Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 10

Morgunblaðið - 11.06.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Dansarar hjá Kramhúsinu sýna afró-brasilískar listir í dag og á morgun. Sumarsveifla Kramhússins „RACA“, sem þýðir orka, er heitið á afro-brasilískri danssýn- ingu sem flutt verður í Kram- húsinu í dag föstudaginn 11. og á morgun laugardaginn 12. júní kl. 21. Þessi „litríka orkusveifla“ er hvort tveggja í senn lokapunktur vetrarstarfsins og upptakturinn að sumarstarfi Kramhússins. Á sýningunni ætlar brasilíski gestakennarinn Mauricio Marques, ásamt dönsurum og trumbuslögur- um sem hann hefur kennt og þjálf- að á vorönn, að veita áhorfendum innsýn í afró-brasiliska dansinn sem byggist á arfi forfeðranna frá Afríku. . ALÞJOOLEC . Ilistahatið I HAFNARFIRÐI 4.-50. |ÚNÍ 1993 í KVÖLD kl. 21.00: Tónleikar í Bæjarbíói. Vinir Dóra, Chicago Beau og Deitra Farr. Fram á nótt: Klúbbur listahá- tíðar: Tríó Bjöms Thoroddsen, Linda Walker ásamt gestum. Bretland íslensk list á hringferð Nokkrir gestanna á opnuninni i Maclaurin Art Gallery. Morgunblaðið/Börkur Edda Jónsdóttir listakona við opnun á „Art from Above“ ásamt safn- stjóra Rozelle House þar sem Maclaurin Art Gallery í Ayr er til húsa. LIST að ofan eða „Art from above“ nefnist íslensk farandsýn- ing sem hóf göngu sína í tvennu lagi í Bretlandi í apríl síðastliðn- um, og lýkur göngu sinni í lok ágústmánuðar. Listamennirnir Edda Jónsdóttir, Kolbrún Björns- dóttir (Kogga), Magnús Kjartans- son, Páll Guðmundsson, Sverrir Ólafsson og Þorlákur Kristinsson (ToIIi) eiga verkin á sýningunni, sem er að stofni til sú sama og sýnd var á samnorrænni menning- arhátíð í Lundúnum í október á síðasta ári. Verkin á farandsýningunni voru fyrst sýnd saman á samnorrænu menningarhátíðinni í Barbican Cent- er sem bar nafnið „Tender is the North“, og vöktu mikla athygli þar sem íslendingar lögðu undir sig rými í Butlers Wharf og breyttu því í sýningarsvæði. „Aðrar sýningar há- tíðarinnar þóttu flestar stofnanaleg- ar og leiðinlegar," sagði Magnús Kjartansson í spjalli við Morgunblað- ið, „en breskir gagnrýnendur og ýmis stórmenni urðu hugfangnir af grasrótartilfinningunni í sýningunni og hún naut vinsælda fyrir vikið. Að lokinni hátíðinni vildi íslenska sendiráðið því beita sér fyrir að fleiri fengu að sjá verkin og bauð nokkrum opinberum sýningarsölum í Englandi að hýsa hana.“ Nokkrir þeirra þáðu boðið og var sýningunni skipt í tvennt og hófst hringferð hennar 6. apríl síðastliðinn í Royal Cornwall Museum í Truro, en síðan tók Plymo- uth Art Gallery í Plymouth við þar sem hún stendur til 3. júlí, ásamt því að vera sýnd í MaClaurin Art Gallery í Ayr til 13. júní. Næstu sýningarstaðir verða Freens Art Gallery í Hull, eða frá 15. júní til 24. júli', og Brighton University Art Gallery í Brighton þar sem sýningin hefst 26. júlí og stendur til 28. ág- úst. Víða hefur sýningunni þó verið framlengt vegna góðrar aðsóknar, og því gætu þessar dagsetningar breyst lítillega. Af lífsflóru Á Hollywood Boulevard, Hollywood, Kaliforníu, 1987. ________Myndlist Bragi Asgeirsson Á laugardegi rétt fyrir lokun leit ég enn einu sinni inn á Kjarv- alsstaði til að njóta magnaðrar list- ar bandaríska Ijósmyndarans Mary Ellen Mark sem stendur til 11. júlí og annarra ágætra sýninga sem þar eru uppi fram til sunnu- dagsins 