Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 31 Jóhann á ekkí möguleika í fallhættu Anand, sem stendur þeim Kasparov og Karpov næstur að stigum, fellur út úr HM vinni hann ekki Rússann Episín í dag. Skák_____________ Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson á ekki möguleika á að verða í hópi tíu efstu manna á millisvæðámótinu í Biel og komast áfram í áskorenda- keppnina. Jafnvel þótt Jó- hann vinni skák sína við Armenann Lputjan í síð- ustu umferðinni í dag næg- ir það ekki, því verði skák- menn jafnir að vinningum er gert upp á milli þeirra með stigaútreikningi og þar stendur hann ekki vel að vígi. Jóhann yrði þó á meðal fyrstu varamanna og það gæti haft þýðingu hlaupist fleiri skákmenn undan merkjum FIDE og gangi í atvinnumannasamband Kasp- arovs og Shorts. Atta skákmönn- um nægir jafntefli í dag til að komast áfram og baráttan stend- ur því fyrst og fremst um þau tvö sæti sem þá eru eftir. Allra augu munu væntanlega beinast að þremur skákum, An- and - Episín, Lautier - M. Gurevich og síðast en ekki síst innbyrðis viðureign ungversku keppendanna Lajos Portisch, 58 ára, og Júditar Polgar, 16 ára. Staða efstu manna fyrir síðustu umferð er þessi: 1. Gelfand, Hvíta-Rússlandi 8 Vi v. 2. -8. Van der Sterren, Hol- landi, Salov, Kramnik og Khalif- man, Rússlandi, Júdasín, ísrael, Kamsky, Bandaríkjunum, og Adams, Englandi, 8 v. 9.—11. Epishin, Rússlandi, Anand, Indlandi, og Lautier, Frakklandi, IVi v. 12.—25. Jóhann Hjartarson, Portisch og Júdit Polgar, Ung- veijalandi, Shirov, Lettlandi, I. Sokolov, Bosníu, ívantsjúk, Úkraínu, M. Gurevich, Belgíu, Drejev, Barejev, og Svesnjikov, Rússlandi, Lputjan, Armeníu, Xu Jun, Kína, Piket, Hollandi, og Abramovic, Serbíu, 7 v. Fáist hrein úrslit í skákum þeirra sem hafa 7 v. eru allir þeir sem hafa sjö vinninga úr leik. Athyglisvert er að Anand verður að vinna Episín, sem gæti nægt jafntefli. Lautier verð- ur einnig að vinna skák sína við Mikhail Gurevich til að eiga möguleika. Best stig þeirra sem hafa 7 v., þ.e. samanlagður vinninga- fjöldi andstæðinganna, hefur gamla kempan Portisch, sem á því mjög góða möguleika, vinni hann Júdit Polgar. Stórstjörnur á borð við ívantsj- úk, Shirov og Barejev eiga harla litla möguleika og eins og áður segir er Anand, sem næstur kem- ur þeim Kasparov og Karpov á stigum í heiminum, langt frá því að vera öruggur. Sú spurning vaknar hvort gylliboð frá at- vinnumannasambandinu hafi slæm áhrif á baráttuvilja sumra keppenda í Biel, en Anand hefur ekki útilokað að ganga til liðs við þá Kasparov og Short. Síðasta umferðin hefst kl. 11.30 að íslenskum tíma í dag. í níundu umferð mótsins tefldi Jóhann Hjartarson æsispennandi skák við Kínveijann Xu Jun. í miðtaflinu lögðu báðir mikið á stöðuna og kínverski stórmeist- arinn setti allt í háaloft þegar hann fórnaði heilum hrók fyrir sókn. Fórnin reyndist Jóhanni afar hættuleg, en honum tókst samt að rugla Kínveijann í rím- inu og hann lék gróflega af sér. Þá tókst ekki betur til en svo að Jóhann missti af glæsilegum vinningsleik og sat uppi með tap- að tafl. í miklu tímahraki náði hann þó að bjarga hálfum vinn- ingi á land. Þrátt fyrir að illa hafi gengið um miðbik mótsins hefur Jóhann samt teflt nokkuð vel í Biel og miklu betur en vænta mátti eftir mikið mótlæti á stórmótinu í Miinchen um helgina. Staða hans á mótinu er betri en vænta mátti miðað við stigaröð keppenda. Hyítt: Xu Jun, Kína. Svart: Jóhann Hjartarson. Nimzoindversk vörn. 