Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 19 Aðalftindur sérleyfishafa Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Félags sérleyfishafa var haldinn í Hótel Stykkis- hólmi dagana 14. og 15 maí sl. Var fundurinn ágætlega sóttur og þeir sem að honum stóðu fullyrtu að síðan félagið fór að hafa aðalfund út um landsbyggðina hafi mæting aldrei verið meiri. Aðalumræðuefni fundarins og hið stærsta mál, snerist um að nú um þessar mundir fá sérleyfíshafar sjálfír að verðleggja farþegaflutn- inga og hópferðaakstur. Var þetta mál gaumgæft verulega og því fagnað að þurfa ekki að sækja um verðlagningu til annarra. Og einn- ig voru þessi mál rædd með tilliti til samkeppnislaga, sem verður að taka mið af Skattur á ferðaþjónustu áhyggjuefni Annað mál sem til umræðu var, hvernig búast skyldi við því að 1. janúar nk. verður lagður skattur á ferðaþjónustu og þar með samgöngur allar. Menn hafa áhyggjur af því hvemig þessi skattur muni verða í framkvæmd og hvernig hækkun komi niður á ferðaþjónustunni þegar öll kurl eru komin til grafar, en þetta er 14% virðisauki, en þar frá dregst svonefndur innskattur og með því gæti það gerst að ekki þyrfti að hækka farmiða, en þetta er mikið mál sem fundurinn áleit að þyrfti að skoða betur og kæmi síðar í ljós. Þá var einnig rætt um að nú er verið að skoða hjá yfírvöldum að breyta innheimtu á þungasakatti á þann hátt að í stað mælaaflesturs verði skatturinn innheimtur af olíukaupum, þannig að diselolía gæti hækkað með þeirri breytingu, jafnvel í það sem bensín kostar í dag, en það gæti haft stór áhrif á framtíðina. Um þetta mál urðu miklar umræður og því beint til stjómvalda að málið yrði skoðað gaumgæfilega áður en til samþykktar kæmi. Stjórnarkjör Stjóm var kjörin: Þorv. Guð- mundsson frá Norðurleið, formað- ur og meðstjórnandi. Steinn H. r-,-WÁvTKfM>)Igfgtllg Stjórn Félags sérleyfishafa. Morgunblaðið/Árni Helgason Sigurðsson, Selfossi, Pétur Haukur Helgason frá Sérleyfisbílum HP. Jóhannes Ellertsson, Vestfjarðar- leið og Sæmundur Sigmundsson, Borgamesi. Framkvæmdastjóri félagsins er Gunnar Sveinsson. - Árni. Ný stjóm kirkjukóra- sambandsins Á AÐALFUNDI Kirkjukóra- sambands Reykjavíkurpróf- astsdæma sem haldinn var I Safnaðarheimili Langholts- kirkju 2. júní var kjörin ný stjórn. Hana skipa: Sigurður Siguijónsson, Kór Háteigs- kirkju, formaður, Árný Alberts- dóttir, Kór Breiðholtskirkju, gjaldkeri, Guðmundur Sigþórs- son, Kirkjukór Laugarnes- kirkju, ritari, og meðstjórnandi Sigurlaug Gröndal, tórkjukór Seljasóknar. í varastjórn sitja Sigrún Stef- ánsdóttir, Kór Langholtskirkju, Ófeigur Freysson, Kór Háteigs- kirkju, og Fjóla Grímsdóttir, Kór Kópavogskirkju. Endurskoðendur eru Kristrún Hreiðarsdóttir, Kirkjukór Grensássóknar, og Hall- dór Torfason, Kór Langholts- kirkju. í fráfarandi stjórn voru Ragnheiður Björnsdóttir, sem var formaður samfleytt í 12 ár en þar áður var hún ritari í 4 ár, og Guð- rún Sigurðardóttir, sem var ritari í 12 ár. (Fréttatilkynning) TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI ABANTHAI r Lg/N LAUOAVEGI 130, SlMI 13622 ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynniö ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 uiar FRJÁLSIR TÍMAR I sumar höldum við áfmm þar semfrá var horfið ífyrra með opnum tímum ojyfrjálsri m&tingu alla virka dajya. Við höfum opið b&ði í Suðurveri ojj í Hraunberjji ojj bjóðum uppá morjfun-, dajy- ojj kvöldtíma. 4ra, 8 ojj 12 vikna kort. Barnapössun frá kl. 9-16 Brennsla, púl, teygjur og þrek. Allt í skemmti- legri blöndu í einum og sama tímanum. Okkar þjálfunarkerfi er sérhannað fyrir stúlkur á öllum aldri frá 14 ára og uppí „besta“ aldurinn. Hringdu eöa líttu við, sími 813730 og 79988. LÍKAMSRÆK T SUÐURVERI • HRAUNBERGI4 DÝRÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.