Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.07.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 31 Jóhann á ekkí möguleika í fallhættu Anand, sem stendur þeim Kasparov og Karpov næstur að stigum, fellur út úr HM vinni hann ekki Rússann Episín í dag. Skák_____________ Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson á ekki möguleika á að verða í hópi tíu efstu manna á millisvæðámótinu í Biel og komast áfram í áskorenda- keppnina. Jafnvel þótt Jó- hann vinni skák sína við Armenann Lputjan í síð- ustu umferðinni í dag næg- ir það ekki, því verði skák- menn jafnir að vinningum er gert upp á milli þeirra með stigaútreikningi og þar stendur hann ekki vel að vígi. Jóhann yrði þó á meðal fyrstu varamanna og það gæti haft þýðingu hlaupist fleiri skákmenn undan merkjum FIDE og gangi í atvinnumannasamband Kasp- arovs og Shorts. Atta skákmönn- um nægir jafntefli í dag til að komast áfram og baráttan stend- ur því fyrst og fremst um þau tvö sæti sem þá eru eftir. Allra augu munu væntanlega beinast að þremur skákum, An- and - Episín, Lautier - M. Gurevich og síðast en ekki síst innbyrðis viðureign ungversku keppendanna Lajos Portisch, 58 ára, og Júditar Polgar, 16 ára. Staða efstu manna fyrir síðustu umferð er þessi: 1. Gelfand, Hvíta-Rússlandi 8 Vi v. 2. -8. Van der Sterren, Hol- landi, Salov, Kramnik og Khalif- man, Rússlandi, Júdasín, ísrael, Kamsky, Bandaríkjunum, og Adams, Englandi, 8 v. 9.—11. Epishin, Rússlandi, Anand, Indlandi, og Lautier, Frakklandi, IVi v. 12.—25. Jóhann Hjartarson, Portisch og Júdit Polgar, Ung- veijalandi, Shirov, Lettlandi, I. Sokolov, Bosníu, ívantsjúk, Úkraínu, M. Gurevich, Belgíu, Drejev, Barejev, og Svesnjikov, Rússlandi, Lputjan, Armeníu, Xu Jun, Kína, Piket, Hollandi, og Abramovic, Serbíu, 7 v. Fáist hrein úrslit í skákum þeirra sem hafa 7 v. eru allir þeir sem hafa sjö vinninga úr leik. Athyglisvert er að Anand verður að vinna Episín, sem gæti nægt jafntefli. Lautier verð- ur einnig að vinna skák sína við Mikhail Gurevich til að eiga möguleika. Best stig þeirra sem hafa 7 v., þ.e. samanlagður vinninga- fjöldi andstæðinganna, hefur gamla kempan Portisch, sem á því mjög góða möguleika, vinni hann Júdit Polgar. Stórstjörnur á borð við ívantsj- úk, Shirov og Barejev eiga harla litla möguleika og eins og áður segir er Anand, sem næstur kem- ur þeim Kasparov og Karpov á stigum í heiminum, langt frá því að vera öruggur. Sú spurning vaknar hvort gylliboð frá at- vinnumannasambandinu hafi slæm áhrif á baráttuvilja sumra keppenda í Biel, en Anand hefur ekki útilokað að ganga til liðs við þá Kasparov og Short. Síðasta umferðin hefst kl. 11.30 að íslenskum tíma í dag. í níundu umferð mótsins tefldi Jóhann Hjartarson æsispennandi skák við Kínveijann Xu Jun. í miðtaflinu lögðu báðir mikið á stöðuna og kínverski stórmeist- arinn setti allt í háaloft þegar hann fórnaði heilum hrók fyrir sókn. Fórnin reyndist Jóhanni afar hættuleg, en honum tókst samt að rugla Kínveijann í rím- inu og hann lék gróflega af sér. Þá tókst ekki betur til en svo að Jóhann missti af glæsilegum vinningsleik og sat uppi með tap- að tafl. í miklu tímahraki náði hann þó að bjarga hálfum vinn- ingi á land. Þrátt fyrir að illa hafi gengið um miðbik mótsins hefur Jóhann samt teflt nokkuð vel í Biel og miklu betur en vænta mátti eftir mikið mótlæti á stórmótinu í Miinchen um helgina. Staða hans á mótinu er betri en vænta mátti miðað við stigaröð keppenda. Hyítt: Xu Jun, Kína. Svart: Jóhann Hjartarson. Nimzoindversk vörn. 