Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
25
Togarakaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
Starfsmenn sameinast
um hlutafjárframlag
STARFSFÓLK Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefur að undan-
förnu sameinazt um að kaupa hlutafé í fyrirtækinu, en síldarvinnsl-
an bauð út 115 milljóna króna hlut fyrir skömmu vegna kaupa á
nýjum togara. Að sögn Jóhanns K. Sigurðssonar útgerðarstjóra
er þetta að eigin frumkvæði starfsmanna. Lágmarkskaup eru fyr-
ir 25.000 krónur, en sumir hafa keypt stærri hlut.
Síldarvinnslan hefur samið um
kaup á nýjum togara frá Spáni,
sem verður afhentur í júlí eða
ágúst næstkomandi. í fyrra seldi
fyrirtækið togarann Birting. Jó-
hann segir að allir bæjarbúar taki
þátt í að gera togarakaupin að
veruleika og starfsmennimir hafi
tugum saman keypt hlutabréf.
Kaupverðið er dregið af launum
starfsfólksins í skömmtum, eftir
samkomulagi við hvern og einn.
Bæjarráð Garðabæjar
Aukafjárveit-
ing vegna
sumarstarfa
skólafólks
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hef-
ur samþykkt að leggja fram 7,9
milljónir í aukafjárveitingu tii
garðyrkjudeildar vegna sum-
arstarfa skólafólks á aldrinum 17
tii 25 ára.
Samtals eru veittar 51,2 milljónir
til sumarvinnu ungmenna í Garðabæ
í sumar.
„Bærinn mun þar með taka í vinnu
alla þá sem voru á biðlista vegna
sumarvinnu um síðustu mánaða-
mót,“ sagði Ingimundur Sigurpáls-
son bæjarstjóri.
Góð áhrif á starfsandann
„Þetta hefur mjög góð áhrif á
starfsandann og það er gott fyrir
alla aðila að finna að fólkið er
með,“ sagði Jóhann. „Við verðum
að hafa atvinnu í þessum bæ. Með
því að selja skip eins og við gerð-
um fundum við að það vantaði
vinnu hjá sjómönnunum, í stað
þess að áður þurftum við oft að
leita að mönnum. Við höfum getað
Sveinn Finnsson lög-
fræðingur látinn
SVEINN Finnsson, lögfræðingur
og fyrrum framkvæmdasljóri
Verðlagsráðs sjávarútvegsins,
lést 7. júní á 73. aldursári. Hann
er fæddur á Hvilft í Önundar-
firði þann 23. nóvember 1920.
Foreldrar Sveins voru Finnur
Finnsson bóndi á Hvilft og Guðlaug
Sveinsdóttir eiginkona hans.
Sveinn varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið_ 1943,
lögfræðingur frá Háskóla íslands
1949 og héraðsdómslögmaður
1954.
Sveinn var fulltrúi í menntamála-
ráðuneytinu 1949-1950. Bæjar-
stjóri á Akranesi frá 1. mars árið
1950 til 1. maí 1954. Fulltrúi í
Verzlunarráði íslands 1955-60.
Lögfræðingur Fiskimálasjóðs frá
árinu 1960 og jafnframt fram-
kvæmdastjóri Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins frá 1. mars 1963. Hann
var framkvæmdastjóri Fiskimála-
sjóðs frá 1977 til 1991 er sjóðurinn
var lagður niður.
Ennfremur stundaði Sveinn ýmis
lögfræðistörf meira og minna á
árunum 1954-63. Hann var for-
maður útgerðarráðs Bæjarútgerðar
Akraness 1951-53, formaður Fé-
lags fijálslyndra stúdenta 1944-45
og formaður Stúdentafélags Akra-
ness 1951-53.
Hann kvæntist Herdísi Sigurðar-
dóttur 4. ágúst 1951 og eignuðust
þau fjögur börn.
Hraunbrún, Kelduhverfi.
BJÖRG Björnsdóttir organisti og
söngstjóri frá Lóni í Kelduhverfi
lést síðastliðinn miðvikudag, á
áttugasta aldursári. Hún var þá
stödd á organistanámskeiði í
Skálholti.
Björg var vel þekkt fyrir tónlist-
aráhuga sinn. Var hún meðal ann-
ars organisti við Garðskirkju í
Kelduhverfi í rúm 50 ár og stjórn-
aði kór kirkjunnar á sama tíma.
Einnig stjómaði hún kór Skinna-
staðasóknar í 40 ár.
Björg var fædd 9. ágúst 1913
og var því að verða áttræð þegar
hún lést. Hún var ógift og barn-
laus. Björg átti fjögur systkini og
er Árni Björnsson tónskáld nú einn
eftirlifandi.
