Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 41

Morgunblaðið - 20.05.1993, Page 41
ekki að okkur fyrir fimmtán árum að við yrðum þar ekki öll og ennþá síður að svo snemma byijaði að saxast á hópinn. Dauðinn, sem allt- af er nálægur er samt svo blessunar- lega fjarri ungu fólki. Elsku Gunna er sárt saknað, en hann lifir áfram í hjarta okkar og minni. Við þökkum honum samfylgdina og allar gleðistundirnar og vottum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. S-bekkurinn. Góður vinur og félagi, Gunnar Rafn, hefur nú kvatt okkur hinsta sinni. Gunnar var af þeirri kynslóð leikara sem svo mjög mótaðist af hugsjón bræðralags og samvinnu. Hann hóf nám í Leiklistarskóla SÁL að loknu stúdentsprófi 1974 og brautskráðist frá Leiklistarskóla ís- lands 1978. Þessi hávaxni, granni maður með barnsandlit, sem þó bjó yfir djúphygli, er öllum minnisstæð- ur sem deildu með honum einhverri stund. í skólanum varð hann nokk- urskonar persónugervingurjoess sem við vildum halda á lofti í SÁL: Hann var háttprúður, fluggreindur, rök- viss, einlægur og ekki síst gæddur næmri tilfinningu fyrir því sem við eigum svo oft erfitt með að skil- greina en köllum list. Hann var prýddur þokka sem veit að „efinn er vindhani iistamannsins". Þessir kostir hans einkenndu starf hans í leikhúsi öðru fremur. Gunnar var listamaður þeirrar tegundar sem leit á sjálfan sig sem þjón leikhússins, en ekki að leiklistin hefði sérstaklega verið fundin upp til að koma hans eigin persónu í sviðsljósið. Hann var of heiðarlegur til að reyna nokkurn- tíma að vera allra viðhlægjandi,en varð þó allra hugljúfi. Hreinskipti hans, ef honum mislíkaði, var þó alltaf rökföst og gagnrýni hans bor- in uppi af virðingu og ást á leikhús- inu. Það flögraði oft að manni að hann hefði getað orðið frábær leik- listargagnrýnandi ef hann hefði fengist til þess. Gunnar hafði næmt listamannseðli sein ekki aðeins sýndi sig í vinnu hans sem leikari, heldur einnig þegar hann tók til hendinni við önnur störf í leikhúsinu. Ekkert starf í leikhúsinu var honum öðru ómerkara. Hann lagði sömu alúð og listrænan metnað í þau öll, hvort sem hann stóð í sviðsljósinu eða vann við leikmunagerð á bak við tjöldin, eins og hann gerði gjaman jafnframt leik sínum hjá Alþýðuleikhúsinu, þar sem hver leikari þarf helst að vera þúsundþjalasmiður. Leiðir okkar lágu saman í leiklist- arskóla og síðar á ýmsum leiksviðum landsins. Við urðum þó aldrei sam- tíða í starfi með Leikfélagi Ak- ureyrar, en samstarfsfólk Gunnars hér fyrir norðan minnist hans með djúpum hlýhug og þakklæti fyrir góða viðkynningu og frammistöðu í þeim leikritum sem hann tók þátt í HCfeoöfe BÆJARHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI. SlMI 651499 STUTTUR AFGRF.IÐSI.UTÍMI GÓI) GRF.IDSLUKJÖR MORGL'NBLADID FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993. 4Í hjá Leikfélagi Akureyrar. Hér lék hann fyrst utangarðsunglinginn Örn í Súkkulaði handa Silju 1984 og sama ár fór hann með hlutverk Sör- ensens rakara í Kardimommubæn- um. Síðasta hlutverk Gunnars hjá LA var Motel klæðskeri í söngleikn- um Fiðlarinn þakinu, 1988........ og dró þar upp skemmtilega mynd af bláfátækum klæðskera ...“ eins og sagði í leikdómi. Þegar fregnin barst um lát hans vorum við hér fyrir norðan að leggja lokahönd á leikdagskrá um Hallgrím Pétursson á kirkjulistaviku. Þá var eins og mögnuðust upp og fengju sterkari merkingu orð Hallgríms sem hann ritaði á eiginhandrit sitt af Passíusálmunum og sendi Ragn- heiði biskupsdóttur, því hann sá hvert stefndi með heilsu hennar, en hún lést nokkru síðar. Mikill er munur heims og himins. Sá má heimi neita, sem himins vill leita. Með þeim orðum kveðjum við hjá Leikfélagi Akureyrar góðan dreng og félaga. Öllum ástvinum hans færum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Viðar Eggertsson. Hvítlaukshylki ■$ d góðu verði Lækningamátt hvítlauks kamiast flestir við og margir nota hvítlaukshylki að staðaldri. Hvítlaukur er talinn styrkja ónæmiskerfið og stuðla að vöm gegn umgangspestum, auk þess sem margt virðist benda til að hann virki fyrirbyggjandi gegn háum blóðþrýstingi. Vegna mikillar eftirspumar eftir hvítlaukshylkjum höfum við getað tekið mikið magn í einu og boðið þau á mjög hagstæðu verði. Guli miðinn tryggir gaeðin. Fœst í apótekum og heilsubillum , matvöruverslana. Eilsuhúsið Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 MINOLTA SP 3500 og SP 3000 LASER-PRENTARAR í nýlegum prófunum sem þekkt PC-tímarit í Frakklandi og Þýskalandi gerðu lenti SP 3500 laser-prentarinn frá MINOLTA í efsta sæti. Nú getur þú prófað, því við höfum fengið þessa frábæru prentara til sölu, ásamt SP 3000, sem er búinn flestum sömu eiginleikum. Meðal fjölmargra kosta SP 3500 eru: ► Hann er samhæfður bæði fyrir PC og Maclntosh tölvur ► Hann prentar 10 blöð á mínútu ► Hann er búinn RlSC-örgjörva ► Hann er með 35 True Type leturgerðum, auk 14 Laser Jet lll-leturgerða og 8 Intellifont leturgerða. ► í honum er samhæfð póstskrift (Microsoft True Image), Laser Jet III (PCL5), IBM Pro-Printer XL24e og EPSON FX-850. ► í honum er MINOLTA Fine-ART (Advanced Resolution Technology), sem tryggir myndgæði er jafnast nánast á við 600 punkta prentun. ► Hann er með 2 MB minni, sem er stækkanlegt upp í 10 MB. ► Hann er með 250 blaða pappírsskúffu (stækkanlegri). ► Hann skiptir sjálfvirkt á milli raðtengingar, hliðtengingar og "Apple Talk". ► Hann skiptir sjálfvirkt um prentham . MINOLTA KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SlÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 813022 piiii i ■ avnoua V*'; K 'iv' AUGUyr 199?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.