Morgunblaðið - 11.06.1993, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
35
Fiskur grillaður
á teini (kebab)
Undanfarna daga hefur verið ágætis grillveður hér sunnanlands
þrátt fyrir smáþoku — alveg stafalogn sem er heldur óvenjulegt, en
sólin lét ekki sjá sig þótt veðurspámenn spáðu komu hennar hvern dag.
í dag, 28. maí, beljar norðvestanrokið, en sólin hlær bara að okkur
og segir „ég er komin, grilliði nú“. Og enn grillum við á teini, enda
verður veðrið vonandi gengið niður þegar þetta birtist. Nafnið kebab
er stytting úr tyrknesku orðunum Sis kebab, en sis þýðir teinn eða
að festa á tein en kebab steikt kjöt. í Tyrklandi er þetta kjöt oft bor-
ið fram með sítrónubátum og jógúrt eða sýrðum ijóma, einnig'eru
glóðaðir kjötteinarnir oft lagðir ofan á hrísgijón, kjúklingabaunir, hrá-
an lauk eða grænmetissalat. Sem sannir Islendingar notum við fisk —
hörpudisk og stórlúðu. Að sjálfsögðu má nota aðrar fisktegundir. Fisk-
inn þarf að leggja í lög, „marinera", en hann þarf ekki að liggja í
þeim legi lengur en 1-2 klst. eða styttra ef hann er geymdur við stofu-
hita. Hann má þó liggja í leginum lengur í kæliskáp. Með fiskinum
berum við gormabrauð, sem grillað er á undan fiskinum. Sama er
hvernig deigð er notað í brauðið, notið þá uppskrift sem ykkur hentar.
Gormabrauð með þurrgeri
250 g hveiti
250 g heilhveiti
1-2 tsk. þurrger
'h tsk. salt
1 tsk. sykur
1 msk. matarolía
3 1/4 dl fingurvolgt vatn
1. Setjið þurrefnin í skál ásamt
matarolíu.
2. Takið vatn úr heita kranan-
um, það má alls ekki vera heitara
en 37-40 °C, stingið fíngrinum
ofan í, ef hvorki finnst hiti né
kuldi, er vatnið mátulegt. Setjið
vatnið út í og hnoðið saman.
Mótið fingurþykkar lengjur úr
brauðinu. Vefjið utan um viðar-
teinunga. Breiðið yfir teinungana
meðan þið hitið grillið. Grillið síð-
an. Snúið oft, þetta er fljótt að
brenna.
3. Leggið brauðið í hreint
stykki meðan þið grillið aðalrétt-
inn.
Hörpudiskur og lúða á spjóti
Vi kg stórlúða
'h kg hörpudiskur
2 meðalstórir laukar
1 meðalstór græn paprika
2 græn epli
4 sneiðar beikon
Lögur á lúðuna:
safi úr 'h sítrónu
lh dl sherry eða eplasafi
2 skvettur úr tabaskósósu-
fiösku
1 dl matarolía
1 msk. tómatþykkni (purré)
1 tsk. salt
1. Setjið allt í skál og þeytið
saman.
2. Skerið lúðuna í bita, á stærð
við 2 sykurmola, leggið í löginn
og látið standa í honum minnst
1-2 klst.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Lögur á hörpudiskinn:
safi úr Vi sítrónu
1 dl matarolía
2 skvettur úr tabaskósósu-
flösku
1 hvítlauksgeiri eða ‘A tsk.
hvítlauksduft
1 tsk salt
3. Setjið allt í skál ásamt mörð-
um hvítlauksgeira (dufti) og þeyt-
ið saman. Þerrið hörpudiskinn vel
og leggið í löginn og látið standa
í honum í minnst 1-2 klst.
4. Afhýðið laukinn, skerið
hvorn í fernt langsum, flettið síð-
an sundur í einföld rif.
5. Takið steina og stilk af papr-
iku, skerið síðan í bita.
6. Takið kjarnann úr eplunum,
afhýðið ekki, skerið í bita.
7. Klippið eða skerið beikonið
í bita.
8. Hellið lúðu á sigti og hörpu-
disk á annað. Stráið síðan salti
yfir fiskinn. Þræðið síðan fiskinn,
grænmetið, eplin og beikonið, á
víxl á grillteina.
9. Hitið grillið og grillið í 10-12
mínútur. Snúið öðru hveiju.
j ____________Brids_____________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
| Sumarbrids 1993
Miðvikudaginn 2. júní var spilaður
einmenningur. 44 spilarar mættu til
| leiks. Spiluð voru 28 spil með baromet-
er fyrirkomulagi. Miðlungur var 1400.
