Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 p # Morgunblaðið/Silli Jondi JÓN Kristinsson, bóndi og listamaður, við nokkur verka sinna. Jóndi sýnir á Húsavik Húsavík. JÓN Kristinsson, bóndi og listamaður, hélt myndlistasýningu á Húsa- vík um páskana og sýndi þar rúmlega 60 listaverk, flest gerð með vatnslitum eða akryl og nokkur með olíu. Jóndi er borinn og bamfæddur Húsvíkingur en að lokinni skóla- göngu gifti hann sig heimasætu frá Breiðabólstað í Fljótshlíð og stofnuðu þau þá nýbýli í landareigninni og nefndu það Lambey, sem hann hefur síðan verið kenndur við. Listamannaferil hóf Jóndi með því að teikna auglýsingar í Rafskinnu sem var sérstök bók sem eldri Reyk- víkingar muna eftir og var tvisvar á ári, 14 daga í senn, í 25 ár til sýnis í svokölluðum Skemmuglugga í Har- aldarbúð í Austurstræti. Tryggvi heitinn Magnússon vann verkið fyrstu 10 árin en svo tók Jóndi við og teiknaði Rafskinnu í 15 ár ásamt bústörfunum. Teikningar eftir hann hafa verið á mjólkurumbúðum og fleiri landbúnaðarvörum. En mál- verkið hefur verið stærsti þátturinn á listabraut hans. Jóndi segir: „Ég hefi alltaf haft myndlistina sem aukabúgrein en ekki framleitt meira en ég hefí selt og þá mest í heimahéraði og nú held ég mína fyrstu myndlistarsýningu utan Rang- árvalla í hinum fomu heimahögum á Húsavík. í dag er ég löggilt gamal- menni eins og kallað er. En þó að ég fáist enn við búskapinn og að mér fínnst stundum flækist fyrir í fjósinu hefi ég gefið mig meira að myndlistinni." Sýning Jónda á Húsavík var mjög vel sótt og góður rómur að gerður og seldi hann tæpan helming sýning- arverkanna eða um 30 myndir sem prýða nú heimili Húsvíkinga. - Fréttaritari Ars Fennica — myndlistarverðlaunin Kirkeby verðlaunaður TILKYNNT hefur verið að danski myndlistarmaðurinn Per Kirkeby hljóti Ars Fennica-verðlaunin árið 1993, og hlýtur hann 200.000 finnsk mörk að launum. Ars Fennica-verðlaunin eru veitt árlega af Henna og Pertti Niemistö-stofnuninni. Stofnunin reynir með verðlauna- afhendingu sinni að kynna myndlist í Finnlandi, skapa ný tækifæri fyrir listamenn á erlendri grundu, ýta undir sköpun listamanna og auka áhuga og velþóknun almennings á sjónlistum. Auk verðlaunafjárins verður gefin út yfirlitsbók yfir verk Kirkebys og haldin verður farand- sýningu á verkum hans. María de Corral, safnstjóri Museso Nacional de Arte Reina Sofía í Madrid, til- kynnti val sitt á verðlaunahafa, en áður hafði nefnd sérfræðinga útnefnt sjö listamenn frá öllum Norðurlönd- um, þar á meðal íslandi, sem mögu- lega verðlaunahafa. í áliti sínu sagð- ist hún telja að allir listamennimir sjö verðskuldi Ars Fennica- verðlaun- in en Per Kirkeby hljóti þau í viður- kenningarskyni fyrir langan feril og óþreytandi þekkingaleit . Per Kirkeby er fæddur í Dan- mörku árið 1938 og vinnur jöfnum höndum þar og í Þýskalandi. Hann sýndi verk sín fyrst opinberlega á samsýningu árið 1963, en fyrsta einkasýning hans var haldin árið 1965. Hann notfærir sér fjölbreyttar aðferðir við listsköpun sína, bæði í efni og nálgun, og þykja sýningar hans hinar athyglisverðustu. Auk þess að fást við myndlist hefur Kirkeby fetað braut Braga, og kom fyrsta ljóðasafn hans út árið 1065, og síðan hafa komið út skáldsögur eftir hann, ritgerðir, skissubækur, ljósmyndabækur, heimildarkvik- myndir o.fl. / / / A R S H A T I D .—_________________ I 1 rshátíð hestarnannafélagsins j! Fáks verður haldin á Hótel Borg laugardaginn jj 24. apríl 1993. Forsala aðgöngumiða í félagsheimili Fáks ■ ■ TVÆR BÆKUR List og hönnun Bragi Asgeirsson Á borði mínu hafa legið tvær bækur sem ég kom með í fartesk- inu frá Kaupmannahöfn í desem- ber sl. Báðar skara þær sjón- menntir og eru engar jólabækur, heldur bækur sem úreldast seint. Hér er um að ræða bækur sem mér voru gefnar og mig langaði til að vekja athygli á, en hef ein- faldlega ekki komið því í verk ennþá. Önnur þeirra er unnin upp úr Vínlandssögu og eru textarnir bæði á dönsku og frönsku, en annars stendur á titilblaði „Rejs- en til Vinland" Erik den Rödes saga (Thorfinn Karlsefnis saga), /Efter orginaltekster. / Av Barry L. Wilmont. /Litografisk Værksted Hostrup-Petersen & Johansen / Danmark 1992“. Á næstu