Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
11
Te kynning
Te beint frá Sri Lanka (Ceylon)
Stúdentablóm
- hvergi meira úrval
.JSgSSr
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Myndir úr hafinu
og fjöllunum
Ásmundur sótti yrkisefni sín
gjarnan til íslenskrar náttúru og
varð fyrir miklum áhrifum frá
henni, bæði hvað varðar fegurðar-
skyn og formmótun síðar meir.
„Allar þessar myndir eru vaxnar
úr hafinu og íjöllunum..." segir
hann á einum stað í Bókinni um
Ásmund eftir Matthías Johannes-
sen, og eru verkin raunar flest
traustasti vitnisburður um sann-
leiksgildi þessarar staðhæfingar.
Myndirnar eru ávalar og breiðleit-
ar, stíllinn expressjónískur. Frjó-
semislögun þessi kemur t.d. fram
í hinum þekktu verkum sem hann
vann árið 1936; Járnsmiðnum,
Þvottakonunum, Vatnsberanum og
MóðurJörð.„Bæði Vatnsberinn og
Járnsmiðurinn eru minning um
gamalt fólk, sem barðist við tilver-
una án nokkurrar tækni. Þetta
fólk hefur verndað menningu okk-
ar og sögu fært okkur landið betra
en það tók við því,“ segir listamað-
urinn á öðrum stað í Bókinni um
Ásmund.
Ásmundur reisti sér fyrst hús
við Freyjugötu árið 1933, sem nú
er Ásmundarsalur, en árið 1942
hóf hann byggingu kúluhúss við
Sigtún og byggði það í áföngum
til ársins 1959.
Frá lokum 5. áratugarins og
fram á þann sjötta vann Ásmundur
mikið í við og fullmótaði náttúru-
Náttúran í list Ás-
mundar Sveinssonar
1 DAG eru 100 ár liðin frá fæð-
ingu Ásmundar Sveinssonar,
myndhöggvara, og af því tilefni
verður opnuð sýningin „Náttúr-
an í list Ásmundar Sveinssonar“
í dag, fimmtudaginn 20. maí, í
Ásmundarsafni við Sigtún. Á
sýningunni eru um 50 verk sem
sýna þverskurð af ævistarfi
listamannsins; hin elstu gerð á
árunum 1913-1914, þegar Ás-
mundur hafði ekki enn notið
menntunar í list sinni, og hin
yngstu frá því um 1975.
Ásmundur Sveinsson er einn af
okkar þekktustu myndhöggvurum
á þessari öld og var allan sinn fer-
il meðal fremstu myndlistarmanna
þjóðarinnar. Hann fæddist að Kol-
stöðum í Dalasýslu, þann 20. maí
1893 og hleypti fyrst heimdragan-
um 22 ára gamall. Fyrstu mynd-
verk Ásmundar eru einföld en bera
þó vitni um snemmsprottið list-
fengi. Þannig eru á sýningunni
æskuverk af hvítum svani, val,
manni og hundi og hið bráð-
skemmmtilega verk er sýnir Jón
forseta Sigurðsson rísa upp úr
bjargi og rétta fósturlandsins
freyju fána með áletruninni Frelsi.
Þessi verk eru ekki síst merkileg
fyrir þær sakir að Ásmundur hafði
þá ekki notið neinnar skólunar i
list sinni og hafði takmarkaðan eða
engan aðgang að listsköpun um-
heimsins. Bræður hans þóttu hag-
leiksmenn en meðan þeir smíðuðu
trausta og fallega nytjahluti fyrir
daglegt amstur, hóf Ásmundur að
spinna efnið áfram og gera eitt-
hvað annað úr því en venjan krafð-
ist. Síðar nýtti hann sér þó verk-
kunnáttu sína í listinni, og smíðaði
t.d. flestöll verkfæri sín sjálfur.
