Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
fclk í
fréttum
SJONVARP
Gráturinn í þáttunum
var raunverulegur
Sara Polly, sem leikur Söru
í þáttunum Leiðinni til
Avonlea segist hafa orðið
þekkt fyrir að gráta í þáttun-
um. Það sem almenningur
vissi þó ekki, var að tárin voru
ekki leikaraskapur heldur
raunveruleg. Móðir hennar var
nefnilega með krabbamein og
hún dó rétt eftir að Sara hafði
slegið í gegn sem sjónvarps-
stjarna. Hún segir að auðvitað
hafi þetta verið erfitt tímabil,
en hún hafi það gott núna.
Það var árið 1990 sem
móðir hennar dó og aðeins
viku eftir jarðarförina mætti
Sara aftur í myndverið tilbúin
í fleiri upptökur. Hún vildi
ekki láta snúast í kringum sig
með vorkunnsemi heldur ósk-
_aði eftir því að komið væri
fram við hana eins og alla
aðra. Hún segir að allir þeir
sem leika í þáttunum og
stjórna þeim séu frábærir og
þeir hafí hjálpað henni mjög
mikið. Dagurinn hjá Söru er
mjög langur, hún vaknar
klukkan fjögur á morgnana
og vinnur oft langt frameftir
á kvöldin. Hún dregur ekki
undan að þetta sé erfitt, því
fyrir utan vinnuna þarf hún
að sinna náminu.
Tónleikabar
Vitastíg 3, sími 628585
Fimmtudagur 20. maí
Opið frá kl. 21-01
Sappaaðdáendui!
Sappakvöld í kvöld.
Mætum í Sappastuði.
Föstudagskvöld:
Valdimar Flygenring og hljóm-
sveitin Bláeygt sakleysi.
Sara með stóra bróður sínum, Mark, en það var einmitt
hann sem hvatti til þess að hún færi í prufutökur.
Sara, sem er 13 ára, býr í
Toronto í Kanada með föður
sínum Michael, sem er breskur
leikari, og 25 ára bróður sín-
um Mark, en það var einmitt
hann sem taldi foreldra sína
á að leyfa Söru að fara í prufu-
tökur fyrir auglýsingar, þegar
hún var aðeins fjögurra ára.
Sara er sjónvarpsstjarna
með eigin bílstjóra og hún
vinnur sér inn mikla peninga
meðan hún hefur hlutverkið í
Leiðinni til Avonlea. Hún seg-
ist þó ekkert vera farin að
velta fyrir sér að kaupa stórt
hús heldur stefni hún á Ox-
fordháskóla í Bretlandi þegar
hún hafi aldur til.
I frítímanum fínnst Söru
gaman að lesa og þá gjarnan
ljóð með vinum sínum, sem
eru oft helmingi eldri en hún,
eða þá að hún situr og spilar
á gítar. Þó hún sé bara 13 ára
á hún kærasta, en hann býr
langt frá henni. Hún segir það
vera mikinn galla, því að síma-
reikningurinn sé svo ofboðs-
lega hár.
C.UOSM
C’-
Slt/L7AC,E?-0
COSPER
Þessi frábæra franska söng- og leikkona heldur tvenna
tónleika á Hótel íslandi fimmtudags- og föstudagskvöld
Fimmtudagur - KK-band
Föstudagur - Júpiters
Miöaverð aðeins 1.200 kr
Miðasala og borðapantanir í síma 687111.
HQTEL IMD
Sigríður Sunna Aradóttir hlaut fyrstu
verðlaun fyrir söguna sína Systkini.
Linda Ösk Þorleifsdóttir hafnaði í fyrsta
sæti með ljóð sitt Astin er úti.
SAMKEPPNI
Krakkar úr Tjarnar-
skóla sigursæl
Ut er komið ljóða- og
smásagnakverið Bleik-
ar bólur á vegum Félagsmið-
stöðvarinnar Tónabæjar, en
sex verðlaun, þrjú í hvorum
flokki, voru veitt í samkeppni
sem fram fór í vetur á vegum
félagsmiðstöðvarinnar. Eft-
irtektarvert er að fjórar við-
urkenningar fóru til nem-
enda í Tjarnarskóla. Alls
bárust 86 smásögur og 107
ljóð í keppnina, en bókafor-
lögin Iðunn, Vaka-Helgafell
og Mál og menning gáfu
vegleg verðlaun.
Mikið lagt up úr
persónulýsingum
Sigríður Sunna Aradóttir
í 9. MSH hreppti fyrsta sæti
í smásagnakeppninni. „Ég
hef aldrei áður tekið þátt í
neinni svona keppni. Kennar-
inn sendi inn sögurnar, án
þess að við vissum af því,
svo að ég varð rosalega undr-
andi þegar hringt var í mig
og mér sagt að ég hefði unn-
ið,“ sagði Sigríður í stuttu
spjalli við Morgunblaðið. „í
Tjarnarskóla er mikið lagt
upp úr bókmenntum, bæði
ljóðum og sögum. í sögunum
er t.d. lögð áhersla á per-
sónulýsingar og svo er mjög
nákvæmlega farið út í rit-
gerðir.“
Sigríður hlaut Sturlunga-
sögu og skáldsögur eftir Pét-
ur Gunnarsson í verðlaun.
Hún segist hafa lesið mjög
mikið þegar hún var yngri,
en heldur hafi dregið úr því
að undanförnu. Nú orðið les
hún þyngri bækur til dæmis
eftir Halldór Laxness. Hún
segist hafa byijað að lesa
þær af skyldurækni, en nú
þyki henni þær skemmtileg-
ar. „Sérstaklega finnst mér
Salka Valka skemmtileg, en
Brekkukotsannál las ég í
lestrarkeppninni, svo ég fór
frekar hratt yfir hana. Ég
þarf bara að lesa hana aft-
ur,“ segir hún.
Verðlaunasætin
Í fyrsta sæti í ljóðakeppni
hafnaði Linda Ósk Þorleifs-
dóttir með ljóðið Ástin er
úti, í 2. sæti Guðjón Elmar
Guðjónsson með ljóðið Snjór,
vatn og sól og í 3. sæti lenti
Sindri Sindrason með ljóðið
Ljóð. Þau eru öll úr Tjarnar-
skóla.
í 2. sæti í smásagna-
keppninni lenti Arnþrúður
Ingólfsdóttir í 2. sæti með
söguna Hvernig maður
breytist þegar rigningin
kemur, í 3./4. sæti lentu þær
Dagbjört Jónsdóttir og Elísa
Pétursdóttir með söguna
Tvær geðveikar stúlkur, en
Laufey Geirsdóttir lenti einn-
ig í 3./4. sæti með söguna
Litla stjarnan.
DANSSVEITIN
ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur
í kvöld og alla helgina
Aðgangseyrir kr. 800.- Opið frá kl. 22-03
Borðapantanir í síma 68 62 20
_ Laugaw*gi 45 - s. 21 255
BLÚSPARTÝ
VINIRDÓRA
ásamt fjölda gesta, þ.á m.
TREGASVEITIN,
BOBBY HARRISON,
SNIGLABANDIÐ,
PÁLL RÓSINKRANS
Föstudagskvöld:
STJÓRNIN í góöum gír