Morgunblaðið - 29.05.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 29.05.1993, Síða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 119. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 29. MAI 1993 Prentsraiðja Morgunblaðsins Vantraust á pólsku ríkisstjórnina Walesa forseti íhugar þingrof Naumur munur Vantraustið náði naumlega fram að ganga því 223 þingmenn greiddu tillögunni atkvæði en 198 þingmenn greiddu mótatkvæði og 24 sátu hjá. Hjáseta telst mótatkvæði sam- kvæmt pólskum þingsköpum og því fór atkvæðagreiðslan 223-222. Má því segja að pípureykingamaðurinn og fyrrum dómsmálaráðherra, Zbigniew Dyka, hafí haft líf stjórn- arinnar, sem hann sagði nýlega skil- ið við, í hendi sér. Ekki vildi Dyka bjarga ríkis- stjórninni, tók ekki þátt í atkvæða- greiðslunni og fylgdist með henni úr hliðarsal, ákaft tottandi pípu sína. Að honum undanskildum studdu flokksmenn hans allir stjórn Suc- hocku. muni tapa nær tveim milljörðum í Þýskalandi á árinu. Hvalveiðistefn- an getur ennfremur valdið miklum vanda í tengsium við umsókn Nor- egs um aðild að Evrópubandalaginu. Bann við öllum hvalveiðum tekur gildi í bandalaginu á næsta ári. Þing bandalagsins jók þrýstinginn í vik- unni með því að samþykkja áskorun um að norskum stjórnvöldum yrði skipað að stöðva veiðarnar fengi Noregur aðild. Á næsta ári verða vetrarólympíu- leikar haldnir í Lillehammer og segj- ast norskir forráðamenn leikanna hafa áhyggjur af straumi harðorðra mótmæíabréfa og áróðri þeirra hvalavina sem vilja að leikamir verði hundsaðir. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland muni skipta um skoðun í málinu. Varsjá. Reuter, The Daily Telegraph. HANNA Suchocka, forsætisráðherra Póllands, baðst lausnar í gær eftir að neðri deild þingsins hafði samþykkt vantraust á stjórn hennar með eins atkvæðis meirihluta. Embættismenn sögðu að líklegast væri að Lech Walesa forseti myndi annaðhyort leysa þingið upp og boða til nýrra kosninga eða útnefna sjálfur nýjan forsætisráðherra kæmu þingflokkarnir sér ekki fljótt saman um eftirmann Suchocku. Sjálfur gaf forsetinn sterk- lega í skyn að þingrof yrði lausnin. Pólska þingið sam- þykkti í gær ný kosningalög sem ætlast er til að takmarki fjölda Hanna Suchocka flokka á þingi en þeir eru nú 29. Framvegis verður flokkur að fá a.mk. 5% atkvæða til að hljóta þing- sæti. Stjómmálaskýrendur sögðu að eftirmann Suchocku væri tæpast að finna á þingi. Einn besti kosturinn sem þingið ætti væri að útnefna Suchocku aftur. Hagfræðingar telja að líklega færi stjómleysi í hönd og vænta mætti tafa á efnahagslegum umbótum í Póllandi. Sundurlyndi á þingi Samstaða, samtök óháðu verka- lýðsfélaganna, bar vantrauststillög- una upp til að mótmæla fjárlaga- og kjaramálastefnu stjómar Such- ocku. Hún er fímmti forsætisráð- herra Póllands sem verður fórnar- lamb pólitískrar upplausnar í land- inu á fjórum ámm eða frá því kommúnistar misstu alræðisvöld 1989. Hún naut almennrar virðingar sem stjómandi en sundurlyndi þingsins var henni fjötur um fót og hún gat ekki kveðið niður togstreitu innan stjórnarinnar. Fóstureyðingalögum hnekkt FORSETI þýska stjórnarskrárdómstólsins, Gottfried Marenholz, les upp úrskurð dómstólsins sem hnekkti í gær nýjum lögum þar sem réttur til fóstureyðinga var rýmkaður. Lögin í Vestur-Þýskalandi settu mun