Morgunblaðið - 11.06.1993, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
13
LIST AHÁTÍÐ ARBLÚ S
BLÚSÁHUGI hefur aukist til muna hér á landi síðustu ár, ekki síð-
ur en ytra. Þar ræður miklu frumkvæði ýmissa blúsáhugamanna, í
hljómsveitum og utan þeirra, en einna mest hefur mætt á Halldóri
Bragasyni og vinum hans í blússveitinni Vinum Dóra. Þeir hafa
komið á sambandi á milli islenskra blúsmanna og blúsmanna í Chicago
og fengið hingað til lands fjölmarga listamenn, suma allt að því
goðsagnakennda, til að leika með Vinum Dóra og taka upp plötur.
Atriði í Listahátíð Hafnarfjarðar er að í kvöld leika Vinir Dóra í
Bæjarbíói með blússöngkonunni blökku Deitru Farr og skáldinu,
munnhörpuleikaranum og útgefandanum Chicago Beau McGraw.
Vinir Dóra eru nýkomnir frá
blúshátíðinni í Chicago, þeirri helstu
í heimi, þar sem þeim var boðið að
spila, meðal annars fyrir tilstyrk
Chicagos Beaus og Pinetops Perk-
ins, en Halldór Bragason segir að
slíkt sé heiður sem fáum erlendum
hljómsveitum hafi hlotist í gegnum
árin. Hann segir að þetta boð sé
að hans mati hápunkturinn hingað
til í einstæðu samstarfi íslenskra
og bandarískra blústónlistarmanna,
sem hófst á ævintýralegan hátt.
Rekja má samstarfið milli Vina
Dóra, og þá sérstaklega Halldórs
Bragasonar, við Chicagomenn til
þess að hingað kom bandaríska
skáldið, útgefandinn og tónlistar-
maðurinn Chicago Beau McGraw
til að leita samninga við prentsmiðj-
una Odda um prentun á tímariti
hans, Literati Internazional, sem
birtir helst sögur, ljóð og greinar
skálda ogrithöfunda úr minnihluta-
hópum. Ákveðið var að Chicago
Beau myndi troða upp með ís-
lenskri blúshljómsveit þegar hingað
væri komið, enda hann mjög áhuga-
samur um veg blúsins hvarvetna í
heiminum. Til að leika undir voru
Vinir Dóra fengnir og svo vel fór
á með Halldóri og Chicago Beau
að fast samband komst á milli
Reykjavíkur og Chicago. Það sam-
starf hefur skilað heimsóknum
blakkra blústónlistarmanna hingað;
Beau hefur komið nokkrum sinnum,
en einnig hafa komið Jimmy Dawk-
ins, Pinetop Perkins, Billy Boy Arn-
old, Deitra Farr, Shirley King og
Tommy McCrackin. Vert er og að
geta þess að þeir Halldór og
Chicago Beau hafa stofnað útgáfu-
fyrirtæki í Chicago, Straight Ahead
Records, og verður fyrsta útgáfan
væntanlega áðurnefnd safnplata.
Fyrirhugaðar eru ýmsar uppákom-
ur til viðbótar, en Vinum Dóra, sem
hafa víða leikið ytra með Beau og
fleiri listamönnum, þar á meðal á
Sardiníu og víða í Bandaríkjunum,
hefur verið boðið að leika á
skemmtiferðaskipi í Karíbahafi
næsta sumar, þá meðal annars með
Ettu James, sem kölluð hefur verið
drottning blúsins.
Halldór Bragason segir samskiptin
um Reykjavíkur-Chicago öxulinn
hafa skilað geysimiklu fyrir íslenskt
blúslíf, eins og sjá megi af mjög
auknum áhuga á lifandi blús, ekki
síður en áhuga á blús á plötum.
Hann segist hvarvetna sjá áhugann
birtast og þá kannski einna helst sem
óbeinan, því í íjölmörgum hljómsveit-
um, sem þó segjast ekki leika blús,
megi heyra ómengaða blússpretti, oft
örugglega ómeðvitaða.
