Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
19
Heimsþing- Sameinuðu
þjóðanna urn mannréttindi
eftir Ágúst Þór
Árnason
Umræða um mannréttindi hefur
aukist verulega á undanfömum
árum hér á íslandi sem og erlendis.
Það kemur ekki bara til af góðu því
að stríð og borgarastyijaldir hafa
orðið til þess að vekja upp umræðu
um leiðir til að tryggja óbreyttum
borgurum lágmarks mannréttindi
við slíkar aðstæður. Mörgum kann
að þykja sem alþjóðasamtök hafi
brugðist í viðleitni sinni til að stilla
til friðar þar sem barist er og ekki
verður heldur sagt að þeim hafí tek-
ist að stöðva pyntingar og aðra
ómannúðlega meðferð á fólki um
víða veröld. Öllum ætti þó að vera
ljóst að það hlutverk alþjóðasam-
taka að tryggja mannréttindi hefur
orðið æ veigameiri þáttur í starfí
þeirra á liðnum árum. Sameinuðu
þjóðimar hafa algjöra sérstöðu í
þessu sambandi því að almennt sam-
komulag virðist hafa náðst milli
þjóða heims um að samtökin sinni
friðargæslu þar sem ástandið krefst
slíks. Starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna á stríðshijáðum svæðum hefur
margfaldast á liðnum missemm og
má tengja það að mestu breytingu
sem varð á heimsmálunum við fall
þeirra ríkisstjóma sem kenndu sig
við kommúnisma.
Þegar við blasti að heimsmyndin
væri að breytast í grundvallaratrið-
um fékk Jan Martenson, sem þá var
framkvæmdastjóri Mannréttinda-
sviðs Sameinuðu þjóðanna, hug-
mynd um að halda heimsþing um
mannréttindi. Með dyggri aðstoð
starfsfólks mannréttindaskrifstofu
SÞ í Genf tókst. Martenson að fá
yfírstjóm samtakanna til að fallast
á að slíkt þing yrði haldið árið 1993.
Undirbúningur hófst þegar árið
1991 og má segja að við Islending-
ar tengjumst því með all sérstæðum
hætti. íslendingamir Guðmundur
Alfreðsson þjóðréttarfræðingur og
Jakob Möller lögfræðingur, sem
báðir starfa á mannréttindaskrif-
stofunni í Genf, fengu því til leiðar
komið að 8. Norræna mannréttind-
aráðstefnan yrði haldin á íslandi
sem var um leið fyrsti undirbúnings-
fundur þingsins. íslendingar hafa
ekki látið mikið að sér kveða í mann-
réttindamálum á alþjóðavettvangi
og hér er engin mannréttindastofn-
un starfrækt með því sniði sem
þekkist í nágrannalöndum okkar.
Fundurinn sem haldinn var á Laug-
arvatni í júní 1991 var þó öllum
þeim Islendingum sem nærri komu
til sóma. Þegar boðað var til 9.
Norrænu mannréttindaráðstefnun-
ar í Lundi nú í lok janúar var dag-
skráin að miklu leyti byggð á niður-
stöðum Laugarvatnsfundarins. Á
Lundarráðstefnunni var ákveðið að
takmarka umræðuna við það sem
þátttakendum þótti eiga fullt erindi
á heimsþingið. Helstu málaflokk-
amir vom:
- mannréttindi og lýðræði
- framkvæmd laga og dómstóla-
vemduð sakarefni
- réttindi minnihlutahópa og deil-
ur og átök þjóðarbrota
- tengsl mannréttinda, mannúð-
arlaga og laga um flóttafólk
- bætur á réttarfari
- mannréttindi innan Sameinuðu
þjóða kerfísins
- mannréttindi og þróunarsam-
vinna
- upplýsingar og kennsla um
mannréttindi
- staðfesting þjóða heims á mann-
réttindasáttmálum
- efling efnahagslegra-, félags-
legra- og menningarlegra gmnd-
vallarréttinda
- hlutverk fijálsra félagasamtaka
(Rauði krossinn, Amnesty Internat-
ional o.fi.) og
- staða kvenna í Ijósi ofan-
greindra atriða.
Eins og sést á þessari upptalningu
em mannréttindi langt í frá að vera
einfalt fyrirbæri. Ein mikilvæjgasta
forsenda þeirra er lýðræði. A síð-
ustu ámm hefur þeim ríkjum stór-
lega íjölgað sem kenna sig við lýð-
ræði að vestrænni fyrirmynd og er
nú svo komið að meiri hluti ríkja
heims vill telja sig til lýðræðisríkja.
