Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 36 Minning Sigurður Björnsson húsasmíðameistari Fæddur 7. september 1929 Dáinn 6. apríl 1993 Kveðja frá Fijáls- íþróttasambandi Islands í dag kveður fijálsíþróttafólk einn af sínum bestu félögum. Sigurður Bjömsson, heiðursfélagi FRÍ, var á sínum yngri árum einn af bestu ftjálsíþróttamönnum okkar. Átti hann m.a. Íslandsmetið í 400 m grindahlaupi um árabil. Þó að ferill Sigxirðar sem keppnis- manns hafi verið með ágætum eru þó störf hans að félagsmálum hreyf- ingarinnar á löngum starfsferli á þann veg að hún stendur í þakkar- skuld fyrir allt það sem hann lagði til fijálsíþrótta í landinu. Ungur að árum var Sigurður val- inn til forustu í fijálsíþróttadeild síns félags, KR. Varð strax ljóst að þar fór maður, sem leysti öll verk sem honum voru falin vel af hendi. Árið 1964 var hann fyrst kjörinn í stjóm Fijálsíþróttasambands ís- lands og átti þar sæti samfellt í 20 ár, mörg síðustu árin sem varafor- maður. Allir sem störfuðu með Sigurði á löngum stjómarferli minnast hans sem hins dugmikla og ósérhlífna starfsmanns. Hann var ætíð reiðubú- inn að leysa þau verk sem vinna þurfti, hvort sem þau voru stór eða smá. Öll störf sem Sigurður tók að sér voru unnin á þann hátt að sómi var að og samstarfsmönnum hans þótti ætíð öryggi að fela honum for- ustu. Sigurður naut virðingar og vinsælda meðal allra sem hann átti samskipti við og munu margir fijáls- íþróttamenn minnast með þakklæti öruggrar stjómar hans í ferðum er- • ændis, en hann fór sem fulltrúi fijálsíþróttahreyfíngarinnar á mörg stórmót og alþjóðleg þing. Sigurður var kjörinn heiðursfélagi FRÍ 1984, fyrstur manna, og sýnir það vel þann hug sem fijálsíþrótta- hreyfingin bar til hans fyrir langt og gifturíkt starf. Þótt Sigurður léti af stjómarstörf- um í FRÍ hélt hann ótrauður áfram að veita fijálsíþróttahreyfmgunni liðveislu allt til æviloka. Fijálsíþróttasambandið sendir eft- irlifandi eiginkonu Sigurðar, Helgu Magnúsdóttur, sem ætíð stóð við hlið hans í fómfúsu og tímafreku áhugastarfi, innilegustu samúðar- kveðjur. — Minningin um góðan félaga og forustumann mun lifa meðal fijáls- íþróttafólks. Magnús Jakobsson, formaður. Fráfall vinar míns Sigurðar Bjömssonar bar að skjótt og aðeins hafa liðið nokkrir mánuðir síðan ljóst var að hann átti í stríði við alvarleg- an sjúkdóm. Minnir þetta okkur óþyrmilega á fallvaltleika lífsins og bendir okkur á þá staðreynd, að dauðinn gerir sjaldnast boð á undan sér. í huga mér koma æskuminningar, efi við Sigurður, alltaf kallaður Siddi, ólumst upp í sama húsi á Vífilsstöð- _«m fyrstu 10 ár ævinnar og vorum nær daglegir leikfélagar fram yfir tvítugt. Hann var og mikill heimili- svinur allrar fjölskyldu minnar. Leið- ir skildu, en alltaf hélst mikil og góð vinátta og ekki síst hin síðari árin. Við þessi tímamót, þegar Sigurður er kvaddur, er margs að minnast. Ég minnist æskuáranna, en fljótlega kom í ljós, að Siddi var efni í mikinn afreksmann á sviði íþrótta og gat stokkið lengra og hærra en nokkur annar, er ég þekkti, og ber ég enn mörg merki þess að hafa reynt að leika þrautir hans eftir, t.d. stökkva yfir skurði og girðingar, því miður oft með skelfílegum afleiðingum. Við fórum saman á íþróttavöllinn árið 1947, þegar auglýst var eftir efnilegu íþróttafólki, og gleymi ég ekki svipnum á Brynjólfí Ingólfs- syni, Jóhanni Bernhard og Benedikt Jakobssyni, þegar