Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 52
Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á útlánastöðu Framkvæmdasjóðs íslands Ríkið þarf enn að yfir- taka 1.500 millj. skuldir RÍKISSJÓÐUR getur þurft að yfirtaka 1.500-1.700 milljónir króna af skuldum Framkvæmdasjóðs íslands til viðbótar þeim 1.700 milljónum kr. sem ríkissjóð- ur yfirtók á árinu 1991 vegna tapaðra útlána sjóðsins, sem var einkum vegna fiskeldis og ullariðnaðar. í nýju upp- gjöri Lánasýslu ríkisins og Ríkisendur- skoðunar kemur fram að nauðsynlegt sé að leggja 1.500-1.700 milljónir króna "71 afskriftareikning til viðbótar þessum ráðstöfunum og stafa tveir þriðju hlut- ar þeirrar upphæðar af lánveitingum til fiskeldisfyrirtækja. Ákveðið var fyrir tveimur árum að hætta allri útlánastarfsemi Framkvæmdasjóðs til að fyrir- byggja frekara tap og var sjóðurinn færður undir Lánasýslu ríkisins. Arðlausar eignir Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkis- ins, sagði að ef sjóðurinn ætti að geta staðið við skuldbindingar sínar til frambúðar þyrfti að létta af honum þessari fjárhæð en hann lagði áherslu á að hér væri ekki í öllum tilfellum um að ræða tapað fé heldur væri það mat manna að arðlausar eignir stæðu á móti lánum hjá fyrir- tækjum sem gætu staðið undir greiðslum á lán- um sem sjóðurinn hefur veitt. Þessar upplýsingar um verri útlánastöðu Framkvæmdasjóðs en áður hafði verið áætlað komu fram þegar farið var að meta stöðu fisk- eldisfyrirtækja á síðasta ári. Væntanlega tapað fé Halldór Árnason, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, sagði að litlar líkur væru á öðru en að þessar upphæðir væru tapað fé. Sagðist hann telja að ekki hefðu verið settar nægilega strangar reglur um uppbyggingu afskriftasjóða til að mæta töpuðum útlánum miðað við áhættu hjá Framkvæmdasjóði og í ýmsum öðrum sjóð- um. Ekkert hefði t.d. verið lagt til hliðar í áhættusjóði þegar veitt voru lán til fiskeldisfyrir- tækja og lánin hafi síðan verið afskrifuð þegar ljóst var orðið að engin von væri til að þau fengj- ust endurgreidd við gjaldþrot fýrirtækjanna. Þá hafi verið vitað að önnur lán stæðu mjög tæpt. „Nú þegar þessi sjóður er gerður upp blasir við sú staða að eigið fé dugar ekki fyrir útlána- töpum, þrátt fyrir að ríkissjóður hafi yfírtekið 1.700 milljónir af skuldum sjóðsins," sagði hann. Ríkisendurskoðun at- hugi fjárhagstengsl Hrafns og Sjónvarps ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun að kanna fjárhagsleg tengsl Hrafns Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, við stofnunina. Stjórnarandstaðan lagði til á þingi í gær að sérstök níu manna þingnefnd yrði skipuð til að rannsaka fjárhagstengsl og forsendur fyrir ráðningu Hrafns í stöðu þá er hann gegnir nú. Sjálfstæðismenn gerðu hins vegar tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa málinu frá þar sem ráðherra hefði þegar beðið um rannsókn. Ólafur G. Einarsson sagði í um- ræðum á þingi að ekki væri skyn- samlegt að skipa nefnd manna, sem tekið hefðu afstöðu í pólitísku deilumáli, til að rannsaka það með hlutlausum hætti. Hann tryði ekki öðru en þingmenn sættust á að hlutlaus aðili á borð við Ríkisendur- skoðun kannaði málið. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, tóku undir afstöðu menntamálaráðherra. Hann sagði tillögu stjórnarandstöðunnar vera um „rannsóknarréti" eða „alþýðu- dómstól". Ríkisendurskoðun væri bezt til þess fallin að fjalla um fjár- hagslega þætti ráðningar Hrafns Gunnlaugssonar. Sjá bls. 32: „Tillaga um rann- sóknarrétt... Þrír for- setar til landsins FORSETAR þriggja A-Evr- ópulanda, Lech Walesa, Vaclav Havel og Michai Kovac, hafa væntanlega skamma viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli í dag á leið vestur um haf til Bandaríkjanna. 