Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins Líðum ekki braskið lengur og ætlum að stoppa það ÞRJÚ af stærstu samtökum sjómanna hafa lýst yfir harðri andstöðu við núverandi fyrirkomulagi á framsali kvóta og sent frá sér sameiginlega ályktun þess efnis eins og greint var frá í Morgunblaðinu um helgina. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands Islands segir að samtökin líði ekki braskið sem viðgengst í núverandi kerfi og ætli sér að stoppa það. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands segir að í núverandi mynd sé kerfið að breytast í ófreskju og Guðjón Á. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiskimanna- sambandsins segir að kvótasalan sé að eyðileggja hlutaskipta- kerfi sjómanna. Hólmgeir Jónsson segir að Sjó- mannasamband íslands hafi ætíð verið fylgjandi kvótakerfinu í stórum dráttum þótt þeir hafi á sínum tíma verið andvígir framsalsákvæðum þess. „Nú eru þessi viðskipti orðin yfirgengileg og útgerðarmenn eru að eyðileggja þetta kerfi með allskon- ar braski," segir Hólmgeir. „Þrátt fyrir yfírlýsingar um annað halda útgerðarmenn áfram að neyða sjó- menn til að taka þátt í kvótakaupum með sér en slíkt er brot á kjarasamn- ingum sjómanna. Og ef sjómenn andmæla þessu er þeim einfaldlega sagt að þeir geti farið.“ Hólmgeir segir að lítið réttlæti sé í því að þegar útgerðarmenn selji kvóta haldi þeir sjálfir heildar and- virðinu en þegar þeir kaupa kvóta eru sjómennirnir neyddir til að taka þátt í kostnaðinum við slíkt. Hann nefnir dæmi um 15 manna áhöfn sem látin var setja hluta af kaupi sínu í kvótakaupasjóð alla vertíðina. Þegar vertíðinni lauk hafí heimingnum af áhöfninni verið sagt upp og skipið sent á aðrar veiðar. „Við líðum ekki braskið lengur og ætlum að stoppa það,“ segir Hólmgeir. Aðspurður um hvernig þeir telji að bæta megi úr þessu svarar Hólm- geir að í fyrsta lagi hafi þeir sagt að ef skip geti ekki veitt kvóta sinn eigi það að skila afganginum til sjáv- arútvegsráðuneytisins sem síðan Hafsteinn Kristins- son forsijóri látinn HAFSTEINN Kristinsson, forstjóri Kjöríss hf. í Hveragerði, lézt að morgni sunnudagsins 18. apríl af völdum heilablóðfalls, 59 ára að aldri. Hafsteinn var fæddur 11. ágúst 1933 að Ámesi á Selfossi, sonur Kristins Vigfússonar húsasmíða- meistara og Aldísar Guðmundsdóttur frá Litlu-Sandvík. Hann nam mjólk- urfræði við Mjólkurbú Flóamanna, stundaði framhaldsnám í Danmörku og lauk námi við Landbúnaðarhá- skóla Kaupmannahafnar 1960. Var við framhaldsnám í mjólkurfræði við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi 1961-62 sem Rotary Fund styrk- þegi. A árunum 1961-66 var hann ráðunautur i mjólkurfræði hjá MBF, Osta- og smjörsölunni og Búnaðar- félagi Islands. Fluttist 1966 til Hveragerðis og hóf þar rekstur osta- gerðar, sem hann breytti 1968 í ís- gerð, Kjörís hf., og var framkvæmda- stjóri hennar síðan. Hafsteinn hóf fljótlega afskipti af opinberum málum í Hveragerði og átti sæti í hreppsnefnd og bæjar- stjóm í 15 ár. Var oddviti hrepps- nefndar 1974-78 og 1982-87 og var kjörinn fyrsti forseti bæjarstjóm- ar 1987 og átti þar sæti til 1989. Hafsteinn Kristinsson forstjóri. Hann sat í stjóm Landsvirkjunar 1987-1991. í Lionsklúbbi Hvera- gerðis