St. Louis
tónlistarskólanum. Kristinn Örn er
starfandi píanóleikari og kennari í
Reykjavík.
HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN
Laufásvegi 2 - simi 17800
Leikbrúéugerð
V
Kennari: Helga Arnalds.
29. apríl - 20. maí. Fimmtudaga kl. 19.30- 22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga
-fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800.
>