13. júní. Þetta var á sól- bjartasta degi sumarsins og örfáir gestir í þessu mikla og opna rými sem húsakynnin eru. Sýning- arvörður tjáði mér að mjög fáir gestir hefðu komið á staðinn þenn- an dag, sem var eðlilegt, því að manngrúi var víða um borgina að viðra sig og njóta síðbúinnar sum- arblíðu, en að öðru leyti hefði að- sóknin verið góð. Lífið er máttugt, og fegurðina er jafnt að finna í hinu stóra sem smáa, tempruðum beltum sem ís- köldum, hagsæld sem mótlæti. Við höfum lifað kuldalegt vor og hryssingslega sumarbyijun, en þó hafa litimir í hafmu sjaldan verið dimmblárri né fjallasýn jafn formfögur og anganvangur er sem óðast að klæðast sínum sterk- græna hjúp og elfur kvíslast silf- urtær til sjávar. Fyrir aílnokkrum árum bauð fyrrum meðrýnir minn við blaðið, Valtýr sálugi Pétursson, mér í dagsferð til Grænlands. Gleymi ég því aldrei er við nálguðumst jök- ulfrerann hve hafið fyrir neðan var blátt og hið hvíta hvítt, og hve mikill ferskleiki streymdi frá þess- um litbrigðum. Þetta var sá dagur er ekki fyrnist fyrir, fagur, magn- aður nýrri lífsreynslu og sem upp- hafínn. Á líkan hátt magnast hver dag- stund, sem eytt er fyrir framan ljósmyndir Mary Ellen Mark af margræðri lífsflórunni, þvi að þótt myndefnið sé ekki sótt í gleði og glaum lífsins, frekar til hinna nöt- urlegri hliða þess, töfrast það af þeim lífsneista sem mikil list inni- heldur. Og þá skiptir ei máli hvar listamaðurinn ber niður í mynd- efnavali sínu heldur meðhöndlun þess og túlkun. Mary Ellen Mark leitar hins al- menna og sérstæða í hvunndeg- inum, þess sem er til staðar nakið og hrátt, en forðast hið tilbúna og falska yfírborð. Hún beinir linsuop- inu að mannlífinu allt um kring og afhjúpar um leið hráskinnsleik þess, margbreytni og tvíhygli. Það er maðurinn sjálfur sem listakonan hefur áhuga á sem myndefni, og þá helst í mótlæti eða þar sem hann er ráðvilltur i grimm- um heimi sem á margan hátt skilur okkur sáralítið frá athöfnum skyn- lítilla dýra, þár sem aðalatriðið virðist vera að komast af á kostnað hins minni máttar. En lífsbarátta fátæktar og mót- lætis ber ósjaldan i sér meiri reisn en úrkynjun auðsældarinnar, og er auk þess sannari fegurð, og það er styttra í þann skít er gefur af sér fögur blóm en í hinu sótthreins- aða umhverfi neysluþjóðfélagsins, þar sem jafnvel draumar mannsins eru pakkaðir inn í plast og bragð- laukarnir örvaðir með glæstum umbúðum er marka líksöng regn- skóganna. Kjaminn í þessu er hin hijúfa barátta, sem leiðir suma á vit lífs- blekkinga og örvæntingar, en hér er þó ekki um neinn áróður að ræða og gerandinn prédikar hvorki né flytur frelsandi boðskap, því meginmáli skiptir að afhjúpa og afklæða hvunndaginn spariflíkum sínum, en gera það með brögðum listar. Til þess ferðast hann víða um lönd, fer í heimsókn á sjúkrahús og stofnanir, myndar kynlega kvisti á götu úti eða höndlar sér- stæð augnablik úr hvunndeginum. Hér eru sérstakir tyllidagar skammt undan eins og t.d. hrekkja- vakan og þjóðhollustudagurinn, sem er mun meira til eftirbreytni en margt það sem við höfum tekið upp og á að vera skylt ameríska draumnum, en verður iðulega í meðförum útlendra að amerísku martröðinni. Mary Ellen heimsækir jafnt geð- sjúkrahús, þar sem hún nær sér- stæðum snilldarskotum er hreyfa við djúpum kenndum, gjálífsstaði, menningarklúbba sem fjölleikahús