Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 2
2 táORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Ekið á miklum hraða á kyrrstæðan bíl í gærkvöldi Morgunblaðið/Sverrir Onýtur eftir ákeyrslu FÍAT Uno bíllinn er talinn ónýtur eftír að amerískum bíl var ekið á miklum hraða aftan á hann. Handteknir á hlaup- um við Hverfisgötu TVEIR menn, sem voru í bíl sem ekið var á miklum hraða aftan á kyrrstæða bifreið á Hverfisgötu í gærkvöldi, voru handteknir er þeir reyndu að forða sér á hlaupum undan lögreglunni. Mennirnir, sem hafa oft áður komið við sögu lögreglunnar, voru fluttir á slysadeild þar sem blóðsýni voru tekin úr þeim, en þeir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Lögreglunni barst tilkynning laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi um að amerískum bíl, í eigu annars mannsins, hefði verið ekið á miklum hraða aftan á kyrrstæða bifreið á móts við Hverfísgötu 103. Bíllinn, sem ekið var á, er af gerðinni Fiat Uno. Fíatinn ónýtur Lögregla kom fljótt á staðinn og náði að handsama mennina er þeir reyndu að forða sér á hlaupum. Fíatbíllinn er talinn ónýtur. Mennirnir eru báðir vistaðir í fangageymslum lögreglu. Sjónarvottar voru að árekstrin- um, en málið er ekki að fullu upplýst, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík. Endurfjármögnun verksmiðju Islenzka járnblendifélagsins á Grundartanga Háskólaráð frest- ar styrkveitingu til Félagsstofnunar HÁSKÓLARÁÐ afgreiddi síðastliðinn fimmtudag áætlun um ráðstöfun happdrættisfjár Háskólans, með þeirri undantekn- ingu að ákvörðun um styrkveitingu til Félagsstofnunar stúd- enta var frestað. Ráðið samþykkti að óska eftir greinargerð um fjárreiður stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins komu fram á fundi Háskólaráðs áhyggjur af skyndilegri brottvikningu framkvæmdasljóra FS, en meiri- hluti Röskvumanna í stjórn fyrirtækisins hefur sagt honum upp störfum og óskað þess að hann vinni ekki út umsaminn uppsagnarfrest. Að sögn Sveinbjöms Bjömsson- ar, rektors Háskóla íslands, var rætt um að veita FS fimm milljóna króna styrk á þessu ári til bygging- ar stúdentagarða. Samþykkt styrk- veitingarinnar var frestað vegna þess að á fundi Háskólaráðs var óskað eftir að „ráðinu berist grein- argerð um fjárreiður, tekju- og greiðsluáætlun Félagsstofnunar." Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins komu fram á fund- inum áhyggjur sumra fulltrúa í Háskólaráði af skyndilegri uppsögn Amars Þórissonar, framkvæmda- stjóra Félagsstofnunar stúdenta, en Röskvumenn sögðu honum upp síð- astliðinn fimmtudag, meðal annars vegna hugmyndafræðilegs ágrein- ings um rekstur fyrirtækisins, eins og það var orðað. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er upp- sagnarfrestur Arnars samkvæmt ráðningarsamningi eitt ár, en meiri- hluti Röskvumanna í stjórn FS ósk- aði eftir því að hann hætti þegar störfum hjá fyrirtækinu. Meðal annars var rætt í Háskólaráði hversu hár biðlaunareikningur stofnunarinnar yrði af þessum sök- um. Ekkí frekari mannabreytingar Meirihluti stjómar Félags- stofnunar stúdenta hélt í gær fund með starfsfólki fyrirtækisins. Að sögn Helgu Magnúsdóttur, for- manns starfsmannafélags FS, var þar greint frá uppsögn fram- kvæmdastjórans og jafnframt að ekki væm aðrar mannabreytingar fyrirhugaðar hjá fyrirtækinu. Hrafnhildur Jónsdóttir Lést eftir bílveltu TVÍTUG stúlka, Hrafnhildur Jónsdóttir, lést þegar bíll sem hún var farþegi í valt á veginum skammt sunnan við Sauðárkrók, aðfaranótt sunnudagsins. Bíllinn, sem var Subaru, var á leið í átt að Sauðárkróki. í honum vom þrír farþegar, auk ökumanns. Þegar bíllinn valt kastaðist stúlkan út úr honum og er talið að hún hafí látist samstundis, að sögn lög- reglu. Ökumaður og hinir farþeg- amir tveir sluppu ómeiddir að kalla. Að sögn lögreglu benda ummerki á vettvangi til þess að bílnum hafí verið ekið greitt. Hrafnhildur Jónsdöttir var til heimilis í foreldrahúsum á Víði- gmnd 26, Sauðárkróki. Hún var fædd 1. júní 1972. Elkem reiðubúið