'Laust fyrir klukkan níu fyrir hádegi er væntanleg flugvél for- seta Tékklands, Vaclav Havels, um klukkan 10.50 lendir flugvél forseta Slóvakíu, Michal Kovac, og klukkan 15.30 síðdegis hefur Lech Walesa Póllandsforseti um það bil klukkustundarviðdvöl á Keflavíkurflugvelli. Forsetamir bíða hér meðan eldsneyti verður dælt á flugvélar þeirra. Þeir eru allir á leið til Washington til að vera viðstadd- ir athöfn þegar opnað verður safn til minningar um fóm- arlömb stríðsglæpa nasista. Afturásjóinn Morgunblaðið/Rax PÁSKASTOPPI netabáta lýkur á morgun, 21. apríl. Það stóð óvenju lengi að þessu sinni eða í tíu sólarhringa þar sem þorskveiðar voru bannaðar. í gær voru sjómenn við Ægisgarð í Reykjavík að taka fram netin á ný. Breytingar á Ingólfstorgi að hefjast Isturainn £er á Lækj- artorgið ÍSTURNINN sem verið hefur á Ingólfstorgi í Reykjavík verður fluttur yfir á Lækjartorg fyrir mánaðamótin apríl/maí en þá er ráðgert að hefjast fljótlega handa við breytingar á Ingólfs- torgi. Að sögn Hjörleifs Kvarans, fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- - -iýsludeildar Reykjavíkurborgar, er þessa dagana verið að taka upp hellur og leggja lagnir yfír torgið að ísbúðinni, til hliðar við Hafnar- stræti 20. „Þetta þarf væntanlega að gerast fyrir mánaðamót," sagði hann. Það sama á við um skyndi- bitastaðinn Hlöllabáta á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis, þar verður lokað fyrir mánaðamót. Morgunblaðið/Júlíus Flutning-ar í nánd Á LÆKJARTORGI er verið að undirbúa flutning á ísturninum sem verið hefur á Ingólfstorgi en búðinni er ætlaður staður við Hafnarstræti 20. Áraes tapaði 241 milljón kr. í fyrra ... . ..„ - ' 5 tókst að halda, með allnokkurri eignasölu og hlutafjáraukningu,“ sagði Pétur. Pétur sagði horfumar betri á þessu ári: „Við emm búnir að taka á flestum þeim vandamálum sem voru til staðar í upphafí. Við erum ekki lengur í þeirri stöðu að bulltapa á fiskvinnslunni, þannig að hún hafí ekki einu sinni fyrir gjöldum. Því hefur sem betur fer verið snúið við.“ Eigið fé Ámess um síðustu ára- mót var um 270 milljónir króna. „Þetta þýðir að fyrirtækið er ekkert á leiðinni í gjaldþrot, en hins vegar er ljóst að við þolum ekki annað svona ár,“ sagði Pétur. aiu'ne.ö ni. 1 i’oriaKsnoin mpaui a siuasuiunu an minjun króna. Að sögn Péturs Reimarssunar, framkvæmdastjóra Ár- ness, var við því búist að fyrirtækið myndi tapa verulegum fjármunum á árinu 1992, en hann sagði að útkuman væri þó mun verri en gert hefði verið ráð fyrir. Starfsemi Árness hófst í janúarmánuði 1992, eftir að fyrirtækin á Stokkseyri og í Þorlákshöfn höfðu verið sameinuð. Að sögn Péturs er stór hluti skýringarinnar á taprekstri síðastliðins árs sá, að bæði fyrirtækin höfðu verið í bullandi taprekstri til margra ára og íjóst hefði verið að ekki tækist að snúa við blaðinu á einU ári. „Tapið af reglulegri starfsemi á liðnu ári var 139 milljónir króna, sem er um 10% af nettóveltu, en síðan lendum við í óreglulegum gjöldum upp á 102 milljónir króna, eins og misvægi gengis og verðlags upp á 85 milljónir króna og önnur gjöld upp á tæpar 20 milljónir króna, sem voru afleiðingar frá fyrri árum,“ sagði Pétur. Skuldir jukust ekki Skuldir Árness héldust nánast óbreyttar á síðasta ári. „Þeirri stöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.