Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1993 Fréttamannafundur Shimons Peres á Þingvöllum Bjartsýnn á árang- ur í friðarviðræðum Á Þingvöllum SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, og Davíð Oddsson forsætisráðherra með fylgdar- mönnum á leið frá sumarbústað forsætisráðherra til Valhallar. ' SHIMON Peres, utanríkisráð- herra Israels, og Davíð Oddsson forsætisráðherra áttu fund með fréttamönnum í Valhöll á Þing- völlum á laugardag. I máli Peres kom fram að hann væri mjög bjartsýnn á að árangur næðist senn í friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum, hann sagðist búa yfir ýmiss konar vitneskju sem styddi þá bjartsýni en fór ekki nánar út í þá sálma. Peres sagði að hann væn mjög ánægður með að koma til íslands þar sem segja mætti að lýðræðið hefði að mörgu leyti slitið bams- skónum. Hann minnti á heimsókn Davíðs Ben Gurions, þáverandi for- sætisráðherra ísraels, til íslands fyrir 32 árum, sagði Ben Gurion hafa hrifíst mjög af því sem hann sá og kynntist hér, hann hefði upp frá því dáð mjög Islendinga. Peres var spurður um mál Eð- valds Hinrikssonar. Hann sagðist hafa rætt það óformlega við Davíð Oddsson forsætisráðherra en þetta væri mál dómstólanna, ekki stjóm- málamanna. „Vandinn er sá að sönnunargögn em ekki nógu full- komin en forsætisráðherra Eist- lands hefur heitið því að láta opna skjalasöfnin þar og þá gæti eitthvað komið í ljós. Við krefjumst ekki að mál verði höfðað nema ný sönnun- argögn geri það nauðsynlegt“. Ráð- herrann tók skýrt fram að ísraelar bæru fullt traust til réttarkerfisins á íslandi og íslensks lýðræðis og sagði aðspurður að ísraelar myndu hlíta úrskurðinum í máli Eðvalds, hver sem hann yrði. Peres var einnig spurður álits á máli Johns Demjanjuks, sem sýkn- aður var af stríðsglæpaákæru í ísrael fyrir skömmu, spurður hvort almenningsálitið væri sterkara en lögin í Israel. Hæstiréttur landsins hefur ákveðið að Demjanjuk fái ekki að fara heim til Bandaríkjanna fyrr en 2. september meðan kannað I I I Morgunblaðið/RAX verði hvort hægt verði að ákæra hann fyrir aðra stríðsglæpi. Peres sagði að mál Demjanjuks væri við- fangsefni hæstaréttar ísraels og hvorki almenningsálit né afskipti stjómmálamanna ættu að hafa nein áhrif á niðurstöður hans. Afstaða stjórnarandstöðunnar Minnt var á að nokkrir leiðtogar stjómarandstöðunnar hér hefðu hundsað miðdegisverðarboð með Peres og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefði farið til Grænlands og myndi því ekki hitta ísraelskan starfsbróður sinn. Davíð Oddsson forsætisráðherra vildi taka fram að Peres væri afar velkominn gestur og minnti Davíð á góð sam- skipti ríkjanna allt frá stofnun ísra- els 1947. Hann sagði Jón Baldvin hafa látið svo um mælt að sér hefði þótt mikill heiður að hitta Peres hefði hann komið því við. Er minnt var á blaðafregnir þar sem sagt var að heimsókn Peres væri orðin „klúður“ sagði Davíð að allt klúðrið fælist í því að umrædd- ir leiðtogar hefðu ekki þegið mið- degisverðarboð. Reyndar hefði Steingrímur Hermannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, ekki séð ástæðu til að tjá stjórnvöldum ástæðuna fyrir fjarveru sinni. Davíð