Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
Listín að mótmæla
eftir Hrafnkel
*
Asgeirsson
Á skírdag, er ég var að lesa
Morgunblaðið, hnaut ég um greinar-
korn, sem markað var Víkveija, án
þess að getið var frekar hver höf-
undur væri, og hvað honum kæmi
til ritunar þessarar greinar. Það er
að vísu lenska nú að skrifa illa um
náungann og skýla sér á bak við
dulnefni. Tilefni þessa greinarkorns,
sem hér að ofan greinir, var bygg-
ing stórhýsis þess, sem hafin er í
miðbæ Hafnarfjarðar.
í framhaldi af þessu fór ég að
hugsa um öll þau mótmæli sem
geysa um landið, nú meiri heldur
en venjulega. Tilefni mótmælenda
eru sjálfsagt mismunandi, hjá sum-
um er um hugsjón til málefnisins
til að dreifa, hjá öðrum að ná sér
niður á andstæðingi og hjá enn öðr-
um, og held ég að þar sé um stóran
hóp að ræða, að láta á sér bera og
ná völdum í þjóðfélaginu með aðstoð
mótmælendahópsins.
Ef við lítum yfír tilefni svipmestu
mótmæla undanfarið, koma þessi
mál mér í hug:
Ráðhús og Perla
Reykvíkingar fóru ekki varhluta
af mótmælum, þegar þeir reistu sitt
ráðhús og Perluna. Þá var mótmælt
byggingunum, staðsetningu þeirra
og hvort yfírleitt bæri að byggja
þær. Mér fannst mótmæli þessi
ganga út í algjörar öfgar, langt út
fyrir öll skynsemismörk. Mér sem
áhorfanda fannst ekki vera spuming
um það, hvort Reykvíkingar skyldu
reisa ráðhús eða ekki. Það var þeim
til vansa að vera ekki búnir að því
fyrir löngu. Auðvitað bar brýna
nauðsyn til þess að höfuðborgin
eignaðist sitt ráðhús. Þeir komu sér
ekki saman um staðsetninguna, allt-
af var verið að mótmæla staðsetn-
ingunni, hlustað var um of á mót-
mælendur og ekkert varð úr fram-
kvæmdum svo árum eða áratugum
skipti. Nú hafa mótmælaraddirnar
þagnað og mótmælendur sem aðrir
njóta ánægðir þeirrar þjónustu, sem
þessar byggingar veita. — Ég held
að það sé rétt hjá mér, að Frans-
menn séu meira en aðrir fyrir það
að reisa sérstæðar byggingar, og
hafí miklu meiri æfíngu í að mót-
mæla heldur en aðrir, jafnvel með
því að kasta físki og kartöflum á
götur Parísarborgar, en ég man
ekki til þess að hafa heyrt að þeir
hafí mótmælt á jafnáhrifaríkan hátt
þróun og uppbyggingu Parísarborg-
ar.
Kirkjan í Kópavogi
Á síðasta ári hófust mikil mót-
mæli í Kópavogi, svo að bæjarfélag-
ið skalf og nötraði í nokkrar vikur.
Tilefnið? jú, það var afráðið að
byggja kirkju. Einhveijir fundu út
að kirkjan myndi skyggja á stofu-
gluggana hjá þeim, aðrír töldu stað-
inn þar sem ákveðið var að byggja
kirkjuna betur fallin fyrir aðra starf-
semi og enn aðrir voru yfírleitt á
móti kirkjubyggingu. Öll þessi öfl
náðu saman um það að vera á móti
kirkjubyggingu á fýrirhuguðum
stað, haldinn var fjölmennur fundur
og mótmælendur urðu yfirsterkari.
Nú hefur verið ákveðið að reisa
kirkjuna annars staðar en móðurinn
virðist hafa dvínað hjá mótmælend-
um, í bili að minnsta kosti.