Siddi var látinn hlaupa, stökkva og kasta kúlu svo nokkuð sé nefnt. Auðséð var að þeir gerðu sér grein fyrir því að þarna var mikið efni á fe.rðinni. Hann keppti fyrir KR og eftir skammar æfíngar og fyrsta keppnissumarið varð hann íslandsmeistari í fjórum íþróttagreinum. Hann varð síðan margfaldur sigurvegari og átti ís- landsmet hans í fjögur hundruð metra grindahlaupi eftir að standa í mörg ár, en sú keppnisgrein var talin meðal þeirra erfíðustu. Siddi keppti í mörg ár með frábærum árangri, en síðan lagði hann gjörva hönd á félagsmál fijálsíþróttmanna og var varaformaður Fijálsíþrótta- sambands íslands í fjölmörg ár og var oft farastjóri í keppnisferðalög- um innanlands og erlendis og naut óskoraðs trausts til þeirra starfa. Við Siddi unnum á sama vinnu- stað mörg sumur, við heyvinnu á Vífílsstaðabúinu undir stjórn föður hans, Björns Konráðssonar, og síðan fjölmörg sumur við byggingavinnu, lengst af hjá Sigurlinna Péturssyni húsasmíðameistara, en hjá honum lærði hann síðan húsasmíðar. Á sumrin fórum við oftast fjórir sam- an, þ.e. við bræðurnir þrír og Siddi, í löng ferðalög innanlands og í lok júlí árið 1946 í ógleymanlegt og ævintýralegt ferðalag með Drottn- ingunni til Færeyja og Danmerkur og komum sem hásetar á m.b. Ág- ústi Þórarinssyni heim aftur frá Svíþjóð. Það bíður væntanlega betri tíma að gera þessum þætti ævinnar betri skil, en Siddi var ógleymanlegur ferðafélagi, úrræðagóður og fljótur að slá á léttari strengi. Við fórum gangandi yfir Reykjanesfjallgarð sl. sumar, frá Gönguskörðum til Strandarkirkju, en þá rifjast upp, að hann var með í fyrstu gönguferð- inni til Strandarkirkju fyrir um 50 árum. Þá var lagt af stað frá Vífíls- stöðum undir leiðsögn föður míns. Var gönguferð þessi í alla staði ógleymanleg, enda gafst góður tími að rifja upp ýmsa atburði frá æsku- árunum og annað, sem á dagana hefur drifíð síðan. Sigurður Björnsson var athafna- samur byggingameistari og hafði lengst af fjölmarga menn í vinnu og mörg stórhýsi reisti hann um ævina. Vann hann mörg verk fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og þá sérstaklega við að reisa spennistöðv- ar víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Var hann mikils metinn sem frábær fagmaður og orðlagður fyrir góðan frágang verka sinna. Sigurður var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann giftist 26. júní 1954 Helgu Magnúsdóttir og voru þau mjög samrýnd og studdu hvort ann- að til dáða. Hún gerði honum kleift að helga sig félagsmálum eins og rakið hefur verið og vann ómet- anlegt starf við rekstur byggingafyr- irtækisins. Ég heimsótti vin minn Sigurð nokkrum sinnum í veikindum hans og er mér ógleymanleg hjarta- hlýja Helgu við bónda sinn við þau tækifæri og alltaf fann hún réttu orðin til þess að hughreysta hann og örva. Hún átti ekki langt að sækja mannkosti sína, enda dóttir heiðurshjónanna Sigurlínu Ebenes- ardóttur og Magnúsar H. Jónssonar, mikils félagsmálafrömuðar og for- manns félags prentara í 18 ár. Þau hjónin, Sigurður og Helga, eignuðust þijú mannvænleg böm, sem eru: Sigurður Sævar; Björn, kvæntur Sigurbjörgu Ingimundar- dóttur og eiga þau tvö börn; og Sign- hildur, gift Ulfari Óskarssyni og eiga þau þijú börn. Var Sigurður mikill fjölskyldumaður og var hans mesta yndi að veija frítímum sínum í ná- vist hennar. Hafði hann reist sumar- bústaði til þess að fjölskyldan