sagðist auk þess hafa snætt mið- degisverð með eiginkonu sinni í fjöldamörg ár án þess að Ólafur Ragnar Grímsson hefði tekið þátt í borðhaldinu og samt hefði ekki verið um neitt klúður að ræða. Peres sagðist hvorki vera særður né undrandi yfir framkomu stjórn- arandstöðuleiðtoganna en hann teldi afstöðu þeirra ekki reista á rökum. „En í lýðræðisríki hafa menn rétt til að hafa rangt fyrir sér og sumir nota þann rétt“. Er Peres var spurður hvort ísra- elar væru ekki farnir að einangrast á alþjóðavettvangi sagði hann að því færi Ijarri. Þvert á móti hefðu þeir undanfarin ár tekið upp stjórn- málasamband við ríki sem áður hefðu hundsað þá, m.a. við „Kína og Indland sem eru nú engin smá- ríki“ eins og ráðherrann komst að orði. i I Rússland í heljargreip- um spillingarmálanna Útflutningur á málmum og olíu sagður í höndum „mafíuhópa“ sem selji á niðursettu verði og stingi gróðanum í eigin vasa Moskvu. Reuter. BYSSUKÚLUR splundra rúðum á skrifstofu eins ráðherr- anna í Rússlandsstjórn; háttsettur embættismaður, sem vinnur að rannsókn á spillingarmálum, heldur því fram, að sjálfur ríkissaksóknarinn sitji um lif sitt og annar ráð- herra segir af sér með þeim orðum, að „mafíuhóparnir" séu að reyna að ná völdunum í Kreml. Það er í skugga atburða af þessu tagi, sem átökin milli Borísar Jeltsíns forseta og þingsins standa, og klögumálin ganga á víxl. Hvorir kenna öðrum um spillingu og glæpsamlega iðju og það virðist vera af nógu að taka. Var 2.000 milljörð- um stolið? KÍNVERSKIR bankamenn neit- uðu í gær allri vitneskju um gífurlegt íjármálahneyksli, sem sagt var frá í Morgunpóstinum, dagblaði í Hong Kong. Þar var fullyrt, að í efnahagsþenslunni að undanförnu hefðu háttsettir bankamenn stolið 2.000 millj- örðum ísl. kr. og flutt að nokkru úr landi. Kvaðst blaðið hafa í fórum sínum leynilega skýrslu frá kínverska seðlabankanum um þjófnaðinn og kæmi þar meðal annars fram, að 80 bankamenn, tengdir hneykslinu, hefðu farið úr landi í júlílok og aðrir 10 síðan. Erlendir stjórn- arerindrekar og bankamenn í Kína eru vantrúaðir á þessa frétt en vilja þó ekki vísa henni aiveg á bug. Yilja einokun í flughöfnum burt SJÖ evrópsk flugfélög hafa bundist samtökum um að bijóta á bak aftur einokunarfyrirtæki, sem hafa á sinni hendi alla þjón- ustu á jörðu niðri á flugvöllum í Mílanó og Frankfurt, og sams konar einokun spánska flugfé- lagsins Iberia. Flugfélögin sjö, KLM, Air France, Alitalia, Brit- ish Airways, Lufthansa, SAS og Sabena, hafa borið fram kvörtun við framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins og segja, að auknu frelsi í loftinu ætti að fylgja meira frelsi á jörðu niðri. Þar sem einokunin ríkti sæju hins vegar sömu fyrirtækin um allt, innritun farþegar, áfyllingu eldsneytis og allt þar á milli. Japanir biðjast afsökunar MORIHIRO Hosokawa, forsæt- isráðherra Japans, flutti stefnu- ræðu stjómar sinnar í gær á þingi og baðst þá afsökunar á grimmdarverkum japanskra hermanna í stríðinu. Hann bauðst þó ekki til að inna af hendi skaðabætur. Að öðm leyti sagði Hosokawa, að mikilvæg- asta verkefnið væri að uppræta pólitíska spillingu í landinu. Heimsókn Konstantíns skrípaleikur KONSTANTÍN