Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1993 RAYNOR SHOWOASE BÍLSKÖRSHURÐIR ravKior GARAGE DOORS Hágæða amerískar bílskúrshurðir. Stál, galvaniserað að utan og innan. 47,6 mm einangrun. Tvöfalt lag af innbökuðu lakki. Galvaniserað stál í brautum og búnaði. Tværgerðiraf fulningum eða sléttar. Úrval gluggamöguleika. Hafið samband og fáið senda bæklinga eða tilboð. VERKVER Skúlagötu 61A, sími 621244/fax 629560. Mistök við skipan samkeppnisráðs Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! eftir Steingrím J. Sigfússon Sú víðtæka samstaða sem að lokum tókst um afgreiðslu frum- varps til nýrra samkeppnislaga var fagnaðarefni. Ein meginbreytingin með tilkomu laganna frá því sem var í gömlu verðlagslögunum gengur í þá átt að leggja af öll afskipti opinberra aðila af viðskipt- um og verðlagningu þar sem sam- keppni er næg. Fagleg og við- skiptaleg sjónarmið eru hafin til öndvegis. Efnahags- og viðskiptanefnd vann mikið starf við afgreiðslu frumvarpsins og tókst að ná sam- komulagi um allmiklar breytingar á því þar sem tekið var tillit til ýmissa athugasemda og sjónar- miða sem fram höfðu komið, þar á meðal breytingartillagna sem undirritaður hafði lagt fram. Ekki leikur vafi á því að vinna nefndar- innar stórbætti frumvarpið, enda féllst Alþingi einróma á breyting- artillögumar með þeirri frægu undantekningu er Bjöm Bjamason lagðist gegn bráðabirgðaákvæði um úttekt á einkennum hringa- myndunar í íslensku viðskiptalífí. Skipan samkeppnisráðs Ein breytingin sem efnahags- og viðskiptanefnd varð sammála um varðaði skipan samkeppnis- ráðs. í fmmvarpinu eins og það var lagt fram af viðskiptaráðherra var gert ráð fyrir því að samkeppnisráð yrði skipað með eftirfarandi hætti, sbr. 6. gr.: „í samkeppnisráði eru fimm menn. Skipar ráðherra þrjá þeirra, þ.e. formann ráðsins án tilnefningar, einn samkvæmt til- nefningu Alþýðusambands ís- lands og einn samkvæmt tilnefn- ingu Vinnuveitendasambands íslands. Hæstiréttur íslands skipar tvo menn í ráðið sem skulu hafa þekkingu á sam- keppnis- og viðskiptamálum og vera óháðir fyrirtækjum eða samtökum sem lögin taka til. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Skipunartími sam- keppnisráðs er fjögur ár í senn, en við ríkisstjórnarskipti getur ráðherra fellt niður skipun for- manns og varamanns hans og skipað nýja menn í þeirra stað til loka skipunartíma samkeppn- isráðs er þá situr.“ MORGUN BLAÐSINS Akstursíþróttir Þriðjudagsblaði Morgunblaðsins, 27. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Akstursíþróttir. Þetta blað verður helgað akstursíþróttum sumarsins og gefur áhugamönnum gott yfirlit yfir það, sem verður að gerast í einstökum greinum akstursíþróttanna. Sagt verður frá undirbúningi ýmissa aðila fyrir keppni sumarsins, fjallað um öryggismál o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekiö er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 20. apríl. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Guðmundsdóttir, starfsmaður auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. - kjarni málsins! Sem sagt ráðið yrði sambland af óháðum fulltrúum skipuðum af Hæstarétti og fulltrúum hags- munaaðila, stærstu samtaka á vinnumarkaðinum. Þetta kemur skýrt fram ef skoð- uð er umsögn um 6. gr. frumvarps- ins en þar segir eftirfarandi: „í frumvarpinu er mælt fyrir um skipun og tilnefningu í sam- keppnisráð. Lagt er til að við- skiptaráðherra skipi formann samkeppnisráðs án tilnefningar en Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands tilnefni hvort sinn fulltrúa. Hlut- lausa aðild að samkeppnisráði er reynt að tryggja með því að fela Hæstarétti Islands að skipa tvo menn og með því að krefj- ast þess að þeir skuli vera óháð- ir hagsmunum atvinnulífsins. Þeir eiga að hafa alhliða þekk- ingu á samkeppnis- og við-. skiptamálum. Jafnmargir vara- menn séu skipaðir á sama hátt og aðalmenn. ' Lagt er til að ráðherra geti skipt um formann og varamann hans við ríkisstjórnarskipti." Eftir vandlega skoðun ákvað efnahags- og viðskiptanefnd að breyta skipan ráðsins. Allt ráðið skyldi skipað á faglegum forsend- um og allir ráðsmenn skyldu upp- fylla kröfur um „sérþekkingu á samkeppnis- og viðskiptamálum og vera óháðir fyrirtækjum eða samtökum sem lögin taka til“. M.