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Dc2 - 0-0 5. a3 - Bxc3+ 6. Dxc3 — b6 7. Bg5 — Bb7 8. Rh3 - h6 9. Bh4 - c5 10. dxc5 — bxc5 11. f3 — a5 12. e3 - d6 13. 0-0-0 Það var vinsælt fyrir 3-5 árum að hróka langt í þessu afbrigði og blása til sóknar en síðan hafa fundist nýjar varnarleiðir á svart, svo nú þykir stutthrókun örugg- ari. 13. - Ha6 14. Be2 - Rbd7 15. g4 — Da8 16. e4 — e5 17. g5 — hxg5 18. Bxg5 — Hb8 19. Hhgl - Re8 20. Rf2 - Hb6 21. Hd2 - Bc6 22. Bdl - Rf8?! Riddarinn tekur stefnuna á d4 reitinn, en nú nær Kínveijinn stórhættulegum og nokkuð óvæntum sóknarfærum. Betra virðist 22. — f6. 23. Rg4 - Re6 24. Rf6+! - Rxf6 24. - gxf6 25. Bh6+ - Kh7 26. f4! — Bxe4 27. Dh3 var allt- of hættulegt. 25. Bxf6 - Kf8 26. Hxg7!! - Rxg7 27. De3- Da6 Hróksfóm Kínveijans stenst! 27. - Re6 28. Dh6+ - Ke8 29. Hxd6 - Hxb2 30. Dh8+ - Rf8 31. Bg7 - Hbl+ 32. Kd2 dugir ekki til að skapa fullnægjandi mótfæri. 28. b3? Xu Jun átti að halda sínu striki og leika 28. Dh6! — Ke8 29. Hxd6 — Dxc4+ 30. Bc2 — Re6 31. Dh8n----Rf8 32. Bg7 með óstöðvandi sókn. Nú gat Jóhann hins vegar unnið með því að leika 28. - Ba4!! því 29. Dh6 - Ke8 30. Dxg7 má svara með drottn- ingarfórninni 30. — Dxc4+! sem hvítur má ekki taka. 28. - Re6? 29. Dh6+ - Ke8 30. Hxd6 - Ba4 31. Dh8+ - Rf8 32. Bg7 - Hxd6 33. Dxf8+ - Kd7 34. Dxb8 - Hg6 35. Dxe5 - Hgl 36. Dd5+? Bæði hér og í 38. leik gat Kínveijinn leikið Dxc5 með vinn- ingsstöðu. 36. - Ke8 37. De5+ - Kd7 38. Dd5+? — Ke8 39. bxa4 — Hxg7 40. De5+ - Kf8 41. Db8+ - Ke7 42. De5+ - Kf8 43. Db8+ og jafntefli með þráskák, þótt hvítur hefði enn getað reynt að þæfa taflið til vinnings. NOKKRIR þeirra, sem stóðu að gerð landkynningarbókarinnar Atl- antic destiny. Frá vinstri eru Halldór Pálsson, Sigurður Sveinn Jóns- son, og Björn Hróarsson frá Góðu máli og Knútur Signarsson frá Prentsmiðjunni Odda. > Ný bók um Island NÝÚTKOMIN er landkynningarbókin Atlantic Destiny og er hún gefin út af útgáfufyrirtækinu ísland og umheimurinn. Útgáfuþjón- ustan Gott mál hf. ritstýrði bókinni og Prentsmiðjan Oddi prent- aði bókina, sem 368 blaðsíður og í veglegu broti. Yiðey um verslunarmannahelgina Messa, staðarskoð- un o g gönguferð MARGT verður um að vera í Viðey um verslunarmannahelgina og í dag, laugardag, verður bryddað upp á nýjung sem er skoðunar- ferð um eyna á hestbaki. Á morgun, sunnudag, verður messa og staðarskoðun og á mánudag gönguferðir um eyna. Að sögn Halldórs Pálssonar, eiganda útgáfunnar ísland og umheimurinn, kemur bókin fýrst í stað aðeins út á ensku en stefnt er að því að gefa bókina einnig út þýsku. Hann segir að rúmlega 200 ís- lenskir aðilar