Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 47
MORGUNBLABIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993
47
Minning'
Bjöm Sigvaldason
frá Bjarghúsum
Fæddur 16. febrúar 1902
Dáinn 12. maí 1993
Að kvöldi hins 12. maí andaðist
tengdafaðir minn, Björn Sigvalda-
son, á 92. aldursári. Við fráfall
hans er enn rofinn hlekkur í tengsl-
um okkar við liðna tíð. Þeir verða
sífellt færri sem kunna að segja frá
atburðum og lífsháttum í upphafi
þessarar aldar.
Björn var fæddur á Hvamms-
tanga hinn 16. febrúar 1902 og
mun hafa verið fyrsta barnið sem
fæddist þar. Hann var elsta barn
foreldra sinna, Hólmfríðar Þor-
valdsdóttur og Sigvalda Bjömsson-
ar. Hólmfríður var dóttir sr. Þor-
valds Bjarnarsonar á Melstað og
Sigríðar Jónasdóttur og elst fimm
þeirra barna, sem upp komust, en
þau misstu önnur fimm á bernsku-
skeiði. Þau sem upp komust voru,
auk Hólmfríðar, Ingibjörg, Böðvar,
Þuríður og Ófeigur. Þessi systkin
ílentust öll á heimaslóðum sínum í
Miðfirði og eiga systurnar marga
afkomendur þar og víðar. Niðjatal
Melstaðarhjóna var tekið saman
vegna ættarmóts, sem haldið var
árið 1989.
Foreldrar Sigvalda voru Björn
Sigvaldason og Ingibjörg Aradóttir
á Aðalbóli. Af níu börnum þeirra
hjóna fóru sjö til Vesturheims, en
tvö urðu eftir, Sigvaldi og Pálína
húsfreyja á Efra-Núpi í Miðfirði.
Það mun hafa verið mjög kært með
þeim systkinum tveim sem eftir
urðu á íslandi og svo var einnig
með systkinunum frá Melstað.
Björn átti því sterkan og samheld-
inn frændgarð í Miðfirði.
Fyrstu búskaparár sín voru
Hólmfríður og Sigvaldi í sambýli
við foreldra hennar á Melstað, en
árið 1906 fluttust þau að Brekku-
læk. Börn þeirra urðu átta. Auk
Björns voru það Þorvaldur sem dó
ungur; Jóhann Frímann, kennari
og bóndi á Brekkulæk, d. 1922;
Arinbjörn, dó á barnsaldri; Svan-
borg, húsfreyja i Reykjavík; Sigríð-
ur, matráðskona í Reykjavík, d.
1966; Gyða, fóstra í Reykjavík, og
Böðvar, bóndi á Mýrum. Systkinin
ólust upp í foreldrahúsum á Brekku-
læk og oft hef ég heyrt þau minn-
ast æskuáranna með hlýhug og
gleði.
Björn fór í Alþýðuskólann á
Hvammstanga og var þar veturinn
1919-20, en einmitt þann vetur
kom upp taugaveiki í skólanum og
ein námsmær lést. Þessu fylgdi ótti
og óhugur, skólinn lagðist niður,
en sú menntun sem Ásgeir Magnús-
son og aðrir kennarar skólans höfðu
miðlað reyndist mörgum dtjúgt
veganesti út í lífið. Ekki varð meira
úr skólagöngu og næstu ár vann
Björn margvísleg störf á ýmsum
stöðum. Hann minntist oft á aðbún-
að, sem sumstaðar var góður, en
annars staðar lakari og rakti heilsu-
brest til þess.
Árið 1930 kvæntist hann Guð-
rúnu Teitsdóttur frá Víðidalstungu,
mætri og góðri konu. Hún var dótt-
ir Jóhönnu Björnsdóttur, Guð-
mundssonar frá Marðarnúpi og
Teits Teitssonar, Teitssonar frá
Kirkjuhvammi. þau byijuðu búskap
á Brekkulæk og Efra-Vatnshorni,
en árið 1935 fluttust þau að Bjarg-
húsum, þar sem þau bjuggu til árs-
ins 1956. í Bjarghúsum bættu þau
húsakost og juku ræktun. Ég minn-
ist þess líka sem stelpa heima á
Þorgrímsstöðum að haft var á orði
að hann ætti fallegt fé hann Björn
í Bjarghúsum.