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3+ 6. Dxc3 — b6 7. Bg5 — Bb7 8. Rh3 - h6 9. Bh4 - c5 10. dxc5 — bxc5 11. f3 — a5 12. e3 - d6 13. 0-0-0 Það var vinsælt fyrir 3-5 árum að hróka langt í þessu afbrigði og blása til sóknar en síðan hafa fundist nýjar varnarleiðir á svart, svo nú þykir stutthrókun örugg- ari. 13. - Ha6 14. Be2 - Rbd7 15. g4 — Da8 16. e4 — e5 17. g5 — hxg5 18. Bxg5 — Hb8 19. Hhgl - Re8 20. Rf2 - Hb6 21. Hd2 - Bc6 22. Bdl - Rf8?! Riddarinn tekur stefnuna á d4 reitinn, en nú nær Kínveijinn stórhættulegum og nokkuð óvæntum sóknarfærum. Betra virðist 22. — f6. 23. Rg4 - Re6 24. Rf6+! - Rxf6 24. - gxf6 25. Bh6+ - Kh7 26. f4! — Bxe4 27. Dh3 var allt- of hættulegt. 25. Bxf6 - Kf8 26. Hxg7!! - Rxg7 27. De3- Da6 Hróksfóm Kínveijans stenst! 27. - Re6 28. Dh6+ - Ke8 29. Hxd6 - Hxb2 30. Dh8+ - Rf8 31. Bg7 - Hbl+ 32. Kd2 dugir ekki til að skapa fullnægjandi mótfæri. 28. b3? Xu Jun átti að halda sínu striki og leika 28. Dh6! — Ke8 29. Hxd6 — Dxc4+ 30. Bc2 — Re6 31. Dh8n----Rf8 32. Bg7 með óstöðvandi sókn. Nú gat Jóhann hins vegar unnið með því að leika 28. - Ba4!! því 29. Dh6 - Ke8 30. Dxg7 má svara með drottn- ingarfórninni 30. — Dxc4+! sem hvítur má ekki taka. 28. - Re6? 29. Dh6+ - Ke8 30. Hxd6 - Ba4 31. Dh8+ - Rf8 32. Bg7 - Hxd6 33. Dxf8+ - Kd7 34. Dxb8 - Hg6 35. Dxe5 - Hgl 36. Dd5+? Bæði hér og í 38. leik gat Kínveijinn leikið Dxc5 með vinn- ingsstöðu. 36. - Ke8 37. De5+ - Kd7 38. Dd5+? — Ke8 39. bxa4 — Hxg7 40. De5+ - Kf8 41. Db8+ - Ke7 42. De5+ - Kf8 43. Db8+ og jafntefli með þráskák, þótt hvítur hefði enn getað reynt að þæfa taflið til vinnings. NOKKRIR þeirra, sem stóðu að gerð landkynningarbókarinnar Atl- antic destiny. Frá vinstri eru Halldór Pálsson, Sigurður Sveinn Jóns- son, og Björn Hróarsson frá Góðu máli og Knútur Signarsson frá Prentsmiðjunni Odda. > Ný bók um Island NÝÚTKOMIN er landkynningarbókin Atlantic Destiny og er hún gefin út af útgáfufyrirtækinu ísland og umheimurinn. Útgáfuþjón- ustan Gott mál hf. ritstýrði bókinni og Prentsmiðjan Oddi prent- aði bókina, sem 368 blaðsíður og í veglegu broti. Yiðey um verslunarmannahelgina Messa, staðarskoð- un o g gönguferð MARGT verður um að vera í Viðey um verslunarmannahelgina og í dag, laugardag, verður bryddað upp á nýjung sem er skoðunar- ferð um eyna á hestbaki. Á morgun, sunnudag, verður messa og staðarskoðun og á mánudag gönguferðir um eyna. Að sögn Halldórs Pálssonar, eiganda útgáfunnar ísland og umheimurinn, kemur bókin fýrst í stað aðeins út á ensku en stefnt er að því að gefa bókina einnig út þýsku. Hann segir að rúmlega 200 ís- lenskir aðilar hafí styrkt útgáfu