Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 13 Utanríkisþj ón- usta í hálfa öld eftir Davíð Ölafsson Undanfarin 3-4 ár hefi ég orðið þess áskynja að Pétur Thorsteins- son, sendiherra, hefur verið að vinna að bók um utanríkisþjónustu Is- lands. Fljótlega varð ljóst að þetta mundi verða allmikið verk og kom þar til að Pétur er vandvirkur og nákvæmur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og efnið, sem fjall- að er um er mikið ef því eru gerð rækilega skil. Og nú er verkið fullunnið og bók- in komin út og er þó ekki hægt að tala um hana í eintölu því bindin urðu þijú og blaðsíðurnar 1.436 að tölu. í formála er gerð nokkur grein fyrir tilefni þess að þetta verk var unnið, en það var að 1987 óskaði þáverandi utanríkisráðherra Matt- hías Á. Mathiesen eftir því við Pétur í tilefni af 50 ára afmæli utanrík- isþjónustunnar að hann tæki að sér „að safna gögnum, undirbúa og rita bók um íslenska utanríkisþjónustu, er úti komi sumarið 1990“. Það þarf engan að undra þegar litið er á bindin þijú þó tímaáætlun- in hafi ekki staðist en hvað um það aðalatriðið er að bókin er komin út. Heiti verkefnisins var eins og áður segir utanríkisþjónustan og mætti þá ætla að hugsað hafi verið um uppbyggingu og þróun þessa þáttar stjórnkerfisins. En þetta varð meira eins og kemur fram í titli bókarinnar, sem er „Utanríkisþjón- usta íslands og utanríkismál, sögu- legt yfirlit". Höfundur hefur vafalaust spurt sig þeirrar spumingar þegar hann hóf þetta verk hvar skyldi byija. Það gat verið álitamál. Eg tel að hann hafi gert rétt í því að fara aftur til þjóðveldistímabilsins þó þá hafí engin utanríkisþjónusta verið til því þá urðu til fyrstu skipti íslend- inga við erlenda aðila og ýmis at- vik, sem telja má til utanríkismála og þetta verk væri ekki fullunnið nema það væri gert. Finnst mér sá hluti verksins ekki sístur, fróðlegur og skemmtilegur. íslenska stjómkerfíð er ungt að ámm, verður eiginlega ekki til fyrr en fyrsti íslenski ráðherrann kemur árið 1904 og stjórnarráðið verður til. Þar komu utanríkismálin lítið eða ekki við sögu og það var ekki fyrr en með sambandslögunum árið 1918 að „þjóðin fékk í hendur yfír- stjórn utanríkismálanna eins og annarra þátta ríkisvaldsins" eins og segir á bls. 79 í fyrsta bindinu. Danmörk fór „með utanríkismál ís- lands í umboði þess“ segir í sam- bandslagasamningnum. Ennfremur segir „Ymsir þættir í meðferð utan- ríkismálanna færðust í hendur ís- lendinga í vaxandi mæli þegar leið á sambandslagatímabilið". Um þetta tímabil fjallar um þriðji hluti fyrsta bindisins. Er þar sýnt hvern- ig íslendingar gera sig meira gild- andi í meðferð utanríkismálanna og þá fyrst og fremst á sviði viðskipta- málanna, sem var þá eins og jafnan síðan hið þýðingarmesta. Áfangar í þessari þróun voru t.d. þegar Alþingi setti á stofn utanrík- ismálanefnd árið 1928 og árið 1938 þegar utanríkismáladeild stjómar- ráðsins var sett á stofn. En þetta 'tímabil varð styttra en upphaflega var gert ráð fyrir og umskiptin urðu sneggri. Aðfaranótt 10. apríl 1940 þegar Þjóðveijar höfðu hertekið Danmörku var settur fundur í sameinuðu þingi og sam- þykkt einum rómi: „Vegna þess ástands er nú hefur skapast, getur Danmörk ekki rækt umboð til með- ferðar utanríkismála íslands sam- kvæmt 7. gr. dansk-íslenskra sam- bandslaga né landhelgisgæslu sam- kvæmt 8. gr. téðra laga, og lýsir Alþingi þessvegna yfír því að ísland tekur að svo stöddu meðferð mála þessara að öllu leyti í sínar hend- ur.