síðu eru m.a. þessar upplýsingar: „Oversat eftir Vol XXX. Hauksbók, AM 544, 4 (Hauksbók, Sturlubók, Melabók og Landnámabók) af Barry Lér- eng Wilmont. Ennfremur kemur fram að bókin er gefin út með styrk frá Brandt Brandtved sjóðnum, Augustinus sjóðnum, og sjóði konsúls Georg Jorck og og eiginkonu Emmu Jorck. Þá hefur þýðandi myndlýst bókina með 8 heilsíðu litógrafíum þrykktum á áðurnefndu verkstæði, og er bók- in gefin út í 250 eintökum. Þetta er stór bók eða 34,5 sm á langveginn en 26,5 sm á þver- veginn. Af ofanskráðum upplýs- ingum má ráða að hún komi okk- ur nokkuð við, en það sem gerir hana þó sýnu merkilegri sem bók í sjálfu sér, sem skarar sjónlistir, er að hún er öll unnin á stein og prentuð í litógrafíupressu, þ.e. eitt blað í einu. Slíkt er nokkuð óvenjulegt er svo er komið, en það kom þó fyr- ir að litógrafísk verkstæði t.d. Mourlot og Clot og Bramsen í París þrykktu bækur mynd- skreyttar af nafnkenndum lista- mönnum t.d. Bonnard, Matisse, Braque og Picasso hér áður fyrr. En svona bækur hafa, að ég best veit, aldrei verið gefnar út á Is- landi, einfaldlega vegna þess að hér hefur aldrei verið sett upp litógrafískt verkstæði. Slíkar handgerðar bækur geta orðið afar verðmætar, og þar sem þessi bók skarar sögu okkar og er í einu og öllu merkilegt fram- tak vildi ég vekja athygli hér, ef einhverjir hefðu áhuga á, að festa sér hana, en hún á tvímælalaust erindi á bóka- og listasöfn jafnt opinber sem einkasöfn. Jafnframt er vísað til möguleika á að mynd- lýsa fornsögurnar á mjög listræn- an hátt og er það okkur til tak- markaðs sóma að láta útlendinga hafa hér frumkvæðið. Hví ekki að senda einhveija af okkar mörgu ágætu grafík- listamönnum utan á litógrafísk verkstæði til að myndlýsa á þenn- an hátt einhverjar perlur ís- lenzkra fornsagna? Hin bókin nefnist „Litarím“ og er samvinnuverkefni Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns í Kaupmannahöfn og Þórarins Eld- járns, en útgefandi er Forlagið. Bókin kom út fyrir jól og sá ég skrif um hana í Dagblaðinu og Morgunblaðinu, og er ekki annað við þau að bæta en að báðir skrifendurnir virðast hafa misskilið tilganginn. Hér var nefnilega alls ekki um að ræða að verið væri að mynd- lýsa skáldskap, í þessu tilfelli rím, heldur var um nokkuð sjálfstætt framtak að ræða hjá báðum aðil- unum. Tilgangurinn með gerð bókarinnar, sem er nokkuð óvenjuleg, var að hræra upp í hugarflugi smáfólksins og fá það um leið til að skynja meininguna á bak við liti og rím. í myndunum fléttast línur, form og litir um flötinn og segja má að rímið sé á sama hátt skýrt og einfalt í framsetningu, þannig að það ætti frekar að vekja áhuga barnanna en að vera þeim ofviða. Og takist að vekja áhuga unga fólksins á einhverju, eru menn komnir hálfa leið að markinu eins og sagt er. Hins vegar er einnig vitað hve mörgulegt er að gera námsefni tyrfið og leiðinlegt þannig að sumir fá andúð á því, sem varir árum saman, jafnvel allt lífíð. Annars er það ekki óalgengt að mat ritskýrenda á myndlýsing- um sé mjög frumstætt og fast- skorðað hér á landi og er um sumt eðlilegt, því að hér eigum við margt ólært, þótt ýmislegt hafi vqrið vel gert á sviðinu um dagana, en yfírleitt hafa lista- menn einskorðað sig við að leggja út af textanum, en hins vegar er það einnig til í dæminu að skáld og rithöfundar fái innblástur við skoðun myndverka eða um sjálf- stæð samvinnuverkefni sé að ræða. Þegar myndlistarmenn mynd- lýstu kvæði eða bækur hér áður fyrr, var oftar en ekki litið á það sem aukaatriði eða viðbót við hinn ritaða texta og afgreitt sam- kvæmt því á titilblaði. Myndlistar- mennirnir voru sem sagt að þjóna skáldinu eða rithöfundinum og má Iíkja því við að á öldum áður var landslagið aukaatriði í mál- verki, og á grafík var litið sem vinnukonu myndlistarinnar „anc- illa picturae“. Myndlýsingar í bækur geta þannig verið í mörgu formi og gerðar í mismunandi tilgangi og það skiptir öllu máli að rétt mat sé lagt á framkvæmdina hverju sinni. Ég býst við að fólk skilji nú hvað ég er að fara, og vegna þess að um ákaflega mikilvægt atriði er að ræða vildi ég vekja sérstaka athygli hér á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.