að taka þátt í hlutafjárauknmgu NORSKA fyrirtækið Elkem, sem á 30% hlut í íslenzka járn- blendifélaginu, hefur gefið íslenzkum stjórnvöldum vilyrði fyrir því að taka þátt í hlutafjáraukningu í félaginu. Talið er að auka þurfi hlutaféð um 560 milljónir króna til að tryggja rekstur Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, en ekki er ljóst hvort Elkem er tilbúið að leggja fram 30% skerf af þeirri upphæð. Jámblendiverksmiðjan er að 55% í eigu íslenzka ríkisins, að 30% í eigu Elkem og japanska fyrirtækið Sumitomo á 15% hlut. Reksturinn hefur gengið mjög illa undanfarin ár vegna lágs verðs á kísiljámi á heimsmarkaði. Tap á rekstri verk- smiðjunnar varð 600 milljónir á síð- asta ári og 487 milljónir árið þar á undan. í lok síðasta árs varð ríkis- sjóður að lána verksmiðjunni 100 milljónir króna til að hún gæti stað- ið í skilum. Bætt afkoma á þessu ári að fínna fjárhagsgrundvöll og þar væri í sölumálum verksmiðjunnar með rekstrargrundvöll fyrir fyrir- og sennilega myndu Kínveijar tækið.“ draga úr undirboðum sínum á Jap- Jón sagði að heldur bjartara útlit ansmarkaði. Hlíf samþykkti samninga í álverinu 102 sögðu já en 45 voru á mótí í dag Eðlileg afgreiðsla___________ Knútur Hallsson fyrrverandi ráðu- neytisstjóri segir að bréf sitt til Norræna kvikmyndasjóðsins hafí verið eðlileg afgreiðsla 22 Endurreisnarbanki Evrópu Mörg aðildarríki vilja losna við for- seia bankastjórnarinnar 27 Umhverfismál Hreinsistöðin hf. hefur eyðingu á framköllunarefnum 30 Leiðari íþróttir ► ÍR og FH mætast í undanúr- slitum í handknattleik. Bjarni Friðriksson kvaddi með 15. Ríkissjóður og kjarasamningar sigrinum í röð. Einvígi Manc- 26 hester United og Aston Villa. Reksturinn hefur gengið betur á þessu ári eftir uppsagnir um 40 starfsmanna og harðar sparnaðar- aðgerðir og sýnir verksmiðjan lítils háttar hagnað á fyrsta þriðjungi ársins. Stjómendur Járnblendifé- lagsins telja að 560 milljóna króna hlutafjáraukningu þurfi til þess að halda megi rekstri fyrirtækisins gangandi miðað við óbreyttar að- stæður næstu tvö árin. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna bréfi því, sem borizt hefði frá Elkem varðandi hlutafjáraukningu, en vildi ekki ræða efnisatriði þess frekar. Sumitomo, hinn japanski eigandi, hefur áður gefíð afsvar um hlutafjáraukningu. Aðspurður hvort svar Elkem gæti ýtt undir þátttöku Sumitomo í hlutafjáraukn- ingu, sagði Jón: „Ekki ætti það að hindra það. Á grundvelli þessa svars verður nú haldið áfram að reyna FÉLAGAR tíu verkalýðsfélaga sem starfa í álverinu í Straums- vík samþykktu nýgerðan kjarasanming við Vinnuveitenda- sambandið og ISÁL í atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær. 102 verkamenn Hlífar í Hafnarfirði samþykktu samninginn en 45 voru á móti, tveir atkvæðaseðlar voru auðir og ógild- ir. Af um 500 starfsmönnum álversins eru nokkuð á þriðja hundrað félagsmenn í Hlíf og sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður félagsins, að sér hefði þótt eðlilegt að þátttakan yrði meiri i jafn alvarlegu máli. Fundir voru haldnir í öllum tíu verkalýðsfélögum starfsmanna álversins í gær þar sem samningarnir voru samþykktir með miklum mun. Þessi félög eru auk Hlífar Félag járniðnaðarmanna, Félag bygging- ariðnaðarmanna, Félag rafeinda- virkja, Félag blikksmiða, Félag raf- virkja, Verkakvennafélagið Framtíð- in, Félag matreiðslumanna, Verslun- armannafélag Hafnarfjarðar og Fé- lag málmiðnaðarmanna. Sigurður sagðist ekki vera ánægður með þessa kjarasamninga en þessari lotu væri nú lokið. „Þetta er samningur sem var gerður í al- gerri varnarstöðu og ef hann hefði verið felldur hefði verið boðað til vinnustöðvunar eins og verkamenn hjá ÍSAL höfðu ákveðið fyrir skömmu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að ef samningurinn hefði verið felldur hefði stjórn og trúnaðarmannaráð strax í gærkvöldi tekið ákvörðun um vinnustöðvun 1. maí og sent VSÍ og stjórn ÍSAL til- kynningu um það í dag. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.