Börn Björns og Guðrúnar eru
þijú: Jóhanna, áður húsfreyja í
Bjarghúsum, nú leiðbeinandi á Flat-
eyri, gift Jóni Marz Ámundasyni;
Þorvaldur, kennari og organisti í
Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu
Steingrímsdóttur og Hólmgeir, töl-
fræðingur í Reykjavík, kvæntur
Jónínu Guðmundsdóttur. Barna-
börnin eru fjórtán og barnabarna-
bömin tuttugu og fimm.
Frá árinu 1956 voru þau Bjöm
og Guðrún búsett í Reykjavík og
Björn stundaði þar verkamanna-
vinnu á vetmm og girðingarvörslu
á heiðum uppi á sumrin. Síðar, eða
frá 1966-78, vann hann hjá Kirkju-
görðum Reykjavíkur, lengst af sem
kirkjuvörður í Fossvogskapellu.
Árið 1986 var heilsa og þrek þeirra
beggja þrotið og síðustu árunum
eyddu þau á vistheimili aldraðra,
Hrafnistu. Þar lést Guðrún sumarið
1988 og Björn nú, tæpum fimm
árum síðar. Hann hélt andlegum
kröftum sínum til síðasta sólar-
hrings og las ívar Hlújárn nóttina
áður en hann dó.
Björn átti sér mörg áhugamál
og var svo gæfusamur að geta gef-
ið sig að þeim, þrátt fyrir heilsu-
leysi framan af ævi og vegalengdir
og farartálma sem sveitafólk í vega-
snauðu laiyii þurfti að sigrast á.
Það var einkum þrennt sem átti hug
hans óskiptan: Stjórnmál, söngur
og hestamennska. Hann gerðist
ungur eldheitur sósíalisti og var
alla tíð umhugað um kjör alþýðu
og sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar
þessi mál bar á góma gat verið stutt
í æsinginn og minnti hann að því
leyti á lýsingar sem ég hef heyrt
af sr. Þorvaldi afa hans. Báðir
munu líka hafa verið fljótir að jafna
sig.
Söngur var alla tíð hans hjartans
mál. — Sextán ára að aldri byijaði
hann að syngja í Karlakór Miðfirð-
inga undir stjóm sr. Jóhanns Briem,
en hann var mikil lyftistöng fyrir
sönglíf sveitarinnar.
Kórsöng stundaði hann síðan
samfellt þar til hann varð áttræð-
ur, síðast í kirkjukór Laugarnes-
kirkju. Hann söng bassa og hafði
afskaplega gaman af að taka lagið
í góðra vina hópi. Sönggleðin fylgir
ýmsum afkomenda hans. Og hesta-
mennska veitti honum marga
ánægjustund. Á æskuárum hans
stóð sala markaðshrossa til útlanda
sem hæst. Þá voru hross rekin úr
Skagaíjarðar- og Húnavatnssýslum
til Reykjavíkur og gátu verið um
800 hross í einum rekstri. Talið var
að þyrfti einn rekstrarmann á hver
50 hross. Björn hefur lýst einni
slíkri ferð sem hann fór sautján ára
gamall. (Húni, 2. árg. 1980). Það
hefur verið ævintýri og tæpast síðra
en tómstundagaman ýmissa í sam-
tímanum sem æða um hálendi og
jökla á vélknúnum farartækjum.
Ég sá Björn fyrst þegar hann
var tæplega sextugur að aldri.
Hann var grannur og léttur á sér
og kvikur í hreyfingum. Sumarið
1960 var hann girðingarvörður á
Amarvatnsheiði. Hann hafði
nokkra hesta i girðingu upp á
Holtavörðuheiði og fór í reglulegar
eftirlitsferðir með girðingum vegna
sauðfjárveikivarna. Við Hólmgeir
fórum með honum í eina slíka ferð
'austur að Arnarvatni og ég hef allt-
af verið þakklát fyrir að fá að kynn-
ast Birni í þeirri ferð. Hann lagði
fyrir silung í Kvíslarvötnum og eld-
aði handa okkur ljómandi silungs-
súpu og naut þess mjög að sýna
okkur heiðalöndin sem skörtuðu
sínu fegursta þetta sumar. Hafi
hann heila þökk fyrir þessa ferð og
allt annað gott gjört mér og minni
fjölskyldu.