Stórhýsi í Hafnarfírði
Með vetrarvindum bárust nú
mótmælin til Hafnarfjarðar. Þar var
hafínn undirbúningur að stórbygg-
ingu í miðbænum, fyrir verslanir,
banka og hótel. Dugmiklir einstakl-
ingar höfðu fengið úthlutað lóð und-
ir starfsemina hjá bæjaryfírvöldum.
Áður hafði Hagvirki haft lóðina í
nokkur ár, án þess að framkvæmdir
hæfust. Byggingarmálin höfðu
fengið löglega, skipulagslega með-
ferð í bænum, verið kynnt með rétt-
um aðferðum í Lögbirtingarblaðinu,
dagblöðum og bæjarblöðum. Sam-
kvæmt skipulagslögum höfðu aug-
lýsingar verið birtar bæjarbúum, þar
sem þeim var gefínn kostur á að
bera fram mótmæli. Bæjarstjóm
hafði í marggang samþykkt fram-
kvæmdimar, bæði beint og óbeint
með því að staðfesta samþykktir
undimefndar bæjarstjómar. Fram-
kvæmdir höfðu verið rækilega
kynntar í bæjarblöðum, engum átti
því að koma á óvart þessar fram-
kvæmdir.
Eftir að bæjaryfirvöld höfðu
gengið frá úthlutun lóðarinnar til
ofangreindra einstaklinga, þeir
höfðu lagt í vemlegan kostnað við
undirbúning hönnunar og verk-
fræðilegra athugana, höfðu hafíð
viðræður og samninga við væntan-
lega notendur og kaupendur húss-
ins, hófust mótmælin, um leið og
skammdegið gekk í garð. Þá leyst-
ust úr læðingi ýmis öfl og náðu
saman um það eitt að mótmæla
byggingunni. Þá virtist eins og sum-
ir hefðu verið sofandi á bæjarstjórn-
arfundum, þegar þessi mál voru
leidd til lykta. Rökin vom mismun-
andi, flestir voru þeirra skoðunar
að þeir tveir tumar sem skreyta
myndu bygginguna væm of háir,
aðrir töldu umfang og flatarmál
byggingarinnar vera of mikið, aðrir
sem einu sinni höfðu ekki stigið
fæti á skip í Hafnarfjarðarhöfn,
töldu að útsýnið yfír bæinn myndi
skerðast vemlega, þegar þeir sigldu
inn höfnina, aðrir töldu að of mikið
yrði um bílastæði í miðbænum,
Sparisjóðurinn mótmælti vegna þess
að „hann“ veit að samkeppnisbanki
mun flytja inn í nýja húsið, og svo
mætti halda áfram. Ýmsir fundu að
hér var mál, þar sem þeir gætu lát-
ið taka eftir sér, til dæmis Kristján
Bersi Ólafsson og Mathiesen-feðg-
ar, menn sem höfðu reynslu af
mótmælum. Efnt var til mótmæ-
laundirskrifta hjá bæjarbúum og
sátu forystumenn fyrir fólki í stór-
mörkuðum og fóm í hvert hús í
bænum. Sáust þar á ferli nokkrir,
sem eldskím höfðu fengið í Kópa-
vogskirkjumálinu. Mótmælt var að-
allega hæð byggingarinnar og rit-
uðu yfír fimm þúsund Hafnfírðingar
undir mótmælaskjölin.
Safnaðarheimili í Keflavík
Eftir að þessi niðurstaða var
fengin dró nokkuð af mótmælend-
um. Nú bámst vindamir lengra í
vestur. Nú skyldi mótmæla bygg-
ingu safnaðarheimilis við kirkjuna
í Keflavík.
Mótmælin í Hafnarfirði
byrja aftur
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og
byggjendur samþykktu að koma til
móts við bæjarbúa um gerð bygg-
ingarinnar og var samþykkt að
lækka hana. Nú bjuggust menn við,
að allir yrðu sáttir. Það hlyti að
vera metnaðarmál fyrir Hafnfírð-
inga að styrkja verslun og þjónustu
í miðbænum og stuðla að því að
byggt yrði hótel í miðbænum með
öllum þeim margfeldisáhrífum, hvað
vinnu og þjónustu snerti. Um leið
yrði líf aukið í miðbænum, ekki síst
ætti það að vera keppikefli bæjarbúa
nú á tímum atvinnuleysis að auka
atvinnuna.