Inga
sinnt skólanemum á sumrin, sem
hafa komið í sumarvinnu til að
ná sér í tekjur til að geta farið
aftur í skólann, og ég vona að það
verði aftur.“
Jóhann segir að fyrirtækið hafi
tvisvar áður á undanförnum árum
boðið út hlutafé. Eitthvað hafi
verið um að starfsfólk hafi þá
keypt hlutabréf, en ekki með sam-
stilltu átaki eins og nú.
Morgunblaðið/Bjami
Fundað um breytingar
TRÚNAÐARMENN starfsmanna SVR boðuðu í gær til fundar, þar
sem tillögur um breytingu á SVR í hlutafélag voru ræddar. Trúnaðar-
menn hafa sent frá sér tilkynningu, þar sem þeir mótmæla breyting-
_____________ unum og segjast munu beita sér gegn þeim.
Fundur um breytingu SVR í hlutafélagsform
Trúnaðarmenn mót-
mæla ákvörðuninni
TVEIR fulltrúar í minnihlutanum í borgarstjórn Reylgavíkur hafa
lýst sig andvíga breytingu á Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag.
Stjórnarformaður SVR sagði þessi breyting væri sjálfstæð ákvörðun
og ekki hluti af einhverri einkavæðingu SVR. Kom þetta fram á fundi,
sem trúnaðarmenn starfsmanna SVR boðuðu til. I tilkynningu, sem
þeir sendu frá sér eftir fundinn, segja þeir að þeir mtmi reyna að fá
borgaryfirvöld til að falla frá þessum tillögum.
Á fundinum kom upp sú hugmynd Pétursson, fulltrúi Alþýðubandalags,
að starfsmenn nýja hlutafélagsins
gætu verið áfram aðilar að Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur. Sjöfn Ing-
ólfsdóttir, formaður starfsmannafé-
lagsins, tók vel í þessa hugmynd.
Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi Nýs
vettvangs í borgarstjórn, og Siguijón
mótmæltu bæði breytingunum. Sig-
uijón sagði að ekki væri búið að
skera á pólitísk tengsl stjómar SVR
ef borgarstjóri skipaði hana og að
halda því fram að pólitískt kjörin
stjóm þvældist fyrir væri rugl. Sig-
uijón sagði að hann óttaðist að þetta
væri bara fyrsta skrefið í átt til
einkavæðingar fyrirtækisins.
Ekki hluti af einkavæðingu
Sveinn Andri Sveinsson, fulltrúi
Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn og
stjómarformaður í SVR, sagði að
breytingin í hlutafélag væri sjálf-
stæð. í dag gæti borgin selt eignir
og rekstur SVR og boðið út einstak-
ar leiðir. Hlutafélagsformið breytti
því ekki neinu um það og þessi breyt-
ing á rekstrarformi SVR stæði ein
og sér.
Björg Bjömsdótt-
ir frá Lóni látin
Ehnþá gerast
DANMERKUR
ævintýri
Aukaferðir til B illund d Jótlandi
Dagsferðir í Lególand. Sprengitilboð Q QQQ
Innifalið flug, öll flugvallagjöld og aðgangur í Lególand. E
Flogið er með þotu ATLANTA FLUGFÉLAGSINS frá Keflavík kl. 7.00
16. júní og 23. júní.
Rétt fyrir hádegið er lent á flugvellinum í Billund og haldið á vit ævintýraheims
Lególands. í Lególandi má sjá hvernig milljónir Legókubba verða að stórum,
ógleymanlegum ævintýraheimi.
Matsölustaðirnir í Lególandi sjá til þess að enginn fer svangur heim.
Þegar rökkvar er svo haldið út á flugvöll og kl. 22.30 fer flugvélin heim á leið og
fyrir miðnætti er lent í Keflavík.
Pabbar, mömmur, afar og ömmur ,nú er tækifæri á skemmtilegri fjölskylduferð.
Fjölskylduferð til Danmerkur
í eina viku 16. júní
Innifalið flug, gisting í Bork Havn sumarhúsunum,
akstur til og frá flugvelli og öll flugvallagjöld.
24.875
31.850
A.
%
Sértilboð á vikuferð. Brottför 16. júní. Flug 19.900
Þriggja vikna ferð 16. júní -7. júlí 26.900
Þriggja vikna ferð 23. júní - 14. júlí 26.900
*ÖII flugvallagjöld innifalin. Barnaafsláttur 2 - 11 ára, 6.180.
**Verð á mann ef 2 fullorðnir og 2 böm 2-11 ára.
***Verð á mann ef 2 fullorðnir ferðast saman.
Ferðaveisla sumarsins - ALÍS sími 652266
FERÐASKRIFSTOFA FJÖLSKYLDUNNAR