Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Vinnumarkaðskönmm Hagstofunnar mælir 5,2% atvinnuleysi Atvinnuleysi jókst um 0,7% frá síðustu könnun ATVINNULEYSI í marsmánuði var 5,2% af mannafla á vinnumarkaði ef marka má vinnumarkaðskönnun Hag- stofu íslands og hafði aukist um 0,7 prósentustig frá því í nóvember árið 1992 er síðasta könnun var gerð. Sam- bærilegar tölur yfir skráð atvinnuleysi frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisisns er 4,4% atvinnuleysi og er það samkvæmt skráningu á vinnumiðlunarskrif- stofum. Könnunin náði til fólks á aldrinum 16-74 ára og var úrtak- ið valið af handahófi úr þjóðskrá. Hringt var í 4.098 einstaklinga og fengust svör frá 3.722, sem er 92,6% svörun þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem eru látn- ir, veikir eða búsettir erlendis. Af þeim sem svöruðu voru 81,8% á vinnuamrkaði og 18,2% ekki á vinnumarkaði. Þetta er fimmta vinnumarkaðskönnun Hagstof- unnar, en þær eru framkvæmdar tvisvar á ári í apríl og nóvember. Fyrsta könnunin yar framkvæmd í apríl 1991 og taldist atvinnu- leysið vera 1,9%. Það hefur stöð- ugt vaxið síðan, var 2,7% í nóv- ember 1991, 3,0% í apríl 1992, 4,5% í nóvember og 5,2% nú. Lengri vinnutími út á landi Samkvæmt könnuninni voru 86,7% karla á vinnumarkaði og 76,9% kvenna. Atvinnuþátttaka var mjög svipuð eftir búsetu eða rétt rúm 80%. Atvinnulausir voru 5,3% á höfuðborgarsvæðinu, 3,7% í kaupstöðum og bæjum og 7,3% í öðrum sveitarfélögum. Heildarvinnutími karla í launuðu starfi að meðaltali er talsvert lengri en kvenna eða 50,1 stund, samanborið við 34,6 stundir hjá konum. Vinnutíminn er stystur á höfuðborgarsvæðinu 41,3 stundir, 44,3 stundir í kaupstöð- um og bæjum, en lengstur í öðr- um sveitarfélögum 47,3 stundir. Atvinnulausir eftir aldri í marslok 1993 í könnuninni kemur fram að atvinnuleysi er mest meðal yngra fólks. Það er 12,9% meðal 16-19 ára, 8,4% meðal 20-29 ára og fer síðan stiglækkandi þar til í aldurshópnum 60-69 ára að það fer vaxandi aftur og er 4,1%. 600 kærð- ir fyrir hraðakstur I UM 600 ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur síðan sameigfinlegt átak lögreglul- iða á höfuðborgarsvæðinu hófst á miðvikudag. Þá hafa 39 ökumenn verið kærðir fyr- ir réttindaleysi fyrir akstur á sama tíma. Lögreglan hefur sérstakt eftirlit með þessum tveimur þáttum um- ferðarmála í þessu átaki sínu. 39 réttindalausir ökumenn, ýmsist þeir sem aldrei hafa öðlast ökuleyfi eða hafa verið sviptir þeim vegna hraðaksturs eða ölv- unaraksturs hafa á þessum tíma verið kærðir auk þess sem um 600 ökumenn, þar af um 350 í Reykja- vík hafa verið kærðir fyrir akstur á óhóflegum hraða. ÍDAGkl. 12.00 t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 6 rigning Björgvin 6 léttskýjað Helslnki 4 skúr Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq +3 alskýjað Nuuk +6 alskýjað Ósló 5 hátfskýjað Stokkhólmur S slyddué! Þórshöfn 4 skýjað Atgarve 20 léttskýjað Amsterdam 10 súld Barcelona vantar Berlín 9 hólfskýjað Chicago 11 skýjað Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 14 skýjað Glasgow 7 rigningogsúld Hamborg 9 skýjað London 14 skýjað LosAngeles 14 léttskýjað Lúxemborg 11 skýjað Madríd 20 heiðskírt Malaga 19 heiðskirt Mallorca 20 heiðskirt Montreal 8 skúr New York 12 skýjað Orlando 16 heiðskirt París 16 