Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.1993, Page 1
80 SIÐUR B/C lOO.tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ljósmynd/Vamarliðið í Keflavík ORRUSTUÞOTA af gerðinni F-15 frá varnarstöðinni í Keflavík fylgist með sovéskri herflugvél af gerðinni „Bear D“ í nágrenni íslands. Hámarki náði flugumferð Sovétmanna við ísland árið 1985 er þotur varnarliðsins flugu í veg fyrir 170 sovéskar herflugvélar. * Bandarísk stjórnvöld undirbúa breytingar á varnarviðbúnaði á Islandi Mikill niðurskurður er fyrirhugaður 1 Keflavík Kostnaðarsamur rekstur Keflavíkurstöðvarinnar talinn kalla á fækkun fiugvéla - SkoðanaágTeiningnr milli Pentagon og stjórnkerfisins - íslensk sendinefnd væntanleg* til Washington Washington. Frá Agnesi Bragadóttur blaðamanni Morgunblaðsins. MIKILL niðurskurður á starfsemi og umsvifum bandaríska varnarliðs- ins í Keflavík er nú í undirbúningi meðal bandarískra sljórnvalda. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins úr bandaríska stjómkerfinu er einkum horft til þess að minnka flugvélaflota Bandaríkjahers á íslandi. Væru allar P-3 flugvélar hersins og F-15 orrustuþotur kallað- ar heim til Bandaríkjanna hefði slíkt í för með sér um 1400 manna fækkun í varnarliðinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ofangreindar breytingar verið til umræðu í bandaríska vamarmála- ráðuneytinu (Pentagon) og utanríkisráðuneytinu að undanfömu. Utanríkisráðuneyti íslands barst nýverið skeyti þar sem hugmyndir í þessa veru voru reifaðar. Bandarísk stjórnvöld telja samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins nauðsyn á breytingum og vilja í kjölfar loka kalda stríðsins draga úr hemaðarum- svifum sínum í Evrópu. Auk þess leggja bandarísk stjómvöld áherslu á að fram- fylgja þeirri stefnu Bills Clintons Banda- ríkjaforseta að draga úr fjárlagahalla. Augljóst er talið að skoðanaágreiningur er innan bandaríska stjómkerfísins, á milli Pentagon og stjórnmálamanna um hversu langt skuli ganga í niðurskurðinum. Óskað eftir viðræðum Til stóð að bandarísk sendinefnd færi héðan frá Washington til íslands til við- ræðna við íslensk stjórnvöld nú í byijun maí um breytt og minna hlutverk herstöðv- arinnar í Keflavík. Heimildir Morgunblaðs- ins herma á hinn bóginn að íslensk stjóm- völd hafi óskað eftir því að senda viðræðu- nefnd hingað til Washington og aðfallist hafi verið á það. Sendinefnd frá íslandi er því væntanleg innan skamms til Wash- ington. Samkvæmt upplýsingum bandarískra stjórnvalda hefur það ekki komið til tals að hætta allri starfsemi á vegum varnarl- iðsins í Keflavík en meðal annars mun það hafa verið til skoðunar að kalla allan flug- flota Bandaríkjahers á íslandi heim til Bandaríkjanna. Rætt er um að tveir val- kostir séu til staðar: annars vegar vemleg- ur niðurskurður sem hefði í för með sér ofangreinda fækkun í herliði Bandaríkja- manna á íslandi; hins vegar margvíslegar smávægilegar breytingar. Sá fyrri er talinn mun líklegri niðurstaða, en þó er mögulegt að bil beggja verði farið. Bandarísk stjóm- völd horfa til þess hversu kostnaðarsamur rekstur herstöðvarinnar í Keflavík er í sam- anburði við aðrar herstöðvar. „Við viður- kennum þó, þrátt fyrir allt, að við erum með tvíhliða varnarsamning við ísland, sem við erum ekki með við nokkurt annað ríki og þann