Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1993 37 opnað nýja verslun að ari sorgarstund. Einnig fjölskyldu þinni og öllum ættingjum hins látna. Það er mikil huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng mun lifa. Blessuð sé minning Sigurðar Björns- sonar. Örn Eiðsson. Kveðja frá Knattspyrnufé- lagi Reykjavíkur Það hefur verið gæfa Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur að hafa átt margan glæsilegan keppnis- mann, sem gerði garð félagsins frægan bæði innanlands og erlendis. Það hefur líka verið gæfa þessa félags að eiga margan mætan mann, sem fórnaði tíma og orku í það starf, sem elur upp keppendurna og gefur þeim kost á að eflast i keppni og sýna hvað í þeim býr. Enn hefur það verið sómi félags- ins að hafa lagt samtökum íþrótta- manna til forystumenn i ráðum, bandalögum og samböndum. Nokkrir góðir KR-ingar hafa gengið í gegnum þetta allt. Einn slíkur KR-ingur er kvaddur í dag Sigurður Björnsson bygginga- meistari. Hann er kvaddur með söknuði og eftirsjá, því allt of snemma fór hann, en ekki síður með þakklæti fyrir allt það sem hann hafði verið félagi sínu og fijáls- íþróttahreyfingunni um áratuga skejð. Á unglingsárum sínum fyllti Sig- urður glæsilegan keppnishóp félags- ins og tók meðal annars þátt í frægri keppnisför fijálsíþróttamanna KR til Noregs sumarið 1949. í þeirri ferð setti hann íslandsmet í 400 m grindahlaupi, 19 ára gam- all, og var það unglingamet ekki slegið, fyrr en að 22 árum Jiðnum. Það sumar varð hann einnig íslands- meistari í 5 greinum fijálsíþrótta. Því miður varð hlé á keppnisferli hans og þjálfun eftir þetta sumar. Lífið kallaði á vettvangi náms og starfs og stofnunar heimilis og fjöl- skyldu. Átta árum síðar tók hann upp þráðinn að nýju og náði undraverð- um árangri strax sumarið 1957 og næstu 3 ár á eftir, því bestu afrekin vann hann 1960, hljóp 110 m grinda- hlup á 15,2 sek. og endurheimti met sitt í 400 m grindahlaupi, hljóp á 54,6 sek. í Gautaborg um haustið. Árið eftir, 1961 vann hann til eignar meistaramótsbikarinn í þeirri grein. Hafði þá orðið íslandsmeistari í 400 m grindahlaupi 3 ár í röð. Fyrir met sín og meistarstig hlaut hann garps- merki FRÍ. Félagsstörf jafnframt æfingum og keppni stundaði Sigurður að elju þessi ár og síðan. Hann sat í stjórn fijálsíþróttadeildar KR í fjölda ára og var einnig í mörg ár formaður iaganefndar Fijálsíþróttasambands íslands og síðar varaformaður sam- bandsins. í öll þessi ár hefur hann verið manna ötulastur við að starfa að fijálsíþróttamótunum í Reykjavík, en það er lýjandi starf og vanþakk- látt, það vita þeir best, sem reynt hafa. Þess vegna er það, að við kveðjum Sigurð með eftirsjá og þakklæti fyr- ir allt það, sem hann var félagi sínu á liðnum árum. Við sendum Helgu, konu hans, og börnum þeirra, Sævari, Birni og Signhildi, innilegar samúðarkveðjur frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Stjórn KR. Minning Sæunn Tómasdóttir Fædd 1. október 1911 Dáin 14. apríl 1993 Okkur langar til að minnast ömmu okkar á Sæbóli í örfáum orðum. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru frá því er hún var að kenna okkur stafina í kverinu Gagn og gaman. Það verk reyndi á þolin- mæðina, en hana þráut aldrei er við áttum í hlut. Einnig kenndi hún okkur faðirvorið og ótal sálma og hún passaði vel uppá það að við færum með bænirnar okkar fyrir svefninn. Hún var líka vön að lesa fyrir okkur á kvöldin oft sömu bækurnar aftur og aftur. Ófáar eru þær nætur sem við gistum hjá ömmu og afa á Sæbóli og oft var rifist um hver mætti kúra við hlið ömmu. Ekki færri eru þeir morgnar sem við vöknuðum þar við ilmandi te og brauð sem amma færði okkur með ánægju í rúmið. Það skorti ekki mat á heim- ili hennar og sérstaklega eru fersk- ar minningarnar um pönnukökurn- ar hennar, kleinurnar, sultubrauðið og kjötsúpuna hennar sem við vor- um ekki alltof hrifnar af. Eftirá að hugsa þá var algjört ævintýri fyrir okkur að vera á Sæ- bóli. Þarna var svo margt hægt að gera. Við gátum leikið okkur í garð- inum sem amma og afi ræktuðu af heilum hug, amma sá um blómin en afi um trén og gerir enn. Það munaði ekki um það að hýsa þar heilt „sædýrasafn". Einnig voru leyndardómar hraunsins óteljandi og var amma alltaf fús til þess að sýna okkur leyndustu og fegurstu staði þess og þar fékk hugmynda- flug okkar að njóta sín. Fjaran var þó vinsælust. Margar voru fjöru- ferðirnar með ömmu og kippti sér ekki upp við þáð að fá heilu hrúg- umar af skeljum og öðru fjöru- drasli inn á eldhúsborð. Oft tók amma til nesti og fór með okkur í langar gönguferðir vestur eftir fjör- unni. Þegar veður aftraði útiveru fengum við að gramsa í kjólum hennar og skóm og fórum í fínufrú- arleik. Það var líka gaman að fá að gramsa í skúffum hennar og fá að setja á okkur ilmvatn og hafa skartgripina hennar. Amma sá líka til þess að dúkkurnar okkar skorti ekki föt og saumaði á þær kjóla og við dunduðum okkur við að klæða þær í og úr. Amma var mikill dýuravinur og á vetrum fór hún nánast dag hvern dágóðan spöl út í hraun og gaf hrafnaparinu matarleifar og þessir vinir hennar komu alltaf aftur og aftur og amma brást þeim ekki frekar en smáfuglunum. Amma var harðdugleg kona sem kvartaði aldrei og við skynjuðum ekki að heilsu hennar fór hrakandi og var það því áfall er hún lagðist í langvarandi veikindi sem hún barðist við í nokkur ár uns dauðinn kvað dyra og leysti hana frá þraut- um og þjáningu. Við viljum kveðja þig, elsku amma. Minningamar geymum við í hjarta okkar. Birna, Sæunn og Bryndís. Sæunn Tómasdóttir lést á Sól- vangi 14. apríl síðastliðinn eftir langvarandi heilsuleysi. Þótt dánarfregnin kæmi ekki beint á óvart, hefur viðskilnaður við kæra ættingja og vini alltaf vis_s áhrif á þá sem eftir standa. Ósjálfrátt reikar hugurinn til þeirra stunda sem maður hefur átt með hinum látna. Mér er ljúft að minnast Sæunnar föðursystur minnar með nokkrum orðum. Sæunn fæddist að Hólum í Bisk- upstungum þann 1. október 1911. Hún var dóttir hjónanna Tómasar Bjarnasonar ög Oskar Tómasdótt- ur og var hún næstelst af níu systkinum, sjö þeirra komust upp og eru hin sex öll á lífí. Sæunn fluttist fjögurra ára gömul með foreldrum sínum að Helludal í sömu sveit. Þar sleit hún bams- skónum og gott betur, hún átti sitt heimilisfang í foreldrahúsum fram á þrítugsaldur. Stundaði hún ýmis störf á vetrum svo sem fisk- vinnu suður með sjó og í Reykja- vík, einnig starfaði hún við íþrótta- skólann í Haukadal í nokkra vet- ur. Hún var heima við bústörfín á sumrin. Vorið 1942 verða þáttaskil hjá Sæunni. Þá giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Bimi Bjarnasyni frá Haukatungu á Snæfellsnesi. Þau höfðu þá stofnað sitt heimili að Reykjavíkurveegi í Hafnarfirði. Þar bjuggu þau fram til 1951 er þau flytja sitt hús í hraunið vestan Hafnarfjarðarkaupstaðar og nefndu þau staðinn Sæból. Þar hafa þau búið allar götur síðan, að undanskildum síðustu 4-5 árum sem Sæunn eyddi á Sólvangi. Þau Sæunn og Björn eignuðust ein