Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Stuttar þingfréttir Félag um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í umræðum síðastliðinn föstudag um skýrslu utanríkis- ráðherra um utanríkismál var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra spurður um fjárhagsvanda Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ráðherra greindi frá því að hann og fjár- málaráðherra hefðu falið Hreini Loftssyni lögmanni og Þresti Ólafssyni aðstoðar- manni utanríkisráðherra að skila tillögum til lausnar á þessum gamalkunna vanda. Nú lægju fyrir tillögur til lausnar, þ.e.a.s. til tekjuaukn- ingar: hækkun innritunar- gjalda, hækkun lendingar- gjalds, hækkun húsaleigu, alls 122 milljónir króna. Til gjalda- lækkunar: fasteignaskattur lagður af, og breyting á inn- skatti virðisaukaskatts, heildaráhrif væru metin til 167 milljóna króna. Síðan segði í áliti starfshópsins: „Framan- greindar tillögur miða að því að rekstrarstjóm flugstöðvar- innar verði efld með stofnun sérstaks félags er verði í eign ríkisins. Meginverkefni þess félags verður að standa straum af greiðslum vegna skuldbind- inga flugstöðvarinnar.“ Utanríkisráðherra sagði að nefndin hefði ekki talið ráðlegt að hagsmunaraðilar í flugstöð- inni ættu aðild að þessu félagi eða sætu í stjóm þess þar eð eitt af verkefnum félagsins væri að annast samskipti stjómvalda við þessa aðila, s.s. að annast útboð verkefna í stöðinni. Einnig yrði að gæta sérstöðu flugstöðvarinnar vegna samvinnu við Banda- ríkjamenn og staðsetningu hennar á vamarsvæðinu. Ut- anríkisráðherra sagði að þess- ar tillögur hefðu verið sam- þykktar í ríkisstjórninni en með fyrirvara um að samkomulag næðist utanríkisráðuneytis og samgönguráðuneytis um af- nám svonefndra eldsneytis- gjalda. Tillaga um rannsóknar- rétt eða alþýðudómstól - sagði utanríkisráðherra um tillögu um skipan sérstakrar þingnefndar EKKI er ágreiningxir um að rannsaka fjárhagsleg tengsl Hrafns Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, við stofnunina. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun kanni þau. Stjórn- arandstaðan vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra telur stjórnarandstöð- una vilja endurvekja illræmdan „rannsóknarréttinn“ eða „alþýðudómstól“. Hann treystir Ríkisendurskoðun betur. Rannsóknarnefnd í gær var til umræðu tillaga frá forystumönnum stjórnarandstæð- inga um skipan rannsóknarnefndar til að rannsaka ráðningu fram- kvæmdastjóra ríkissjónvarpsins. Til- lagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar með vísan til 39. gr. stjórn- arskrárinnar að kjósa nefnd níu al- þingismanna til að rannsaka aðdrag- anda og forsendur fyrir ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarps, m.a. með tilliti til fjárhagslegra tengsla hans við stofnunina og menntamálaráðuneytið og starfsemi á vegum þess.“ 39. grein stjómarskrárinnar kveð- ur á um að Alþingi geti skipað nefnd- ir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Alþingi geti veitt nefndum þessu rétt til að heimta skýrslur, munnleg- ar og bréflegar, bæði af embættis- mönnum og einstökum mönnum. Það var fyrsti flutningsmaður, Páll Pétursson (F-Nv), formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sem mælti fyrir þessari tillögu. Hann taldi sig ekki þurfa að hafa mörg orð um tilefnið en hann fór samt nokkrum orðum um Hrafn Gunn- laugssson, núverandi framkvæmdar- stjóra Sjónvarpsins og fyrrum dag- skrárstjóra sömu stofnunar. Voru þar endurtekin hörð ámæli og ásak- anir um ýmsa meinta bresti í siðferð- islegum og fjárhagslegum efnum. Hlutlaus aðili athugi Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði að ekki væri sú leið skynsamleg til að rannsaka mál hlut- laust, að kjósa til þess menn, sem þegar hefðu tekið afstöðu í pólitísku deilumáli. Þeir væru ekki hlutlausir. Þess vegna ætti að fella þessa tillögu eða vísa henni frá. Hin eðlilega leið væri sú að biðja hlutlausan aðila að rannsaka það sem menn vildu í þessu tilviki rannsaka. Menntamálaráð- herra benti á að sá hlutlausi aðili væri til og heyrði raunar undir Al- þingi, þ.e. Ríkisendurskoðun. Menntamálaráðherra vildi ekki trúa öðru en flutningsmenn tillögu stjómarandstæðinga gætu sætt sig við það að Ríkisendurskoðun athug- aði ljármálaleg samskipti Sjónvarps- ins og Hrafns Gunnlaugssonar. Menntamálarráðherra sagðist hafa lýst því yfir að hann myndi láta fara fram rannsókn ef eftir því yrði leit- að. Það hefði Hrafn Gunnlaugsson gert með bréfi til sín dagsettu 17. þessa mánaðar. Menntamálaráð- herra kvaðst nú hafa óskað eftir því að Ríkisendurskoðun kanni málið. Ríkisendurskoðun reynist best Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra sýndist stjórnarand- stæðingar gera tillögu um „rann- sóknarrétt" eða „alþýðudómstól". Hann taldi Ríkisendurskoðun vera best til þess fallna að ijalla um íjár- hagslega þætti þessa