Ljóst er að mótmælendur fengu
ekki útrás í fyrri atrennu. Nú eru
þeir byijaðir aftur og má lesa grein-
ar eftir þá á síðum blaða.
Ráðning Hrafns
Gunnlaugssonar
Að vísu nú síðustu daga hafa
mótmæli þeirra fallið í skuggann
af mótmælum gegn ráðningu
Hrafns Gunnlaugssonar í starf
framkvæmdastjóra Ríkissjónvarps-
ins. Mér fannst embættismennska
Ólafs Garðars vera vafasöm með
ráðningunni. Hins vegar er ljóst að
árásimar undanfarið á Hrafn hafi
gengið út fyrir öll velsæmismörk.
Það þarf sterkt bak til þess að axla
þetta allt. Alls konar samtök finna
sig knúin til þess að mótmæla. Ég
held það sé ekki rétt að beina mót-
mælunum að Hrafni, þar sem það
er alls ekkert óeðlilegt að sækjast
eftir starfí. Mótmælunum á heldur
að beina að Ólafí Garðari, að mínu
viti.
Grein Víkverja
Ég sagði í upphafi þessarar grein-
ar minnar, að kveikjan að skrifum
mínum hefði verið greinarstúfur,
sem birtist hjá Víkveija í Morgun-
blaðinu á skírdag. Þar stendur m.a.:
„Enn er deilt um stórhýsið í miðbæ
Hafnarfjarðar ... Það hlýtur að
minnsta kosti að misbjóða fegurðar-
skyni og góðum smekk að klessa
þessum ljóta kastala niður í smá-
gerða byggðina í Hafnarfírði.
Spumingin er enn og aftur. Hver
vill byggja svona ljótt hús, hver vill
hanna svona misheppnaða bygg-
ingu, hver vill horfa á svona ófögn-
uð, hver vill eiga húsið og hver vill
bera ábyrgð á byggingu þess?“
Ég er ekki á móti því að menn
skiptist á skoðunum, og að menn
hafi mismunandi skoðanir. Hins
vegar hljóta að vera takmörk fyrir
þvi, hvar og hvemig þær séu settar
fram. Orðið ljótur er afstætt orð,
sumum fínnst þetta ljótt, öðrum
fallegt. Þeir sem virða fyrir sér
byggingamar í Hafnarfírði á teikn-
ingum, án allra hleypidóma og án
þess að vera í mótmælaskapi, hljóta
að vera annarrar skoðunar en Vík-
veiji hér að ofan.
Ábyrgð Morgunblaðsins
Mér hefur fundist ritstjómar-
stefna Morgunblaðsins hafa breyst
mikið á undanförnum ámm. Fyrir
um það bil 10 ámm reit fullorðinn
Hrafnkell Ásgeirsson
„Ég er ekki á móti því
að menn skiptist á skoð-
unum, og að menn hafi
mismunandi skoðanir.
Hins vegar hljóta að
vera takmörk fyrir því,
hvar og hvernig þær
séu settar fram.“
virðulegur borgari í hita leiksins
grein í Velvakanda um Sædýrasafn-
ið í Hafnarfirði. Gerðist maðurinn
offari í orðum og reyndist nauðsyn-
legt að fá því sem ofsagt var hnekkt
með dómi. Mér hefur fundist Morg-
unblaðið undanfarið gera miklu
meiri kröfur til sín og starfsmanna
sinna, blaðið hefur tekið sjálfstæð-
ari afstöðu til mála og manna. Ég,
og ég veit marga aðra sömu skoðún-
ar, hef oft á tíðum verið sammála
leiðurum og Reykjavíkurbréfum
blaðsins. Blaðið hefur verið reiðu-
búið til þess að taka afstöðu gegn
stefnu Sjálfstæðisflokksins, hafí
þær ekki fallið að skoðunum blaðs-
ins. Blaðið hefur á þennan hátt orð-
ið miklu meira skoðanamyndandi
en áður. Þeim sess heldur blaðið
ekki öðru vísi en að halda sömu
stefnu. Þessi staða leggur blaðinu
jafnframt skyldur á herðar, bæði
gagnvart sjálfu sér og þjóðinni.
