Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 12

Morgunblaðið - 06.05.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 Sjónrænn boðskapur Margrét Árnadóttir Auðuns Myndlist Bragi Ásgeirsson __ Myndlistarkonan Margrét Árnadóttir Auðuns er einn þeirra listamanna sem segja má að haldi sér við efnið. Allt frá því að hún hóf nám við MHÍ hefur sama vinnulagið fylgt henni hvar sem hún hefur borið niður og hvaða miðil sem hún hefur haft á milli handanna. Þetta kemur líka greinilega fram í myndverkum á sýningu hennar í kjallarasölum Norræna hússins sem stendur til 9. maí, því að þótt þau séu sum hver ólík í útfærslu má kenna einhvern viss- an grunntón í þeim sem er gerand- ans fyrst og fremst. Slík ótvíræð persónueinkenni verður að telja listamönnum til tekna, þó iðulega spanni þau mjög afmarkað svið sem viðkomandi eiga mjög erfitt með að fjarlægj- ast og hvað þá sprengja, enda sjaldan til ávinnings. Vinnubrögð Margrétar eru yfir- veguð hæg og róleg, og bjóða síð- ur upp á svipmikil og umbúðalaus átök. Öllu frekar markvissa þenslu þar sem boginn er sjaldan spennt- ur meira en til hálfs, ef svo má að orði komast. Á ég hér við að hinar lægri nótur litrófsins og ein- föld myndskipan séu framar öðru sérsvið Margrétar og um leið styrkur hennar. En þetta vinnulag örfínna blæ- brigða og djúphygli gerir miklar kröfur til listamannanna, og hér má vísa til að t.d. „glissando" telst engu síður mikilvægt í tónlist og hinir hæstu tónar. Margur hefur verið á svipuðu róli í málaralistinni og Margrét og viðkvæm örfín litbrigði í mynd- um þeirra hrífa engu síður en lit- sterk málverk. Og menn skulu vel að merkja minnast þess, að litir eru ekki endilega fagrir í sjálfu sér heldur skiptir samræmið milli þeirra meginmáli, hvernig þeir magna hver annan upp eða milda áhrif hvellra andstæðna, það er nú einmitt meginkjarni málaralist- arinnar og litrænir málarar, „kolo- ristar“, eru að mínu mati ekki endilega þeir sem nota sterku og áhrifaríku litatónana. Öllu frekar þeir sem ná miklum áhrifum úr litlu, eða t.d. öllum þeim litum sem þeir hafa handa á milli hveiju sinni. Margrét er einnig höll undir naumhyggju eða kannski getur maður sagt að flókin form eigi ekki við skapgerð hennar og því leiti hún einfaldleikans. Og hvað flatakenndar myndir snertir koma bestu eigindir hennar fram í myndum eins og t.d. „Röndótt", (14) sem er hrein og klár í út- færslu. Rauð lóðrétt lína sker ein- falt lóðrétt þríhyrningsform á myndfleti og kveikir á mjög sann- færandi hátt í honum um leið. Hin skreytikennda hlið Mar- grétar kemur greinilega fram í hrifríkum línuteikningum á einlit- um, rauðum og grænum flötum eins og t.d. „Grænt lauf“ (4), „Græn“ (11) og „þrjár rauðar“ (18). Þessar myndir staðfesta að Margrét er málari nálægðarinnar og hinna huglægu vídda, en þegar hún fer út fyrir hið beint skyn- ræna og skoðandinn verður var við óravíddirnar í beinu sjónmáli að segja má, t.d. í myndröðinni „Þijár bláar“ (1), er öryggið mun minna. En athyglisverðustu myndirnar á sýningunni tel ég þó vera myndaraðirnar „Þrjár gular“ og „Bláar og gular“ (15 og 16) á endavegg í innri sal. í þeim birtist skreytikenndur ríkidómur og lit- ræn þróun, sem er ákaflega ró- andi fyrir augað. Hér er um að ræða upphafinn litrænan stígandi sem höfðar til taugakerfisins og kemur manni heilmikið við. - Sólris í miðrými Kjarvalsstaða hefur Sæmundur Valdimarsson komið fyrir miklum fjölda tréskúlptúra, en hann sýnir þar í boði menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar. Sýningar Sæmundar hafa verið reglulegur viðburður í borgarlífinu á undanförnum árum, enda hefur hann eignast stóran hóp