Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 17 Markmið prófa í grunnskólum Fyrsta grein eftír Bernharð Guðmundsson Miklar umræður hafa verið um gildi prófa í grunnskólum. Sýnist þar sitt hveijum og skoðanir verið mjög skiptar meðal skólamanna og almennings. Eru próf nauðsynleg og hvert er gildi þeirra? Eiga próf að vera stöðl- uð eða sem könnunarpróf innan hvers skóla? Hver eru áhrif prófa á námsárangur nemenda? Hvemig á að leggja mat úr prófum fyrir nemendur og aðstandendur þeirra? Er rétt að láta stöðluð próf á náms- ferli nemenda á grunnskólastigi segja til um hvort nemendur hafi öðlast þá þekkingu og færni til að flytjast milli bekkja á ákveðnu ald- ursstigi, t.d. frá 4. til 5. bekkjar, 7. til 8. bekkjar og frá 8. til 9. bekkjar? Er æskilegt að haga röðun í bekki eftir námsárangri sam- kvæmt útkomu prófa? Eru ýmsir erfiðleikar nemenda í námi í fram- haldsskólum vegna ómarkvissra leiða í skipulagi grunnskólanna með tilliti til niðurstöðu prófa og skipt- ingu nemenda í bekkjardeildir eftir námssækni og námsgetu? Hér hefur verið varpað fram nokkrum spurningum sem tími er kominn til að velta fyrir sér. Hér á eftir vil ég leitast við að svara fyrr- nefndum spurningum og skal tekið fram að umfjöllun mín er tengd umhugsun minni um þessi mál sem hefur ágerst eftir kennslustörf í grunnskólum á fjórða tug ára. Eru próf nauðsynleg? Sú var tíðin að próf voru álitin mun þýðingarmeiri en nú er: Nem- endur voru vel meðvitaður um, að til að ná ákveðnum áföngum í barna- og unglingaskólum, þurfti að standast ákveðnar prófkröfur. Snemma á 8. áratugnum voru stöðl- uð barnapróf í íslensku og stærð- fræði lögð niður (þ.e. upp úr 12 ára bekk, þáverandi 6. bekk), með lág- markseinkunninni 5 og aðaleinkunn allra faga einnig 5. Einnig voru prófkröfur þá, til að standast ungl- ingapróf upp úr þáverandi 8. bekk, lækkaðar úr einkunninni 5 í 4. Svo fór litlu síðar að kröfur, um til- skylda lágmarkseinkunn þyrfti til að færast milli bekkja á þessum aldursstigum, voru lagðar niður. Með þessum breytingum tel ég að hafí verið gerð mistök sem leiddu af sér, að nemendur misstu ákveðið aðhald í námi og hafði það í för með sér að stór hluti nemenda sló slöku við nám sitt og missti af ákveðnum markmiðum. Ég fagna því að nú skuli vera að aukast skilningur margra á því að núverandi fyrirkomulagi þurfí að breyta, ef til vill í fyrra horf hvað það snertir. Eiga próf að vera stöðluð? Ég tel að stöðluð próf eigi fylli- lega rétt á sér. Með stöðluðum próf- um er átt við að einhver ábyrgur aðili semur próf sem lögð eru sam- tímis fyrir alla þá nemendur sem samkvæmt ákvörðun skólayfírvalda skulu gangast undir t.d. nemendur í 4., 7., 8. og 10. bekk og til að standast slík próf þurfí ákveðna lágmarkseinkunn. Skiptir miklu máli að vel sé vand- að til slíkra prófa og þau séu sam- in af aðilum sem eru í nánum tengslum við grunnskólana og séu í samræmi við markmið þeirra og skólayfírvalda á hveijum tíma. Stöðluð próf, sem lögð yrðu fyrir fyrrnefnda aldursflokka, gæfu grunnskólum upplýsingar um stöðu JlutasiCL Heílsuvörur nútímafólks hvers skóla innan skólakerfísins í heild, samanburð sem gæti haft góð áhrif til að endurskoða einstaka þætti innan hvers skóla sem betur mættu fara. Það er of seint í mörgum tilvikum eins og nú háttar bæði fyrir nem- endur og skóla, að fá þennan sam- anburð að takmörkuðu leyti (í fáum námsgreinum), þegar námi í grunn- skóla skal lokið, þ.e. þegar nemend- ur ljúka námi sínu við lok 10. bekkj- ar grunnskólans. Könnunarpróf eru próf sem lögð eru fyrir nemendur til að kanna færni þeirra þegar einhverjum ákveðnum áfanga er lokið í náms- greininni. Þau eru notuð í öllum árgöngum grunnskólans. Þau eru að mestu samin af skól- „Prófeinkunnir eru nemandanum viður- kenning fyrir störf hans og færni. Nemend- ur vilja og eiga rétt á að fá slíka vitneskju.“ anum sjálfum en einnig er í sumum greinum um stöðluð próf að ræða sem allir skólar hafa aðgang að. Könnunarpróf eru mjög gagnleg bæði fyrir kennara og nemendur og gefa til kynna stöðu við símat sem ávallt þarf .að vera. Ahrif prófa á námsárangur í mínum huga er enginn vafí á að próf hafa mikilvæg áhrif á að nemendur leggi sig enn betur fram til að ná betri námsárangri ef rétt er á haldið. Prófeinkunnir eru nemandanum viðurkenning fyrir störf hans og færni. Nemendur vilja og eiga rétt á að fá slíka vitneskju, vita hver sé staða þeirrá, hvar þurfi að bæta um betur og margur nemandinn fær umbun erfíðis síns. Góður árangur í prófum eykur á sjálfstraust nemandans sem er mjög mikilvægur þáttur í öllu námi. Seinni hluti greinarinnar birtist hér í blaðinu á næstunni. Höfundur er grunnskólakennari. Bernharð Guðmundsson Einstakt áskriftartilboð: Al^liWS -J -J5 J P DNUR! Við bjóðum þér vinsælasta myndasögublað á íslandi, Andrés Önd á aðeins kr. 195 hvert blað - sent heim til þín. 9 Hálfsmánaðarlega berst einhver óvæntur glaðningur með blaðinu. Ef að þú tekur tilboðinu innan 10 daga færðu vandaða 700 krónu safnmöppu undir blöðin að gjöf. Tryggðu þér að Andrés Önd komi heim til þín í hverri viku - og að þú fáir safnmöppuna ókeypis! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.