Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 18

Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 18
X8~;--------------- ' MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTÚDAGÚR 20. MAI 1993 Konfekt Hannes- ar Hólmsteins eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur í tilefni af opnu bréfi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til mín í Morgunblaðinu 13. maí sl. vil ég taka eftirfarandi fram: 1. Hannes fullyrðir að ég hafi borið fram fyrirspurn í borgarráði um það „hversu mikið mér (Hann- esi) hafi verið greitt úr sjóðum borg- arinnar í ritlaun fyrir ævisögu Jóns Þorlákssonat'". Vonandi ástundar dósentinn ná- kvæmari vinnubrögð í kennslu sinni í Háskólanum en raunin er hér. Fyrir- spurn mín hljóðaði svo: „Hversu miklar greiðslur hafa farið úr borgar- sjóði og fyrirtækjum borgarinnar vegna bókar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Jón Þorláksson?" Tilefni fyrirspurnarinnar var orðróm- ur um óvenju rífleg kaup Reykjavík- urborgar á þessari tilteknu bók. Hannes spyr hvort ég hafi ekki vitað um samþykkt frá 1990 á þann veg að honum skyldu greidd tveggja ára lektorslaun úr sjóðum Hitaveitu Reykjavíkur til þess að rita bók um Jón Þorláksson. Vitaskuld vissi ég um hana. Ekki síst í ljósi þessa rausn- arlega styrks, sem reyndist nema 2,4 milljón krónum, var ástæða til þess að kanna hvort einhvers staðar hefði verið ákveðið að nota enn meira skattfé Reykvíkinga til þess að kosta þessa tilteknu bók um fyrsta for- mann Sjálfstæðisflokksins. Telji Hannes það utan verksviðs borgar- fulltrúa að upplýsa kjósendur um í hvaða verkefni skattfé þeirra er var- ið erum við einfaldlega ósammála um það atriði. Styrkþeginn 2. Hannes ber saman alls óskyld verk Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings við ritun sögu Reykjavíkur annars vegar og skráningu hans sjálfs á ævisögu Jóns Þorlákssonar hins vegar. Spyr mig svo í framhald- inu: „Hvort telur þú mig hafa fengið of lág laun fyrir mitt verk eða Guð- jón of há laun fyrir sitt verk?“ í þessum samanburði tínir Hannes m.a. það til að bók hans sé með 252 þúsund orð en Reykjavíkursaga Guð- jóns 296 þúsund orð! Um þennan frumlega mælikvarða á greiðslur fyr- ir rannsóknir og tjáningu þeirra í orðum mætti hafa mörg orð. En ég læt mér nægja að benda á að ansi yrði launamunurinn mikill á Alþingi ef sams konar mælikvarði væri not- aður þar. Að ekki sé talað um verð- hrunið á fáorðum ljóðaperlum. Kristín Á. Ólafsdóttir „í svari borgarstjóra á síðasta fundi borgar- stjórnar kom í ljós að jafn umfangsmikil kaup á einum bókatitli þekkjast ekki hjá Reykjavíkurborg frá ársbyrjun 1989“ Verk þeirra Hannesar og Guðjóns sem og aðkoma Reykjavíkurborgar að þeim er alls ósambærileg af ýms- um sökum. í tilefni af 200 ára af- mæli Reykjavíkur ákvað borgar- stjórn á sínum tíma að skrifuð skyldi saga bæjarfélagsins. Til þess verks voru ráðnir sagnfræðingar og ljóst var að þeirra biði nokkurra ára rann- sóknarvinna, enda um ítarlega og íjölbreytta byggðasögu höfuðstaðar landsins að ræða. Saga Jóns Þorlákssonar er per- sónusaga og þótt gagnmerk sé jafn- gildir hún ekki byggðasögu á borð við Reykjavíkursögu. Enda tókst Hannesi að skrifa ævisöguna í hjá- verkum á tveimur árum við hlið lekt- orsstarfs í Háskóia íslands, sem reyndist mörgum mætum manninum tímafrek og krefjandi iðja. Ævisaga Jóns Þorlákssonar er þannig til komin, að sögn Hannesar sjálfs (Morgunblaðið 1. maí sl.), að hann hitti flokksbróður sinn, for- mann stjórnar veitustofnana, í hófi þar sem var og þáverandi