Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUIi 6. MAÍ .1993 . 19 upp undir 3.800 þúsund ísl. kr. á starfsmann. Ársskýrsla íslandsbanka fyrir árið 1992 var lögð fram á aðal- fundi bankans fyrir nokkru. í henni kemur fram að laun og launatengd gjöld voru það ár kr. 1.541 milljón króna en árið 1991 kr. 1.621 millj- ón kr., eða lækkuðu um 80 milljón- ir króna milli ára. í sömu skýrslu kemur fram að meðalstöðugildi árið 1992 voru 797. Kostnaður á stöðu- gildi í íslandsbanka var því kr. 1.934.590,- Hann er því um það bil helmingi lægri á starfsmann í íslandsbanka en í sænskum bönk- um af svipaðri stærð. Hvernig væri nú að Seðlabanki íslands sæi sóma sinn í því að kynna tölur af þessu tagi fyrir íslensku þjóðinni? Er þetta það sem heitir í skýrslu Hagfræðideildar Háskóla íslands að starfsmannakostnaður sé „hátt í tvöfalt meiri að tiltölu hér á landi en þar sem hann gerist mestur, í Bretlandi, og er oft rúm- lega tvöfalt meiri að meðaltali en í þeim löndum sem könnunin nær til“? Væri það nú ekki tilvalið næsta verkefni formanns bankaráðs Seðlabankans að fá Hagfræðistofn- un Háskólans til að reikna út rekstr- arkostnað Seðlabanka íslands í samanburði við Seðlabanka Banda- ríkjanna, Bretlands, Þýskalands og hinna Norðurlandanna. Hver veit nema það kæmi út að sá kostnaður væri lægstur í heimi í hlutfalli af niðurstöðu efnahagsreiknings? Höfundur er cand.oecon og- framkvæmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna. Baldur Óskarsson Hverageróisbúar - Rauðakrossfélagar Ákveðið hefur verið að endurvekja Rauða- krossdeild Hveragerðis og nágrennis. Deildin var starfandi fyrir 10 árum en starfsemin hefur legið niðri og félagar skráðir í RK-deild Árnesinga. Þeir, sem hafa áhuga á þessu máli, mæti í safnaðarheimilið í kirkjunni í dag, fimmtu- daginn 6. maí, kl. 20.30. Undirbúningsnefndin. „Þessi fullyrðing- um starfsmannakostnað er svo ofboðsleg að þeim sem þekkja til hlýtur að blöskra. Hún er svo vitlaus að engu tali tek- ur. Tilgangurinn hlýtur að vera pólitískur, sem sé sá að sýna fram á að bankastarfsmenn séu hér allt of margir og laun þeirra of há.“ sem þekkja til hlýtur að blöskra. Hún er svo vitlaus að engu tali tek- ur. Tilgangurinn hlýtur að vera pólitískur, sem sé sá að sýna fram á að bankastarfsmenn séu hér allt of margir og laun þeirra of há. Eigum við nú ekki að varpa ljósi á staðreyndir málsins. Bankaeftir- litið á íslandi gefur árlega út bók sem heitir „Viðskiptabankar, Spari- sjóðir, Verðbréfafyrirtæki, Verð- bréfasjóðir, Eignarleigufyrirtæki". í þessu hefti birtast samandregnir efnahags- og rekstursreikningar banka og sparisjóða, auk annars efnis. Danska bankaeftirlitið, „Fin- anstilsynet", gefur út sams konar tölfræðilegt efni um rekstur danskra banka og fjármálastofn- ana. Ef við berum saman árið 1991, þá eru laun og launatengd gjöld í íslenskum bönkum og sparisjóðum samkv. ofangreindri heimild 6.111 milljónir ísl. króna (sjá bls. 88). Meðalmannfjöldi á íslandi árið 1991 var 257.965. Starfsmannakostnað- ur var því á árinu 1991 kr. 23.689,- á hvern íslending. Sambærilegar tölur fyrir Dan- mörku sama ár eru 15.402 milljón- ir danskra króna (Finanstilsynet: Pengeinstitutter m.v. 1991, bls. 24). íbúafjöldi Dana árið 1991 var að meðaltali 5.146.469 manns. Starfsmannakostnaður var því d.kr. 2.993 eða ísl. kr. 30.787,- á hvern Dana, miðað við gengi pr. 3. maí 1993. Þessi kostnaður er því ísl. kr. 7.098,- meiri á hvern Dana held- ur en íslending. En tökum nú einstaka banka til skoðunar. Svo vill til að í aprílhefti „Bankvárlden", sem gefið er út af sænska bankamannasambandinu birtist grein eftir ritstjóra tímarits- ins, byggð á gögnum sænska bankaeftirlitsins. Þar er borinn saman starfsmannakostnaður í nokkrum bönkum i Svíþjóð árið 1992. í öllum þeirra hefur hann lækkað milli ára, hjá flestum á bil- inu 1-5%. Ef teknir eru nokkrir bankar úr þessari töflu þá er kostn- aður þeirra við laun og launatengd gjöld sem hér segir: Kostnaðurá Starfsm.g. starfem. s. kr. S-E-banken 10.325 402.000 Handelsbanken 7.370 372.000 GotaBank 3.140 381.000 Östgöta Enskilda Bank 450 433.000 Þessar töhir sýna að kostnaður á sænskan bankastarfsmann liggur rpjög nálægt fjögur húndruð þúsund krónum sænskum, eða 3.429 þús- undir isj, kr, á starfsmanr»r'gengi 3. maí 1993. í bönínim og sparisjóð- um af svjpaðri-stærð, og-á íslandi má þó ætla að hánh sé Hærri, eðá TÆKNI- 0G T0LVUDEILD JAÐARTÆKI - FARSIMAR EFTIRLITSKERFI - T0LVUR LJOSRITUNARVELAR - SIMKERFI FYLGIBUNAÐUR - SIMSVARAR svo eitthvað sé nefnt Bjóðum þessa dagana: INF0TEC 9208 Ijósritunarvélar AP4111 farsíma............... LASER 486 tölvur............. Móttökubúnað fyrir gerfihnetti ofangreint verð er miðað við staðgreiðslu og með vsk. SÆTUNI 8 • 105 REYKJAVIK sími 69 15 00 • beinn sími 69 14 00 • fáx 69 15 55 Söluaðili Hewlett Pachard á Islandi Infotec 3203 kr. 69.900 Laser 386 sx 16, 4/40 mb kr. 79.000 Óryggishlið og sjónvarpseftirlitskerfi Stærðirlrá 2-1000 bæjalinur Premier 355, kr. 6.990 Fax mótöld kr. 16.900 - Segulbandsstöðvar kr. 25.500 o.fl. o.tl Fyrir hljómsveitir, félagsheimili o.fl ® Heimílistæki hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.