Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Eru þeir að fá 'ann HlUlWsA Nordisk twjUjíjJÍM Forskerutdanningsakademi Norræna umhverfis- rannsoknaverkefnid Gunnar Sigvaldason og Dorg- veiðifélag íslands efndu á sunnudaginn til dorgveiði- keppni á Úlfsvatni á Arnar- vatnsheiði. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið, að keppnin hefði vart getað heppnast betur. „Það var rjómalogn og glampandi sól og hiti. Mér skilst að það hafi hvergi verið gott veður á land- inu nema á Arnarvatnsheiði. Þátttakendur í keppninni voru um 40 talsins, en fleiri voru að veiðum þótt þeir skráðu sig ekki. Svo var margt um manninn, heilu fjöl- skyldumar, þannig að þetta hafa verið svona 100 manns allt talið. Og veiðin var geysi- Ieg, það fékk varla nokkur maður færri en 10 til 12 fiska og margir miklu meira“ sagði Gunnar. Keppt var í þremur flokkum, verðlaun voru veitt fyrir mestu veiðina, stærsta fískinn og jöfn- ustu og fallegustu veiðina. Oskar Pálsson hreppti verðlaun fyrir flesta fískana, dró 37 urriða og bleikjur. Magnús Þór Sigmunds- son fékk verðlaun fyrir jöfnustu og fallegustu veiðina, en Norð- maðurinn Harald Christensen dró stærsta fískinn, 4 punda urriða. Óskráður veiðimaður einn fékk enn stærri fisk, tæplega 5 punda og að minnsta kosti tveir veiðimenn misstu mjög stóra fiska sem slitu 30 punda línu. Var annar kominn með hausinn upp úr er línan brast. Mikil átök geta orðið í dorgveiði og athuga verður, að engin er veiðistöngin til að milda átökin milli manns og físks. Flestir veiðimanna not- Sigurvegarar Óskar Pálsson hampar sigurbikarnum, við hlið hans er Magnús Þór Sigmundsson. Dorgað ÞAÐ er ekki fyrir kuldaskræfur að dorgveiða. Þama er Hildur Gunnarsdóttir kappdúðuð á ísnum með veiðiprikið í hönd. sleðunum, en um leið og bloti kemur og snjóbráð verður örðugt fyrirjeppamennina. Sjálfurhefur hann flogið inn eftir og lent á ísnum. Sagði Gunnar að bændur í Veiðifélagi Amarvatnsheiðar væru með stór áform á pijónun- um að bæta við og auka aðbúnað allan fyrir veiðimenn á þessum slóðum þannig að vetrarveiði af þessu tagi gæti aukist fremur en hitt. „Þetta er mikið ævintýri og Amarvatnsheiðin er mikil gullkista," sagði Gunnar að lok- um. uðu rækju að sögn Gunnars. Gunnar sagði mikla umferð inn á Arnarvatnsheiði um þessar mundir, lengi mætti skrölta á Norðlenskir hestadagar Eyjólfur og Skrúð- ur með frábærar fimiæfingar _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Norðlendingar mættu nú öðru sinni suður í höfuðborgina með mikinn hestaflota og settu upp mikla sýningu undir heitinu Norðlenskir hestadagar í Reið- höllinni í Viðidal. Komu þar fram stóðhestar, hryssur og gæðingar auk annarra sýningaratriða þar sem hesturinn var að sjálfsögðu miðpunkturinn. Boðið var upp á þijár sýningar að þessu sinni en yfirleitt, ef ekki alltaf, hafa verið fjórar sýningar þegar haldnir hafa verið hestadagar í Reiðhöll- inni. Virðast þrjár sýningar á svo stuttum tima vera yfirð nóg fyr- ir hrossin í það minnsta þau sem mest mæðir á. Norðlendingamir voru komnir suð- ur um síðustu helgi með hrossaflot- ann og byrjaðir æfíngar á mánu- dag. Var mikið æft á hveijum degi og haldnir fundir og bundu margir því miklar vonir við þessar sýning- ar. Urðu margir fyrir vonbrigðum því í heildina séð var sýningin held- ur slök og þótt ekki hafí hestakost- urinn verið slæmur má segja að breiddina hafí vantað. Þá féllu Norðlendingar í sömu gryfju og margir aðrir sem þama hafa staðið fyrir sýningum að stilla ekki lengd sýninganna í hóf. Tæplega þriggja stunda löng dagskrá af misgóðum atriðum er of löng