son, Óskar Tómas, fæddan 1949. Hann er vélvirkjameistari, kvæntur Jóhönnu Óskarsdóttur. Þau eru búsett í Hafnarfírði. Kjör- sonur Björns og Sæunnar er Eð- varð Rafn vélfræðingur, fæddur 1947. Hann á þijár dætur; Birnu, Sæunni og Bryndísi. Þær eru á aldrinum 17-21 árs og voru þær miklir augasteinar ömmu sinnar. Sæunn var ein af fyrstu mann- eskjunum sem ég lærði að þekkja fyrir utan mína foreldra. Skapgerð hennar og viðmót var slíkt að hún laðáði alla að sér. Sem ungur drengur var ég fljótur að skynja það. Sæunn vildi öllum gott gera, og var henni mjög umhugað um hag annarra. Hún var ein af þeim fáu manneskjum sem ég hef kynnst sem ég heyrði aldrei tala illa um náungann. Björtu hliðar lífsins og tilverunn- ar og það jákvæða í fari samferða- fólksins var henni tamara í sinni en það sem miður fór. Þegar mað- ur fær að njóta samfylgdar fólks með slíka mannkosti lærir maður betur að meta það sem maður hefur. Sæunn var sérlega hjálpfús og ósérhlífin. Hennar handtök hér í Helludal voru dijúg fyrr og síð- ar. Þau hjónin eyddu mörgum vor- um hér í sauðburði og mörg voru þau sumrin sem þau lögðu hönd á plóginn við heyskapinn. Við kunn- um ekki síður að meta hennar hjálp við heimilisstörfin eftir að móðir mín féll frá fyrir 14 árum. Meðan Sæunn hafði heilsu til gerði hún fyrir okkur slátur á hveiju hausti og var alltaf boðin og búin að gera við föt af okkur og þrífa hjá okkur. Til marks um áreiðanleika Sæ- unnar langar mig að vitna í þann mæta mann Sigurð Greipsson í Haukadal. Þegar Sæunn var ung manneskja átti hún eitt sinn leið suður til Reykjavíkur. Sigurður biður hana um þann greiða að fara með peninga fyrir sig til afborgun- ar á stóru láni. Sæunn var fús til þess. Hún setti aurana í litla skjóðu og saumaði hann tryggilega inn- aná flíkina sem hún gekk í og ekki þarf að efast um að krónurn- ar hafa komist á réttan stað. Þessu hafði Sigurður oft orð á. Gestrisni Sæunnar var einn af eiginleikum hennar sem ekki er hægt að láta ógetið. Ekki þurfti að gera boð á undan sér, ættingjar og vinir voru velkomnir hvenær sem var. Það var einsog það hvíldi sérstakur friður yfir þeirra heimili enda ekki við öðru að búast þegar húsráðendur og umhverfi er jafn vinsamlegt. Það var líka svo upp- byggilegt að hitta þau bæði, þau voru vel inni í því sem var að ger- ast hveiju sinni. Mér fannst að- dáunarvert í þau fáu skipti sem ég heimsótti Sæunni á Sólvang hvað hún fylgdist vel með öllu, þótt hennar líkamlega heilsa væri að þrotum komin. Áð lokum vil ég ásamt föður mínum þakka Sæunni fyrir alla velvild og hjálpsemi sem hún sýndi okkur. Ennfremur vill Steinar bróðir Sæunnar koma á framfæri innilegum þökkum fyrir allt sem Sæunn gerði fyrir hann. Að hans sögn hafa fáar manneskjur reynst honum jafn vel og hún. Það sama getum við faðir minn sagt. Systkini Sæunnar þakka þeim hjónum fyrir góða umönnun á móður þeirra síðustu árin sem hún lifði. Við faðir minn og Steinar vottum Birni, Eðvarð, Óskari, Jó- hönnu, Birnu, Sæunni og Bryndísi okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sæunnar. Kristófer Tómasson. Slöngutemja frá Plavmob #3398 Venjulegt verö Sirkusapar frá Playmoh #3726 Venjulegt verö tm Töframaöur frá Playmob #3725 Venjulegt verö LEIKBÆR Mjódd - Þönglabakka 6, sími 7 91 11 Kjörgarði - Laugavegi 59, sími 2 63 44 Hfj. - Reykjavíkurvegi 50, sími 5 44 30 Ný verslun - Faxafeni 11, sími 68 48 70 Venjulegt verö j kr. 4.070- Faxafeni 11 íbað ploymobi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.