Morgunblaðið - 20.05.1993, Síða 43
________________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993
Lilja Eiríksdóttir,
Selfossi — Minning
Sýn mér, sólarfaðir,
sjónir hærri en þessar
málið mitt er síðast
miklar þig og blessar.
Sýn mér sætt í anda
sæla vini mína,
blessun minna barna
burtför mína krýna.
Dæm svo mildan dauða,
Drottinn, þínu barni
eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjami,
eins og lítill lækur
ljúki sínu hjali,
þar sem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(Matthías Jochumsson)
skeið í Sundhöll Selfoss. Hún var ein
af stofnendum Kvenfélags Selfoss
og vann því félagi svo vel sem hún
mátti. Hún starfaði líka mikið fyrir
Sjálfsbjörgu, landssamband fatlaðra.
Við Lilja áttum svolítið sameigin-
legt, reyndar heilmikið. Báðar vorum
við ömmur Unu Bjargar og Áma
Víðis sem lengst af þjuggu undir
sama þaki og hún, svo að þau höfðu
miklu meira af henni að segja en
ömmu í sveitinni, a.m.k. þangað til
þau fóru að koma hingað í kaupa-
vinnu að sumrinu.
Við kynntumst fyrir svo sem 20
árum, þegar sonur minn, Hjörtur,
og Helga, dóttir hennar, ákváðu að
eyða ævinni saman.
Lilja var mild og móðurleg í við-
móti og vildi öllum gott gera. Hún
vildi láta hafa sem minnst fyrir sér,
en bar hag annarra þeim mun meira
fyrir bijósti. Slíkra er gott að minn-
ast.
Lilja var orðin ekkja, þegar við
kynntumst. Hún var hætt að vinna
úti og bjó áfram á Skólavöllum 2.
Innan fárra ára fluttust Hjörtur og
Helga með börnin sín tvö á efri
hæðina á Skólavöllum 4, sem er
undir sama þaki, bara annar inn-
gangur.
Þau, eins og annað ungt fólk, sem
keppir að því að eignast þak yfir
höfuðið, urðu að sjálfsögðu bæði að
vinna úti. Una Björg, sem nú er að
verða 18 ára, og Árni Víðir, sem
fermdist núna á pálmasunnudaginn,
voru alltaf velkomin til Lilju ömmu,
þegar pabbi og mamma voru í vinn-
unni og þau voru enn ung og smá.
Það er og verður þeim ómetanlegt.
Auk þess sem þau áttu traust og
gott heimili hjá foreldrum sínum áttu
þau annað athvarf hjá ömmu sinni
og hún gaf sér ævinlega nógan tíma
til að sinna þeim. Þau eiga eftir að
búa að þeim forréttindum alla ævi.
Þegar þau stækkuðu gátu þau að
nokkru endurgoldið henni umhyggj-
una, sem hún sýndi þeim ungum.
Síðustu tvö árin hrakaði heilsu henn-
ar, svo hún þ'urfti á sífellt meiri hjálp
að halda til þess að þurfa ekki að
dveljast á sjúkrastofnun. Þá hjálp
átti hún sannarlega inni hjá ijölskyld-
unni á efri hæðinni, enda var hún
fúslega veitt. Síðustu misserin bjó
hún að mestu hjá Helgu og Hirti og
naut umönnunar þeirra og barnanna.
Lilju langaði til að lifa ferminguna
hans Árna Víðis, yngsta barnabarns-
ins. Henni varð að þeirri ósk. Hún
var óvenju hress þann fallega dag
og gat notið samvistanna við börn,
barnabörn, barnabarnabörn og aðra
vandamenn. Hún var falleg þennan
43
dag eins og jafnan áður. Hún var
óvenju glæsileg kona og bauð af sér
góðan þokka eins og allir, sem ævin-
lega bera meiri umhyggju fýrir öðr-
um en sjálfum sér.
En nú átti hún skammt eftir ólif-
að. Á miðvikudeginum í sömu viku
fékk hún áfall og lést að 10 dögum
liðnum. Þá rættist önnur ósk henn-
ar. Hún vildi deyja að vori til. Börn
hennar skiptust á að vaka yfir henni
þar til yfir lauk.