ö.o. horfið var frá fyrri hug- myndum um einskonar blöndu full- trúa hagsmunaaðila (ASÍ/VSÍ) og óháðra fulltrúa með sérþekkingu. Að breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar samþykktri lítur 6. gr. laganna svo út: „Ráðherra skipar fimm menn í samkeppnisráð og jafnmarga til vara. Skulu þeir hafa sér- þekkingu á samkeppnis- og við- skiptamálum og vera óháðir fyr- irtækjum eða samtökum sem lögin taka til. Ráðherra skipar formann og varaformann ráðs- ins. Skipunartími samkeppnisráðs er fjögur ár í senn. Látist aðal- eða varamaður í/ráðinu eða for- fallist varanlega skal skipa nýj- an mann til loka skipunartíma ráðsins. Nú er aðalmaður vanhæfur til meðferðar einstaks máls sök- um tengsla við málsaðila og tek- ur varamaður þá sæti hans. Sé þess ekki kostur getur ráðherra að ósk formanns samkeppnis- ráðs skipað mann í ráðið til að taka þátt í umfjöllun þess um málið.“ Framkvæmdastjóri VSÍ skipaður í samkeppnisráð í ljósi þess sem að framan segir kom það því eins og þruma úr heiðskíru lofti að viðskiptaráðherra skyldi skipa framkvæmdastjóra VSÍ í samkeppnisráð. Þar hafa átt sér stað alvarleg mistök, sem bæði viðskiptaráðherra og viðkomandi einstaklingi væri fyrir bestu að leiðrétta strax. Rökin gegn þessari skipan eru mörg og eiga það sameiginlegt að hafa ekkert með persónu eða hæfni viðkomandi einstaklings að gera: 1. Erfitt er að sjá að fram- kvæmdastjóri VSÍ uppfylli skil- yrði um að vera óháður „fyrir- tækjum eða samtökum sem lög- in taka til“. 2. Skipan framkvæmdastjórans, sem áður sat í verðlagsráði sem fulltrúi VSÍ, gengur þvert á þá efnisbreytingu sem Alþingi að Steingrímur J. Sigfússon „í ljósi þess sem að framan segir kom það því eins og þruma úr heiðskíru lofti að við- skiptaráðherra skyldi skipa framkvæmda- stjóra VSÍ í samkeppn- isráð. Þar hafa átt sér stað alvarleg mistök, sem bæði viðskiptaráð- herra og viðkomandi einstaklingi væri fyrir bestu að leiðrétta strax.“ tillögu efnahags- og viðskipta- nefndar gerði á frumvarpinu og samrýmist á engan hátt þeirri hugsun sem að baki lá. 3. VSÍ sem félagsskapur, saman- stendur af blöndu félaga og ein- stakra fyrirtækja, en um 60 fyrirtæki eiga beina eða sjálf- stæða aðild að VSÍ, þar á með- al nokkur helstu stórfyrirtæki landsins með markaðsráðandi stöðu á sínu sviði. Fram- kvæmdastjóri VSÍ er því að hluta til starfsmaður þessara fyrirtækja beint. Eins og kunn- ugt er fara áhrif fyrirtækjanna innan VSÍ eftir stærð þeirra eða umfangi heildarlaunagreiðslna og þannig hafa stærstu fyrir- tækin mest áhrif. 4. í framhaldi af breytingartillög- um sem undirritaður flutti og vörðuðu hættuna á fákeppni og hringamyndun, náðist um það samstaða að eitt af hlutverkum hins nýja samkeppnisráðs skuli vera að gera á fyrstu tveim starfsárum sínum úttekt á ís- lensku viðskiptalífi, eða eins og segir í ákvæði til bráðabirgða II: „Samkeppnisráð skal á árun- um 1993 og 1994 gera úttekt á stjórnunar- og eignatengslum milli fyrirtækja er starfa á ís- lenskum markaði. Skal þetta gert í því skyni að kanna hvort í íslensku viðskiptalífi sé að finna alvarleg einkenni hringa- myndunar, óæskilegra tengsla eða valdasamþjöppunar ... o.s.frv." Ég leyfi mér að halda því fram að það sé ekki heppilegt að gera framkvæmdastjóra VSÍ, starfs- mann stórfyrirtækjanna, að hluta til að verkstjóra í slíkri jjttekt. Þessi skipan mála eru mistök, draugur úr fortíðinni, sem kveða þarf niður. Vera framkvæmda- stjórans í ráðinu skapar augljósa hættu á vanhæfismálaferlum og fleira mætti telja. Ég hvet menn til að sjá að sér og það hafa neytendasamtökin og fleiri gert. Vonandi verður það. Höfundur er varaformaður Alþýðubandalagsins ogsiturí efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.