Blessuð sé minning hans.
Jónína Guðmundsdóttir.
Elskulegi afi minn er dáinn.
Hann var fæddur á Hvammstanga
hinn 16. febrúar 1902 og var fyrsta
barn sem fæddist þar. Foreldrar
hans voru Sigvaldi Björnsson og
Hólmfríður Þorvaldsdóttir. Fyrstu
æviárin bjó afi með foreldrum sín-
um á Melstað í Miðfirði, en árið
1906 fluttust þau að Brekkulæk í
sömu sveit, þar sem afi ólst upp.
Auk uppeldis og menntunar heima
hjá foreldrum sínum og systkinum
var hann í tæp tvö ár í Alþýðu-
skóla á Hvammstanga. Skólagang-
an varð ekki löng sökum taugaveiki
sem kom upp í skólanum. Veiktist
afi og lá það sem eftir var vetrar.
Um 1930 giftist afi henni ömmu,
Guðrúnu Teitsdóttur (fædd 23. jan-
úar 1906, dáin 9. júlí 1988) og eign-
uðust þau þijú börn, Jóhönnu leið-
beinanda, fædd 4. ágúst 1930, Þor-
vald organista og kennara, fæddur
27. mars 1935, og Hólmgeir töl-
fræðing, fæddur 18. maí 1937.
Bjuggu þau afi og amma íyrstu
árin á nokkrum stöðum, en frá
1935—1956 í Bjarghúsum í Vestur-
hópi. Við búinu tóku svo Jóhanna
dóttir þeirra og hennar fjölskylda.
Afi Iét til sín taka í ýmsum mál-
um í sveitinni. Stofnaði m.a. verka-
lýðsfélagið Ægi í Þverárhreppi
1935 og var fýrsti formaður þess.
Félagið kom t.a.m. á laggirnar
heimilishjálp. Félagið starfaði í um
20 ár, en þá sameinuðust verkalýðs-
félögin í V-Húnavatnssýslu í eitt.
Afi þótti ágætur bóndi og hesta-
maður var hann fram í fingurgóma.
Hestar voru honum tengdir að sama
skapi og menn og fram á síðustu
ævidaga var afi enn að ræða tamn-
ingar, gang í hestum o.fl. Hann
ferðaðist sjálfur víða á hestum og
sex sumur fór hann með mæðiveiki-
girðingum inn til heiða. Þá dundaði
hann sér við að setja saman stök-
ur, en ef einhver hrósaði stökunum
eða öðru sem afi gerði, þá var hann
vanur að segja: „Uss, þetta er nú
ekki neitt.“
Afi var mestan hluta ævi sinnar
bóndi, en 1958 fluttust þau amma
til Reykjavíkur og vann afi hjá Olíu-
félaginu ESSO, en 1965 hóf hann
störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur
og vann þar til 76 ára aldurs.
Ekki man ég nákvæmlega sam-
skipti okkar afa í bernsku minni,
en eftir því sem árin liðu og ég sjálf
fluttist til Reykjavíkur, þá tókst
með okkur vinskapur og trúnaður
og þá sérstaklega hans síðustu ár.
Heimsóknunum ijölgaði á Berg-
þórugötuna og síðar á Hrafnistu,
þar sem þau afi og amma tóku sínu
fólki ávallt opnum örmum, og bönd-
in efldust og styrktust.
Hvort sem afi var kommúnisti,
sósíalisti eða annað, þá var það
fyrst og fremst hans eigin kenning
sem lifði í bijósti hans og sam-
kvæmt þeirri kenningu starfaði
hann og lifði.
Jafnrétti, bræðralag, greið leið
til menntunar fyrir alla, um allt
þetta snerist hans líf. Honum var
mikið í mun að fátækt og örbirgð
tilheyrðu fortiðinni og fylgdist til
síðustu stundar með heimsmálum
og verkum manna. Stundum vitnaði
hann í fornsögurnar þegar heims-
málin voru rædd, en þær sögur
voru lionum kærari en margt ann-
að.
Margir muna eftir sérþörfum afa,
s.s. rúgbrauði með kæfu og Coca
cola í glerflöskum af miðstærð. Kók
fannst afa vera hinn besti lífselexír
og drakk hann það dag hvern og
bauð með sér, ásamt góðgæti úr
krukku.