dagskrá og þurfa menn að gera sér betur grein fyrir mismun á hugtökunum magn og gæði. Aðsókn að sýningunum var ágæt enda auglýsinga- og kynning- arþátturinn í góðu lagi hjá Norð- lendingum. Húsfyllir var á laugar- dagskvöldinu sem þýðir að um 1.200 manns hafí þá komið en eitt- hvað færra á föstudag og sunnu- dag. Má gera ráð fyrir að eitthvað á þriðja þúsundið hafi sótt sýning- arnar sem er ágæt útkoma. Eitt atriði sýninganna bar af sem gull af eiri en þar átti hlut að máli Eyjólfur ísólfsson reiðkennari á Hólum er hann mætti með gæðing- inn Skrúð frá Lækjarmóti og sýndi á honum hlýðni eða fimiæfingar í hæsta gæðaflokki. Að því loknu tók hann hnakkinn af og lét klárinn leggjast og því næst reisa sig upp að framan þannig að hann sat eins og hunda er siður. Hefur þessi æf- ing aldrei verið framkvæmd fyrr opinberlega hérlendis. Ekkert ann- að atriði vakti sérstaka athygli fyr- ir utan að fram komu mörg athygl- isverð hross og bar þar hæst gæða- hryssuna Hrafntinnu frá Dalvík með allar sinar níur fyrir hæfíleika. Kom hún fram bæði í hryssusýning- unni og einnig í sóló sýhingu í lok- in. Þá var ræktunarsýning hrossa- búsins að Þverá í Skíðdal athyglis- verð og þá sérstaklega hryssan Saga undan Kjarval frá Sauðár- króki og Nótt frá Leifsstöðum, að- eins fímm vetra gömul en nú þegar stórglæsileg á gangi og í allri fram- Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Hestagullið Hrafnhetta frá Dalvík og Baldvin Ari fóru á kostum á sýningunni. Vísindanámskeið 1994 NorFA, Nordisk Forskerutdanningsakademi býður norrænum vísindamönnum og rannsóknastofnunum til að sækja um styrki til að halda vísindanámskeið innan ramma norræna umhverfisrannsóknaverkefnisins á árinu 1994. Námskeiðin ber að tengja við eitthvað þemasviða umhverfisrannsóknaverkefnisins: Rannsóknir á loftlagsbreytingum. Umhverfisrannsóknasamvinna á Eystrasaltssvæðinu. Flinar samfélagslegu forsendur umhverfismálastefnunnar. Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 1993. Upplýsingar um hvernig sækja ber um styrk sem og umsóknareyðublöð er hægt að fá í upplýsingabæklingi NorFA „Grenselos forskerutdanning". Bæklinginn er hægt að fá hjá háskólum, rannsóknastofnunum og rannsóknaráðum eða á skrif- stofu NorFA: Nordisk Forskerutdanningsakademi - NorFA, Sandakerveien 99, N-0483 Ósló. Sími: 90 47 22 15 70 12. Telefax: 90 47 22 11 58. Skrifstofan veitir einnig allar nánari upplýsingar Opið hús hjá FÍ OPIÐ hús er nýjung í starfi Ferðafélagsins, en aðstaða fyrir slíkar samkomur skapaðist þegar flutt var í nýja félagsheimilið í Mörkinni 6 og hafa félagsmenn nýtt sér þessa aðstöðu og sýnt þessari nýjung mikinn áhuga. í vetur hefur verið haft opið hús nokkrum sinnum til þess að kynna ferðir og annað sem félagið hefur á sinni stefnuskrá. í kvöld, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.20, verður næsta opna hús í Mörk- inni 6 (risi). Þá verða kynntar Hom- strandaferðir félagsins í sumar. Far- arstjórar koma og svara spumingum, kynna gönguleiðir á svæðinu o.fl. Heitt verður á könnunni og hvetjum við þá sem hug hafa á Hornstranda- ferðum Ff að koma í kvöld og fá upplýsingar um búnað og tilhögun ferðanna. Það eru allir velkomnir á opið hús hjá Ferðafélaginu, félagar og aðrir. (Fréttatilkynning) HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Prjóntækni Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. 27. apríl - 18. maí. Þriðjudaga kl. 19.30- 22.30. Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánudaga -fimmtudaga kl. 14-16 í síma 17800. y 0 >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.