aðdáenda, sem fjölmennir á opnanir sýninga hans. Oftast selur hann megnið af myndum sínum strax, enda þau á merkilega góðu verði miðað við stærð og fyrir- ferð. Sæmundur hefur þannig skapað sér nokkra sérstöðu í íslensku mynd- listarlífi og getur trúlega talist utan- garðsmaður sem er kominn inn í hlýj- una. Minnir þetta ferli ekki svo lítið á Isleif heitinn Konráðsson, sem var svo vinsæll á tímabili og hélt nokkr- ar sýningar er mikla athygli vöktu þó minna fari fyrir myndum hans í dag, en svo eigum við líka fleiri utan- garðsmenn sem ekki fer mikið fyrir. En sól ísleifs og annarra næfra lista- manna kann vitaskuld aftur að hækka á lofti fyrr en varir. List Sæmundar er einföld, tær og bernsk, og hann leggur alla sálu sína í hvert verk. Er hér um rekaviðarb- úta að ræða sem hann sker út og hefur upprunaleg lögun vafalítið sitt- hvað að segja um endanlega gerð. Úr rekaviðarbútunum býr hann til menn og konur, en þó aðallega kon- ur og þessi mannbörn hans einkenn- ir einhver góðlátlegur einfaldleiki og glettnislegt sakleysi sem kemur fólki í gott skap. Mikið atriði eru hin stóru og undir- furðulegu augu er annað tveggja stara á skoðandarin eða eins og blim- skakka augunum á hið óræða í tilver- unni. Þegar Sæmundur lætur sér nægja að leyfa þessum atriðum að njóta sín hreinum og klárum og beit- ir skurðarhnífnum eftir því sem hug- ■ ■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ í/s^ . da.su bK' -friskandi verslun- SKEIFUNNI 19- SÍMI 681717- FAX 8130. Sportver ■ Glerórgötu 28 ■ Akureyri ■ S: 96-114. ^Jegna eigandaskipta SCHWINN NTERNATIONAL og tafa í framleiöslu af )eim sökum getum viö aðeins boöiö upp akmarkaö magn SCHWINN reiöhjóla í iumar, sem viö bjóöum með sérstökum ifslætti. Einstakt tækifæri til að eignast vandað SCHWINN hjól á vægu verði. Fyrsti samlestur ÆFINGAR eru hafnar á Þrettándu krossferðinni, eftir Odd Björns- son sem sýnt verður á Stóra sviðinu í september. Þjóðleikhúsið Æfingar hafnar á Þrett- ándu krossferðinni Æfingar eru hafnar á Þrettándu krossferðinni, nýju íslensku leik- riti eftir Odd Bjömsson. í fréttatil- kynningu segir: Oddur var í farar- broddi framúrstefnuhöfunda hér á árunum kringum 1960 og samdi þá afar eftirminnileg stutt leik- verk, m.a. „Köngulóna", „Jóðlíf“ og „Tíu tilbrigði“. Hann hefur einnig samið fyrir börn, m.a. sjón- hverfíngaleikritið um „Krukku- borg“, en meðal seinni leikrita hans eru „Dansleikur“, „Meistar- inn“ og „Eftir konsertinn", allt verk sem Þjóðleikhúsið sýndi. Þetta nýja verk, sem hefur verið í smíðum í rúman áratug, fjallar um þijá hermenn sem leggja upp í krossferð í leit að „stríðinu". Þeir ferðast gegnum tíma og rúm, eiga samskipti vð forn-gríska heimspekinga, Spánarkóng á end- urreisnartímanum, alþýðufólk í Frakklandi á miðöldum, þeir tak- ast á við íslensk tröll og eiga ástarfund með álfkonum, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er hin ytri atburðarás verksins og er raunar talsverð einföldun, því þarna er ijallað um veraldarsöguna í hnot- skurn eða að minnsta kosti veg- ferð mannsins gegnum heiminn og tímann, með áleitnum og heill- andi skírskotunum til mikilla af- reka mannsandans á borð við „Don Kíkóta“ og „Beðið eftir Godot“. Hermennina þijá leika Baltasar Kormákur, Eggert Þorleifsson og Pálmi Gestsson, en aðrir leikarar í sýningunni eru: Örn Árnason, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálm- arsson, Helga Bachman, Gísli Rúnar Jónsson, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gísla- son, Arnar Jónsson, Bryndís Pét- ursdóttir og Þórey Sigþórsdóttir. Frumsýning á Stóra sviðinu í september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.