“ Á því hefur síðan engin breyt- ing orðið og tæplega 3 mánuðum síðar voru sett lög „um utanríkis- þjónustu erlendis". Við það er miðað upphaf utanríkisþjónustunnar. Öll er þessi saga hin merkilegasta og gerð góð skil í fyrsta bindi. En hver hafa verið viðfangsefni utanríkisþjónustunnar gegnum tíð- ina? Um það virðast oft vera skringi- legar hugmyndir uppi, jafnvel hjá þeim sem ættu að vita betur. Ekki er óalgengt að heyra að samkvæm- islífið sé meginþáttur í starfí utan- ríkisþjónustunnar. Auðvitað hefur starfsfólk utanríkisþjónustunnar Pétur Thorsteinsson. margvísleg samskipti við stjómkerfí og þá fyrst og fremst utanríkisráðu- neyti þeirra landa, þar sem hún er staðsett og sömuleiðis við utanríkis- þjónustu annarra landa, og því fylg- ir samkvæmislíf. En þá er þess að gæta að vel skipulagt samkvæmislíf er ómetanlegt tæki til að kynnast umhverfi sínu og komast í persónu- leg kynni við fólk, sem nauðsynlegt er til að ná árangri í starfí í utanrík- isþjónustunni. En þetta er aðeins einn þáttur í starfsemi þjónustunn- ar, en samtvinnaður henni. Ýmis stórmál hafa komið upp og krafíst mikils og vandasams starfs af utan- ríkisþjónustunni þau 50 ár, sem lið- in eru frá stofnun hennar. Nægir þar að minna á landhelgismálið, Norðuratlantshafsbandalagið og varnarmálin yfírleitt, Sameinuðu þjóðimar og starf á þeirra vegum og yfirleitt öll starfsemi í tengslum við alþjóðastofnanir, sem ísland er aðili að. Og svo er það auðvitað sá þáttur, sem alltaf hefur verið lang- þýðingarmestur en það em við- skiptamálin. Á öllum þessum sviðum hefur utanríkisþjónustan unnið ómetanleg störf. Þetta rennur allt upp fyrir þeim, sem les þetta mikla ritverk og marg- ur fróðleikurinn er í bókinni. Eg vissi a.m.k. ekki hvar lágu fyrstu rætur Norðuratlantshafsbandalags- ins. Frá því segir skilmerkilega á bls. 337 í 1. bindi hvernig hugmynd- in varð til snemma í heimsstyijöld- inni síðari og það var Trygve Lie, sem þá var utanríkisráðnerra í- norsku útlagastjórninni í London, sem kom hugmyndinni á framfæri við bresk stjórnvöld. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt að einmitt hann skyldi eiga hér hlut að máli kominn frá þjóð, sem lent hafði undir hrammi þýska nasismans. Hann fór snemma að velta því fyrir sér hvern- ig hægt væri að koma í veg fyrir að þær hörmungar, sem styijöldin leiddi yfír föðurland hans og alla Evrópu endurtækju sig. Sá mikli fróðleikur sem þarna er samankominn og hvernig hann er fram settur gerir bókina auðlesna og skemmtilega aflestrar. En þess utan er þama um að ræða söguleg- ar heimildir um einn merkasta þátt- inn 5 íslenska stjórnkerfinu, sem sagnfræðingar seinni tíma geta aus- ið af. En vi lifum á miklum breytinga- tímum og einmitt á sviði utanríkis- mála standa nú þær breytingar fyr- ir dyrum, sem óhjákvæmilega munu hafa í för með sér miklar breytingar á skipulagi og verkefnum utanríkis- þjónustunnar. Um það mun næsti kaflinn í sögu utanríkisþjónustunnar fjalla. Það er ástæða til að óska höfundi til hamingju með þetta mikla ritverk og utanríkisþjónustunni að hafa eignast svona vandaða umfjöllun um fyrstu 50 árin í sögu sinni. Að lokum má ekki gleyma að geta þess að það eykur mjög á gildi bókarinnar að í lok þriðja bindis fylgja vönduð heimildaskrá, tilvis- anaskrá, skrá yfir mannanöfn, skrá um atriðisorð og heiti og skrá um myndir. Höfuadur erfv. Seðlabankasljóri. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLfl 13, SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 VERÐ RÐEINS FRÁ KR. 784.000 Einn best útbúni bíllinn í sínum flokki. Framhjóladrifinn og öflugur. Leitið nánari upplýsinga og reynsluakið þessum skemmtilega bíl. OPIÐ LAUGARDAG 10-14 pnny ÖRKfJ 2114-69-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.