Með Vinum Dóra í Bæjarbíói
leika eins og áður er getið Chicago
Beau og Deitra Farr. Chicago Beau
er lítil þörf á að kynna fyrir blús-
fróðum, en öðrum má segja að hann
er leikinn munnhörpuleikari og
áhrifamikill söngvari, enda kann
hann lag á áheyrendum og tekst
ætíð að hrífa þá með í bláleitt al-
gleymi. Deitra Farr er ung af blús-
söngkonu að vera, en hefur reynslu
og rödd þá sem þarf til að vera
álitin ein efnilegasta blússöngkona
seinni ára. Þeir sem heyrt hafa í
Deitru á tónleikum velkjast ekki í
vafa um að hún hefur til þess alla
burði að leysa, af hólmi „þær
gömlu“, Koko Taylor og Ettu Ja-
mes sem drottning blúsins.
Tónleikamir í Bæjarbíói í Hafn-
arfírði heíjast kl. 21.
Árni Matthíasson
MENNING
/LISTIR
Myndlist
Ljóðasýning
Sindra
Freyssonar
Ljóðasýningu Sindra Freyssonar,
lýkur sunnudaginn 13. júní, en hún
hefur yfir að Kjarvalsstöðum síðan
22. maí sl.
Sýningin hefur verið vel sótt og
hefur framsetning ljóðanna vakið at-
hygli. Sindri lætur sér heldur ekki
nægja að birta textann á hefðbundinn
hátt, heldur nýtir sér margvíslega
þrívíða hluti, video, sandblásið gler
og fatnað til að koma honum til skila
og undirstrikar þannig inntak ljóð-
anna 'eða gefur þeim nýja merkingu.
Ljóðasýningar Kjarvalsstaða hafa
nú hlotið fastan sess í sýningardag-
skrá Kjarvalsstaða og eru unnar í
samvinnu við Ríkisútvarpið - Rás 1.
Guðný Magnúsdóttir.
Guðný í Slunkaríki
Sýningu Guðnýjar Magnúsdóttur f
Slunkaríki á ísafirði lýkur nú um helg-
ina, en hún var opnuð 22. maf. Á
sýningunni eru myndverk og innsetn-
ing „Skáldskapur Óðins“, verkin eru
unnin úr jarðleir ásamt vikri og járni.
Þetta er sjötta einkasýning Guðnýjar,
en einnig hefur hún tekð þátt í fjölda
samsýninga hér á landi og erlendis.
Sýningin er tileinkuð minningu for-
eldra hennar.
Sýning Hjördísar
framlengd
Sýning Hjördísar Frfmann í Gallerí
Sævars Karls, Bankastræti 9, er
framlengd til 16. júní.
Hjördís er fædd 1954 og stundaði
nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur
1978-1981 en fór síðan til náms við
School of the Museum of Fine Arts í
Boston. Þaðan útskrifaðist hún vorið
1986.
Hjördfs hefur haldið einkasýriingar
í Nýlistasafninu 1987, Gallerí List
1988 og í Ásmundarsal 1990. Sam-
sýning IBM 1987.
Sýningin er opin á verslunartfma,
á virkum dögum frá klukkan 10-18.
Samsýning í List-
munahúsinu
Samsýning á vegum Óháðrar lista-
hátíðar, Ólétt 93 hófst miðvikudaginn
9. júní í Listmunahúsinu, Tryggva-
götu. Á sýningunni eru myndverk og
skúlptúrar eftir 20 listamenn. Sýning-
in stendur til laugardagsins 26. júní
og er opin daglega frá kl. 10-18 nema
sunnudaga þá kl. 14-18.
SPILLTI LÖGREGLUFORINGINN
Eriendar umsagnir: „Besla IfiDrcglumynd síöan „Fiencli Connectíon" - Lelkstióiinn oiiver stone ____________________________
kéi magnaðasta og hugrakkasla leik á síaum vllfta starfslerli
,HIIGT HGIIKI... DCall IGIUflDI ðUB IHZ
II. BS nuwiic.
Hinq ðiouc.
Sýnd í Bíóborginn kl. 5, 7, 9 og 11,05 í THX.