háskóla- rektor. I veisluspjalli þeirra þremenn- inga kviknaði hugmyndin „að rita ætti ævisögu helsta frumkvöðuls hennar (Hitaveitunnar), Jóns Þor- lákssonar“. í framhaldinu sótti svo Hannes um styrk til stjórnar veitu- stofnana. Málaðu tilveruna með LACOSTE litum LACOSTE HANZ kringlun ni Þama er því ekki frumkvæði borg- aryfirvalda á ferðinni með tilheyr- andi mannaráðningum til ákveðinna verka, heldur styrkveiting til Hann- esar Hólmsteins. Hvað Hannes fær fyrir ritun Jónssögu frá öðrum aðil- um, eins og t.d. Almenna bókafélag- inu, hef ég hvergi séð hann upplýsa. Það er því út í hött þegar hann spyr mig hvort hann hafi fengið of lág laun fyrir verk sitt! Frá markaðs- postulanum Hannesi hefði ég hins vegar búist við þeim framgangsmáta að launin réðust af móttökum hinna fijálsu kaupenda. Að öðru leyti vísa ég til bréfs Guðjóns Friðrikssonar í Morgunblað- inu sl. sunnudag. Þar sýnir hann fram á fáránleika samanburðarins og bendir jafnframt á óvönduð vinnu- brögð Hannesar í því sambandi. Einstæð bókakaup 3. í þriðju spumingunni til mín stillir dósentinn upp konfektkössum og koníaksflöskum sem valkosti á móti ritverki sínu og vill láta mig velja eitthvað af þessu sem gjafavöru veitufyrirtækjanna við hátíðleg tæki- færi! Ekki veit ég við hvaða tækifær- isgjafir veiturnar notuðust fram að útgáfu Jónsbókar og verð að viður- kenna vanþekkingu mína um þennan rekstrarþátt fyrirtækjanna. Mér þótti hins vegar nauðsynlegt að fá upplýsingar um venjur í bóka- kaupum borgarinnar og fyrirtækja hennar eftir að svar við fyrirspum minni hafði upplýst að 368 eintök vom keypt af bók Hannesar Hólm- steins, þar af 275 fyrir Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu. Reyndar kom ekki fram í svarinu að fyrirtækið Landsvirkjun, sem er að tæpum helmingi í eigu Reykjavíkur- borgar, hafði auk þess keypt 50 ein- tök af bókinni. í svari borgarstjóra á síðasta fundi borgarstjórnar kom í Ijós að jafn umfangsmikil kaup á einum bó- katitli þekkjast ekki hjá Reykjavíkur- borg frá ársbyijun 1989, en fyrir- spurnin náði aftur til þess tíma. At- hyglisverðast var að keyptur eintaka- Fjöldi af fyrsta bindi Sögu Reykjavík- ur var aðeins brot af innkaupum á sögu fyrsta formanns Sjálfstæðis- flokksins. Það ’ er ljóst að kaup Reykjavíkurborgar á bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir 1.100 þúsund krónur em algerlega á skjön við venjur í bókakaupum. Sá rausn- arskapur verður ekki skýrður með stefnumörkun um að leysa þurfi konfekt- og koníaksgjafír Reykjavík- urborgar af hólmi. Hins vegar kemur nýyrðið „einkavinavæðing" upp í hugann, þar sem höfundur bókarinn- ar og eigandi Almenna bókafélagsins eru í hópi vina og samverkamanna Davíðs Oddssonar fyrram borgar- stjóra og núverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins. Um þær hugrenn- ingar fær orðaflaumur Hannesar Hólmsteins engu breytt. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Matreiðslumeistarar okkar hafa uppgötvað frabæra grásleppunnar fyrir nútíma matargerð mmaamam Þessa viku verða Ijúffengir réttir úr grásleppu á boðstólum á eftirtöldum veitingastöóum á kynningarverói. I Spennandi uppskriftabæklingar liggja frammi á veitingastöðunum og í verslunum Hagkaups, þar sem fiskurinn verður til kaups á kynningarverði. Komdu og njóttu vel | MISHÍMÍ3I Kynningar frá Veitingahúsinu við Tjörnina og Þremur Frökkum í Hagkaup Kringlunni: Þrió kl.16-17 mið kl. 16-17 fös kl.16-18 lau kl. 14-15 CIÆJ Aflanýtingarnefnd Þrír Frakkar % LANDSSAMBAND 4 smábátaeigenda Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.