Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 21 Galdur frá Sauðárkróki var einn stóðhestanna sem vakti athygli, gangrúmur og myndarlegur hestur. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. göngu. Af stóðhestum mætti nefna Galdur frá Sauðárkróki sem er und- an Höfða Gusti og Hrafnhettu frá Sauðárkróki, myndarlegur og gangrúmur hestur. Þá var gaman að sjá stóðhestinn Hug frá Hofstað- aseli sem er móvindóttur en illa hefur gengið að finna frambærileg- an stóðhest með þessum lit og nú er það spurningin hvort Hugur standist ekki byggingar og hæfi- leikakröfur því óneitanlega gaf hann góðar vonir í höllinni. Fleiri góð hross mætti hér til taka en þetta skal látið nægja að sinni. Vissulega var ferð þeirra norðan- manna þess virði að hún væri farin en hinsvegar er það orðið spurning hversu lengi það gengur að bjóða upp á sýningar í reiðhöllinni þar sem gert er út á meðalmennskuna og gamlar hugmyndir. Þótt þetta sé nefnt hér á þetta við um margar aðrar sýningar sem boðið hefur verið upp á í Reiðhöllinni. Hrossin standa alltaf fyrir sínu að því er virðist en eitthvað virðast mennirn- ar orðnir hugmyndasnauðir. En þrátt fyrir þennan aðfinnslu- eða nöldurtón vil ég þakka Norðlend- ingum fyrir sýninguna, víst er að ekki leiddist mér á henni. Og svona aukreitis má ekki gleyma því að fjöldi manns leggur á sig mikla vinnu og fórnar dýrmætum tíma til að sýning sem þessi verði að veru- leika og eiga þeir sem þarna komu við sögu þakkir skildar. Næsta sýning í Reiðhöllinni verð- ur 7. til 9. maí n.k. er Fákur og Sunnlendingar halda sína hesta- daga. Verður fróðlegt að sjá hvort þeim tekst að rífa sig upp úr meðal- mennskunni og bjóða upp á eithvað nýtt og skemmtilegt. Henta á svalir - verandir og til útstillinga. Breidd: 150 cm, 200 cm og 400 cm. Tennis-grasteppi kr. 980,- pr. fm. Má nota úti sem inni allt árið. Við sníðum eftir þínu máli. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Nýtt stangarmál hann- að fyrir ráðunauta BI TEPPABUDIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950 Nýlokið er hönnun á nýju ís- lensku stangarmáli en eins ogi kunnugt er verður nú og fram- vegis farið að nota eingöngu stangarmál við mælingar á kyn- bótahrossum. Hönnuðurinn Höskuldur Hildibrandsson sem sjálfur fæst við hrossarækt auk þess að vinna við ýmiskonar málmsmíði hannaði tækið í sam- vinnu við ráðunauta Búnaðarfé- lags íslands, þá Þorkel Bjarnason og Kristip Hugason. Höskuldur segir að þeir félagar hafi ekki verið fulkomlega sáttir við þau stangarmál sem í boði voru og því leitað til hans um að hanna og smíða annað og betra stangar- mál. Stangarmálið er úr áli sem er rafbrynjað í grænum lit Búnaðarfé- lagsins og með merki hrossaræktar- innar. Mælikvarðar á stangarmál- inu eru þrír, þ.e. eftir því hvort mæld er hæð, lengd eða breidd hestsins. Segir Höskuldur að von bráðar verði hafist handa um fram- leiðslu á stangarmálinu sem hvar- vetna hafi vakið mikla athygli hestamanna þar sem það hefur ver- ið sýnt og kynnt. Þykir hún létt og þægileg í notkun og sérstaklega stöðug þegar tekin eru hæðarmál. Stangarmálið verður selt á almenn- um markaði og jafnvel að hugað verði að útflutningi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson 143 á herðakamb segir hönnuðurinn Höskuldur Hildibrandsson sem hér bregður stangarmálinu nýja á hest frá Sigurbirni Bárðarsyni og þeir Sigurður Sæmundsson, Erling Sigurðsson, Hafliði Halldórs- son og Gunnar Arnarsson fylgjast spenntir með. Myndakvöld hjá Utivist síðasta vetrardag SÍÐASTA myndakvöld vetr- arins verður síðasta vetrar- dag, miðvikudaginn 21. apríl og hefst sýningin kl. 20.30 í Iðnaðarmannahúsinu á Hall- veigarstíg 1. Hörður Kristinsson, formaður Náttúrufræðistofnunar Norður- lands kemur frá Akureyri og sýnir myndir frá stórkostlegu svæði Austfjarða sem teknar voru í sum- arleyfisferð Útivistar um eyðifirði Austfjarða árið 1991 og úr eigin ferðum Harðar, en myndirnar spanna svæðið frá Borgarfirði eystri og allt suður í Vaðlavík. Að auki verða sýndar myndir frá Héðinsfirði og úr Hvannadölum en sl. sumar var gönguferð hjá Útivist um þetta svæði frá Siglu- firði yfir í Olafsfjörð. Innifalið í aðgangseyri er hlað- borð kaffínefndar. Allir eru boðnir velkomnir. (Fréttatilkynning) „Peeping Tom“ sýnd hjá Hreyfimyndafélaginu HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ sýnir bresku myndina „Peeping Tom“ frá 1960, í leikstjórn Michaels Powells. Myndin er sýnd miðvikudaginn 21. apríl kl. 21 og mánudaginn 25. apríl kl. 17. Myndin, sem framleidd var á sínu og þjáist af óstjórnlegri gægi- sjöunda áratugnum, er uppáhald þörf. leikstjórans Martins Scorsese, en Þetta er síðustu sýningar hann stóð fyrir því að myndin var Hreyfimyndafélagsins í vor en endurútgefin. _ fímmmiðakortin munu gilda áfram Myndin fjallar um mann sem í haust. er ákaflega skaddaður af uppeldi (Fréttatiikynning) ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hvað í ósköpunum erlögreglan aðgera héma fyrir utan... ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.