samning munum við virða,“ sagði talsmaður Bandaríkjastjórnar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Loftvarnir og kafbátaleit P-3 vélar og F-15 þotur Bandaríkja- manna í Keflavík hafa annast loftvamar- og kafbátaeftirlit, einkum með sovéskum flugvélum og kafbátum. Þetta hlutverk flugvélanna telja bandarísk stjórnvöld að sé nú einungis fyrir hendi að mjög tak- mörkuðu leyti. Fram til ársins 1985 voru 12 herþotur af gerðinni F-4 staðsettar hér á landi. Þegar umsvif Sovétmanna jukust um miðjan áratuginn voru þær endurnýjað- ar og til íslands komu 18 þotur af gerð- inni F-15 „Eagle“. Þær eru nú tólf en fækkunin var ákveðin sumarið 1991 Háttsettir starfsmenn Pentagon sögðu fyrr í þessari viku að verið væri að kanna að hve miklu leyti væri hægt að skera nið- ur starfsemi þessa á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að íslensk stjómvöld hafi bent þeim banda- rísku á að þrátt fyrir hrun Sovétríkjanna væm Rússar enn með mikinn herafla í norðri og af þeim sökum væri óráðlegt að stórdraga úr styrk vamarliðsins í Keflavík. Bandarísk stjómvöld hafa lýst þvi sjónarmiði sínu að eðlilegt væri að íslensk og bandarísk stjómvöld skiptu með sér rekstrarkostnaði af Keflavíkurflugvelli, þar sem hann væri ekki einungis herflugvöllur heldur einnig aðalflugvöllur landsins. Ákvörðun innan skamms Bandarísk stjómvöld líta þannig á að þótt starfsemi herstöðvarinnar í Keflavík komi til með að taka umtalsverðum breyt- ingum, muni stöðin áfram hafa hlutverki að gegna svo sem fýrir millilendingar fyrir bandarískar herflugvélar. Jafnframt er litið þannig á að áfram sé hemaðarleg staðsetn- ing landsins mikilvæg jafnvel þótt aðstæður í heiminum hafi dregið úr þýðingu Keflavík- urstöðvarinnar um stundarsakir hið minnsta. Rætt er um að endanlegar ákvarð- anir verði að liggja fyrir innan skamms vegna afgreiðslu íjárlaga Bandaríkjaþings. Boða samráð við íslendinga Bandarísk stjómvöld leggja áherslu á að þótt fýrirhugaðar séu ákveðnar breyt- ingar á starfsemi og umsvifum varnarliðs- ins í Keflavík þá hafi ekkert endanlega verið ákveðið. Að sögn heimildarmanna blaðsins verður reynt að taka allar slíkar ákvarðanir í eins miklu samráði við íslensk stjórnvöld og unnt er. Ekki liggur enn fyr- ir hvenær breytingar munu taka gildi. Rætt er um að ákveðnar breytingar verði gerðar þegar í stað en aðrar á lengri tíma. Reuter. Friðarviðræður í Bosníu Konstantín Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sem sést hér ásamt Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, hvatti í gærkvöldi til að friðaráætlunin yrði sam- þykkt án skilyrða. Bosníu-Serbar setja skilyrði Pale, Brussel. Reuter. FLEST benti í gærkvöldi til að fulltrúa- samkunda Bosníu-Serba myndi sam- þykkja alþjóðlega friðaráætlun um Bosn- íu. Greindi Ta/yug-fréttastofan frá þessu og sagði samþykkið vera háð því skil- yrði að refsiaðgerðum gegn fyrrverandi Júgóslavíu verði aflétt innan þriggja vikna. Þá eru Bosníu-Serbar sagðir krefjast þess að þau landsvæði sem eru í höndum Serba verði tengd saman. Owen lávarður, samn- ingamaður Evrópubandalagsins í friðarvið- ræðunum, hafði fyrr um daginn sagt að Serb- ar gætu engin skilyrði sett. Þeim stæðu ein- ungis tveir kostir til boða, að samþykkja eða hafna samkomulaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.