gæti sameinast og átt gleðistundir saman. Sigurður bar sterkt ættarmót frá foreldrum sínum. Faðir hans, Björn Konráðsson, sem var yfír 40 ár ráðs- maður á Vífílsstöðum, var auk þess einróma valinn oddviti Garðahrepps til fjölda ára. Hann var mjög mikil- hæfur í öllum störfum sínum og ein- staklega ráðvandur, af stórmerkum bændaættum úr Skagafírði, en hann féll frá fyrir nokkrum árum. Móðir hans, Signhild Konráðsson, lengi ráðskona við Vífílsstaðabúið, var af kunnum færeyskum ættum og er enn mjög ern og sterk þrátt fyrir margvíslegt mótlæti. Áttu þau hjón fjögur myndarleg börn og hafa tvö þeirra nú fallið frá, svo og tengda- sonur langt fyrir aldur fram. Sigurður var einlægur trúmaður og bar þjáningar sínar af miklu þol- gæði. Þau hjón nutu á heimili sínu nokkra mánuði aðstoðar tveggja frá- bærra hjúkrunarkvenna, sem þau mátu mikils, og þegar Sigurður frétti að önnur hefði haldið fermingar- veislu um helgina, reis hann upp og brosti til hennar blíðlega og sagði: „Ég óska þér innilega til hamingju“. Voru þetta síðustu orð hans í jarð- nesku lífi og lýsa vel hans innra manni. Hann andaðist rétt fyrir páskahátíðina, mestu hátíð kristinna manna, er frelsarinn sigraði dauð- ann. Boðskapur sigurhátíðarinnar gefur jafnframt okkur mönnunum fyrirheit um, að með sigri frelsarans var dauðinn að engu gerður og við munum með honum lifa áfram. Fjölskylda mín sendir Helgu, börnum, bamabömum, aldraðri móður og allri fjölskyldu hans og vinum innilegustu samúðark'veðjur. Blessuð sé minnings góðs drengs. Sigurður Helgason. Að öllu óbreyttu hefðu við nafnar farið í okkar árlegu vorferð vestur í bústað um þetta leyti. Sú ferð var ekki farin og haustferðin því hin síðasta. Ekki gmnaði okkur þá að sú væri raunin er við sátum í litla notalega bústaðnum okkar og riíjuð- um upp liðna sælutíð á þessum slóð- um við snarkið í ofninum og flökt- andi kertaljósin. Margs er að minn- ast því að mörg voru sporin saman gengin við á og skóg og fjall hvort sem var á vordegi eða vetrartíma. I upphafi voru íþróttirnar okkar sam- eiginlega áhugasvið, síðar félags- störfin innan Fijálsíþróttasambands íslands i samfellt átján ár, en jafn- framt fundum við að ýmis önnur áhugasvið tengdu okkur enn frekar saman. Við tókum m.a. að okkur ásamt tveimur öðrum íþróttafélögum að rækta lax í Valshamarsá. Ásamt fjölskyldum okkar bjuggum við um okkur á ás einum ofarlega við ána þar sem víðsýnt er og sólarlagið við Klofning engu öðru líkt. Þar byggð- um við lítinn bústað undir hand- leiðslu Sigurðar. Þessi staður varð okkur öllum einkar kær, en þó eng- um jafnkær og þeim hjónum, Sig- urði og Helgu, sem ætíð síðan hafa sýnt honum einstaka umhirðu og ræktarsemi. Frá þessum stað og næsta ná- grenni á ég mínar kærustu minning- ar um vin minn, Sigurð Björnsson. Hann var veiðimaður í eðli sínu, en jafnframt mikill náttúruunnandi. Hann gladdist yfír góðum feng, en nærveran við náttúruna var það sem skipti mestu máli. Minnisstæður er hann þar sem hann sat á veröndinni á kyrrum sumarkvöldum og hlustaði hugfanginn á árniðinn og fuglasöng- inn blandast saman og beindi sjón- auka sínum að Klápfellinu til að fylgjast með eminum hnita hringi í uppstreyminu eða niður yfír Paradís og Breiðafjörðinn sem baðaður var geislum kvöldsólarinnar. í þessu unaðslega umhverfí var hann alsæll. Þarna kynntist ég best manninum Sigurði Björnssyni. Hann var jafnan hress í anda