og alltaf er hún að höndla eitthvað sem henni finnst koma linsuopinu sérstaklega við. í myndum hennar er ekkert kynslóðabil, því að hún tekur jafnt myndir af ungum sem öldnum. Á einni myndinni sér til að mynda í sofandi kasólétta stúlku í Brooklyn, New York, og á ann- arri er ung telpa að Lera ösku burt af líkbrennslustað í Benares á Indlandi. Þetta er ferilí manns- ins, upphaf sem endalok, og allt þar á milli, gleði hans, lífsraunir, meinleg örlög, leikir hvunndagsins sem hoffmannlegar athafnir. Um- fram allt maðurinn og athafnir hans í forgrunni. Þetta eru hlutir sem koma okkur við og eru allt í kring, en sem margur tekur ekki eftir og vill ekki taka eftir í þægi- legum óskilgreindum og vernduð- um draumheimi, en er um leið kom- inn í spor þess skynlausa, sem ósjálfbjarga er matreiddur á stofn- unum. Ljósmyndirnar koma skoðand- anum til að rýna í kvistina á altari tilverunnar og hugleiða tilgang og tilgangsleysi lífsins, og þetta eru í senn heimildir sem fréttaskot frá hinum ýmsu jöðrum þess. Sumt er staðbundið en annað er afkvæmi þéttbýlis og óhjákvæmilegur fylgi- fískur þess og finnst einnig í dýra- ríkinu, en þar eru viðhafðar aðrar reglur sem eru í meira samræmi við hringrásina. Maðurinn, þ.e. hinn nýi maður eða homo sapiens, eins og það heit- ir á vísindamáli, hefur fyrir löngu rofið hringrásina, en vill ekki gera sér grein fyrir því, og þar af leið- andi koma þessar myndir hins kviknakta raunsæis okkur svo mik- ið við. Það er rétt og jafnframt eðlilegt að á tímum myndvæðingar hefur vægi ljósmyndarinnar aukist, og ritmálið er jafnframt á undanhaldi, en þó kannski aðeins um stund eða þar til það verður endurreist í nýrri mynd, því það er ómissandi. Stöð- ugt fleiri ljósmyndasýningar ganga um heiminn og auka við sjónrænt skynsvið mannsins og gera hann að þátttakanda í daglegu Iífí fólks í fjarlægum heimshornum. Heim- urinn er þannig að verða meiri sameign en áður, en um leið eflist þjóðerniskennd manna og vitundin um mikilvægi eigin lífs. Kannski skondnar og þverstæðukenndar andstæður en hluti af lífsflórunni engu að síður, og hér er í og með komin ástæðan fyrir því að menn berast svo víða á banaspjótum. Hið svart-hvíta myndmál er iðu- lega ríkjandi í raunsærri túlkun umhverfisins, því að það er hreinna og beinna og gefur meiri möguleika á milliliðalausri og skilvirkri frá- sögn og eykur hrifmátt hennar. Litir vilja oftar en ekki dreifa at- hyglinni í ljósmyndum auk þess að þeir koma kannski þeim boðskap sem ljósmyndarinn vill koma á framfæri lítið við. Auk þess er feg- urð hinna svart- hvítu blæbrigða mikil og víðfeðm. Allir ættu að geta séð, að skapgerðareinkenni manna koma betur út í svart-hvít- um myndum og þær afhjúpa meira en litmyndir, og ætti því kannski að lögleiða þær í persónuskilríki og banna hin uppgerðu og villandi bros. Sýning Mary Ellen Mark nær yfír aldarfjórðung og eru á henni 125 ljósmyndir. Elstu myndirnar eru frá Tyrklandi þar sem hún var á ferð 1965, en yngstu myndirnar eru frá Indlandi sem er henni mjög kært fyrir hið fjölþætta og iðandi mannlíf. Það má þannig álykta, að ekkert mannlegt sé ljósmyndaranum óvið- komandi, svo fremi sem það hreyfí við kenndum hans, en með þeim fyrirvara þó að hér er ekki um fáfengilegan uppslátt að ræða heldur blákaldar staðreyndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.