I ofangreindu greinarkorni talaði
Víkveiji á ábyrgð Morgunblaðsins,
á ábyrgð ristjóra þess. Það er miklu
alvarlegra þegar beitt er atvinnurógi
og meiðyrðum að einstaklingum af
hálfu sterks fjölmiðils heldur en ef
einstaklingur ritar grein undir nafni.
Ég þekki arkitekt Hafnarfjarðar-
hússins, Erling Pedersen, og veit
að hann er virtur og vandvirkur
hönnuður. Byggjendur eru duglegir
framkvæmdamenn. Ég tel það vera
rangt, að ritstjórar Morgunblaðsins
leyfí Víkveija að leita vars á bak
við sterkar herðar þeirra. Ég lærði
lögfræði á sama tíma og annar rit-
stjóri Morgunblaðsins, Styrmir
Gunnarsson, og ég held að sú lög-
fræði sem við lærðum hefði ekki
hleypt þessum greinarstúf fram hjá
vökulum augum lögfræðinnar.
Nýr andi komi í nýjum
heimkynnum
Nú hefur Morgunblaðið flust inn
í ný heimkynni og óska ég blaðinu
til hamingju með breytingamar, en
ég vona um leið að gluggar verði
opnir í herbergi Víkveija, svo að
vindar mannrettinda, lýðræðis og
virðingar fyrir einstaklingunum
blási inn í herbergið og víkki sjón-
deildarhring skriffínnans.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Tómstundaskólinn:
Sumarönn "93
Maí-
Hraðnámskeiö í tungumálum - 12 stundir.
- góð æfing fyrir sumarið.
Enska: James Wesneski
Franska: Ingunn Garðarsdóttir
ítalska: PaoloTurchi
Spænska: Elisabeth Saguar
Þýska: Bernd Hammerschmidt
íslenska fyrir útlendinga - 21 st. í júní
Guörún Karlsdóttir
Vorverkin í garöinum - 5 st.
Hafsteinn Hafliðason
Garöaskipulagning - 20 st.
Fríöa Björg Eðvarösdóttir og Kolbrún Oddsdóttir
Ljósmyndanámskeiö - 15 st.
- Taktu góðar myndir í sumar
Skúli Þór Magnússon
Hattagerö - 30 st. í júní
Helga Rún Pálsdóttir
Hattagerö - 15 st. í júní
- framhaldsnámskeiö
Helga Rún Pálsdóttir
Júní
Viltu læra aö teikna og mála? - 24 st.
Harpa Björnsdóttir
Véiritun -24st.
Anna Hjartardóttir
Fatasaumur fyrir byrjendur - 20 st.
Ásta Kristín Siggadóttir
Fatasaumur fyrir lengra komna - 24 st.
- Að sauma sumarfötin
Ásdís Ósk Jóelsdóttir
Fataviögeröir og fatabreytingar - 15 st.
Ásdís Ósk Jóelsdóttir
Bútasaumur - 20 st.
Ásta Kristín Siggadóttir
Vlltu læra aö þekkja fuglana? - 12 st.
Jóhann Óli Hilmarsson
Villtar jurtir og grasasöfnun
Einar Logi Einarsson
Vídeótaka á eigin vélar - 20 st.
Anna G. Magnúsdóttir
Glerskuröur - 24 st.
Björg Hauksdóttir
Skráning stendur yfir
TÓM5TUNDA
SKOLINN
Grensásvegi 16a
Sími 67 72 22
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - sími 17800
Bútasaumur og
ósaumur (»appliqué")
Kennari: Bára Guðmundsdóttir.
27. apríl - 18. maí. Þriðjudaga kl. 19.30- 22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga
-fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800.
y
0
. J