bókarinnar. „Þessi bók er ekki ein- skorðuð við eitt ákveðið atriði, svo sem náttúru eða atvinnulíf, heldur er þetta alger þverskurður af ís- landi í heild. í bókinni er t.d. talað um hin fjölmörgu fyrirtæki hér á landi, stjórnmál, menningu og ferðamál svo eitthvað sé nefnt,“ segir Halldór. Halldór gaf áður út landkynn- ingarbók um Suður-Afríku, en þar bjó- hann um nokkurra árabil. Laugardaginn 31. júlí verður boð- ið upp á tvær ferðir um eyna á hest- baki með leiðsögn staðarhaldara, kl. 13.15 og kl. 15.15. Sunnudaginn 1. ágúst verður messa kl. 14. Séra Jakob Á. Hjálm- arsson þjónar fyrir altari. Að lokinni messu kl. 15.15 verður staðarskoðun. Hún hefst með því að kirkjan verður skoðuð og rakin saga hennar og Stofunnar. Þetta er næ- stelsta guðshús landsins og elsta steinbyggða íbúðarhúsið á Islandi. Að því búnu verður gengið um Við- eyjarhlöð, fornleifagröfturinn skoð- aður, sagan rifjuð upp og sagt verð- ur frá því helsta, sem fyrir augu ber i eynni og nágrenni hennar. Gengið verður upp Heljarkinn og litið yfír eyna frá nýlegri úsýnisskífu og síðan til kjallara Viðeyjarstofu og litið á myndir frá viðgerðum á húsinu og fomleifasýningu sem þar er. Hestaleiga, kaffisala og bátsferðir verða með sama hætti og á laug- ardag. Mánudaginn 2. ágúst verður gönguferð á Vestureyna kl. 14.15. Gönguferðir á frídegi verslunar- manna hafa notið vinsælda og von- andi leyfir veður að njóta kyrrðar og fegurðar Vestureyjarinnar. Farið verður frá Viðeyjarhlöðum og geng- inn vegurinn niður að Eiði. A Eiðinu er að mörgu að hyggja, m.a. gam- alli lendingu við Kattarnef. Genginn er nýlegur göngustígur upp á Vesturey, hugað að listaverki Ric- hard Serra, Aföngum, farið til vest- urs og litið á veggjakort sem er yfir 100 ára gamalt, gengið að Lunda- bökkum og leitað að fljúgandi kanín- um og þaðan til austurs með Norður- bökkum. Þegar kemur að fjárhúsr- ústum sem þar eru verður rifjuð upp saga af ást í meinum og gengið síð- an niður á Eiðið á ný. Gangan, sem tekur tæpar tvær klukkustundir, endar við Viðeyjarnaust, en þar er kaffisala. Hestaleiga og bátsferðir verða með sama hætti og á laugardag. Domíiio Do Sol í Portúgal Dreymir sf. fær umboð Fyrirtækið Dreymir sf. hefur tekið við umboði Hótels Domino Do Sol í Portúgal. í fréttatilkynn- ingu frá Dreymi segir, að þeir sem hafi keypt sér íbúðarrétt í hótelinu hjá Framtíðarferðum hafi engu tapað. í fréttatilkynningunni segir, að þeir sem hafi keypt íbúðarrétt hjá Framtíðarferðum og greitt upp í samning haldi öllum þeim rétti sem greiðslan hafi gefið þeim. Þeir verði meðlimir í ferðaklúbbnum RCI, fái sent meðlimakort sem þeir geti not- að þegar þeir þurfi á þjónustu klúbbsins að halda og ferðast á veg- um klúbbsins til 70 landa.. Tekið er fram í fréttatilkynning- unni að Dreymir sf. sé algerlega óviðkomandi Framtíðarferðum. Það kostar minna \ en þig grunar að ' hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *150.50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Japan á næturtaxta m.vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.