Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 5

Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 5 Menskar vörur lækka en innfluttar hækka Yerðbólga 3,2% síðustu 12 mánuði Framfærsluvísitalan hefur lækkað um 0,1% frá síðasta mán- uði, og verðbólguhraði mælist þar með 3,2% síðastliðna 12 mán- uði. Ef breytingar vísitölunnar síðustu þijá mánuði eru skoðaðar jafngilda þær 1,9% verðbólgu á ári. Milli maí og júní hefur mest lækkun orðið á matar- og drykkj- arvöru, eða 1,1%, en á móti kem- ur meðal annars 2,2% hækkun á bensíni. Mest hefur verðlækkunin orðið á kartöflum og vörum unnum úr þeim, eða 27,4%, sem hefur 0,14% áhrif til lækkunar á vísitöluna. Kostnaðarliður eigin flutninga- tækja, þar á meðal bensíns, hefur í heild hækkað um 0,6% en það hefur 0,1% hækkunaráhrif á vísi- töluna. Að sögn Rósmundar Guðnason- ar, hagfræðings hjá Hagstofu ís- lands, var vöruverð til grundvallar júnívísitölunni mælt fyrstu tvo daga júnímánuðar. Því hafi borið nokkuð á því, sérstaklega fyrri dag mæling- anna, að verðlækkanir á búvöru samkvæmt nýgerðum kjarasamn- ingum hafi ekki verið komnar fram. Rósmundur kvaðst búast við frek- ari lækkunum á þessum þáttum í næsta mánuði. Fokker 50 Flugleiða leigð til Austurríkis FLUGLEIÐIR hafa leigt eina af Fokker 50 flugvélum sínum til Austrian Airlines í Austurríki. Samningurinn er fyrst um sinn til fjögurra mánaða og ætlunin er að vélin verði leigð áfram í lok þess tímabils. Flugvélinni var flogið utan í gær. Innan- landsflug Flugleiða verður óbreytt þrátt fyrir Ieiguna, að því undanskildu að vikulegum ferðum til Vestmannaeyja og Sauðárkróks fækkar um eina og um tvær til Húsavíkur, en vikulegum ferðum til Egilsstaða fjölgar um eina vegna tengi- flugs við Höfn. Á stjórnarfundi Flugleiða í maí var samþykkt að hafa þijár Fokker 50 vélar í rekstri frá og með næsta hausti. í fréttatilkynningu frá Flug- leiðum segir að leigumarkaður fyrir flugvélar sé afar erfiður um þessar mundir og þegar tilboð í leigu á Fokker 50 til Austurríkis barst hafi þótt rétt að taka því og hefja þriggja véla reksturinn fyrr en ella vegna möguleika á framlengingu leigunn- ar. V iðbótar skattur Innanlandsflug Flugleiða hefur verið rekið með rúmlega 200 millj- óna kr. tapi á ári undanfarið. Ekki er þó gert ráð fyrir að leiga Fokker vélarinnar til Austurríkis skili nema hluta þess sem þarf til að rétta af rekstur innanlandsflugsins. For- svarsmenn innanlandsflugsins ótt- ast fyrirætlanir stjórnvalda um að leggja virðisaukaskatt á rekstur innanlandsflugs og telja þeir mark- aðaðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að öllu leyti að velta skatt- inum út í verðlagið. Það stefni því í rúmlega 100 milljón kr. viðbótar- skattlagningu innanlandsflugs á ári frá og með næstu áramótum. Vísitalan gæti lækkað aftur næsta mánuð Gylfi Arnbjömssonj hagfræðing- ur Alþýðusambands Islands, sagði ljóst vera að verðbólgan virtist kom- in í skikkanlegt horf. „Það er bein- línis verðhjöðnun núna, en í þessari nýjustu vísitölu gætir að mjög litlu leyti áhrifanna af niðurgreiðslun- um,“ sagði hann. „Næsta mánuð ætti því verðið að lækka svipað og núna, eða í það minnsta haldast stöðugt." Aðspurður sagði Gylfi verðlækk- unaráhrifin virðast skila sér nokkuð vel í mjólkurvöru. „Það er hins veg- ar meiri hætta með kjötvörurnar, því þær fara í gegnum fleiri aðila.“ Framfærsluvísitalan í júní 1993 (166,2) Breyting Ferðir og flutningar (19,6) HBo,5%fráfy|Ti m mánuði -0,1% 1 Húsnæði, rafmagn og hiti (18,2) Matvörur(16,7) -1,1% ■■■■ Tómstundaiðkun og menntun (11,3) ■ 0,2% Húsgögn og heimilisbún. (6,7) | 0,2% Föt og skófatnaður (6,1) -0,5% ■■ Drykkjarvörur og tóbak (4,3) -0,1% | Heilsuvemd (2,9) ■■■ 0,7% Aðrar vömr og þjónusta (14,2) | 0,1% Vísitala vöm og þjónustu -0,1 % | FFtAMFÆRSLUVÍSITALAN Tölur I svigum vísa til vægis einstakra liða af 100. -0,1% I Góð ar fr éttir fr á Goð a: afs láttur af litlum p ökkum. afsláttur af stórum p ökkum, Godavínarpylsur —fyrir þá sem vita hvaö þeir vilja. GHÐI -gæðanna vegna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.