Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 9 Geirmundur, Berglind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir.Ari jónsson, Maggi Kjartans Kynnar: Þorgeir Ástvaldsson og Margrét Blöndal. MatscSiil: ‘Rjómasúpa rPrwcess m/fuglakjöti £.amba- oq qrísasteik m/ ijómasveppum og rósmarínsósu SXpficlsínms m/ súkkulaSisósu- Lifandi tónlist fyrir matargesti: Stefán E. Petersen, pianó og Arinbjörn Sigurgeirsson, bassi. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi Þríréttaður kvöldverður kr. 3.900 Verð á dansleik kr. 1.000 Þú sparar kr. 1.000 SfMI 687111 Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel íslandi Listræn hönnu Dönsku ELFA háfarnir eru glæsilegir, stílhreinir og sönn eldhúsprýði. Við bjóðum nú nýjar gerðir af þessum vinsælu háfum í 16 mismunandi litum, stáli eða kopar. ///" Einar Farestveit & Co. hf. Borgartún 28 S 622901 og 622900 □ERTZEN STORVIRKAR HÁÞRÝ STIDÆLUR FRÁDERTZEN® Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir verktaka og aðra aðila, sem þurfa kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs. Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn. Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum. Óháð félagshyggjublað Formaður Framsóknarflokksins boðaði það um helgina, að stofnað verði hlutafélag um rekstur dagblaðsins Tímans. í framtíðinni á blaðið að vera málsvari félagshyggjufólks í stað flokksblaðs. Ráð- gert er, að Framsóknarflokkurinn eigi ekki meira en 20% hlutafjár. Ánúllinu Tíminn birti sl. laugar- dag viðtal við formann útgáfufélags blaðsins, Steingrím Hermannsson, þar sem hann skýrir frá því, að nýkjörin stjórn þess hafi það meginhiut- verk að efna til hlutafjár- útboðs, þar sem útgáfu- félaginu verði breytt í almenningshlutafélag. Blaðið hætti að vera flokksmálgagn, en verði í staðinn málsvari, frétta- miðill og umræðuvett- vangur islenzks félags- hyggjufólks hvar í flokki sem það stendur. Stein^rímur segir, að afkoma Tímans sé á núll- inu og sé það fyrst og fremst að þakka góðu starfsliði blaðsins. Tekizt hafi að lækka rekstrar- kostnað verulega, en dreifing og áskrifenda- ijöldi hafi staðið í stað. Rekstrargrundvöllur sé þvi fyrir blaðið og leitað verði til félagshyggju- fólks, hvar í flokki sem það kann að standa, til að gefa það út. Ekki lengur grundvöOur fyrir flokks- blað Steingrímur Her- mannsson segir in.a. í viðtalinu: „Við álítum, að al- mennt séð sé ekki lengur grundvöllur fyrir flokks- blöð. Hins vegar tejjum við mjög mikla þörf fyrir blað félagshyggju- og umbótasinnaðs fólks — miðjublað, sem hefur fullkomlega sjálfstæða ritstjórn. í samræmi við þessa skoðun var ákveðið á fyrmefndum aðalfundi sl. miðvikudag að breyta útgáfufélaginu Tímanum hf. í almenningshlutafé- lag. Við munum á næstu dögum bjóða bæði kaup- endum Timans og öðrum einstaklingum að taka þátt í því að auka hlutafé félagsins verulega. Ég hef orðið var við það að í þessu samhengi staldra menn gjaraan við NT-ævintýrið og ég vil leggja mjög þunga áherslu á að hér er síður en svo ætlunin að endur- taka það. Við teljum okk- ur hafa lært alvarlega lexíu af þvi ævintýri og_ brennt bam forðast eld- inn. Með NT var meiningin að gleypa bæði Morgun- blaðið og DV í einum bita. Við ætlum því að byggja hægt og sígandi á þeim grunni sem nú hefur ver- ið lagður í rekstri og út- gáfu Tímans og skapa fyrirmyndarblað félags- hyggju- og umbótasinn- aðs fólks sem verður óháð og sjálfstætt — óháð öðr- um en lesendum sínum.“ Öháð flokkum „Framsóknarflokkur- inn verður ekki útgefandi Tímans. Fiokkurinn á hins vegar nú vissan hlut í rekstri biaðsins, svo sem ýmsan tæknibúnað og viðskiptavild sem felst i áskrifendum, tækjum og fleim. Þetta hefur verið metið af fagmönnum og flokkurinn er tilbúinn að leggja þetta fram sem hlutafé í útgáfufélag blaðsins. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að tími flokksmálgagna er liðinn og til þess. að dagblaðið Timinn verði trúverðug- lega óháð pólitískum flokkum megi Framsókn- arflokkurinn alls ekki eiga yfir 20% hlutafjár og við þá tölu höfum við sett hámarkið. Stjómin sem nú hefur verið kjörin er að okkar mati bráðabirgðastjóm með það höfuðverkefni að ná fram þeim mark- miðum sem ég hef áður lýst. Við teljum að fram- tíðarstjóm blaðsins verði síðar meir kosin af þeim nýju hluthöfum sem munu nú koma inn. Þá leggjum við áherslu á að bæði núverandi stjóm og framtíðarstjóm blaðsins eigi ekki að fjalla um ritstjóm þess eða rit- stjómarstefnu heldur um rekstur þess fjárhags- lega. Það verður eitt verkefna stjómar að velja ritstjóra sem fengin verða mjög mikil völd. Ititstjórinn mun ráða efn- istökum og efnismeðferð blaðsins. Ritstjórinn verð- ur starfsmaður stjómar- innar og verði hún ekki sátt við sinn mann mun hún geta skipt um rit- stjora. Þannig er ætlunin að reka þetta sem fyrirtæki á viðskiptaiegum grunni." Útbob ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 21. apríl Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram á morgun. Um er aö ræöa 8. fl. 1993 í eftirfarandi verögildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaöa meö gjalddaga 23. júlí 1993. Þessi flokkur veröur skráöur á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viöskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir veröa seldir meö tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboö samkvæmt tilteknu tilboðsveröi er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðal- verð samþykktra tilboöa er 1 millj. kr. Löggiltum veröbréfafyrirtækjum, veröbréfamiölurum, bönkum og sparisjóöum gefst einum kostur á aö gera tilboö í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboösveröi. Aðrir sem óska eftir aö gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband viö framangreinda aöila, sem munu annast tilboðsgerö fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt aö bjóöa í vegið meðalverö samþykktra tilboöa (meðalávöxtun vegin meö fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa aö hafa borist Lánasýslu rjkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 21. apríl. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. Athygli er vakin á því aö 23. apríl nk. er gjalddagi á 2. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 22. janúar 1993. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.