Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 17
mbMtsúu&tij'mftíb'kWR ií: mmms ^17 ALBANIA eftírÞorvald Gylfason 1. Tveir ostar Ég stend við búðarborðið með innfluttan ost í annarri hendi og innlendan ost í hinni. Kaupmaðurinn er vinsemdin sjálf og segir mér kost og löst á stykkjunum tveim. Annar osturinn er ítalskur. Hinn er al- banskur. Ég er staddur í Tírönu, höfuðborg Albaníu. Þar ríkir inn- flutningsfrelsi. Landbúnaður er engu að síður höfuðatvinnuvegur Albana: helmingur fólksins fleytir sér fram á jarðyrkju. Innflutningsfrelsið er að vísu nýfengið. Það fékkst með því að steypa ríkisstjórn Envers Hoxha, eins illræmdasta glæpa- manns aldarinnar, af stóli í blóð- lausri byltingu í hitteðfyrra. Hoxha dó því miður 1985, nokkrum árum áður en stjórn hans féll. (Ég segi því miður, því að stjórnmálamönnum finnst mér rétt að óska langlífis jafn- vel enn fremur en öðru fólki, svo að þeir megi heyra dóm sögunnar.) Ekkja einræðisherrans lifir mann sinn og situr nú í fangelsi í Tírönu, dæmd að lögum fyrir alvarlega glæpi ásamt nokkrum öðrum oddvitum ógnarstjórnarinnar. Hún er á átt- ræðisaldri og á varla afturkvæmt úr prísundinni. Hafandi séð venju- legt húsnæði í Albaníu þykist ég geta ímyndað mér aðbúnað forset- afrúarinnar fyrrverandi í fangelsinu. Það fór alltént ekki fyrir mér eins og fyrir manninum, sem stóð í bið- röð á björtum sumardegi fyrir nokkr- um árum og beið þess að kaupa gúrkur til kvöldverðar að heimili sínu í höfuðborginni. Og sem hann bíður og bíður, segir hann í hugsunarleysi við næsta mann í röðinni, að kín- verskar gúrkur séu nú varla jafngóð- ar og albanskar.. Þessi athugasemd kostaði sjö ára fangelsi. Albanskur nemandi minn sagði mér þessa sögu af örlögum kunningja síns. Þannig var Albanía. En ekki lengur. Ástand- ið í landinu er að vísu mjög alvar- legt, því að stjórn kommúnista lagði efnahagslíf landsins í rúst. Algeng laun í landinu eru 20 til 50 dollarar á mánuði. Það jafngildir sex til fimmtán íslenzkum krónum á tím- ann. Forseti landsins, læknir að mennt og fyrra starfi, hefur 100 dollara á mánuði, það er að segja 30 krónur á tímann. Þjóðartekjur voru taldar nema um 600 dollurum á mann fyrir þrem árum. Þær hafa skroppið saman síðan þá, því að rík- isfyrirtækin — öll fyrirtæki voru í eigu ríkisins! — hafa stöðvazt hvert á eftir öðru, hætt að framleiða og sagt fólkinu upp. Þriðji hver maður er atvinnulaus. Tólfti hver maður ¦ er flúinn til útlanda í atvinnuleit. Mörg Afríkuríki eru miklu betur sett í efnahagslegu tilliti. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var Albanía að vísu frumstætt landbúnaðarland á evrópska vísu, en lífskjör í suður- hluta landsins, sem liggur að Grikk- landi, voru þó svipuð og í norður- hluta Grikklands. Nú er ólíku saman að jafna. Hálfrar aldar eyðilegging hefur markað djúp spor í efnahags- líf landsins og í sálarlíf fólksins. 2. Tekjur og fjármagn Samanburðartölur um tekjur á mann geta samt verið villandi, sé ekki tekið tillit til undirstöðu efna- hagslífsins, hver sem hún kann að vera. Vandi Albana nú er ekki að- eins bundinn við lágar tekjur á líð- andi stund, heldur er hann ekki síð- ur fólginn í langvinnum afleiðingum ofboðslegrar sóunar, sem einræðis- herrann fyrrverandi og gersamlega fáfróðir félagar hans fyrirskipuðu og skipulögðu reyndar sjálfír í smá- atriðum. Eitt dæmi ætti að duga: þeir byggðu sjö hundruð þúsund (!) loftvarnarbyrgi úr hnausþykkri Þorvaldur Gylfason steinsteypu og dreifðu þeim út um allt land. Þessi byrgi yfirskyggja landslagið, en hafa þó blessunarlega fengið að standa tóm alla tíð. Aðrar fjárfestingarákvarðanir einræðis- stjórnarinnar voru álíka viturlegar. Með allri þessari steinsteypu hefði verið hægt að byggja dágóða íbúð handa hverri einustu fjölskyldu í landinu. Þess í stað búa Albanar nú við versta húsakost í allri Evrópu. Rennandi vatn er sjaldséð. Rafmagn er stopult. Loftkæling er óþekkt, þótt sumarhitinn sé 35°-40°. Sex fjölskyldur af hverjum sjö eiga hvorki ísskáp né þvottavél og þannig mætti lengi telja. Húsakosturinn er í raun og veru ónýtur eins og hann leggur sig í þeim skilningi, að það væri trúlega ódýrara að rífa húsin og byggja ný en að reyna að gera þau upp sómasamlega. Sama máli gegnir um framleiðslutækin: þau eru líka ónýt að langmestu leyti. Bænd- ur notast við dráttardýr í stað vinnu- véla. Bankastarfsmenn leggja sam- an og draga frá með handafli, því að reiknivélar eru sjaldgæfar, að ekki sé talað um tölvur. Fjórðungi þjóðarframleiðslunnar hefur verið varið til fjárfestingar undangengna áratugi, en fjármagnsstofninn er eftir sem áður einskis virði eða því sem næst. Fjárfestingin. hefur eng- um arði skilað með öðrum orðum. Eftir stendur sú staðreynd, að fólkið í landinu hefur varla neitt til neins. En það er engu að síður ákaflega vingjarnlegt. Það er staðráðið í að reisa landið úr rústum. 