Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993
41
Mig langar til að senda elsku
dætrum hennar, Sísí og Rut, mínar
hjartans samúðarkveðjur, einnig
Döggu, systur minni, Halla, Villa,
systkinum Addýar og öllum ætt-
ingjum og vinum. Ég bið þess að
verndandi öfl umvefji ykkur og
gefí ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir.
Það sló mig illilega þegar kær
vinkona mín hringdi til mín á þriðju-
daginn og sagði mér að Addý væri
dáin. Ég átti erfítt með að trúa
þessu, hvað þá að sætta mig við
það. Að Addý hefði dáið í blóma
lífs síns. Það tók mig langan tíma
að átta mig á staðreyndinni. Enn
hef ég ekki sætt mig við það.
Það eru mörg ár síðan ég sá
Addý síðast, en henni hefur oft
skotið upp í huga mér undanfarin
ár. Ekki það að ég hafí ekki haft
áhuga á hennar lífshlaupi. Langt
því frá, heldur fórum við hvort í
sína áttina. Sameiginleg vinkona
bar okkur fréttir hvort af öðru.
Við Addý kynntumst á þeim
árum þegar við vorum bæði að stíga
okkar fyrstu spor út í lífíð. Við
vorum ung, rétt nýlega fermd. Fór-
um saman í Tónabæ með krökkun-
um, nutum lífsins. Áhyggjurnar
voru litlar, enda var heimurinn ekki
stór í okkar huga. Áhugamálin voru
mörg, plötur, hitt kynið, dans —
lífið. Hugurinn hvarflaði ekki oft
út fyrir nánasta umhverfið, vina-
hópinn eða skólann, Álftamýrar-
skóla. Lífíð var dásamlegt þá — eða
hrein hörmung, ekkert þar á milli.
Tíminn leið hratt, svo hratt að ekk-
ert fékk stöðvað hann. Seinna
tvístraðist hópurinn, alvaran tók
við, lífshlaupið. Öll fórum við sitt í
hvora áttina. Fæst höfum við haft
nokkuð samband síðan.
Hvað hefur gerst? Kinkum kolli
kurteis ef við sjáumst á götu. Innra
með okkur ólgar þráin að kasta af
sér hömlunum. Áform, áform sem
ekki rætast. Liggja upp í sófa,
hlusta á gömlu plöturnar, gleðjast
yfír gömlu kynnunum — horfa til
baka og rifja upp gömul kynni.
Vera manneskja. En ekkert slíkt
gerist, nú er það um seinan, nú
verður það aldrei mögulegt.
Þoka gleymskunnar er farin að
leggjast yfír þessi ár. Líkt og á
heitum sumardegi fyrir austan
skríð'ur þokan hægt og hljóðlega
yfír og hylur allt. Eingöngu óljósir
skuggar verða eftir. Aðeins hæstu
tindarnir standa upp úr, baðaðir í
kvöldhúminu. Líkt er farið minning-
arnar, þær lifa, minningar um sam-
kennd, vináttu, æsku. Þó að einstök
atriði séu löngu gleymd, verður
minningin alltaf eftir sem ljúf til-
fínning um liðin ár og ánægjustund-
ir. Eins og angurvært vorkvöld ylja
þessar minningar oft í erfíðleikum
hversdagsins.
Þrátt fyrir að öll þessi ár séu lið-
in hefur hugur minn oft hvarflað
til þín líkt og hendi hafí verið veif-
að. Ég hugsa áfram hlýtt til þín,
Addý mín. Minningin um þig, bros
þitt og látbragð. Eg ber þetta með
mér inn í framtíðina. Ég sakna
þess sárt að J)ú sért ekki með okk-
ur lengur. Eg votta fjölskyldunni
mína dýpstu samúð.
Þinn gamli félagi,
Ólafur Guðmundsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda,
heimili sitt beður
heimilis prýðin i hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
(V. Briem.)
Okkur setur hljóð þegar ungt
fólk í blóma lífsins er skyndilega
kvatt burt. Við fínnum öll fyrir
vanmætti okkar. Orð verða fátæk-
leg nú þegar við í dag kveðjum
hugljúfan samstarfsmann og þökk-
um fyrir samfylgdina. Okkar sam-
starf var ekki langt í tíma, en Arn-
dís verður í huga okkar um ókomin
ár. Hún hafði með brosi sínu og
rólegri framkomu náð til okkar
allra.
Amdís hafði starfað tæpt ár í
launadeild Ríkisspítala. í erilsömu
starfí sem iðulega er þreytt í kapp-
hlaupi við tímann er kostur að vera
rólegur og hafa yfirvegaða lund
eins og Arndís hafði. Á þessum tíma
hafði hún sýnt að hún .var starfí
sínu vaxin.
Síðasta daginn hennar á skrif-
stofunni í starfi ræddi hún við okk-
ur um hve ánægð hún væri í starfi
og liti björtum augum til framtíðar.
Hún orðaði það svo: „Nú er ég far-
in að sjá yfír hæðina".
Okkur verður hugsað til þessara
orða þegar við sitjum hljóð og sökn-
um góðs starfsfélaga. Orð verða
táknræn og fá nú einnig aðra merk-
ingu í huga okkar.
Við biðjum Drottin að vernda og
styrkja dæturnar ungu í þeirra
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför föður okkar, fósturföður,
tengdaföður og afa,
JÓNS HILMARS JÓNSSONAR
fyrrum verkstjóra,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu
í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Grétar Jónsson.
t
Ástkær dóttir mín og móðir okkar,
JENNÝ SIGURBJARTSDÓTTIR,
Hátúni 10a,
Reykjavfk,
lést 3. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlý-
hug og vináttu við fráfall hennar og útför.