Röð efstu manna var eftirfarandi:
Björn Theodórsson 1765
Erla Sigvaldadóttir 1725
Guðrún Jóhannesdóttir 1675
Kristinn Sigurbergsson 1670
Eyþór Hauksson 1625
Guðmundur Baldursson 1600
Jóhann Stefánsson 1595
JensJensson 1575
Árni Ólafur Helgason 1575
Fimmtudaginn 3. júní var síðan
spilaður tölvureiknaður Mitchell með
þátttöku 38 para. Spiluð voru 30 spil
og miðlungur var 420. Röð efstu para.
N/S:
Guðjón Siguijónsson — Björgvin Sigurðsson 510
Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 478
Guðm. Kr. Sigurðsson - Þorsteinn Erlingsson 478
IngunnBemburg-HallaÓlafsdóttir 464
A/V:
Guðmundur Gunnarsson - Gunnar Þórðarson 509
Sverrir Ármannsson - Mapús Ólafsson 501
Aðalsteinn Steinþórsson - Bima Stefnisdóttir 500
Eiríkur Hjaltason - Óskar Þráinsson 481
Alheims Epson-tvímenningurinn
var síðan spilaður föstudaginn 4. júní
með metþátttöku, alls 62 pör. Spiluð
voru 28 spil í 2 riðlum með Mitchell-
fyrirkomulagi. Efstu pör voru:
A riðill N/S:
Hjalti Elíasson—Páll Hjaltason 59,61%
Sigurjón Tryggvason - Pétur Sigurðsson 58,36%
Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðriksson 58,04%
AnnaÞóraJónsd. - Ragnar Hermannsson 57,75%
A riðill A/V:
Jón V. Jónmundsson - Eyjólfur Magnússon 56,75%
VignirHauksson-GuðjónBragason 56,39%
HjálmarPálsson-ÞórðurSigfússon 55,71%
Arnar G. Hinriksson - Þórir Sigurðsson 55,54%
B riðill N/S:
Hallgr. Hallgrimsson - Sveinn Sigurgeirss. 65,57%
BjömDúason-ValurSímonarson 58,11%
Þorgeir Ingólfsson - Haraldur Haraldsson 57,25%
Börkur Guðjónsson - Eiður Kristmannsson 54,54%
B riðill A/V:
Eirikur Hjaltason - Oddur Hjaltason 58,64%
SigrúnPétursdóttir-AldaHansen 57,43%
Rúnar Hauksson - Páll Siguijónsson 57,25%
Þórður Bjömsson - Erlendur Jónsson 55,57%
Sunnudaginn 6. júlí mættu 26 pör
og voru spiluð 30 spil með Mitchell-
fyrirkomulagi. Miðlungur var 270 og
staða efstu para var:
N/S:
Sturla Snæbjömsson - Helga Bergmann 334
Haraldur Gunnlaugsson - Ingi Agnarsson 334
Úlfar Öm Friðriksson - Þórður Björnsson 293
Jón V. Jónmundsson - Erlendur Jónsson 285
A/V:
Soffía Daníelsdóttir - Birgir Guðjónsson 300
EggertBergsson-GuðlaugurNielsen 299
J acqui McGreal - Kristin Þorvaldsdóttir 291
Höskuldur Gunnarsson - Gunnar Valgeirsson 291
Spilað er alla daga vikunnar nenia
laugardaga og byijar spilamennska
kl. 19.00. Spilað er í Sigtúni 9. Allir
eru velkomnir. Að lokum er minnt á
að spilað verður 17. júní kl. 19.
I
R
3
í
I
I
Meöalsíorar
loöir
Flymo raforf MT 300
Rafknuið orf sem henfar vel til þess
að slá grasbrúska og illgresi á litlum
og meðalstórum lóðum.
350 W 7.550,-kr.
450 W 8.925,-kr.
RAÐGREIÐSLUR
Opið á laugardögum
frákl. 10:00 til 16:00.
Q3J
G. Á. Pétursson hf.
Sláttuvélamarkaðurinn
Faxafeni 14 • Sími: 68 55 80
MTD 478 R
Stór og öflug sláttuvél
með 5 hp B&S mótor
með drifi, auðstillanlegum
hjólalyftum og stórum
grassafnara.
Verð 64.250,- kr.
Véiar m/grassafnara
verö fró 34.750,- kr.
MTD 072 R
Ódýr lúxusvél með
3,75 hestafla vél.
50 cm sláttubreidd, stór og
breiö hjól, útbúin auðstillan-
legum hjólalyftum.
Meðfærileg í flutningi og geymslu
Verö 24.900,- kr.
MTD 042 R
Verö 19.900,-kr.
Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Hressir sölumenn!
Flymo E 300
Rafknúni svifnökkvinn.
Þú hefur hann í hendi þér,
léttan og meöfærilegan.
Bestur fyrir litlar lóðir.
Verö 15.900,- kr.
SLATTUVELAR OG ORF
SLÁTTUVÉLAR: R A F -, BENSÍN-, HJÓLA- EÐA LOFTPÚÐAVÉLAR
ÞÚ FINNUR VÉL VIÐ ÞITT HÆFI í GARÐINN ÞINN HJÁ OKKUR.