Mér eru sérstaklega minnisstæð-
ar stundir okkar afa síðastliðið ár.
Þá var ég að ljúka námi mínu sem
fóstra og stutt úr skólanum til hans
svo að ég leit gjarnan inn hjá hon-
um. Afi fylgdist heilshugar með
námi mínu, gluggaði í bækur og,
kenningar sem ég lærði og las um
og kom sínum hugmyndum á fram-
færi. Ef eitthvert orð vafðist fyrir
mér, hvernig stafsetja skyldi það
þá var öruggt að afi vissi það, hann
var einstaklega góður íslenskumað-
ur.
Afi var mér mikil hjálp í blíðu
og stríðu og studdi og hvatti mig
til dáða. Og það var ekki í hans
anda að tíunda það sem hann lét
gott af sér leiða.
Fjölskylda hans og velferð henn-
ar voru honum ofarlega í huga og
allir jafningjar hans. Enginn best-
ur, enginn verstur. Afi bar tilfinn-
ingar sínar oftast í hljóði, en ég
minnist þess að þegar amma dó,
þá ræddi hann mikið um hana,
hann þurfti eins og við öll þurfum
við ástvinamissi að sætta sig við
að hún væri ekki lengur meðal okk-
ar. Þó að afi hafi á stundum verið
hijúfur á yfirborðinu þá var hjarta-
lagið hreint og ósvikult og oftar en
ekki er því nú þannig farið í mann-
legum samskiptum að sannleikur-
inn getur verið sár, en það getur
stoppað okkur á leið til þroska að
láta hann liggja og hvað þá að ljúga.
Þetta vissi afi og hans kenning var
að láta sannleikann ráða ferðinni..
Mikið og gott samband var milli
afa og systkina hans og að umgang-
ast þau saman var eins og að sitja
kennslustund í hvernig lífið getur
verið svo undursamlegt og gleði-
legt, allt fullt af kærleik. Allt þetta
er undir okkur sjálfum komið og
það lagði afi ríka áherslu á, að
bera ábyrgð á orðum sínum og
gjörðum því að það verður ekki
aftur tekið.
Að lokum kveð ég besta vin minn,
hann afa, með ljóðlínum úr Braut-^
inni eftir Þorstein Erlingsson:
Ég trúi því sannleiki að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni;
og þér vinn ég konungur það sem ég vinn
og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni.
Ég og fjölskylda mfn þökkum afa
samfylgdina. Minning hans er ljós
i huga okkar.
Þórhildur Jónsdóttir.
t Elsku systir okkar, GUÐRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Asparvík, Austurbrún 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bjarnarhafnarkirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Systkinin frá Asparvík og fjölskyldur.
t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AXEL THORARENSEN, Gjögri, sem lést á heimili sínu þann 14. maí, verður jarðsunginn frá Árnes- kirkju, Trékyllisvík, laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Benedikt Bent ívarsson, Ólafur Gísli Thorarensen, Steinunn Thorarensen, Ólafur Grétar Óskarsson, Kamilla Thorarensen, Rósmundur Skarphéðinsson, Olga Soffía Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Jakob Jens Thorarensen, Elva Thorarensen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR
fyrrv. hárgreiðslumeistari
Þjóðleikhússins,
lést 17. maí.
Ragnhildur J. Sigurðardóttir, Jes Einar Þorsteinsson,
Guðrún Sigurðardóttir,
Magnús Einar Sigurðsson, Kicki Borhammar,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sonur okkar, dóttursonur og bróðir,
BJARKI FRIÐRIKSSON,
Kambaseli 50,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti Styrktarfélag vangefinna
eða önnur líknarfélög njóta þess.
Þurfður Einarsdóttir, Friðrik Aiexandersson,
Sigríður Bárðardóttir, Einar Jóhannesson,
Arnar Friðriksson,
Sigrfður Eyrún Friðriksdóttir,
Viðar Friðriksson.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
INGÓLFUR JÓHANNESSON
frá Skálholtsvik,
Trönuhólum 14,
varð bráðkvaddur 18. maí.
Guðríður Einarsdóttir,
Magnús Ingólfsson, Björg Björnsdóttir,
Guðríður Erna Magnúsdóttir, Ásta Lilja Magnúsdóttir,
Ingólfur Már Magnússon.