Unnur Helgadóttir,
Svavar Þrastarson,
Víðir Þrastarson,
Davíð Karl Sigursveinsson,
Hafdfs Sigursveinsdóttir
og aðrir aðstandendur.
miklu sorg. Hugur okkar er hjá
þeim.
Við sendum samúðarkveðjur til
dætranna, ættingja, vina og allra
þeirra sem um sárt eiga að binda
vegna fráfalls Arndísar. Blessuð sé
minning hennar.
Samstarfsmenn í launadeild
og starfsmannahaldi Ríkis-
spftala.
+
KIRSTEN BRIEM
Sólvallagötu 7,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni f Reykjavík í dag, þriðjudaginn
20. apríl, kl. 15.00.
Eggert Briem,
Nanna Briem, Sverrir Briem.
Með örfáum orðum viljum við
hjónin minnast elskulegrar tengda-
dóttur okkar, sem kölluð var burtu
svo skyndilega, aðeins 33 ára göm-
ul.
Það var sunnudaginn 11. apríl,
páskadagur, við nýkomin úr kirkju,
veðrið yndislegt, sólskin bæði úti
og inni, hamingjan og hlýjan alls
staðar. Við hringdum í elskurnar
okkar í Hraunbænum, þar var ham-
ingjan og gleðin mest því að ferma
átti yngri sonardótturina morgun-
inn eftir. Þar ríkti mikil gleði. Syst-
urnar voru að taka til í íbúðinni og
ætluðu að hafa allt fínt og flott
þegar mamma þeirra kæmi heim,
en hún var hjá frænku sinni að
leggja síðustu hönd á undirbúning
fyrir fermingarveisluna.
En eigi má sköpum renna og
skjótt skipast veður í lofti, því að
um eftirmiðdaginn var hringt til
okkar og við beðin að koma upp í
Hraunbæ. Það leyndi sér ekki að
eitthvað mikið var að. Þegar við
komum þangað var sorgin allsráð-
andi. Hver voru tíðindin? Þau sem
við bjuggumst síst við, hún Addý
okkar var dáin. Við bókstaflega
lömuðumst. Hvað gerðist svona allt
í einu og fyrirvaralaust? Hvað gat
maður gert? Grátið og tekið þátt í
sorginni, ekkert annað, því að það
verður hver og einn að sinna kallinu
þegar hin hæsti höfuðsmiður kallar.
Þá er ekki spurt um aldur né ann-
að, heldur ber aðeins að svara kall-
inu.
Hver er tilgangurinn með því að
fólk þurfi að verða fyrir svona níst-
andi sorg? Engin svör, nema það
eitt sem við vitum fyrir víst, að eitt
sinn skal hver deyja.
Við þökkum fyrir allar ánægju-
stundirnar sem við áttum með
Arndísi, Vilhjálmi og dæturum
þeirra, Sísí og Rut, á heimili þeirra,
yndislegar stundir í sumarhúsi okk-
ar á Þingvöllum og öll ferðalögin
okkar. Allt verður þetta geymt í
minningunni.
Við biðjum góðan guð að blessa
og styrkja elskulegar sonardætur
okkar í þeirra miklu sorg.
Öllum ástvinum Addýjar vottum
við dýpstu samúð. Megi góður guð
veita þeim styrk og huggun.
Fögur sál hvíli í friði.
Sigríður og Pétur.
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla ciaga firá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Blomastofa
FriÖfinns
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavlk. Sími 31099
Opíð öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Útför afa okkar,
ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR
trésmiðs,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 21. apríl
kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Hjalti Garðar Lúðvíksson,
Theodór Lúðvíksson.
+
Elskuleg móðir okkar,
ÞÓRA GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Fellskoti,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni 19. apríl.
Ragnheiður Hannesdóttir,
Guðlaugur Hannesson.
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
ÍSLEIFS GISSURARSONAR
bifreiðarstjóra.
Sveina Karlsdóttir,
Hrönn ísleifsdóttir, Jón Tryggvi Helgason,
Anna Guðrún ísleifsdóttir,
Gissur ísleifsson, Linda Ingvarsdóttir,
Karl Isleifsson, Margrét Nanna Jóhannsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
skipstjóra frá Móum,
Unnarbraut 14,
Seltjarnarnesi.
Sigriður Ólafsdóttir,
Gyða Guðmundsdóttir, Kjartan Örn Kjartansson,
Guðmundur Guðmundsson, Oddný Guðmundsdóttir,
Ólafur R. Guðmundsson, Rakel Guðbjörnsdóttir,
Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhann R. Benediktsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA ÁRNASONAR,
Landakoti,
Sandgerði.
Halldóra Þorvaldsdóttir,
Hefna Magnúsdóttir, Viðar Markússon,
Sigri'ður Árnadóttir, Sigurður H. Guðjónsson,
Þorvaldur Árnason, Auður Harðardóttir,
Magnea Árnadóttir, Viðar Löken,
Katrín H. Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir sendum við öllum
þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför okkar ástkæru
dóttur, eiginkonu, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÁRÓRU HEIÐBJÖRTU
SIGURSTEINSDÓTTUR
Brennihlíð 9,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til vinkvenna Áróru
fyrir þeirra framlag á útfarardaginn.
Guðný Pálsdóttir, Haukur Björnsson,
Emil Birnir Hauksson, Sigriður Jensdóttir,
Gunnar Þór Hauksson,
Ingi Rafn Hauksson,
og barnabörn.