íslendingar hafa kynnst þvi í raun
hve áríðandi það er fyrir sjálfsmynd
þjóða að hljóta viðurkenningu á al-
þjóðavettvangi á lýðræðislegri fram-
kvæmd kosninga. Héðan hefur farið
fólk á vegum alþjóðasamtaka til að
votta að farið sé að leikreglum lýð-
ræðisins þegar kosið er. Fleira en
„í virku lýðræði gerast
ekki þeir hlutir sem átt
hafa sér stað á Balkan-
skaga undanfarin miss-
eri. Þjóðir heims mega
ekki loka augunum fyr-
ir þeim svívirðilegu
mannréttindabrotum
sem þar eiga sér stað.“
leynilegar kosningar er forsenda
þess að ríki geti með réttu kallað
sig lýðræðisleg. Sem dæmi má
nefna að allir þegnar viðkomandi
ríkis verða að vera jafnir fyrir lög-
um, tryggja verður frelsi fólks með
lögum, virða verður skoðanir fólks,
trú og menningu og fólki ber réttur
til að geta tekið þátt í stjórnmála-
lífi, efnahagslífi og félagslífí þar
sem það býr.
Eins og ástandið er í Evrópu um
þessar mundir er mörgum eflaust
efst í huga að þeim íbúum álfunnar
sem verst eru staddir verði bjargað
frá því að deyja af völdum hungurs,
sjúkdóma, skot- og sprengjusára
eða misþyrminga. Þó að það virðist
óraunsætt að meta ástandið í fyrr-
verandi lýðveldum Júgóslavíu á
mælistiku vestur-evrópsks lýðræðis
verður fólki það enn betur Ijóst ekki
á að leyfast að miða við neitt minna
þegar réttindi mannsins eru annars
vegar. í virku lýðræði gerast ekki
þeir hlutir sem átt hafa sér stað á
Balkanskaga undanfarin misseri.
Ijóðir heims mega ekki loka augun-
um fyrir þeim svívirðilegu mannrétt-
indabrotum sem þar eiga sér stað.
Ein leiðin til að vinna að því að
þvinga þá sem gerast brotlegir við
grundvallarmannréttindi er að þjóð-
ir heims nái samstöðu um lágmarks-
réttindi allra manna við allar kring-
umstæður. Heimsráðstefna Samein-
uðu þjóðanna sem haldin verður í
Vín 14.-25. júní í sumar er tæki-
færi sem ekki er víst að gefist aftur
í bráðina. Vonandi bera íslenskir
ráðamenn gæfu til að leggja sitt af
mörkum á ráðstefnunni og vinna
með fulltrúum annarra þjóða að
framgangi góðra mála. Eftir ráð-
stefnuna verður öllum að vera ljóst
SUZUKISWIFT
ARGERÐ 1993
★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 l. á hundraðið.
★ Framdrif. A
★ 5 gíra, sjálfskipting fáanleg. SUZIJICI
+ Suzuki Swift kostar frá ....
kr. 795.000.- stgr. (3ja dyra GA)
& ’ SUZUKIBILAR HF
SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00
LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL
að samkomulag hafí náðst um það
hvaða rétt megi ekki bijóta á fólki
undir nokkrum kringumstæðum og
að efla beri Sameinuðu þjóðimar
og önnur samtök sem vinna að
mannréttinda- og mannúðarmálum
til að tryggja framgang mannrétt-
inda í heiminum.
Höfundur er fréttamaður ogsat
Norrænu mannréttinda-
ráðstefnuna fyrir hönd Rauða
kross íslands.
Ágúst Þór Amason
Brottför 6. maí.
Lágmarksdvöl sunnudagsnótt,
/ hámarksdvöl 1 mánuður.
Flugvallarskattur er innifalinn í verðinu.
Helgarferðir í apríl og maí
Á AÐEINS 29.610 KR! staðgreitt.
Gist er á Hotel Viktoria 4 stjörnu hóteli í hjarta Amsterdam.
Ferðin kostaraðeins 29.610 kr. á mann miðað við 2
fullorðna í tvíbýli. Ferðin stendur í 4 daga (3 nætur), frá
fimmtudegi til sunnudags eða frá föstudegi til mánudags,
og innifalið í verðinu er flug, gisting með
morgunverðarhlaðborði og flugvallarskattur.
ELJFIOCARa. FLUGLEIÐIR
^erði fyrii*
Lantlsíii
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 •
Slmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel SÓJU við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60
Hafnaljörður: Reykiavíkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 • Keflavlk: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 •
Sfmbréf 92 -13 490 • Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbrél 96 - 1 10 35
Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Slmbréf 98 -1 27 92