Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Sigurveg'ari í Svarta Pétri BERGLIND Hrafnkelsdóttir hampar verðlaunabikarnum sem hún hlaut fyrir frammistöðuna. Islandsmeistaramót í Svarta Petri haldið a ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta Pétri 1993 fór fram á Sólheimum í Grímsnesi 1. apríl sl. Mótið er orðinn fastur liður í starfsemi Sólheima og íþróttastarfsemi fatlaðra á íslandi. Þetta er 5. árið í röð sem keppni þessi er haldin og fer þátt- taka vaxandi með hverju ári. Keppnis- stjóri var hinn landskunni útvarpsmaður, Svavar Gests. Mótið var mjög spennandi að þessu sinni, marg- ir ákveðnir í að komast á verðlaunapall. Alls sett- ust 82 að spilum í upphafi og voru tveir til þrír til aðstoðar í dómgæslu á hveiju borði. Sólheimum íslandsmeistarinn frá í fyrra, Ragnar Ragnars- son úr Reykjavík, komst í úrslit en lenti í 4. sæti; Pálína Erlendsdóttir varð í 3. sæti, Guðrún Tómas- dóttir í 2., eftir harða keppni við Berglindi Hrafn- kelsdóttur frá Selfossi sem sigraði eftir að Svarti Pétur hafði gengið milli þeirra 5 sinnum sitt á hvað. Berglind hlaut verðlaunagrip og 5.000 kr. til eignar og fær nafn sitt grafíð á farandstyttu af stígvéluðum ketti sem geymdur er í íþróttahúsinu á Sólheimum. Landsbankinn á Selfossi, Foreldra- og vinafélag Sólheima, Nói-Síríus, Myllan, SS og Ölgerðin Eg- ill Skallagrímsson styrktu þessa keppni og er þeim öllum þakkað hjartanlega fyrir veittan stuðning. (Fréttatilkynning) miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA SAFIR ^Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði SKUTBILL Frá 498.000,- kr. 134.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 13.568,- kr. í 36 mánuði SPORT ®|á 798.000,- 300.000,- kr. út og 19.173,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Teldð hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. RAOHrEI l R ROSTUR! Aðalfundur Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður hald- inn á miðvikudag, 21. apríl, í Hafnarborg, menningar- og listastofnun bæjarins. Verður hann í Sverrissal og hefst klukkan 20.30. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum og umræðu um lagabreytingar verða flutt tvö er- indi um skógræktarmál. Mun Jón Loftsson skógræktarstjóri fjalla um Skógrækt, reynslu, markmið og möguleika en Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborg- HER og NU -------- ’?6-8So Fallegar, ^ #C#*. ~ “ vandaðar og sterkar eldhúsinnréttángar með hvítum sprautuðum hurðum, tilbúnar til afgreiðslu strax... Gásar Borgartúni 29, Reykjavfk S: 627666 Og 627667 • Fax: 627668 ar, ætlar að ræða um Víði til land- græðslu. Aðalfundur Skógræktarfélags- ins er að sjálfsögðu opinn öllu áhugafólki um skógrækt og upp- græðslu lands og eru Hafnfirðing- ar hvattir til að fjölmenna. Verður kaffístofa Hafnarborgar opin. (Fréttatilkynning) Norrænt lög- fræðingaþing 33. NORRÆNA lögfræðiþingið verður haldið í Kaupmannahöfn 18.-20. ágúst í sumar. Fyrsta norræna lögfræðiþingið fór fram í Kaupmannahöfn 1872 og var Vilhjálmur Finsen, hæstaréttar- dómari einn af frumkvöðlum þessara þinghalda. Viðfangsefnin á þinginu nú í sumar eru ails 20, öll ofarlega á baugi í lögfræðilegri umræðu á Norðurlöndunum. Þrír íslendingar hafa framsögu á þinginu þau Gest- ur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Formaður Islandsdeildar nor- rænu lögfræðingaþinganna er Ár- mann Snævarr prófessor en ritari er Erla Jónsdóttir, hæstaréttarrit- ari, sem veitir upplýsingar um þing- ið. Tilkynningafrestur um þátttöku er til 1. maí nk. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.