meiri skorður við fóstureyðingum en samsvarandi lög í Aust- ur-Þýskalandi en þar var úrskurðinum í gær harðlega Reuter mótmælt. Stjórnmálaleiðtogar í austurhéruðunum segja að úrskurðurinn sé enn eitt dæmið um að vestanmenn hundsi vilja íbúanna í austri. Kannanir sýna að þorri íbúa þar vill halda í gömlu löggjöfina en samkvæmt henni greiðir ríkisvaldið allan kostnað af aðgerðinni. Sjá frétt á bls. 21. * Akvörðun Norðmanna um að leyfa hrefnuveiðar Gunnar Fatland, þingmaður fyrir íhaldsmenn, er ómyrkur í máli: „Sé litið á málið eingöngu með hags- muni framleiðslufyrirtækja í huga er augljóst að ákvörðunina um hval- veiðar ber að taka aftur,“ sagði hann. í forystugrein Dagbladet á fímmtudag sagði að væri stjóminni alvara þegar hún segði að mikilvæg- asta verkefni hennar væri að berj- ast gegn atvinnuleysi væri tími kom- inn til að snúa við blaðinu í hval- veiðimálinu. Kannanir sýna að að- eins 400-500 full störf myndu verða sköpuð með því að hefja veiðar af sama umfangi og var á áttunda áratugnum, þ.e. 2.000 dýr á ári. Milljarðatap Greenpeace-samtökin fullyrða að Norðmenn hafí þegar tapað við- skiptum í Bandaríkjunum að and- virði nær 750 milljóna ísl. kr. og Auknar efasemd- ir vinnuveitenda Bent á að veiðamar skapi fá störf og refsiaðgerðir valdi þegar stórtjóni Ósló. Reuter. HÁVÆR gagnrýni margra þjóða og fjárhagstap vegna tap- aðra viðskiptasamninga valda því að stuðningur í röðum nor- skra atvinnurekenda við hvalveiðar fer nú minnkandi. „Það er þ'óst að takmörk eru fyrir því hve mikinn skaða fyrirtæk- in þola,“ sagði Kjell Martin Fredriksen, formaður verslunar- ráðs Noregs, í samtali við fréttamann Reuters-fréttastofunnar í gær. Reuter Flórensbúar mótmæla tilræði TUGÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á Santa Croce-torgi í Flórens í gær til að mótmæla framferði tilræðismanna er komu sprengju fyrir í bíl rétt hjá Uffizi-listasafninu á fimmtudag. Margir notuðu tækifærið og úthúðuðu stjómmálaflokkunum og leiðtogum þeirra sem sumir eru grunað- ir um mafíutengsl. Talið er nær víst að mafían hafí staðið að baki tilræð- inu. Fimm manns létu lífíð, í fyrstu var talið að fómarlömbin væru sex. Geysilegt tjón varð á safnhúsinu og allmörgum verkum þess. Leikja- tölvur hættu- legar? Bonn. Reuter. FJOLDI þýskra þingmanna telur að leikjatölvur, sem hægt er að hafa milli hand- anna hvar sem er, séu hættu- legar heilsu barna. Þeir vilja að bannað verði að selja leiki af þessu tagi börnum undir 16 ára aldri. Að sögn Bild telja þingmenn úr röðum Kristilegra demókrata að vernda eigi börn fyrir tölvu- leikjum með lagasetningu. „Leikirnir geta orðið álíka vanabindandi og áfengi og því verið hættulegir heilsunni," sagði Michel Luther þingmaður í viðtali við blaðið. Annar sagði óhjákvæmilegt að vemda börn og unglinga fyrir tilfínningalegu og andlegu tjóni sem tölvumar gætu valdið. Baimað börnum Bandaríska blaðið Washing- ton Post segir að útbú japanska tölvuleikjaframleiðandans Sega þar í landi ætli framvegis að skýra notendum frá því hvaða leikir séu of grimmdarlegir til að það sé við hæfí að börn skemmti sér við þá. Gagnrýni á ofbeldisdýrkun í kvikmyndum fer vaxandi vestra og segja heimildarmenn að Sega ætli með þessu að bregðast við samsvar- andi gagnrýni á tölvuleikina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.