Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Arndís Haralds- dóttir — Minning Fædd 6. desember 1959 Dáin 11. apríl 1993 Sorgartár svíða sárt er þann að kveðja sem að var ávallt og öllum kær. Okkur langar að minnast kærrar vinkonu okkar, Amdísar Haralds- dóttur. Vinátta sem á sér rætur í bemsku er ætíð mikils virði, hún stendur af sér flest moldviðri lífs- ins. Þannig var það hjá okkur stöll- unum. Addý var okkur ætíð mikils virði. Hún var svo staðföst, heil og trú í því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Við minnumst þess sérstaklega hversu stóran sess dætur hennar áttu í huga hennar — stolt hennar og gleði í einu og öllu. Sætum af blundi sóldýrð guðs þig vekur þar, sem að enginn er þjáning til. Vel þú á jörðu verk af hendi leystir á meðan entist aldur til. Hjartfólgnar þakkir, hjartans vinur góði, fylgja þér héðan í friðarlönd. Sælt verður síðar sælan þig að finna á sumarlandsins sólskinsströnd. (Hulda) Kæra Sísí og Rut og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Hvíli hún í friði. Fríða Ingimars og Guðrún Jóns. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNDÍS GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Þórsgötu 4, Patreksfirði, lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala T6. apríl. Gestur Ingimar Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðursystir mín, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR frá Veturliðastöðum, andaðist laugardaginn 17. april á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30 Stefán Karlsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HREINN SIGURÐSSON, Engihlíð 14, lést sunnudaginn 18. apríl. Unnur Krístín Sumarlíðadóttir, Sigurgeir Ernst, Birna Baldursdóttir, Viktoría Sigurgeirsdóttir, Unnur Kristfn Sigurgeirsdóttir. t Bróðir minn, JÓN GUÐMUNDSSON fyrrv. bústjóri á Keldum, lést sunnudaginn 18. apríl á vist- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. ~ Steinn Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn HAFSTEINN KRISTINSSON forstjóri Kjörís hf., Hveragerði, lést í Landsspítalanum 18. apríl 1993. Fyrir hönd vandamanna, Laufey S. Valdimarsdóttir. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að heiðra minningu Arndísar æskuvinkonu minnar og þakka og minnast margra gleði- stunda sem við áttum saman. Það er svo margt sem mér kem- ur í hug, svo sem árin í Alftamýrar- skóla, leikhúsferð með þér og mömmu þinni, veiðitúrinn upp í Veiðivötn með pabba þínum, skemmtiferð í Landmannalaugar, safnferðir, kvöldið sem þú kynntist Villa, þegar þú eignaðist stelpumar Sísí og Rut. Og öll þau ótal kvöld sem við sátum saman og leystum öll vandamál heimsins. Ég vil þrátt fyrir sorg mína reyna að vera glöð, glöð vegna þess að ég fékk að upplifa vináttu þrna og að sambandið okkar á milli hélst alltaf óbreytt þrátt fyrir langan aðskilnað. Takk fyrir allt, Addý. Ég votta stelpunum þínum, Sirrý og Rut, og Villa, mömmu þinni og pabba,_ systkinum þínum, Stein- unni, Óla og Þórami, mína dýpstu samúð. Guðrún Másdóttir, Krokstadelva, Noregi. Hún brosti svo fallega þegar hún kvaddi mig og sagði: „Ég hlakka svo til að sjá ykkur." Þetta vom síðustu orðin sem Addý systurdóttir mín talaði til mín í þessu lífi. Ákveð- ið var að hittast tveim dögum seinna við fermingu Rutar dóttur hennar. En daginn eftir var mér tilkynnt að Addý væri látin. Við þessa fregn var eins og kuldabylgja fyllti hjart- að og tíminn stæði í stað. Ég var meðvituð um að sorgin hafði náð völdum í þetta sinn hjá elsku litlu dætmm hennar, Sísí og Rut, for- eldrum hennar, systkinum, ættingj- um og vinum. Á meðan tárin mnnu yfir þessum stóra missi vöknuðu einnig góðar minningar um yndis- lega frænku og það var ekki hægt annað en að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með henni frá því að hún fæddist í þenn- an heim. Minningamar komu skýrt upp í hugann og það er einmitt þeirra sem mig langar að geta hér. t Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Álfaskeiði 64E, Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. aprfl sl. Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Sigurður T. Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANFRIDA. DIEGO, lést á heimili sínu, Laufásvegi 8, laugar- daginn 17. apríl. Sonja Diego, Sverrir Gauti, Erla Diego, og Kolbrún Diego, Dóra Diego, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA EIRI'KSDÓTTIR, Skólavöllum 2, Selfossi, lést 17. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 13. Eirfkur Brynjólfsson, Valgerður Björnsdóttir, Valdimar Brynjólfsson, Jakobína Kjartansdóttir, Elfsabet Brynjólfsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Helga Brynjólfsdóttir, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, SÆUNN TÓMASDÓTTIR frá Helludal, Sæbóli, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 20. aprfl, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Bjarnason. Þegar ég leit Addý fyrst augum var hún aðeins nokkurra daga göm- ul. Hún lá við bijóst hamingjusamr- ar móður sinnar og bræður hennar, Ólafur og Þórarinn, horfðu hug- fangnir á. Stóra systir, Steinunn, var á ísafirði, en var búin að biðja mig að kyssa litlu systur á ennið fyrir sig og sá koss var okkar fyrsta snerting. Alltaf var ég velkomin á heimili Döggu, systur minnar, og Halla og átti þar óteljandi' gleði- stundir með þeim og litlu systur- bömum mínum. Addý var fljót að læra að tala. Tveggja ára gömul talaði hún og söng tandurhreint og fallega inn á segulband fyrir mig sem afi, amma á ísafirði og systir hennar, Steinunn, höfðu gaman að fá sem kveðju. Það var sérstaklega gaman að lesa fyrir Addý litlu og segja henni sögur. Hún hlustaði svo vel og spurði svo skemmtilega um persón- urnar í sögunum og átti það til að segja áframhaldandi sögur af þeim sem hún bjó til jafnóðum. Þegar ég, stóra frænkan, fór til útlanda til náms tók Addý mín oft penna í hönd og skrifaði mér og sagði frá áhugamálum sínum. Mér fannst hún alltaf eiga svo fallegar óskir sem voru fullar af bjartsýni. Þegar ég fluttist aftur til íslands var Addý orðin ástfangin unglingur og allt ljómaði í kring um hana. Hún og Villi giftust og eignuðust tvær yndislegar dætur, Sísí og Rut. Við bjuggum nálægt hvor annarri um tíma og hittumst næstum dag- lega. Nokkrir mánuðir voru á milli Rutar og Önnu, yngstu dóttur minnar, svo að nú gátum við Addý farið í alvöru mömmuleik á hveijum degi. Við töluðum mikið saman en þó sérstaklega um börnin og upp- eldismál. Hún var líka alltaf tilbúin að hlusta og það var gott að treysta henni fyrir hveiju sem var. Stund- um þegar maður var orðinn of al- varlegur brosti hún fallega brosinu sínu sem gaf hugrekki án orða. Hún var sérstaklega umhyggjusöm móð- ir og hugaði vel að farsæld bama sinna. Samskipti þeirra voru svo einlæg og sönn. Hún bar einnig sterkar tilfinningar til ættingja sinna og vina sem einnig elskuðu hana af öllu hjarta. Fyrir nokkrum ámm fór Addý að fínna fyrir þeim sjúkdómi sem að lokum leiddi hana yfir „landa- mærin miklu“. Engan grunaði samt að Addý mundi fara í blóma lífsins. Á svona stundum er erfitt að skilja þetta lögmál fæðingar og dauða, en um leið gott að vita að þessi tilvist er tímabundið líf í alheims- geimi og að sálin er ódauðleg. Addý birtist mér í draumi fyrstu nóttina eftir fráfall hennar. Mér fannst ég fljúga inn um stjömur og tungl. Allt í einu kom ljómandi andlit hennar á móti mér og hún brosti til mín hughreystandi brosi sem sagði mér að henni liði vel. Elsku Addý hefur fengið annað hlutverk á öðm tilvemstigi og ég veit að hún mun hlakka til að sjá okkur öll á réttum tíma. Tökum að okkur erfidrykkjur í ný uþpgerðum Gyllta salnum. Hlaðborð og nýlagað kaffi kr. 790,- Hótel Borg sími 11440. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.