Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C ^fttnnUfiM^ STOFNAÐ 1913 129.tbl.81.árg. FOSTUDAGUR 11. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vill fund um fram- tíð NATO Aþenu. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN lagði til í gær að efnt yrði til leið- togafundar um framtíð Atl- antshafsbandalagsins (NATO) með þátttöku allra aðildarríkjanna. Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kynnti tillöguna á vorfundi ráð- herraráðs NATO í Aþenu í gær. „Bill Clinton forseti álítur slíkan fund mikilvægt tækifæri til að styrkja bandalagið og laga stefnuskrá þess að erfíðum úr- lausnarefnum sem við blasa eft- ir endalok kalda stríðsins," sagði utanríkisráðherrann. Forysta Baiidaríkjauna Tillagan virtist tilraun af hálfu Clintons og Christophers til að kveða niður efasemdar- raddir um forystuhlutverk Bandaríkjastjórnar á alþjóða- vettvangi nú þegar kalda stríð- inu er lokið. „Endalok kalda stríðsins gera forystuhlutverk Bandaríkjanna jafnvel enn mik- ilvægara en áður - og við viljum taka það erfiða viðfangsefni að okkur," sagði hann. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að leið- togafundurinn yrði að öllum lík- indum í Brussel í haust, trúlega í byrjun nóvember. Gagnrýnin á Major „Smávægi- legar erjur" London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, reyndi í gær að gera lítið úr svæsinni árás Normans Lamonts, fyrrverandi fjármála- ráðherra, og kallaði hana „smá- vægilegar erjur". Þá vísaði hann á bug vangaveltum um, að ræða Lamonts og deilurnar innan íhaldsflokksins gætu leitt til nýrra kosninga bráðlega. Lamont, sem látinn var víkja úr embætti fjármálaráðherra fyrir skömmu, fór mjög neyðarlegum orðum um Major í þingræðu í fyrradag og er staða forsætisráð- herrans nú talin mjög veik, jafnt innan flokks senv utan. Kosningar hlægilegar Á þingi í gær reyndi stjórnar- andstaðan að gera sér mat úr þessu en Major gerði lítið úr yfir- lýsingum Lamonts og hló þegar John Smith, leiðtogi Verkamanna- flokksins, krafðíst nýrra kosninga. „Það hefur kannski farið fram- hjá yður, en það voru kosningar fyrir ári. Við unnum þær, þið töp- uðuð þeim. Staðan í kosningamál- unum er nú fjögur núll og verður bráðum fimm núll." Sjá „Dagblöð ..." á bls. 26. Ágreiningur um Bosníu á vorfundi utanríkísráðherra NATO Herflugvélum beitt en óvissa um framkvæmd VORFUNDUR utanrikisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna, NATO, sem haldinn var í Aþenu, samþykkti í gær að senda her- flugvélai" til varnar friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu en ágreiningur er um hvort þeim skuli eingöngu beitt á griða- svæðum múslima eða alls staðar í landinu. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda 300 hermenn til Makedóniu til að koma í veg fyrir, að átökin í Bosníu breiðist þangað. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, hafði skorað á NATO- ríkin að vera einhuga og sýna, að þau gætu haft forystu um eitthvað, og því var samstaða um, að senda skyldi herflugvélar til varnar gæslu- liðum á griðasvæðunum. Það kom því á óvart þegar Warren Christoph- er, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfír, að flugvélarnar ættu að gæta gæsluliðanna alls staðar í Bosn- íu. Að lokum var samþykkt yfirlýsing þar sem sagði, að NATO myndi veita gæsluliðum SÞ vernd úr lofti „í sam- ræmi við heildarumboð sitt" en ekki er ljóst hvert það er eða við hvað er átt. Baðst undan útskýringum Bandaríkjamenn og Bretar héldu því fram, að fundinum loknum, að brugðist yrði til varnar gæsluliðum SÞ alls staðar í Bosníu en Frakkar sögðu samþykktina aðeins ná til griðasvæðanna. Þá lagði Christopher áherslu á, að aðeins væri átt við gæsluliðana en mörg Evrópuríkjanna telja, að einnigmegi koma óbreyttum borgurum til hjálpar. Fréttamenn og aðrir báðu Wðrner margsinnis að skýra samþykkt utanríkisráðherra- fundarins í gær en hann baðst undan því. Bandaríkjastjórn hefur boðist til að senda 300 hermenn til Makedóníu til að koma í veg fyrir, að óöldin í Bosníu taki sig upp þar og hefur Makedóníustjórn þegið boðið. Þar eru fyrir 700 norrænir gæsluliðar á veg- um SÞ. Embættismenn á fundinum í Aþenu sögðu í gær, að fyrirhugað væri, að Bill Clinton Bandaríkjáfor- seti og Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, hittust á fundi í Moskvu í nóvember en Dee Dee Myers, tals- maður Hvíta hússins, vísaði því á bug. Sagði hún, að forsetarnir myndu finnast í Tókýó í næsta mánuði að loknum leiðtogafundi Sjö-ríkja-hóps- ins og annar fundur væri ekki á döfinni. Sjá „Tekist á um ..." á bls. 27. Með hendur í hárinu Reuter Grimmur heimur KONA og tvö af tíu börnum hennar slösuðust alvarlega þegar þau urðu fyrir sprengjubrotum í Sarajévo í gær. Voru Serbar að verki og létu þeir sprengjuhríðina dynja á einu íbúðahverfi borgarinnar en árásin þótti þó ekki mjög hörð eftir því sem borgarbúar eiga að venjast. Var farið með konuna og börnin í sjúkrahús en nágrannarnir reyndu að hugga hin börnin, sem grétu ákaflega af ótta og skelfingu. Þau höfðu ekki annað til saka unnið en leika sér á götunni þar sem sprengjukúlan féll. Múslimar og Króatar sömdu um vopnahlé í gær en króatíska útvarpið sakaði þá fyrrnefndu um að hafa myrt 400 króatíska þorpsbúa og rekið 10.000 manns frá Travnik-héraði. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, Willem Van Eekelen, framkvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, og annar ónefndur fulltrúi á vorfundi utanríkisráðherra NATO gripu strax um höfuð sér þegar boðað var til „fjölskyldumyndatöku" á fundinum. Vildu þeir vera vissir um, að háríð færi vel. Vandinn ermikill hagvöxtur Peking. Reuter. FRAMLEIÐSLA í Kína jókst um 27,3% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs og hefur aldrei aukist jafn mikið siðan markaðsbúskap- ur var settur skör hærra áætlun- arbúskap kommúnismans. Er þessi mikli hagvöxtur helsta efnahagsvandamálið í Kina. Kínversk stjórnvöld hafa neyðst til að stíga á bremsurnar öðru hvoru til að koma í veg fyrir of mikla þenslu en í fyrra var aftur slakað á taumun- um. Þá var hagvöxturinn 12,8% en með auknu frelsi og einkavæðingu hefur þvílíkt fjör hlaupið í efnahags- starfsemina, að framleiðsluaukning margra einkafyrirtækja hefur farið yfir 70%. Verðhækkun á hráefnum Hagvóxturinn er langmestur í strandhéruðunum þar sem hann er á bilinu 32-49% og þar er farið að gæta verulegs orkuskorts. Eru raf- orkuverin flest kolakynt en kolanám hefur minnkað um 7,3% á þessu ári. Þá er þenslan farin að valda miklu álagi á ófullkomið samgöngukerflð og hráefnabirgðir, til dæmis stáls og áls, sem hafa minnkað verulega og verðið rokið upp. Búist er við, að stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr þenslunni. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.