Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1993
15
Dísætt íþróttafólk
eftir Magnús R.
Gíslason
í könnun sem nýlega var gerð
fyrir tilstuðlan heilbrigðis- og
rannsóknaráðs íþróttasambands
íslands í samvinnu við Manneldis-
ráð kom í ljós að gosdrykkir og
sælgæti eru of stór hluti af neysl-
unni hjá fjölda íþróttafólks.
Þetta kemur ekki á óvart þegar
skoðaðir eru þeir möguleikar sem
íþróttafólk hefur til að afla sér
hollrar fæðu og drykkja í íþrótta-
húsum og sundstöðum landsins.
Á flestum þessara staða er
hægt að fá sjoppufæði, sælgæti
og sæta drykki, en aftur á móti
er óvíða hægt að fá vatn að drekka
nema með því að fara inn á sal-
emi, snúa höfðinu um 180° og
setja munninn undir krana.
Fyrir fáum árum benti Tann-
verndarráð í samvinnu við Banda-
lag íslenskra skáta á ágæti vatns
og hvatti til aukinnar vatnsneyslu.
Bæjar- og sveitarstjórnum voru
m.a. skrifuð bréf og þær hvattar
til þess að koma upp aðstöðu til
vatnsdrykkju í skólum og íþrótta-
húsum. Því miður virðast þessi til-
mæli ekki hafa skilað tilætluðum
árangri.
í öðrum löndum, t.d. Bandaríkj-
unum, þykir slíkur útbúnaðir sjálf-
sagður í skólum, íþróttahúsum og
víðar. Ekki er um dýr tæki að
ræða, en áætlað er að kostnaður
sé álíka og við að setja upp hand-
laug.
Hið opinbera fjármagnar að
stórum hluta byggingu skóla og
íþróttahúsa og ætti því að gera
þá kröfu að í þeim sé lágmarksað-
staða til að fá holla næringu, t.d.
vatn, en ekki eingöngu gos og
sælgæti. Slíkt er áreiðanlega góð
fjárfesting, sem skilar sér aftur í
betri heilsu.
Sjoppur eru ótrúlega margar
hérlendis. Víða ein fyrir hverja 200
íbúa. Þær em á ýmsum stöðum
en þó helst í eða við skóla, íþrótta-
Kripalujóga
Byrjendanámskeið
hefst 26. apríi.
Kennt mánudaga og
miðvikudaga kl, 20.00-21.30.
lógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19,2. hsó, s. 679181 (kl. 17-19).
T——T—.' W ' v:
v.'
s 1' t ■V-«
> :■ :i
i •/'■fev.’Aít v
vv k' ‘.
v ' ../ • VJ'. ',-,
GÆÐAPLÖTUR FRÁ SWISS
pavaroc
LOFTA
PLÖTUR
OO LÍM
Nýkomin sending
, EINKAUMBOÐ
£8 Þ.Þ0RGRIMSS0N
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
HÓITIRDI
Shöfum gæða HÓPBIFREH
FRA 12 Tl L 65 FARÞEGA ,
JLEITID UPPLÝSINGA .
HÓPFERÐAMIÐSTÖDIN
Bíldshöfða 2a,
sfmi 685055, Fax 674969
hús, sundstaði og sjúkrahús. Oft
er reksturinn réttlættur með því
að ágóðanum sé varið til að fjár-
magna góðgerðarstarfsemi hér
heima eða erlendis. Jafnvel til að
kaupa lækningatæki, t.d. tann-
lækningatæki, svo að lækna megi
sjúkdóma sem rekja má til óhollrar
fæðu.
Það er vart hægt að segja að
tilgangurinn helgi „meðalið" þótt
svona rekstur hjálpi til við að
greiða fyrir sum „meðul“, ef hann
gerir um leið önnur nauðsynleg.
íslendingar drekka meira af
gosdrykkjum en aðrar þjóðir eða
„Hið opinbera fjár-
magnar að stórum
hluta byggingu skóla
og íþróttahúsa og ætti
því að gera þá kröfu
að í þeim sé lágmarks-
aðstaða til að fá holla
næringu, t.d. vatn, en
ekki eingöngu gos og
sælgæti.“
Magnús R. Gíslason
að meðaltali um 140 lítra hver
maður á ári, þegar miðað er við
framleiðslutölur. Til samanburðar
má nefna að hver Svíi drekkur
aðeins um þriðjung af því magni.
í einni venjulegri gosdós eru u.þ.b.
30 grömm af sykri eða sem .svarar
allt að 15 sykurmolum. í gos-
drykkjum innbyrðir því hver ís-
lendingur á hveiju ári að meðal-
tali um 12 kg af sykri.
Við þetta bætist að hver íslend-
ingur borðar að meðaltali yfir 20
kg af sælgæti á hveiju ári eða um
2 kg í hverjum mánuði, svo að
skiljanlegt er að fleiri tennur
skemmast hjá okkur en t.d. hinum
Norðurlandaþjóðunum. Ýmislegt
annað getur fylgt, t.d. offita.
Höfundur er yfirtannlæknir í
heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
ÓSKAÍ&LÍFEYRIR
ab þínu volil
SVEIGJANLEGUR
sameignar- eöa séreignarfyrirkomulagi
Óskalífeyrir leggur áherslu á sveigjanlegt lífeyrisfyrirkomulag. Hann hjálpar
þér me6 einföldum en markvissum sparnabi aö styrkja lífeyrisrétt þinn og
r * * s s
leggur þannig grunn aö öruggri afkomu á efri árum. I Oskalífeyri getur þú
hafiö lífeyristöku 60 ára og þú átt val um á hve löngum tíma þú tekur út
þinn lífeyri.
ÓSKALÍFEYRIR
býöur upp á eftirtalda lífeyrismöguleika sem velja má úr einn eöa fleiri.
Ævilífeyrir
er greiddur mánaöarlega frá lífeyrisaldri til dánardags.
Tímabilslífeyrir
er greiddur mánaöarlega í ákveöinn tíma. Lágmarkstími er 5 ár en
hámark 20 ár.
Eingreiðslulífeyrir
greiöist í einu lagi á lífeyrisaldri.
Eingreiðslusöfnun
er séreignarfyrirkomulag og greiöist í einu lagi á lífeyrisaldri.
ÓSKALÍFEYRIR - NÝJUNG í LÍFEYRISMÁLUM!
Þú færb nánari upplýsingar hjá tryggingarráðgjöfum Sameinaba Irftryggingarfélagsins hf. Haföu samband!
Sameina&a líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Sími 91- 692500
í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamiðstöövarinnar hf.
SA/0
V~