frá stofnun hans 1971. Eftirlifandi eiginkona Hafsteins er Laufey S. Valdimarsdóttir frá Hreiðri í Holtum og eru böm þeirra fjögur uppkomin. myndi endurúthluta honum. Og í öðm lagi sé það baráttumál að allur afli sé seldur í gegnum fískmarkaði. Sjómönnum ekki blandað í kaupin Helgi Laxdal formaður Vélstjóra- félagsins segir að félagið hafi hingað til verið meðmælt kvótakerfínu og framsali á kvóta. En þau sjónarmið hafí byggst á því að sjómönnum væri ekki blandað í sölu eða kaup á kvótum. „Við höfum dæmi um að við hlutaskipti séu 15% dregin af sjómönnum og látin renna til kvóta- kaupa,“ segir Helgi. „Annað dæmi um skerðingu á kjarasamningum sjó- manna eru veiðar sem kallaðar hafa verið tonn á móti tonni. Þá fær físk- verkun bát til að veiða fyrir sig afla og lætur á móti sama magn í veiði- heimildum. í slíkum dæmum eru 30-40 krónur fyrir kíló dregnar af sjómönnum áður en til hlutaskipta kemur. Þarna er einfaldlega verið að lækka skiptakjörin og slíkt getum við_ ekki sætt okkur við.“ í máli Helga kemur fram að Vél- stjórafélagið styðji áfram kvótakerfið en að núverandi útfærsla þess gangi ekki upp nema hægt sé að halda hlut sjómanna utan við það brask sem viðgengst í kerfínu. „í núver- andi mynd er þetta kerfí að breytast í ófreskju," segir Helgi. Hvað lausnir varðar segir Helgi að í félaginu sé unnið að ýmsum hugmyndum en hann nefnir að for- senda þess að sjómenn sætti sig við framsal á kvótum sé að allur afii fari í gegnum fískmarkaði. „Með þeim hætti myndum við fá upplýsingar um söluverðmæti aflans og gætum auð- veldlega séð hveijum bæri að fá hvað í sinn hlut,“ segir Helgi. Notfæra sér atvinnuástandið Guðjón Á. Kristjánsson segir að kvótabraskið sé stöðugt að vaxa og með því sé verið að brjóta samninga sjómanna slag í slag. „Það sem er einnig alvarlegt er að útgerðarmenn virðast notfæra sér það atvinnu- ástand sem við búum við í dag og vaxandi atvinnuleysi," segir Guðjón. „Það kemur þannig út að þeir sjó- menn sem ekki sætta sig við að taka þátt í kvótakaupum er sagt að finna sér annað pláss. Svona vinnubrögð getum við ekki sætt okkur við.“ Guðjón segir að Farmanna- og fiskimannasambandið hafí aldrei ver- ið sátt við núverandi kvótakerfí þó dregið hafí úr andstöðunni á síðustu árum. Framsalsákvæðin í núverandi mynd séu hinsvegar óásættanleg og það sé furðulegt ef ekki sé hægt að fínna fiskstjórnunarkerfí sem geti gengið án þess að menn séu að mis- nota sér viðskiptareglur í því. Annar formanna Tvíhöfðanefndar Kvótakerfið gert að blóraböggli VILHJÁLMUR Egilsson, annar formanna Tvíhöfðanefndarinnar, segir að andstaðan við framsal á veiðiheimildum sé að hans mati á þeim nótum að verið sé að gera kvótakerfið að blóraböggli fyrir viðleitni útgerðarmanna til að ná niður hjá sér launakostn- aði. „Það er ljóst að fijálst framsal á kvótum er algert grundvall- aratriði fyrir hagkvæmni kvótakerfisins," segir Vilhjálmur. í fundaherferð þeirri sem sjávarút- vegsráðuneytið stendur nú fyrir víða um land til kynningar á sjávarút- vegsstefnunni hafa þessi mál m.a. komið til umræðu. Vilhjálmur segir að fijálst framsal á kvóta sé nauð- synlegt svo hægt sé að minnka flot- ann en það sé einnig spurning um möguleika útgerða til sveigjanleika og sérhæfingar