3. Umskipti með hraði Ríkisstjórn landsins er á réttri braut. Hún er nú skipuð frjálslyndum lýðræðissinnum, sem unnu frækileg- an sigur í frjálsum kosningum í fyrra. Þeir settu gömlu forréttinda- stéttina til hliðar undir eins. Þeir flytja mál sitt hófsamlega og skyn- samlega yfirleitt. Þeim er ekki mest í mun að gera upp gamlar sakir, þótt margir Albanar eigi sannarlega um sárt að binda, heldur leggja þeir höfuðkapp á að byggja landið á nýj- an leik með markaðsbúskap að leið- arljósi. Til að skilja efnahagsstefnu stjórnarinnar er nauðsynlegt að átta sig á höfuðeinkennum albansks efnahagslifs undir stjórn Hoxhas. Þau voru þrjú: undantekningarlaust eignarhald ríkisins á öllum atvinnu- tækjum. Eindregin miðstýring efna- hagsmála í smáatriðum, og algert bann gegn erlendri fjárfestingu eftir 1978. Fyrstu einkennin tvö, ríkiseign- arhald og miðstýring, átti Albanía sameiginleg með öðrum kommún- istaríkjum. Þriðja einkennið, sjálfs- þurftabúskapurinn og meðfylgjandi einangrun, var á hinn bóginn séralb- anskt og bætti gráu ofan á svart. Þessari vitfirringslegu efnahags- stefnu var fylgt út í yztu æsar. Engin einræðisstjórn á öldinni hefur farið jafnilla að ráði sínu og er þá mikið sagt. Nýir stjórnendur hafa nú snúið stefnunni við. Þeir hafa þegar fært allt ræktarland í einka- eign og vinna ótrauðir að frekari einkavæðingu atvinnulífsins. Þeim er líka mikið í mun að gefa markaðs- öflum sem lausastan taum í efna- hagslífinu til hagsbóta handa fólkinu í landinu. Og síðast en ekki sízt reyna þeir eftir megni að opna hag- kerfið sem mest út á við með því að efla útflutning og innflutning og laða erlenda fjárfestingu að landinu. Innflutningur hefur til að mynda verið gefinn frjáls, þar á meðal inn- flutningur landbúnaðarafurða, sam- anber dæmið af ostunum tveim í upphafi. Takið eftir því. Höfundur er prófessor i Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands. TILBOÐSDAGARI FJARÐARKAUP Dagana 3.-11. júní TILBOÐ KYNNINGAR HAPPDRÆTTI Meirn, Demi Morre og Woody Harrelson í hlutverkum sínum. Háskólabíó og Bíó- höllin frumsýna mynd- ina Ósiðlegt tilboð Háskólabíó og Bíóhöllin frumsýna í dag myndina Ósiðlegt tilboð eða „Indecent Proposal". Myndin sló aðsóknarmet þegar hún var sýnd í Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum og er þegar orðin ein af mest sóttu myndum ársins. Sömu sögu eru að segja hvarvetna sem hún hefur verið sýnd í Evrópu, nú síðast í Bretlandi, segir í frétt frá bíóunum. + í myndinni segir frá því þegar undirstöðum hamingjuríks uppa- hjónabands þeirra Davids (Woddy Harrelson) og Diónu (Demi Moore) er stefnt í voða þegar vellauðugur fjármálamaður, John Gage (Robert Redford), býður þeim David og Dí- önu milljón dollara ef Diana sam- þykkir að sofa eina nótt hjá honum. Myndin fjallar um nútímasam- band ungs fólks og afleiðingar þess þegar teknar eru siðferðilegar ákvarðanir. I kjölfár myndarinnar hafa víða spunnist umræður og blaðaskrif um það hvað fólk er til- búið að ganga langt fyrir peninga. Aðalhlutverk eru í höndum Ro- berts Redford, Demi Moore og Woody Harrelsson. Leikstjóri myndarinnar er Adrian Lynn og framleiðandi er Sherry Lansing, en þetta er fyrta sameiginlega mynd þeirra síðan þeir gerðu „Fatal Attráction". Adrian Lynn er þekkt- ur fyrir allt annað er lognmollu- myndir en hann leikstýrði m.a. myndunum „Fatal Attraction" og „9'/2 Weeks" sem báðar nutu fá- dæma vinsælda og vöktu mikið umtal. Með hverjum nýjum Subaru fylgir 10 daga spennandi sumarfrí fyrir tvo á íslandi SUBARU LEGACY 4WD er ódýrari en aðrir bílar í sama stærðarflokki-þó svo að þeir séu ekki fáanlegir með háu og lágu drifi og sjálfskiptingu-sem Subaru státar af. TEGUND: CM3 VERÐ A GÖTUNA SUBARU LEGACY 2000 4X4 1.997.000 MAZDA 626 2000 4X4 2.140.000 MMC GALANT 2000 4X4 2.106.000 RENUALT NEVADA 2200 4X4 2.089.000 Ingvar Heigason hf. Sævarhöföi 2, 112 Reykjavlk Slmi 674000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.