skýjað Madelra 18 skýjað Róm 16 léttskýjað Vin 16 skúr Washington 12 alskýjað Winnipeg +8 heiðskirt Landbúnaðarráðherra um álagningu verðjöfnunargjalda á kjötvörur Afdráttarlaus skoðun ríkisstjómar að jöfnun- argjöldin séu leyfileg HALLDÓR Blöndal landbún- aðarráðherra segir að það sé afdráttarlaus skoðun ríkis- stjórnarinnar að samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið verði heimilt að leggja verðjöfnunargjöld á matvæli unnin úr kjötvörum. Hann segist hafa spurst fyrir um þá yfirlýsingu fulltrúa Evrópubandalagsins á sér- fræðingafundi EB og EFTA í lok mars um að ekki verði heimilt að leggja á jöfnunar- gjöld, og þau svör sem hann hafi fengið verið eindregin um að hann þurfi ekkert að óttast í þessum efnum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu um helgina hefur Búnaðar- félag íslands óskað skýringa land- búnaðarráðherra á því misræmi sem upp væri komið milli greinar- gerðar fimm ráðuneyta til landbún- aðamefndar Alþingis, þar sem fram kemur að álagning jöfnunargjalda verði heimil, og siðan kröfu fulltrúa EB frá í lok mars um að breyting yrði gerð á skrá yfir þau hráefni sem falla undir verðjöfnun. Afdráttarlaust Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að um þetta mál væri ekki annað að segja en það, að skilningur ríkisstjómarinn- ar sé afdráttarlaus, en hún teldi að samkvæmt samningunum væri full heimild til að leggja verðjöfnun- argjöld 4 innflutt kjöt. „Sá er skilningur þeirra ráðu- neyta sem áttu í þessum viðræðum, þ.e. fjármálaráðuneytisins og utan- ríkisráðuneytis. Ég hef síðan rætt þetta við ijármálaráðuneytið og skilningur þess er afdráttarlaus í þessum efnum. Það hefur ekkert komið upp í ríkisstjórninni sem gef- ur vísbendingu um annað,“ sagði Halldór. ------» ♦ ♦----- Fliig’völlur- inn ófær vegna leðju Siglufirði. FLUGVÖLLURINN hér í Siglu- firði var ófær um helgina og ekki unnt að lenda á honum sök- um aurleðju. Þó er brautin um 1.200 metra löng. Þegar svo háttar til verða flugfar- þegar að lenda á Sauðárkróki, þar sem hvorki Beechcraft-vélar íslands- flugs né Dornier-vélin geta lent í aurleðjunni. Áður fyrr gátu Twin- Otter-vélarnar oft athafnað sig við slíkar aðstæður, því að unnt var að setja undir þær stærri hjólbarða, svo að þær sykkju síður í aurinn. Siglfirðingar bíða nú spenntir eft- ir því hvenær Flugmálastjórn ákveð- ur að setja varanlegt slitlag á flug- brautina hér í Siglufirði, svo sem víða hefur verið gert annars staðar. MJ. Brotist inn á heimili samgöngnráðherra BROTIST var inn á heimili Halldórs Biöndals, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, í fyrrinótt. Meðan ráðherrann, eiginkona hans og sonur sváfu var farið inn um ólæstar dyr úr garði og stolið örbylgjuofni ásamt seðlaveski með greiðslukortum og þremur yfirstrikuðum ávísunum upp á lágar fjárhæðir. Ekki er vitað hverjir voru að verki. „Þeir fóru mjög hljóðlega og hafa manna íslenska ríkisins væri nægi- greinilega ekki átt annað erindi en lega gætt: „Það eina sem ég hef þetta,“ sagði Halldór. Aðspurður verið að hugsa um er að reyna að neitaði hann því að við þessa muna eftirleiðis að læsa útihurðum reynslu hefðu vaknað hjá sér hugs- og gluggum þannig að óviðkomandi anir um það hvort öryggis æðstu eigi ekki greiða leið inn í húsið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.