Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.04.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 MnMíb í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁÐHÚSTORGI fólk í fréttum Morgunblaðið/Þorkell Þrír af fjórum eigendum Gullborgar, f.v. Arnþrúður Soffía Ólafsdóttir, Tryggvi Leósson og Ágúst J. Magnússon. VEITINGAHÚS Af sjónum í veitingarekstur Þeir Erik Lindner yfirbruggmeistari Löwenbrau í Miinchen og Heimir Fjeldsted mættu til að kanna kráarstemmninguna. Nýr veitingastaður, Gullborg, var opnaður síðastliðinn föstudag á Laugavegi 78, þar sem áður var Kjötbúðin Borg. Eigend- ur eru hjónin Tryggvi Leósson og Amþrúður Soffía Ólafsdóttir, Ágúst J. Magnússon og Esterlida P. Bunaventura. „Hugmyndin er að á daginn verði kaffihúsa- stemmning með léttum veitingum í hádeginu, en á kvöldin kráarand- rúmsloft," sagði Tryggvi Leósson. Veitingastaðurinn er á tveimur hæðum og verðu sú efri aðeins opin um helgar. Tryggvi og Ág- úst voru báðir til sjós, en lentu báðir í slysum, annar fyrir þremur árum en hinn flórum. Sagði Tryggvi að sér hefði ekki gengið nógu vel að fá starf við hæfi og því hefði þeim dottið í hug að koma á fót eigin atvinnurekstri. TONLISTARMENN Sögnsagnir um dauða Pauls ganga enn Þeir sem eru komnir um miðjan aldur muna eftir sögusögnun- um um dauða Paul McCartneys þeg- ar platan Abbey Road kom út fyrir rúmum 20 árum. Það sem ýtti með- al annars undir sögusagnirnar voru atriði eins og að Paul var sá eini sem var berfættur, þ.e. eins og lík, Ge- orge Harrison var klæddur eins og grafarinn og John Lennon leit út eins og útfarfarstjóri. Á plötuum- slaginu var mynd af bíl og á númera- plötunni stóð IF 26, en Paul varð 26 ára á þessu sama ári,. Eitt af lögunum á plötunni hét He’s Dead eða Hann er látinn og væri plötunni snúið rangsælis átti að heyrast vís- bending sem rökstyddi enn frekar sögusagnirnar. Paul stendur enn í ströngu við að svara spurningum fólks um plötu- umslagið og hvers vegna hann hafi verið berfættur. „Það var hreinlega svo heitt þennan dag,“ útskýrir hann. „Eg var í sandölum og spark- aði þeim af mér. Þannig stóð á því!“ Hann segist gera sér grein fyrir, að erfitt sé að kveða niður orðróm- inn, jafnvel ennþá. Fyrir stuttu seg- ist hann hafa hitt litla stúlku, sem sagði við hann: „Ef þú snýrð plöt- unni rangsælis þá heyrir þú...“ Paul segist hafa reynt að sannfæra hana um að hann hefði verið á staðnum og þættist ekki hafa verið dáinn. „Nei, það er ekki rétt hjá þér,“ sagði hún með sigurbrosi á vör. Paul McCartney VÁKORTALISTÍ Dags.20.4.1993. NR. 127 5414 8300 1028 3108 . 5414 8300 1064 8219 5414 8300 1130 4218 5414 8300 1326 6118 5414 8300 2728 6102 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3052 9100 5421 72** 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka berúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4300 0004 4817 4507 3900 0003 5316 4507 4300 0014 8568 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 Algreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. v/SA IV mrnrn Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik Sími 91-671700 V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! kvikmyndahSið Erland besti karlleikarinn ANorrænu kvikmyndahátíðinni í Rouen í Frakklandi hlaut sænski leikarinn Erland Josephson verðlaunin sem besti karlleikarinn í norrænu keppnismyndunum. Það var um leið og unga íslenska leik- konan Sólveig Amarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir besta norræna kvenhlutverkið, jafnframt því sem myndin Ingaló eftir Ásdísi Thorodd- sen var af dómnefnd valin besta kvikmyndin. Það þótti að sjálfsögðu tíðindum sæta hér meðaí íslendinga, sem vom stoltir af sínum sigmm. En kannski var það einmitt þess- vegna sém gleymdist að Erland Jos- ephson var sá sem sigraði í sam- keppni karlleikara. Það sýnir þó að þama var við heimskunna oggamal- reynda leikara að keppa. Verðlaunin hlaut Erland Josephson fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni Sophie, sem íslenskum kvikmyndagestum gafst r einmitt færi á að sjá á Norrænu kvikmyndavikunni í Reykjavík. En myndin fjallar um gyðingafjölskyldu í Danmörku í lok 19. aldar. Þetta er fyrsta myndin sem norska kvik- myndaleikkonan Liv Ullman gerir, en hún var einmitt lengi ein af kvik- myndasfjörnum Ingi- mars Bergmans, eins og Erland Josephson. Bæði hafa kvikmynda- gestir séð í mörgum Bergmansmyndum. Erland Josephson lék líka á sviði í sýningu Bergmans á Brúðu- heimili Ibsens. Á löng- um ferli hefur hann komið víðavið. T.d. muna íslenskir sjón- varpsáhorfendur eflaust eftir honum í sjónvarps- þáttunum Vesturfararn- ir. Um leið má geta þess að auk aðaiverðlaunanna til Inguló, kusu kvik- myndahúsgestir sænsku myndina Hús englana eftir Colin Nutley bestu myndina, en á hátíðinni í fyrra völdu þeir Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór. Og unga fólkið valdi nú í Rúðu- borg myndina Eyðslusami sonurinn eftir Finnann Veikko Aaltonen, en Erland Josephson glugga. í myndinni Bak við byrgða þau verðlaun komu í fyrra í hlut Lárusar Ýmis Óskarssonar fyrir Ryð. Pressuviðurkenning kom í hlut myndar frá Litháen, Skepnan rís úr hafínu eftir Vytautas Zalakevic- ius og sænsku myndarinnar Hús englanna eftir Colin Nutley.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.