máls. Utanrík- isráðherra sagðist geta talað nokkuð frá persónulegri reynslu. Hann hefði sjálfur orðið að liggja undir ásökun um spillingu og misbeitingu fjár- muna, það var varðandi áfengiskaup vegna afmælis eiginkonu sinnar. Hann hefði orðið að liggja undir rógi í langa hríð og að lokum hefði hans eina úrræði til að hreinsa mannaorð sitt verið að biðja Ríkis- endurskoðun að athuga þetta mál. Utanríkisráðherra taldi enga hæf- ari en Ríkisendurskoðun til að ljalla um beinar ásakanir um fjármálamis- ferli. Honum var spurn hvetjir ættu að ljalla um hina siðferðislegu þætti. Hann benti á 26. gr. þingskapalaga sem fjallar um að þingnefnd geti að eigin frumkvæði fjallað um önnur mál en þau sem þingið vísaði til hennar. Um slík mál geti nefnd gef- ið þinginu skýrslu. Utanríkisráð- herra var þó til efs að þingmenn sem hefðu talað í hlutverki ákærandans gætu fellt trúverðugan dóm sem MMACI hefði verið gert flokkspólitískt. Stjórnarandstæðingar töldu þessa ábendingu utanríkisráðherra um 26. grein hina athyglisverðustu. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) vildi benda á að fleiri en stjórnarandstæð- ingar væru í þingnefndum. Ólafur Ragnar kvaðst opinn fyrir fleiri hug- myndum, hafði á orði að hann væri tilbúinn að ná samstöðu um skipan nefndar, gæti hún hugsanlega verið skipuð óháðum aðilum. Jón Baldvin Hannibalsson benti á að flestar ásakanir á hendur Hrafni Gunnlaug- syni væru ijárhagslegs eðlis, einnig hefði menntamálaráðherra verið borinn sökum um misbeitingu valds. Hann taldi þingnefnd ekki vera færa til að kveða upp dóma yfir þessum einstaklingum. Stjórnarandstæðing- ar lögðu hins vegar áherslu á að nefnd væri ætlað að safna upplýs- ingum en ekki fella dóma. A níunda tímanum í gærkvöldi mælti Geir H. Haarde, formaður þingfiokks sjálfstæðimanna, fyrir til- lögu til rökstuddrar dagskrár svo- hljóðandi: „Þar sem fyrir liggur að menntamálaráðherra hefur óskað athugunar Ríkisendurskoðunar á fjárhagslegum samskiptum setts framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins við stofnunina telur Alþingi ekki ástæðu til að kjósa rannsóknamefnd samkvæmt stjórnarskránni til að fjalla um málið. Því samþykkir Al- þingi að vísa málinu frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Kunnugt er að þingflokkur AI- þýðuflokksins hafnaði því að standa að þessari tillögu með sjálfstæðis- mönnum. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks, staðfesti að svo hefði verið en ekki vildi hann láta nokkuð hafa eftir sér um afstöðu þingflokks Alþýðuflokks til tillögu stjórnarandstæðinga eða frávísunartillögu sjálfstæðismanna. En þingfréttaritara Morgunblaðsins er kunnugt um að meðal alþýðu- flokksmanna eru skoðanir skiptar. Umræðu var lokið en atkvæða- greiðslu frestað. Best varðveitta leyndarmálið a Laugaveginum! % nV • móanóra Laugavegi 17 (inni í porti) sími 627810 : . v. |] Litrík Dularfull Framandi Spennandi Frumvarp þingmanna úr öllmii flokkum Hross og nautgiip- ir í vörslu allt árið ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 46/1991 um búfjárhald. Frum- varpið ákveður að eigendum hrossa og nauta verði skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne), Árni M. Mathiesen (S-Rv), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) og Ragnar Amalds (Ab-Nv). Flutningsmenn vilja bæta inn nýju Iagaákvæði í lög nr. 46/1991 um búfjárhald. Tillögugreinin kveður á um: „Eigendum stórgripa, þ.e. nauta og hrossa, er skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á eða við þjóðvegi. Ákvæði þetta skal þó ekki hindra hagagöngu stórgripa utan girðinga þar sem tryggt þykir að af því hljótist eng- in hætta á umferð, svo sem í heimalöndum eða afréttum sem liggja hvergi að alfaraleiðum." Tilllagan gerir ráð fyrir að við- komandi sveitarstjóm eða sveitar- stjórnir skuli setja í samþykktir sínar um búfjárhald nauðsynleg ákvæði í þessu sambandi að höfðu samráði við lögreglustjóra. En engin slík ákvæði sem heimila hagagöngu stórgripa utan girð- inga öðlast þó gildi nema landbún- aðarráðherra staðfesti. I greinargerð minna flutnings- menn á að landbúnaðarráðherra skipaði árið 1989 nefnd til að kanna mögulegar ráðstafanir til að minnka umferð vörslulauss búfjár á þjóðveg- um. Ein meginniðurstaða þessarar nefndar var að leggja til að lausa- ganga stórgripa yrði endanlega af- lögð. Tillögur nefndarinnar náðu ekki allar fram að ganga í upphaf- legri mynd heldur varð niðurstaðan sú með setningu nýrra laga um búfj- árhald vorið 1991 að gefa sveitar- stjórnum afdráttarlausar heimildir til að fyrirskipa vörslu á sínu svæði. Flutningsmenn benda á að þrátt fyrir að margar sveitarstjórnir hafi nýtt sér heimildir laganna „tíðkast lausaganga stórgripa enn á nokkmm svæðum við meiri háttar um- ferðaræðar og bólar ekki á að- gerðum að hálfu viðkomandi sveit- arstjórna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.