og yfírbragðið ljómaði af góðvild og hjartahlýju. Hann bjó yfír flestum þeim kostum er prýða góða menn. Hugarfar hans var ákaf- lega vel ræktað. Hann talaði aldrei illa um nokkum mann, bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni, ætt- ingjum og vinum og var jafnan reiðubúinn að fórna sér fyrir aðra þegar með þurfti. Hans er því sárt saknað af öllum þeim sem voru svo hamingjusamir að kynnast honum og njóta samvista við hann. Þegar ég skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð minnist ég síðustu orða hans er ég nam, en þau voru aur og snjór. Hugur hans var greinilega fyrir vestan og þessi tvö orð merktu þá tálma sem oft urðu á vegi okkar á afleggjaranum í bústaðinn. Þeir vora jafnan yfirstignir enda nafni minn þekktur fyrir allt annað en að gefast upp. En erfíðasti tálminn á lífsgöngu hans var framundan og hann reynd- ist honum of erfíður eins og hann verður okkur öllum fyrr eða síðar. Örlögum sínum mætti hann með karlmennsku og kjarki. Hann kvart- aði aldrei og gerði með því alla umönnun léttari sem að mestu hvíldi á elskulegri konu hans þar til yfír lauk. Góður vinur er nú kvaddur. í þögulli bæn stöndum við sam- ferðafólkið hnípið eftir með votan hvarm en gleði i hjarta og þökk fyr- ir allt hið góða er þessi vinur gaf okkur. Vér biðjum góðan guð að blessa minningu hans. Blessun guðs fylgi og eftirlifandi móður hans og systk- inum, ástríkri eiginkonu, börnum og barnabörnum, ættingjum og öðrum vinum. Sigurður Helgason. Sigurður vinur minn er allur. Ég sit og reyni að henda reiður á þeim hugsunum, sem koma og fara. Ég fínn mig þess vanmáttugan að skrifa honum þau eftirmæli, sem ég vildi geta og hann ætti skilið af mér. Það er fiestum gefið að eignast kunningjahóp, en þér ber að þakka almættinu, ef þú eignast vini, raun- verulega vini, já jafnvel þótt hann verði ekki nema einn á lífsleiðinni. Sigurður var einn örfárra vina, sem ég hef getað þakkað Drottni mínum fyrir að hafa eignast um dagana. Öll eigum við lífinu eina og sömu skuld að gjalda, dauðann. Hann verður ekki umflúinn, og það er gott. Hann er þreyttum og sjúkum lausn frá böli. Öll erum við samt vanbúin, þegar maðurinn með ljáinn heggur skarð í hóp náinna ættingja og vina. Mað- ur fyllist sektarkennd. Eg hefði get- að verið honum eða henni betri, meðan tími var til. Þannig fer mér. Ég ætlaði, en gerði það ekki. Ef til vill er það best þannig. Hann var „að hressast“ eftir sjúkrahúsdvölina, þegar ég hitti hann síðast, og við brostum saman. Hann var líka í betri höndum en mínum. Umvafínn umhyggju og ást- úð kærleiksríkrar eiginkonu og barna sofnaði hann inn í eilífð þess Vandrötuð leið kallar á örngga leiðsögn Reflection skjáhermar. Fax- aíriturnar- og vfrusvarnarhugbúnaður fyrir IVoveil net TRAUST LAUSN BOÐEIND ----------------------------------- TRYGG FRAMTIÐ N AUSTURSTRÖND 12 • SÍMI: 612061 • FAX: 612081 Drottins, sem ég trúi að hafi beðið hans með opinn faðm. Það var líka gott. Helga mín, látinn eiginmaður er mikil missa, en minningin um góðan eiginmann og fjölskylduföður er eign, sem mölur og ryð fá ei grandað. Blessuð sé minning vinar míns. Þórður Sigurðsson. Sigurður Björnsson, húsasmíða- meistari og íþróttafrömuður, lést á heimili sínu Tómasarhaga 41 hinn 6. apríl sl. Hann var aðeins 63 ára þegar hann lést, en hafði átt í nokk- urra mánaða baráttu við hinn illkynj- aða sjúkdóm krabbameinið. Sigurður fæddist á Vífilsstöðum í Garðahreppi 7. september 1929. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Björn Konráðsson, þá ráðsmaður þar, og kona hans, Signhild Kon- ráðsson, færeyskrar ættar, en Sign- hild lifir son sinn í hárri elli. Bernskuár Sigurðar hafa án efa verið ánægjuleg og kærleiksrík, en stundum bar þau á góma í spjalli okkar um lífið og tilveruna. Hann hefur örugglega búið að góðu og farsælu upupeldi og það einkenndi allt hans líf, því að lengi býr að fyrstu gerð. Snemma fékk Sigurður áhuga á íþróttum og þá sérstaklega fijálsum íþróttum. Hann gekk ungur í Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur (KR) og þótti strax efnilegur. Sigurður var einn af bestu fijálsíþróttamönnum félagsins og varð m.a. landsliðsmað- ur. Hann átti um árabil íslandsmet í 400 m grindahlaupi. Að loknum glæsilegum ferli á íþróttavöllum hóf Sigurður störf í félagsmálum, fyrst innan síns fé- lags, en ekki leið löngu þar til hann var kallaður til starfa í stjórn Fijáls- íþróttasambands íslands. Á þeim vettvangi hófust kynni okkar. Samvinna og samstarf okkar Sig- urðar innan Fijálsíþróttasambands íslands var mjög farsælt. Góður kunningsskapur varð fljótlega að sannri vináttu. Það var mannbæt- andi að vinna með Sigurði Bjöms- syni í íþróttastarfinu. Einstök ljúf- mennska og þægileg framkoma voru einkenni hans. Þrátt fyrir tímafrek og stundum vanþakklát störf í fé- lagsmálum íþróttanna urðu fundir um íþróttamálin skemmtilegir með honum. Það er ég viss um að fleiri geta tekið undir með mér, sem sátu með okkur í stjórn fijálsíþróttasam- bandsins í tvo áratugi. Ósérhlífni hans kom oft í Ijós við undirbúning og framkvæmd frjálsíþróttamót- anna, það var alveg sama hvort um var að ræða tímavörslu, ræsisstörf eða sjálft yfirdómarastarfíð, allt var svo sjálfsagt og framkvæmt af sömu samviskuseminni og ljúfmennsk- unni. Sigurður hafði verið sæmdur gullmerki fijálsíþróttasambandsins og þegar hann hætti stjómarstörfum hjá sambandinu árið 1984 var hann gerður að heiðursfélaga þess, sann- arlega verðskuldað. Gæfuspor Sigurðar í lífínu voru mörg, það leyfí ég mér að fullyrða, en það sem stigið var 26. júní 1954 er hann og Helga Magnúsdóttur gengu í hjónaband ber þar örugglega hæst. Eftir margra ára kynni mín af þessum vinum var hamingja þeirra svo augljós, þar ríkti kærleik- ur og gagnkvæm virðing. Sigurður og Helga eignuðust þijú mannvæn- leg börn, Sigurð Sævar, sem er ókvæntur, Björn, en maki hans er Sigurbjörg Ingimundardóttir, _ og Signhild, en maki hennar er Úlfur Óskarsson. Barnabörnin eru fimm. Að lokum langar mig að nefna þær stundir í minningunum, sem bjartast er yfír, en það eru ferðir okkar á íþróttamót á erlendri grundu og einnig þátttöku í íþróttaþingum erlendis. Þar eins og annars staðar var Sigurður hinn trausti félagi. Oft framlengdum við slíkar ferðir með eiginkonum okkar og áttum saman dýrlegar stundir, sem ekki gleym- ast. Eftir að við hættum stjómar- störfum hjá Fijálsíþróttasambandi íslands ræddum við oft um að fara saman í góða ferð til útlanda eins og í gamla daga. Af þessu getur ekki orðið í því formi, sem áætlað var, minn kæri vinur er farinn í þá ferð, sem okkur er öllum ætlaði að fara. Ef til vill getum við tekið upp þráð- inn síðar. Hver veit? Vonandi. Kæra Helga. Við hjónin sendum þér innilegar samúðarkveðjur á þess-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.