í rekstri. „Til dæmis myndi bann við við- skiptum með kvóta kollvarpa þeirri hagkvæmni sem nú er til staðar í kerfinu og ef viðskiptin yrðu ekki leyfð væri einungis leitað annarra leiða til að lækka kostnaðinn," segir Vilhjálmur. Stöðugleiki Aðspurður um hvort sjónarmiðið um að allur afli færi í gegnum físk- markaði hafí verið íhugað af Tví- höfðanefndinni segir Vilhjálmur svo vera. „Það var ekki fallist á það sjón- armið og ástæðan sú að töluvert væri gefandi fyrir stöðugleika og langtímasamninga um viðskipti," segir Vilhjálmur. „Það er ljóst að ef allur fískur færi um fiskmarkaði væri nær ófært fyrir fiskvinnsluna að starfa eðlilega. Hún gæti ekki gert langtímasamninga um fiskkaup og stöðugleiki í rekstrinum væri eng- inn.“ Bílcwiarkaóurinn Toyta Corolta XL '89, 5 dyra, 5 g., sjálfsk. á vél. V. 650 þús. Fiata Duna 70 Berlína '88, rauður, 5 g., ek. aðeins 39 þ. V. 290 þús. stgr. Daihatsu Charade TX '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 9 þ. V. 620 þús. MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 72 þ. Rafm. í rúðum o.fl. V. 630 þ. Suzuki Vitara JLX '90, hvítur, 5 g., ek. 68 þ. Ýmsir aukahlutir. V. 1050 þ. Sk. ód. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan, brúnsans, sjálfsk., ek. 16 þ. rafm. íöllu o.fl. V. 890 þ. Toyota 4Runner ’90, 5 g., ek. 73 þ., álfelg- ur, sóllúga o.fl. V. 2 millj. Honda Civic GL ’90, sjálfsk., ek. 19 þ., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 800 þús. Mazda 323 LXi Sedan '92, 5 g., ek. 20 þ. V. 950 þús. MMC Pajero turbo diesel (langur) '91, 5 g., ek. 50 þ. V. 2.3 millj. Toyota Hi Ace 4x4 Combi Special '91, 5 g., ek. 60 þ. V. 1480 þús. (Stöðvarleyfi getur fylgt). Subaru Legacy 2000 station '92, 5 g., ek. 5 þ. V. 1700 þús. Subaru Justy J-12 '87, 5 g., ek. 55 þ. V. 400 þús. Subaru 1800 Coupe 4x4 '87, 5 g., ek. 100 þús. V. 650 þús. MMC Pajero turbo diesel '89, 5 g., ek. 63 þ., álfelgur, hiti í sætum, rafm í rúöum o.fl. V. 1780 þús. stgr. Nissan KingCap 4x4 m/húsi '91, grár/svartur, 5 g., ek. 34 þ. Toppeintak (vsk. bill). V. 1290 þ. stgr. Bíll fyrir vandláta: Pontiac Bonneville LE '88, grásnas, 6 cyl., sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Óvenju gott eintak. V. 1480 þús. Toyota Corolla Liftback XL '88, stein- grár, 5 g., nýuppt. vél. Fallegur bíll. V. 680 þús. Cherokee Laredo 4L '88, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 38 þ. mílur. V. 1400 þús. Odýrir bílar: V.W. Golf '84, 5 g., ek. 98 þ. Gott eintak. V. 280 þús. Ford Escort CL '86, ný skoð. (94), gott ástand. V. 240 þús. stgr. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími S71800 1 £ AEG VORTILBOÐ Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér nú þýsk gæða heimilistæki frá AEG á sérstöku tilboðsverði. Þú hleypir ekki hverjum sem er í húsverkin. Upplýsingar um umboðsmenn fást hjá 62 62 62 ■4 kæliskápur Santo, 3200 kg., 170x60x60 Verð áður kr. 73.303. Tilboð kr. 61.900 stgr. Þvottavél lavamat, 645 w, 1200 sn/pr. min Verð áður kr. 99.381. Tilboð kr. 79.900 stgr. Umboðsmenn um land allt. R Æ Ð U R N I R ORMSSON HF Lágmúla 8, slmi 38820. örbylgjuofn HC, 125 w, digital, 850 w Verð áður kr. 34.180. Tilboð kr. 27.900 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.