Hann nam tréskurð hjá Ríkharði
Jónssyni í Reykjavík 1915-1919
og fluttist búferlum eftir það, var
fyrst einn vetur í Kaupmannahöfn
þar sem hann naut tilsagnar Viggo
Brandts, og síðan sex ár í Stokk-
hólmi frá 1920. Þar lærði hann
hjá fremsta myndhöggvara Svía á
þeim árum, Carl Milles. Síðar
dvaldi Ásmundur um skeið í París
og nam m.a. hjá franska mynd-
höggvaranum Desipau, en 1929
settist hann að á íslandi fyrir fullt
og allt og starfaði á ættjörð sinni
til dauðadags, 1982.
1) Sumarnellikka 8sr»
(Frábær í garðinn og svalakassana).
2) Ástareldur kr» 149y
(Blómstrandi stofupianta sem endist).
3) Jukka (50 cm) lir» 499»-
(Ein þeirra sem aidrei breytist).
4) Mosaeyðir 2 kg. lli*. 339»-
(Dugar á 50 fm).
5) Blómanæring 5 lítrar kr. 995»-
(Úrvals blómaáburður fyrir gróðurhúsið og garðinn)
Undir það síðasta fann hann
hnullunga sem hann átti lítið eitt
við; skírði kannski einhver form í
þeim, dýpkaði andlitsdrætti sem
hægt var að greina í steininum
o.s.frv. og vann í nokkrum skiln-
ingi framhald þess sem náttúran
hafði mótað. I veglegri bók- sem
gefin er út í tilefni sýningarinnar,
segir Gunnar B. Kvaran, forstöðu-
maður Listasafns Reykjavíkur, um
listamanninn: „Hann tálgaði þá,
brýndi og slípaði líkt og hann vildi
undirstrika náttúruleg form þeirra.
Þannig breyttist listaverkið ýmist
í átt til óhlutlægrar eða fígúrutífr-
ar myndgerðar, eftir því hvort
listamaðurinn vildi leggja áherslu
á form eða andlit sem hann las
úr formum steinsins (enn er það
frávarp) eða að hann lét sér nægja
að draga fram tilviljunarkenna
Ásmundur Sveinsson
skírskotun sína. Ásýnd verkanna
frá þessum tíma búa yfir tvíeðli,
annars vegar virðast þau vera stíl-
færðar myndir úr landslagi, en
leysast hins vegar upp í formmjúk-
ar verur (að ákalla náttúruna) sem
fyrr en varir eru drangar eða tré-
drumbar að nýju. Síðan verða
ákveðin kaflaskipti sem tengjast
öðrum þræði breyttum svip iðn-
menningar, og Ásmundur snýr sér
að vinnu með málm. Finna má
skyldleika með þeim uppsprettum
sem hann sótti í á þessu tímabili
og þeim sem t.a.m. Gerður Helga-
dóttir og Robert Jacobsen hinn
danski sóttu í. En öfugt við þessa
tvo listamenn, sem einblíndu á
formræna hlið sköpunar sínnar,
var Ásmundur áfram bundinn nátt-
úrulegu inntaki verka sinna, og
þó að þau virðast við fyrstu sýn
leikur að strengjum og formum,
kemur annað í ljós við nánari skoð-
un. Þríhyrndur járnflötur sem lýtur
að spíral er í raun dýr að lepja
vatn úr hyl; þræðir sem reyrðir eru
við sigð, eru í raun hörpustrengir
tengdir við tunglið. Andlit sólar frá
árinu 1960 er til marks um þetta.
fegurð steinaríkisins. Þessi hrifn-
ing Ásmundar á forlistrænni feg-
urð, sem alheimurinn ber í sér, var
þegar til staðar í hjarta hans að
Kolsstöðum og fór vaxandi allan
feril hans.“
SFr
Landssamtök Áhugafólks Um Flogaveiki
9. aðalfundur LAUFS verður
haldinn í menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi mánudaginn
24. maí kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.