Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 9

Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 9 TÚNÞOKUR Sérstakur afmælisafsláttur Túntökur heimkeyrðar á kr. 85 pr. m2 eða sóttar á staðinn á kr. 65 pr. m2. Magnafsláttur, greiðslukjör. Geymið auglýsinguna. Túnþökusalan Núpum, Ölfusi, í 10 ár. Símar 98-34388, 985-20388, 98-34325, 985-29590 og 98-34686. Tjáplöntur - runnar VERÐHRUN! Bjóðum eftirtaldar tegundir á ótrúlega lágu verði: Alaskavíðir, grænn og brúnn, kr. 55, birkikvistur í pottum kr. 199, alparifs kr. 180, gljámispill kr. 150, hansarós kr. 390, runnamura kr. 290, ásamt fjölbreyttu úrvali sígrænna plantna með 25% afslætti. Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi, beygt til hægri við Hveragerði. Símar 98-34388 og 985-20388. Opið 10-21 alla daga. HERRASKÓR Stærðir 40-47 - Litur: Svartur Verð 3.995 Ath: Breiðir og mjúkir m/innleggi. Hollir og þægilegir fyrir fæturna. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 21212 Djörf breyting - ferskir straumar Alþýðublaðið segir í forystugrein: „Alþýðuflokkurinn hefur nú ákveðið djarfar breytingar á ráðherraliði flokksins. Er það í sam- ræmi við það sem boðað var þegar núverandi rík- isstjóm var mynduð fyrir tveimur árum. Tveir ungir liðsmenn Alþýðu- flokksins taka nú sæti í ríkisstjóm Daviðs Odds- sonar, þeir Guðmundur Árni Stcfánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, og Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins. Með til- komu þessara ungu manna í ríkisstjórnina verður breidd hennar meiri og væntanlega fylgja þeim ferskir straumar. Uppstokkun í ráð- herraliði Alþýðuflokks- ins verður nú vegna þess að Jón Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að láta bæði af ráðherradómi og þingmennsku. Jón hefur verið þungavigtarmaður í íslenzkri pólitik allt frá því hann settist á Alþingi Islendinga fyrir rúmum sex ámm. Nú hefur hann ákveðið að snúa til aim- arra starfa eftir gifturík- an pólitiskan feril ... Hverjum flokki er nauðsynlegt að end- urnýja sig af og til, ekki bara málefnalega, heldur og ekki síður hvað mannaval í trúnaðarstöð- ur snertir. Þamiig er nú ný kynslóð ungs fólks að halda hmreið sína í æðstu trúnaðarstöður flokks- ins, ungir menn í ráð- herrastóla og ungt fólk inn á Alþingi fyrir Al- þýðuflokkinn. Með nýju fólki má vænta nýrra Össur Skarphéðinsson og Guðmundur Árni Stefánsson Hvað segja Alþýðublaðið og Tíminn um breytingar í ráðherraliði Alþýðu- flokksins? Tveir af fimm ráðherrum Alþýðuflokks, Eiður Guðnason og Jón Sigurðsson, hverfa að nýjum störfum. Við taka ungir stjórn- málamenn, Guðmundur Árni Stefánsson og Össur Skarphéðinsson. Staksteinar staldra í dag við forystugreinar Alþýðu- blaðsins og Tímans um „stólaskiptin". strauma og ferskra vinda i bland við staðfestu og reynslu þeirra sem lengur hafa starfað í stjómmál- um. Alþýðuflokkurinn á því bjarta tíma framund- an með ungt fólk í for- ystuhlutverki þrátt fyrir að móti blási um stundar sakir í atvinnu- og efna- hagslífi." Gagnrýnir gerðir - samábyrgir I forystugrein Tímans segir: „Þeir Guðmundur Ámi og Ossur koma báðir inn í rikisstjóraina með þann bakgmmi að hafa verið í vissu andófi gegn stjórn- arstefnunni. I fljótu bragði mætti ætla að koma þeirra í ráðherra- stóla gæfi ríkisstjómirmi meira yfirbragð félags- hyggju. Það em þó verkin sem skipta máli í þessu sambandi, en ekki hvað sagt hefur verið í fortíð- inni. Þeir félagar konia inn í ríkisstjómina þegar svo hagar til að upplausn og óvissa fer vaxandi í stjómarsamstarfinu. Óeining vex sömuleiðis og gengi ríkisstjórnarinn- ar hjá almenningi er bág- borið. Þar að auki sjást ekki mikil merki um batn- andi tíð. Satt að segja em engin teikn um annað en átök og erfiðleika, sem ekki er séð hvemig ríkis- stjórnin bregst við. Eitt er þó alveg ljóst að erfið- asta verkefni sem fram- undan er hjá ríkisstjóm- inni, ásamt vandamálum sjávarútvegs, er fjárlaga- gerðin fyrir árið 1994. Um hana verða mikil átök. Þar verður tekizt á um það á hvaða mála- flokkum niðurskurðurinn á að bitna. Hinn nýi heil- brigðisráðherra lendur nú þegar í þessum slag, því undirbúningur fyrir fjárlagagerðina er vænt- anlega hafinn. Áætlun Jóns Baldvins byggist á því að gera þá sem hafa verið með múð- ur í flokknum samábyrga fyrir stjómarstefnunni og keyra af stað nýja áróð- ursherferð um kjark og þor til breytinga sem al- þýðuflokksforystan hafi. Sú áróðursherferð hittir fyrst og fremst sam- starfsflokkinn fyrir, sem mun ekki breyta neinu í sinni ráðherraskipan þrátt fyrir að forsætisráð- herra liafi látið að slíku liggja. Hér skal engu spáð um gengi þeirra Guðinundar og Óssurar, hvort þeir sitja liljóðir og samvizku- samir í þvi að framfylgja fijálshyggju þeima Dav- íðs og Jóns Baldvins eða hvort koma þeirra hefur í för með sér stefnubreyt- ingu. Reynslan verður að skera úr um slíkt ...“. HIRDIR EINHVER UM RUSLIÐ? Hirðir útvegar þér ruslagáma og ílát af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband! HIRÐIR I UMHVERFISÞJÓNUSTA | 67 68 55 HÖFÐABAKKA 1, 112 REYKJAVÍK ÓSKAÍ^LÍFEYRIR <i<) píim vali! Nýjung í lífeyrismálum! LIFEYRIR SNIÐINN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM! í Óskalífeyri er m.a. val um: ■ Sameignar- eba séreignarfyrirkomulag lífeyrisréttinda ■ Lífeyrisaldur, þ.e.a.s. frá hvaba aldri lífeyrisgreibslur hefjast ■ Á hve löngum tíma lífeyririnn er greiddur ■ Vibbótartryggingarþætti, m.a. líftryggingu og afkomutryggingu Þú færb allar nánari upplýsingar hjá tryggingarráb- gjöfum Sameinaba líftryggingarfélagsins hf. jMRÍF Sameinaða líítryggingarfélagib hf. Kringlurni 5, Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöbvarinnar hf. r~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.