Ég ímynda mér að hún hefði viljað
kveðja í sama anda og Matthías Joc-
humsson gerði í versunum hér á
undan, sem hún hefur vafalaust
þekkt. Svo mikið kunni hún af sálm-
um og Ijóðum. Einhvern veginn
finnst mér að svona hafi hún hugs-
að. Efst í huga hennar var umhyggj-
an fyrir börnum hennar og öðrum
vinum og vandamönnum.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Fljótstungu.
Lilja var fædd í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru Eiríkur Ingi-
magnsson, ökumaður, fæddur 29.
júní 1877 á Akranesi, dáinn 11. maí
1948, og kona hans Elísabet Jóns-
dóttir, fædd 11. maí 1878 á Brenni-
stöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu,
dáin 4. desember 1933.
Lilja var elst fjögurra systkina,
sem upp komust. Bræðurnir, Jón og
Ingimagn, eru látnir, en systirin,
María Wouters, fluttist til Bandaríkj-
anna eftir stnð og býr nú í Flórída’.
Lilja ólst upp í foreldrahúsum við
Bræðraborgarstíg og gekk í Landa-
kotsskóla. Þar naut hún m.a. hand-
leiðslu mjög góðs móðurmálskenn-
ara, sem hún minntist með virðingu
og þökk. Guðrún hét hún. Hún varð
líka fyrir áhrifum af þeirri trúrækni
sem ríkti þarna og kunni mikið af
sálmum, bænum og Ijóðum.
Að lokinni skólagöngu vann hún
við ýpiis störf, sem til féllu, svo sem
fiskverkun og framreiðslu, en ljúfast
var henni að minnast vinnu sinnar á
fæðingarstofnun, sem Helga Níels-
dóttir veitti forstöðu og lét þess oft
getið að hún hefði gjarnan kosið sér
ljósmóðurstarfið, ef hún hefði haft
tök á að læra það.
Árið 1934 giftist hún Brynjólfi
Valdimarssyni, bifreiðastjóra frá Sól-
eyjarbakka, sem fæddur var 1. jan-
úar 1896 og lést 19. desember 1973.
Hann stundaði mjólkurflutninga. Þau
bjuggu á Selfossi frá 1939 til ævi-
loka.
Börn þeirra voru fimm: Eiríkur,
sem er kvæntur Valgerði Bjömsdótt-
ur. Þau eiga átta böm. Valdimar,
kvæntur Jakobínu Kjartansdóttur.
Þau eiga tvær dætur. Erlingur dó
ársgamall. Elísabet, gift Steinþóri
Þorsteinssyni. Þau eiga þijá syni.
Helga, sem er gift Hirti Hjartarsyni.
Þau eiga tvö börn. Alls eru bama-
börnin orðin fímmtán og langömmu-
börnin eru orðin sex.
Eftir að Lilja fluttist til Selfoss
var hún lengi framan af heimavinn-
andi húsmóðir, saumaði allt og pijón-
aði á fjölskylduna, og í kringum hana
var allt smekklegt og snyrtilegt.
Þegar bömin stækkuðu fór hún að
vinna úti. Hún vann m.a. á Sjúkra-
húsi Suðurlands og síðar um tíu ára
KYNNINGARFUNDUR
FARKLÚBBS VISA
Sunnudaginn 23. maí, kl. 14 - 17 að Hótel Holiday Inn
AÐ LEIGJA BÍL - BUDGET Rent a Car
John Larsen, forstjóri
VÍSA LEIÐIN UM EVRÓPU
Sigmar B. Hauksson, fararstjóri
AKSTUR í ÚTLÖNDUM
Björn Pétursson frá FÍB
KORTHAFATRYGGINGAR VISA
Leifur Steinn Elísson, aðst.framkvstj.
Jasskvartett Árna Scheving tekur sveiflu
Kaffiveitingar í boði VISA
ALLIR FAR- OG GULLKORTHAFAR VISA VELKOMNIR
Nánari upplýsingar:
FARKLÚBBUR Tsr
UPPLÝSINGA- OG PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
Höfóabakka 9, 112 Reykjavík
Sími 91-671700, Fax 91-673462
......, .. -i*. 'Xi w ■ 71
Höfðabakka 9, 112 Reykjavi||jiKmi 671700