hafí styrkt útgáfu bókarinnar. „Þessi bók er ekki ein- skorðuð við eitt ákveðið atriði, svo sem náttúru eða atvinnulíf, heldur er þetta alger þverskurður af ís- landi í heild. í bókinni er t.d. talað um hin fjölmörgu fyrirtæki hér á landi, stjórnmál, menningu og ferðamál svo eitthvað sé nefnt,“ segir Halldór. Halldór gaf áður út landkynn- ingarbók um Suður-Afríku, en þar bjó- hann um nokkurra árabil. Laugardaginn 31. júlí verður boð- ið upp á tvær ferðir um eyna á hest- baki með leiðsögn staðarhaldara, kl. 13.15 og kl. 15.15. Sunnudaginn 1. ágúst verður messa kl. 14. Séra Jakob Á. Hjálm- arsson þjónar fyrir altari. Að lokinni messu kl. 15.15 verður staðarskoðun. Hún hefst með því að kirkjan verður skoðuð og rakin saga hennar og Stofunnar. Þetta er næ- stelsta guðshús landsins og elsta steinbyggða íbúðarhúsið á Islandi. Að því búnu verður gengið um Við- eyjarhlöð, fornleifagröfturinn skoð- aður, sagan rifjuð upp og sagt verð- ur frá því helsta, sem fyrir augu ber i eynni og nágrenni hennar. Gengið verður upp Heljarkinn og litið yfír eyna frá nýlegri úsýnisskífu og síðan til kjallara Viðeyjarstofu og litið á myndir frá viðgerðum á húsinu og fomleifasýningu sem þar er. Hestaleiga, kaffisala og bátsferðir verða með sama hætti og á laug- ardag. Mánudaginn 2. ágúst verður gönguferð á Vestureyna kl. 14.15. Gönguferðir á frídegi verslunar- manna hafa notið vinsælda og von- andi leyfir veður að njóta kyrrðar og fegurðar Vestureyjarinnar. Farið verður frá Viðeyjarhlöðum og geng- inn vegurinn niður að Eiði. A Eiðinu er að mörgu að hyggja, m.a. gam- alli lendingu við Kattarnef. Genginn er nýlegur göngustígur upp á Vesturey, hugað að listaverki Ric- hard Serra, Aföngum, farið til vest- urs og litið á veggjakort sem er yfir 100 ára gamalt, gengið að Lunda- bökkum og leitað að fljúgandi kanín- um og þaðan til austurs með Norður- bökkum. Þegar kemur að fjárhúsr- ústum sem þar eru verður rifjuð upp saga af ást í meinum og gengið síð- an niður á Eiðið á ný. Gangan, sem tekur tæpar tvær klukkustundir, endar við Viðeyjarnaust, en þar er kaffisala. Hestaleiga og bátsferðir verða með sama hætti og á laugardag. Domíiio Do Sol í Portúgal Dreymir sf. fær umboð Fyrirtækið Dreymir sf. hefur tekið við umboði Hótels Domino Do Sol í Portúgal. í fréttatilkynn- ingu frá Dreymi segir, að þeir sem hafi keypt sér íbúðarrétt í hótelinu hjá Framtíðarferðum hafi engu tapað. í fréttatilkynningunni segir, að þeir sem hafi keypt íbúðarrétt hjá Framtíðarferðum og greitt upp í samning haldi öllum þeim rétti sem greiðslan hafi gefið þeim. Þeir verði meðlimir í ferðaklúbbnum RCI, fái sent meðlimakort sem þeir geti not- að þegar þeir þurfi á þjónustu klúbbsins að halda og ferðast á veg- um klúbbsins til 70 landa.. Tekið er fram í fréttatilkynning- unni að Dreymir sf. sé algerlega óviðkomandi Framtíðarferðum. Það kostar minna \ en þig grunar að ' hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *150.50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Japan á næturtaxta m.vsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.