Karamanlis, forseti Grikklands, sagði í gær, að heimsókn Konstantíns, fyrr- verandi Grikkjakongungs, væri skrípaleikur, sem gert hefði Grikkja að athlægi og yrði ekki endurtekin. Hefur heimsóknin valdið töluverðri spennu í land- inu milli konungssinna, sem eru sagðir fáir en háværir, og þeirra, sem óttast, að Konstantín sé kominn til að krefjast krúnunn- ar. Yaxtalækkun í Danmörku DANSKI seðlabankinn lækkaði í gær vexti á útlánum til banka úr 11% í 10,5%. Þar með verður hagstæðara fyrir banka að taka lán í seðlabankanum. Búist hafði verið við þessu og talið, að lækkunin styrkti gengi dönsku krónunnar en fyrstu við- brögð bentu þó ekki til að svo yrði. Yextir eru háir í Danmörku miðað við önnur Evrópulönd og lækkunin breytti litlu um það. Sergei Glazyev utanríkisvið- skiptaráðherra sagði af sér emb- ætti um síðustu helgi og gladdi um leið hjörtu harðlínumannanna með því að lýsa yfír, að „mafían" væri að hreiðra um sig í valdakerf- inu. Sakaði hann jafnframt tvo nána bandamenn Jeltsíns um að hafa hrakið sig úr embætti. Harð- línumenn, kommúnistar og þjóð- emissinnar, hafa verið með svipað- ar mafíuásakanir en Glazyev til- heyrði hvorugum hópnum. Því þykir líklegt, að meira mark verði tekið á yfirlýsingum hans en ella. Ógnun víð hagsmuni braskaranna? Glazyev var á leið til Afríku sl. föstudag þegar skipun kom um, að hann skyldi snúa við, aðeins skömmu eftir að hann fór í loftið frá Moskvu. Daginn eftir sagði hann af sér. Segir hann engan vafa leika á, að afsögnin sé til komin vegna nýrra reglna, sem hann setti, og takmörkuðu fjölda þeirra fyrirtækja, sem leyfi hafa til að flytja út málma og olíu. Ef þessum reglum yrði framfylgt, gætu þær komið í veg fyrir eða dregið verulega úr braski með þessar afurðir en þær hafa verið seldar á Vesturlöndum og víðar fyrir lágt verð, oft langt undir markaðsverði, og söluverðið hefur að stómm hluta farið í vasa brask- aranna sjálfra. Spillingarpíramítinn Nefnd, sem Jeltsín skipaði, dró í síðustu viku upp mynd af spilling- arpíramítanum en hann hvflir að mestu leyti á einkafyrirtækjum, sem stunda ólöglegan útflutning á olíu og málmum. Á málum hjá þessum fyrirtækjum er fjöldinn allur af óbreyttum embættismönn- um, sem aftur eiga hauka í horni í lögreglunni og dómskerfinu og § meðal stjómmálamanna. Júrí Kal- mykov dómsmálaráðherra nefndi sérstaklega eitt fyrirtæki, sem hefur aðsetur erlendis, en var að hans sögn stofnað fyrir fé, sem kommúnistaflokkurinn smyglaði úr landi. „Þetta fyrirtæki hvílir eins og skuggi yfír landinu enda er tilgangurinn með því að eyði- Ieggja efnahagslífíð," sagði Kal- mykov. Jeltsín og andstæðingar hans rífast um það hveijir séu efstir í píramítanum, stjómi embættis- mönnunum og taki við mútunum. Nefndin fyrrnefnda bendir á and- stæðinga forsetans, þar á meðal á Alexander Rútskoj varaforseta. Andrei Makarov, formaður nefnd- arinnar, sakar hann um að eiga '■ leynilegan bankareikning í Sviss en Rútskoj neitar því. Þvert á móti segist hann hafa „töskufylli" ■ af sönnunum gegn Jeltsín-stjórn- inni. Morðsamsæri? Það hitnaði heldur betur í kolun- um í þessari deilu þegar Makarov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.